Tíminn - 05.05.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. til áramóta. ÁFGREIÐSLÁ á Laugaveg 4 (Bóka- búðinni). Par er tekið á móti áskrifendum. I. úr. Reykjavík, 5. maí 1917. Um lanðbúnaðinn. Inngangur. Að þykja vænt um fortíðina, vænna um nútíðina, en vænst um framtíðina, ætli það sé ekki bjart- sýnin. Og ætli svona sé ekki flest- uin íslendingum farið, unga fólk- inu að minsta kosti. En þá eru brögðin að forfeðradýrkuninni ekki eins mikil og orð er á gjört stund- um. Og því skyldu íslendingar ekki líka vera bjartsýnir. Því skyldu þeir ekki trúa öllu góðu um fram- tíðina. Landið er gott, svo gott að það hefir haldið lífinu í þjóðinni gegn- um allskonar óáran af völdum elds og ísa, gegnum drepsóttir og einokun öldum saman og siglinga- ■teppu í ofanálag, og gegnum þekk- ingarleysið utn að bjarga sér hvort 'hedur var á sjó eða landi. inni að ferðast um landið. Sjá flóaflæmin, mýrarnar og holtin sem alt er ónotað enn þá að heita má. Telst ekki þótt skepnurnar nasli þar sumstaðar eitthvað á vetruin ef nær til jarðar. En á sumrin leit- ar fé til fjalla, en annar búsmali heldur sig heimundir bæjum. Og enn eykst bjartsýnin þegar hugsað er til ráðgerðra íræða á- veitufyrirtækju á landflæmi, elleg- ar að bjarga öðrum undan ágangi stóránna, svo sem dalnum víða og breiða milJi Fljótshlíðar og Eyja- fjalla, þar sem Markarfljót og Þverá Aflall og Álar hafa leikið lausum hala og breytt gróðurlöndum í aura og sanda og eru að enn, svo að af stafar ógn mörgum sveitum. Beizla óhemjurnar, »stokkleggja« þær, og láta þær síðan sjálfar end- urgjalda skemdirnar með vöxtum og vaxtavöxtum með tempruðu frjóvgandi áveituvatni um löndin sem þær höfðu sjálfar spilt og iniklu ineiri lönd um ófyrirsjáanlega framtíð. þess að vita að verra kjöt skuli flutt langtum lengri leiðir á heims- markaðinn og taka mildu meira verði en íslenzka kjötið — að eins fyrir verkunina. Hægt er að auka grasræktina bæði með vatnsveitingum og bættri áburðarhirðingu. Er þar mikið að vinna sem áburðareldsneytið er, og þyrfti rafurmagn, móiðnaður og innlend kol að geta leyst það af hólmi. Þá er mikils um vert að hægt verði að bæta úr fólksskorti með notkun vinnuvéla, og á plógurinn mest óunnið enn, til þess að vera undanfari sláttu- og rakstrarvélar. Loks væri það ekki ininst um vert að hægt væri að korna sér svo fyrir að minna og minna væri átt undir tíðinni, bæði með fóður- forðatryggingum, votheyi og vinnu- brögðum um slátt. Verður nú að þessum og fleiri úrræðum vikið hverju um sig í næstu blöðum. Og sjórinn er góður, einhver allra auðugasti bletturinn á öllu hinu mikla yfirborði er særinn hylur á þessum hnetti, einhver allra auð- ugasla gullnáman sem enn er kunn- ugt um. Og eykur það ekki bjartsýnina •og trúna á framtíðina að lita um öxl og athuga framfarirnar sem orðið hafa síðustu árin — fram- farirnar í sjálfum svefnrofunum. Ellegar hvort það glaðnar ekki yfir henni, við að koma á bæ í afskektri sveit, húsið er úr timbri, hlöður undir járni, fénaðarliúsin reisuleg þótt úr grjóti og torfi séu gerð. Vel hirtur kálgarður við bæ- inn, túnið girl og tveir nátthagar utan túns. Húsbændurnireruhnign- ir að aldii, og eiga þetta alt og bústofninn skuldlaust. En þau eru búin að koma upp 12 börnum og börnin eru öll heima. Og með hverju hafa þau getað eignast þetta og alið upp barnahópinn. Með 80 ám. Kýrnar tvær, ekki voru seld- ar afurðirnar af þeim. Hrossin til heiinabrúkunar, jörðin ekki hey- «kaparjörð. Bóndinn einu sinni lát- ið i burtu hross, án þess að þurfa að kaupa annað í staðinn. Og ekki voru aukatekjurnar. Ekki svo mik- ið sem rekaspíta, og engin veiði, ærnar höfðu borgað alt sem fengið var úr kaupstaðnum, og opinberu gjöldin líka. Auk þess böfðu þær hjálpað kúnum og kálgarðinum til þess að fæða heimilisfólkið, og klætt höfðu þær það að mestu leyti. Þetta er sannalegur fyrirmynd- ar búskapur — með gamla lag- inu. Þá dregur það ekki úr bjartsýn- En bjartsýnin ein er ónóg. Henni verður að fylgja glögt auga fyrir úrræðunum sem grípa þarf til, svo að eigi raskist nauðsynlegt jafnvægi aðalatvinnuveganna í land- inu. Gamla búskaparlagið stenzt ekki lengur, og það þótt fyririnynd væri á sínum tima. En eins og komið er þarf að þeim úrræðum að kveða svo að landbúnaðurinn hamli upp í móti sjávarútveginum, jafnslórstígar og framfarirnar hafa orðið hjá hon- um á síðari árum. Því að óviturlegt væri að ælla sér að viðhalda jafn- væginu með því að aftra lieilbrigð- um þroska þeirrar atvinnugreinar- innar sem fram úr skarar. Og sizt má skorta á bjartsýnina um að þetta sé hægt. Verður hjer að gera alt sem unt er, og ef ekki verður um það svikist, er ólíklegt að jafna þurfi metin til lengdar með mis- þungum álögum. Og hvað er ógert og hægt að gera til viðreisnar landbúnaðinum? Það er mýmargt. Landbúnaðurinn þarf lánstraust, peninga, á svipaðan hátt og sjávar- útvegurinn. Höfuðslóll og reksturs- fé landbúnaðarins til þessa hefir aðallega verið sparsemi og sjálfsaf- neitun sveitafólksins, en slíkt hrekk- ur skamt nú orðið. Þá þarf verzlunin að batna, ekki um það sem að þarf að kaupa aðallega, þótt einstaklingar reyni þar að komast sem lengst, heldur er það verzlunin með framleiðsluvör- urnar sem mestu munar um. Þarf i þeim efnum að gera tilraunir um útflutning á kældu kjöti eða sjóða niður kjöt til útflutnings. Er ilt til Fossamálið. Eggert Briem í Viðey hefir ný- lega ritað merkilega grein í Lög- réttu um afrettir og almenninga, í tilefni af þingsályktunartillögu G. Sv. um rétt landssjóðs til fossa í afréttum. í grein þessari kemur E. Br. inn á fossamálið sjálft og fer um það þessum orðum: »Annað mál er það, að tillagan getur óbeinlínis orðið til þess, við jiær umræður er hún vekur, að leiða menn inn á nýjar brautir, eins og t. d. það, að koma í veg fyrir það að menn geti átt hér fossa til þess eins að láta þá vera ónotaða og útiloka samkeppi frá íslands liálfu við önnur lönd. Einnig gæli komið til mála að láta virða alla slærri fossa og aflveitu- rétlindi sérstaklega nú um leið og jarðamatið fer fram og setja jafn- framt lög þess efnis, að landið taki undir sig aflveituréttindin fyrir virðingarverð, svo framarlega sem eigendurnir hefðu ekki tekið foss- ana til nolkunar, eða sett tryggingu fyrir því að þeir yrðu notaðir inn- an viss árabils«. E. Br. hefir hér hreyft við stór- miklu velferðar máli. Fossarnir munu verða undirstaða þriðja at- vinnuvegarins hér á landi, iðnaðar- ins. Framtíð þjóðarinnar, menning hennar og sjálfstæði, er að miklu leyti kotnið undir þv<, að núlif- andi kynslóð verði framsýn og gætin i meðferð sinni á þessum afls- og auðslindum. 8. blað. Hingað til hefir hvorki verið gætt hygginda né framsýni í fossamál- unum. Flestir eða allir helztu foss- arnir eru seldir eða leigðir innlend- um eða erlendum mönnum og fé- lögum, sem oft og einatt virðast nota þá í brask og söluprang, til engra lieilla eða sæmdar fyrir land- ið. Hvergi bólar á neinni tilraun til að starfrækja fossanna. Aldrei komist lengra en það að senda »verkfræðinga« lil að mæla þá og gera áætlanir, sem ekki eru fram- kvæmdar. Helztu fossarnir eru á tveim svæðum hér á landi: Suðurláglend- inu (Soginu, Hvítá, Þjórsá,) og í Þingeyjarsýslu (í Skjálfandafljóli og Jökulsá). Þar að auki er Lagar- foss eystra. Eins og nú hagar til er landinu vansi að því að láta misjafnlega ræmda gróðabrallsmenn leika laus- um hala með fossaréttindin erlend- is. En aivarlegt tjón yrði úr þessum leik, ef svo færi, sem E. Br. drepur á, og fleiri hafa rent grun í, að sumir helztu fossaspekulantarnir séu í þann veginn að framselja íslenzku fossana félögum erlendis, sem liafa hag af því að sleppa við samkeppi liéðan. Þessi félög, sem hér er átt við, starfrækja fossa í Noregi og víðar. Eins og gengur leitast þau við að ná sem beztum kjörum í því landi sem þau starfa i. Ef tregða er á því að veita þeim eftir æskt hlunnindi, geta þeir sagt: Við erum ekki komnir upp á náðir ykkar. Við eigum fossa á íslandi og getum eins vel byrjað þar. Fossa eignin hér getur þessvegna aflað slíkum félögum betri kjara erlendis, lieldur en þau mundu annars fá. Og þegar þau eru kom- in á laggirnar og ef til vill orðin að einokunarhringum, er gott að hafa stungið íslenzku fossana svefn- þorni. Það er þetta sem þarf að varast. Ein sagan segir að í sumar sé von á járnbrautareinkaleyfis-tilboði frá einu þessu íslenzka fossafélagi — í sambandi við starfrækslu Þjórsárfossanna. En grunur er jafn- framt um, að sú ráðagerð sé af svipuðum toga spunnin og salt- vinsla Páls Torfasonar og eldfjalla- sandur »Túboga«. Þingið eigi að heimska sig á að búa til einka- leyfislög handa »fjármálamönnun- um«, einskonar opinber meðmæli með því að »pappirar« þeirra séu staðgóð verzlunarvara. í næstu blöðum verður kýnt fram á, með hverjum hætti þingið getur bjargað fossamálinu úr því öngþveiti, sem það er komið í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.