Tíminn - 05.05.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1917, Blaðsíða 3
T í MI N N 31 10,89°/o og baunir 25% köfnunar- efnis. Um efnasameininguna fer liann meðal annars þessum orðum: »Beri maður efnagreiningu melkorns saman við ofantaldar efnagreingar sést fljótlega að melkornið liefir hlutfallslega mjög mikil köfnunar- efnasambönd, stendur að því leyti að eins að baki baunum. F*ar sem nú köfnunarefnissambönd eru dýr- mætustu næringarefnin er óhætt að fullyrða að melkornið er ekki næringarminna en hveiti, rúgur hafrar eða bygg, heldur þvert á móti«. Þetta ætti að vera öllum þeim bændum nóg hvöt er mellönd hafa til þess, að láta ekki kornið á ökrum sinum talla á komandi hausti, eina brauðkornið sem fs- land framleiðir. Bændur sem hafið slíka sjálf-sána akra og liafið ekki hirt melkornið áður, leitið ykkur i tíma upplýsinga hjá Búnaðar- félagi íslands eða einhverjum sem þér treystið og getur gefið ykkur ábyggilegar upplýsingar. Þá eiga all-margir þeirra er við sjóinn búa kost á nokkrum bú- drýgindum úr jurtaríkinu þar sem sölin eru, þau hafa verið notuð talsvert til matar en lítið er það víst nú orðið. Við efnarannsókn hefir það komið í ljós, að sölin innihalda meðal annars 15,37°/o köfnunarefnissambönd sem auk þess eru rnjög auðmelt, þau hafa ætíð verið talin mjög holl. Sölin geta þvi áreiðanlega talist góð fæða, of góð til að rotna niður í fjörunum við slendur landsins. J. S. Samgðngur - Verzlun. Aðstöðumunurinn hefir breizt mikið á síðasta mannsaldri. Öld- um saman urðu íslendingar að sæta einokunarkjörum og ónógum aðflutningum í ofanálag, svo að al- menn harmkvæli hlutust af. En á bak við stóð harðýðgi gróðamanna öllu fremur en skilningsskortur á því sem betur mátti fara. Naut fremur að almennrar frelishreyf- ingar í heiminum en innlendra aðgerða, þegar verzlunin varð loks- ins látin frjáls. Ekki alls fyrir löngu bryddi á kúgunarviðleitni hjá erlendu stór- gróðafélagi sem annast átti íslenzk- ar samgöngur á sjó, og það ofan i gerða samninga. Sá félagið sér leik á borði þegar lítið var um samkeppni og hækkaði farmgjöld úr hófi fram. Slík gróðaviðleitni kom nú einni stundu of seint. Aðstöðumunurinn var breyttur. í stað þess að taka þessu með þögn og þolinmæði, var þessu mótmælt ekki að eins í orði heldur einnig á borði. Og mótmælin voru stofnum Eim- skipafélags íslands. Menn þoldu ekki lengur skó- kreppu samgöngu-ókjaranna. Fer nú á sömu leið um verzl- unina. Bogi ágengninnar í þeim efnum verið spentur um of, sést móta fyrir brestunum og allar horfur á að þverbresti þá og þegar. Eins og yfirgangur Sameinaða- félagsins orsakaði stofnun Eim- skipafélags íslands, eins verður nú einokunarviðleitni á einstökum vörutegundum til þess, að ýmist verður slík ásælni fyrirbygð með lögum og landseinkasala lögleidd eða þá að henni verður afstýrt með öflugri samkeppni — lands- verzlunarsamkeppni. Og þegar ágengni milliliðanna fer sem hæzt, rís upp öflugur og víðtækur samvinnufélagsskapur með kaupfélögum i sem flestum bygðar- lögum og allsherjar heildsöluverzl- un í verzlunarmiðstöð landsins, sjálfstætt og heilbrigt verzlunarkerfi sett á fót, sem annast hvorutveggja, innlendu og erlendu verzlunina. — Stofnun Emskipafélags íslands er fyrsti stórsigur almennra sam- taka, og sá sigur hefir vakið hug hjá þjóðinni sem ekki var til áður. Þessi samtök hafa orðið til þess að sýna henni hve miklu má til vegar , koma með samtökum og samvinnu, og svo með því að sýna hver heill geta af þeim stafað. Því að það sjá allir í hendi sér í þessu tilfelli, hverjum ókjörum liefði orðið að sæta af hendi erlendra eimskipa- félaga undanfarin ár ef einvöld heíðu verið, — allur almenningur sér óbeina gróðann af stofnun Eimskipafélagsins. Og i þessu ljósi gera rnenn sér grein fyrir samvinnufélagsverzlun- inni, beini hagnaðurinn að henni er góður, en þó alveg hverfandi hjá óbeina hagnaðinum. Ritíregn. Sig. Heiðdal: Stiklur. Sögur. Bókaverzlun Ársæls Árnasonar.— Rvík 1917. Svo er hér nú orðið mikið um bókaútgáfu og svo margir hugsa sér gróða af slíkum fyrirtækjum, að ekki getur maður átt það víst að erindi hafi átt á prent alt það er nýjar bækur ílytja. Og á þetta ekki hvað síst við um skáldskap, hvort heldur er í bundnu eða óbundnu máli. Þess vegna er það með óttabland- inni forvitni að maður opnar skáld- sögubók eftir óþektan höfund. Dýrtíðin með alveg nýtvöfölduð- um útgáfukostnaði og persóulegum kunnugleika af útgefandanum gáfu að vísu sérstakar vonir að þessu sinni. Og eftir lesturinn skilur maður hvað komið hefir við ungan útgef- anda. En gott að eiga þá sem flesta, sem ekki líta á eigin hagn- að eingöngu. Það er sitt hvað að þykja ein- hver bók »góð«, »snotur« að »vit sé í henni« og hitt að manni verði hlýtt til bókarinnar, eins og góð- kunningi bætist í hópinn þar sem höfundurinn er. En svo mun ílestum fara er þeir lesa Stiklur. Og fyrst og fremst er það yfir- lætisleysinu að þakka. Sögurnar eru svo blátt áfram sagðar og mál- ið svo gjörsneytt allri tilgerð að þetta út af fyrir sig gerir bókina eftirminnilega. Auk þess eru sögurnar skáld- skapur, og sumstaður góður. Ein sagan er þó bezt, 0//i, er það lýs- ing á hugsunarhælti og tilfinninga- lífi hunds, og hundslýsingin svo góð, að jafnast við beztu mann- lýsingar góðskáldanna. Alls eru sögurnar níu, enda stikl- að á margbreytilegu efni í bók- inni. Á liún það skilið að verða keypt og lesin, og gefur beztu vonir um að góðs megi vænta af höfundin- um í framtíðinni. Tínið og gleðin. Ól. Þorsteinsson hefir skrifað langar greinar móti bannlögunum í ísafold. Ein röksemdin mun vera því sem næst ný, sú að bannið fæklci gleðitækifærunum (taki burtu víngleðina). Það sé rangt. Að minsta kosti verði að bæta tjónið með einhverri gleði i staðinn. Látum svo vera. En skyldi, bann- ið ef það útrýmir áfengisnautn, ekki bæta upp tjónið? Hugsum okkur alla vinsorgina, sem yrði af- létt. Fyrst og fremst þá sorg sem drykkjuskapurinn leiðir yfir mann- inn sjálfan, og þá ekki síður sorg vandamanna, foreldra, systkina, konu, barna og vina. Margar kvala- stundir hafa aðstandendur drykkju- manna liðið þeirra vegna, stund- urn af að vera í óvissu um þá, stundum af að horfa á eymd þeirra, stundum af söknuði yfir ótima- bæru fráfalli þeirra, sem vínnautn- in var orsök í. Eða bætum við annari vínsorg, þeirri sem stafar af heilsuleysi, sprotnu af áfengis- nautn. Geðveikralæknar fullyrða, að brjálsemi eigi oftast rætur sínar í áfengisnautn forfeðranna og svo er um fleiri sjúkdóma, ekki sízt þá sem mest fylgja stórborgalifi. Hugsum okkur manneskjur sem finna að þær bera í sér dauðann eða brjálsemina, árum saman, og vita að þeir eru að gjalda skuldir for- feðranna, gjalda fyrir gleðistundir sem vínguðinn veitti þeim. Sé mál- ið skoðað frá þessari sjónarhæð, þarf ekki að »flytja inn« neina nýja tegund af gleði og leggja á borð með bannlögunum. Þau borga fyrir sig sjálf. Agnar. Bólan hefir gert vart við sig i Kaup- mannahöfu, segir skeyti til Vísis. fú útlönðutn. Það hefir verið sagt frá þvi í síðustu blöðum, að Bandamenn ynnu talsvert á í orustunum á vestri vígstöðvunum. Margur hefir verið trúlítill á að hér væri um nokkra verulega vinninga að ræða, og að Hindenburg mundi þá og þegar fá sóknina stöðvaða. En þessu er ekki svo farið. Minnsta kosti ekki enn. Bandamenn vinna hvern sigur- inn á fætur öðrum, sem stórsigra má kalla borið saman við kyrr- stöðuna undanfarin ár, þegar skot- grafahernaðurinn stóð. Langt er þó frá að þau liðindi, sem nú gerasl, bendi á að friður sé í nánd, eða með öðrum orðum, að Þjóðverjar verði yfirunnir að svo stöddu. Heima í Þýzkalandi fer ástandið versnandi, og jafnvel að þar hafi orðið skærur í sumuin borgum, að því er skeyti til dagblaðanna lierma. Verkfall er sagt í Berlín, og óeirðir, sakir vaxandi örðugleika almennings á að fá matvæli. Á silt valt hafa Bandamenn náð borginni Lievin, 15 rastir norður af Arras. Þar eru auðugir námar. Á svæðinu milli Reims og Soissons hafa Frakkar liafið grimma sókn og tekið fremstu varnarstöðvar Þjóðverja. Þar tóku þeir 10 þús- undir hermanna til fanga. Bretar hafa náð fjölda þorpa við Arras og handtekið þar 10—20 þúsundir hermenn og tekið 100 fallbyssur. í Belgiu hafa líka orðið (als- verðar skærur. Þar hafa Þjóðverj- ar farið halloka hjá Dixmude. Ekki er sopið kálið þótt í aus- una sé komið má segja um stjórn- arbyltinguna í Russlandi. Þar er nú hver höndin uppi á móti ann- ari, þvi að flokkar eru þar margir i og sundurleitir, sem allir vilja ná sem mestum völdum. Misklíð þessa eru nú Austurrikismenn og Þjóð- verjar að reyna af fremsta megni að færa sér í nyt, með því að leila friðarsamninga við þá út af fyrir sig. Litlar líkur, eða engar, eru þó taldar á því, að Rússar skerist úr leik við félaga sína. Frá Vesturheimi er það mark- vert að herma, að Mr. Roosfevelt verður yfirliershöfðingi þess hers, er Bandarikin kunna að senda til Norðurálfu. Nýlega var sprengt í loft upp stærsta skotfæraverksmiðja Bandaríkjanna. Er lítill eíi á því talinn, að gert hafi það verið af mannavöldum, og gruna inargir þarlenda Þjóðverja um að hafa framið verkið, þrátt fyrir fylgi það, er þeir hafa heitið Wilson forseta. Ivafbátahernaðurinn hefir aldrei verið magnaðri en nú. Fjölda skipa sökkt á hverjum degi Norðmenn missa tvö skip á dag, til jafnaðar. Þjóðverjar eru vongóðir um að þeim takist að svelta Breta i hel. Síðan þetta var ritað, sem að réttu lagi átti að birtast i siðasta blaði, hefir það helzt skeð, að bandamenn vinna stöðugt á á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.