Tíminn - 05.05.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.05.1917, Blaðsíða 4
32 Tí MINN vestri vigstöðvunum. Má það stór- sigur kallast, að þeir hafa tekið borgina Lens, sem að eins er 20 kílómetra, eða rastir, frá landa- mærum Belgíu. Nokkuð hefir og bæzt við fangatöluna. í Þýzkalandi hafa smáuppþot orðið og verkföll, aðalega í Berlinni út af matvælaskorti. Frá Sviþjóð er símað að þar séu vandræði fyrir dyrum sakir kornmatareklu. Hefir þingið veitt 120 milljónir króna til að hlaupa undir bagga í bráðina, en vafasamt talið að að notum komi, því að mest vandræðin stafa af siglinga- teppunni, sem fé eitt fær eigi bót á ráðið. í Noregi kom til tals á dögunum að vopna kaupför, sem siglinga vildu freista til Bretlands. Hafa Norðmenn orðið fyrir hinum vestu húsifjum af völdum kafbátanna þýzku. Nú hefir stjórnin lýst yfir því, að sú uppástunga verði ekki framkvæmd, því að það væri sama sem að ganga í ófriðinn. Bandaríki Norður-Ameriku hafa lagt útllutningsbann á matvæli til Hollands og Norðurlanda, eflaust sakir þess að þau gera ráð fyrir að þær vörur gælu komið Þjóð- verjum að liði, beinlínis eða ó- beint. Ekki er þess getið sérstak- lega að bann þetta taki til íslands, en ekkert líklegra en svo sé sakir sambandsins við Dani. JF'réttir. Veðl'ið er gott, þótt eigi sé það sumarveðrátta ennþá. Hreinvirði með sólbráð á daginn en stirðn- anda á nóttum. Mannalát. Bændaöldungurinn Andrés Fjeldsled, frá Ferjubakka í Mýrasýslu lézt hér á Landakots- spítalanum 22. f. m. 82 ára gam- all. Var Andrés einn merkustu bænda þessa lands á sinni tíð. — Þá er og nýdáinn Haíliði Guðmundsson hreppstjóri á Siglufirði 64 ára gam- all. — í Kaupmannahöfn lést 25. f. m. prófessor Harald Krabbe, fað- ir Þorvaldar Krabbe verkfræðings, 86 ára gamall. Skipaferðir. Ceres kom til Fleet- wood á sunnudaginn. Island fór áleiðis vestur um haf 30. f. m., Gullfoss koin að norðan sama dag, en fór til Ameríku 3. þ. m. Fóru allmargir farþegar með báðum þessum skipum, aðallega kaup- sýslumenn. Fálkinn kom hingað á sunnudag, hafði meðferðis póst frá útlöndum og Austfjörðum. Sama dag komu hingað tvö saltskip, ann- að frá Englandi hitt sunnan frá Miðjarðarhafi. Flóra kom frá Noregi á fimmtudagsmorgun og fer norður um land til Seyðisfjarðar og það- an til útlanda. Varð hún að koma við í Kirkwall. Er ilt að fá norska sjómenn nú orðið til siglinga um hafnbannssvæðið, og skipshöfnin á Flóru núna samtýningur ýmsra þjóða, sumir hásetanna t. d. grískir. Langfond var á leið hingað með 1500 smálestir af kolum til Iíol og Salt, en skeyti segir skipið sokkið, hefir sennilega verið skotið i kaf. Lagarfoss kom til Seyðisfjarðar í gær, hlaðinn vörum til Austur- og Norðurlands. Heldur hann ferð- inni áfram hingað til Reykjavíkur. Seglskipið Niels kom í gær með sallfárm til Kveldúlfsfélagsins. Bannvinafélag er nýstofnað hér í bænum, og í stjórn þess kosnir Halldór Jónasson cand. phil., Jón Ásbjörnsson yfirdómslögrn., Jónas Jónsson kennari, Jón Rósenkranz læknir og séra Sigurður Gunnars- son. Stofnendurnir um hundrað. Lagarfoss er kominn til lands- ins. Goðafoss bættur. Er það merk- isviðburður í samgöngumálum landsins, ekki sízt eins og nú standa sakir. Verkfræðingafélag íslands gefur út tímarit sem við félagið er kent, flytur það ýmsar merkar ritgerðir er snerta verkfræðileg atriði, og ýmsan fróðleik um mannvirki sem gerð eru í landinu. Mun Tíminn skýra lesendum sínum frá ýmsum þessum fróðleik, þótt eigi verði því komið við að þessu sinni, sakir rúmleysis. Skipakaup. Landsstjórnin hefir fest kaup á skipi í Danmörku, sem Willemoes heitir. Er það smíð- að 1914, og hvað vera tæp 1200 smálestir (dead wei^ht). Kaupverð- ið er 11 hundruð þúsund krónur. Á landið þá tvö skipin, Sterling og Willemoes. Bisp og Escondito hafa nú feng- ið heiinfararleyfi frá Ameríku, en eigi komin skeyti um að þau séu lögð af stað. Er þetta góð fregn. Og þó batna horfurnar enn meir, ef dönsk skip, sem ætlað var að sigla hingað, fá heimild til þess. En menn farnir að gera sér vonir um að úr þvi verði. Kolanám er stjórnin að undirbúa að minsta kosti á tveim stöðum, Vestur- og Norðurlandi. Vöruverðið hækkar. Amerísk vörutilboð eru nú um 30% hærri en þau hafa verið nokkru sinni áður. Amaryllis. Skáldsaga. Eftir Georgios Drosinls. »Eg byrjaði nú fyrzt á þvi um morguninn eins og annar Róbín- son að velta því fyrir mér hvernig eg ætti að fara að því að hreiðra betur um mig undir næstu nótt, og tók svo til óspiltra málanna. Hafði það af að koma saman hálmdýnu til að hylja með hnjót- ana i bælinu, og sáldaði drjúgum »salvanum« um hana alla. 1 stuttu máli, eg var i fyrsta skifti á æfinni og alt í einu orðinn heimilisfaðir. Því næst lét eg ráðsmanninn vita að steigt kjöt væri minn uppáhaldsmatur, þorði ekki annað, til þess að komast hjá öllum tilraunum hans í mat- artilbúningi. En snildinni í rit- hætti Sandeaus á Madeleine átti eg það að þakka, að dagurinn varð mér ekki Iangur og leiðinlegur. »Undir kvöld kom einn af bændunum og stakk upp á að við skyldum labba út í skóg okkur til skemtunar. Mig langaði nú ekki mikið til þess, en til þess að hann skyldi ekki halda að það væri af hroka, þá fór eg með honum. En eg sá heldur ekki eftir þvi. Náttúran var öll í einum ljóma, jörðin þakin grasi og blónium var angandi hvar sem maður fór. Það eitt varð að, sem eg reyndar brátt uppgötvaði, að félagi minn var gjörsainlega heyrnarlaus. Aðal ávinningurinn við þessa skemtigöngu varð hung- ur, banhungur. Þess vegna valdi eg skemstu leið heim og réðist af mikilli græðgi á steikina. Aldrei á æfi minni hefi eg étið annað eins. Ráðsmaðurinn glápti á mig með mikilli virðingu. »Þegar eg kom inn í svefnher- bergið, rak eg fyrst augun i nafn- spjald. Anastasios P***. Eg hafði aldrei heyrt nafnið. En auk þess var eitthvað á það skrifað með ritblýi. Eg færði mig nær glugg- anum og las: »Heiðraði nágranni, eg kom hingað til þess að bjóða yður velkominn, en hitti yður ekki heima. Mundi það vera ó- nærgætni að biðja yður að koma snemma i fyrramálið og þiggja mjólk heima hjá mér«. Eg kall- aði þegar á ráðsmanninn og spurði hver þess herra Anastasios væri. »Herra Anastasios er einn af nágrönnunum heiðarlegur herra, miðaldra. Hann kemur hingað út á búgarð sem hann á snemma á vorin, og fer aftur í septem- bermánuði eða siðar. »Og hversvegna hefirðu ekki sagt mér þetta?« »Nú, það hefir einhvernveginn ekki borist í tal. »Býr haun langt í burtu?« »Það er á að gizka hálftíma gangur«. »Eg fer þangað í bítið í fyrra- málið. Útvegaðu mér dreng til þess að vísa mér til vegar«. »Eg get farið sjálfur, eg hefi ekkerl sérstakt að gera, og svo þarf eg að hitta herra Anastasios«. »Þetta lieimboð nágrannans var mér á engan hátt ógeðþekt. Fyrst í stað gerði eg mér í hugarlund, að þetta væri ríkur en búralegur jarðeigandi. En þegar eg fór bet- ur að athuga hið smekklega prentaða nafnspjald, skriftina og orðalagið, fór mér að snúast hugur, og sannfærðisf nú um að nágranninn væri mentaður mað- ur, sem aðeins kæmi hingað á sumrin til þess að líta eftir eign- um sínum. Með löngun í huga um að kynnast honum sofnaði eg og svaf svo fast að ráðsmað- urinn neyddist til að reka þung högg á dyrnar til þess að vekja mig kluklcan fimm um morgun- inn, en það hafði eg sagt honum. »A leiðinni leið mér verulega vel. Var það ekki eingöngu af því hve árla eg var á fótum, heldur öllu fremur af tilhungs- uninni nm það, að hitta nú loks- ins mann, sem hægt væri að tala við og eyða þannig stund og stund af þessum leiðinda tíma. Og þó greip mig ótti um augnablik, ef hann væri nú ann- ar maður en eg héldi, ógestrisinn fátölugur, afundinn öldungur. En hvað gat honum þá gengið til að koma sjálfur og bjóða mér heim, samstundis og hann hafði heyrt að eg væri kominn? Margt get- um við þó ekki átt sameiginlegt, til þess er aldursmunurinn of mikill, hann fimmlugur, eg tví- tugur. Ónotaleg tilhugsun um samræmi hugsana og reynslu. í þessu bar okkur að bænum. »Bæjarstæðið var ekki eins fagurt og á búgarði frænda míns, rnunaði þar miklu um hafið og útsýnið yfirleitt ekki eins unaðs- legt. En þegar umgengninnar var gætt, var ómögulegt að jafna þessum bæjum saman. Bær frænda míns í megnri niðurnýðslu, en hér skein snyrtnin út úr hverjum hlut um alla umgengni. Lauf- grænn vafningsviður huldi að mestu alla veggina frá grunni og að mæniás. Mér kom það mjög á óvart að jafn-unaðslegt býli væri að finna á miðri þessari eyðimörk allrar menningar. Um- hverfis bæinn var skíðgarður og varð að ganga inn um hann til þess að komast að ibúðarhúsinu. »Vikadrengur lcoin til dyra, bar hann utan á sér meiri snyrti- mensku en jafnvel sjálfur ráðs- maðurinn sein með mér fylgdist. »Húsbóndinn biður ykkur að bíða augnablik, hann gekk niður að þreskivelli og verður enga stund; gjörið svo vel að ganga inn í laufskálann rétt á meðan. Líklega hefir það verið af feimni, að ráðsmaðurinn afþalck- aði boðið, en eg fylgdi drengnum eftir til laufskálans. Eg er ekkert að lýsa húsunum fyrir þér, en hugsaðu þér bændabýli unaðs- legra en Patisias1) þarna yzt úti á landsenda. Laufskálinn var ekk- ert skrauthýsi, en hafði hinsvegar eitthvað svo snyrtilegt og nota- legt við sig, þótt gerður væri úr óunnum trjástofnum og flettum viði. Tvær eða þrjár Kaprífolíur liðuðu sig um hann allan og gáfu frá sér dásamlegan ylm. Af húsgöngnum var þar lítið, borð og fáeinir snotrir tréstólar. 1) Suraarbústaðir í nánd við Aþenu. Ritstjóri: Gnðbrandnr Magnússon. Hótel ísland 27. Sirai 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.