Tíminn - 12.05.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1917, Blaðsíða 2
34 TIMINN RÉTTUR, timarit um félagsmál og mannréít- indi. 16 arkir á ári af Skírnisstærð. Verð 2,50 kr. árgangurinn. Ritstjói Pórólfur Sigurð880n. Afgreiðslu- maður: Finnur Jónsson, Pósthús- inu, Akureyri. sjálfum, hann er engu mannskæð- ari umhverfxs ísland en Noreg. Og það má ekki láta þá menn óbætta sem hér eftir týna lífi fyrir þennan atvinnuveg, til langvarandi hnekkis og jafnvel örbirgðar fyrir aðstandendurna sem eftir lifa. Einn af eigendum þessa blaðs, Jón Á. Guðmundsson ostagerðar- maður á Porfinnsstöðum í Önund- arfirði hefir gert eftirtektaverða til- lögu um það hvernig þessu marki mætti ná. Hann viH að stofnaður verði líítryggin garsj óð ur handa sjó- mðnnum, er greiði aðstandendum drnknaðra sjómanna Qárhæð sem nægi til að framfleyta meðalijöl- skyldu í nokkur ár, og að út- flutningstollur af sjávarafurðum öðrum en síld verði iðgjald í sjóðinn. Um þetta ífegir Jón í bréfi: »Sjórinn tekur árlega svo marga röska syni þessa lands, að óhafandi er að þeir verði ekki bættir fullum bótum. En til þess þarf mikið fé, og of mikið að leggja það á fátæka sjómenn. At- vinnan yfir höfuð á að borga slíkt, því að það er atvinnunnar vegna að mennirnir drukkna. Þeir sem mestan hag hafa af fiskveiðunum eiga því að leggja mestan skerf í tryggingarsjóðinn. Útflutningstollur er frá mínu sjónarmiði tryggasti gjaldstofninn sem fáanlengur er fyrir iðgjald í sjóðinn. Ef gengið er út frá 500—700 krónum fyrir hVern sjómann á ári i 7—10 ár, þá mundi árstillagið í sjóðinn þurfa að vera um 350 þús. króna (lauslega áællað). En til þess að ná því, þyrfli ekki svo ýkja háan loll. Hugmynd min er að allir sem i sjó drukna njóti þessarar trygg- ingar, vanalega mun það eitl- hvað fiskveiðunum viðkomandi. Þó geri eg það ekki að neiu kaþps- máli, hvar takmörkin eru sett um þetta«. Er hér um stórmerkilegt ný- mæli að ræða, nýmæli sem koma þarf í framkvæmd sem allra fyrst. Vátrygging sjómanna sem komið var á með lögum 10. nóv. 1903 kemur að svo litlum notum, hundrað krónur á ári í fjögur ár eru litlar mann- bætur, þegar mannslífið er metið á 15 þúsund krónur og það með verðgildi krónunnar sem var tvö- falt á við það sem nú á sér stað. Verður stefnt að þvi um íslenzka tolllöggjöf að komast hjá öllum útflutningstollum á sjávarafurðum öðrum en síld, og kemur þá iðgjald þetta létt niður. Einkum ef jafn- framt er unnið ósleitilega að þvi að vinna bug á mannhættu sjó- mennskunnar. F'ossamáliÖ. ii. Eins og nú er komið málum, eru fossarnir flestir seldir eða leigðir félögum, sem eins og áður er sagt, láta mæla þá og rannsaka viðogvið, en eru ekki líkleg til að nota þá, nema til söluprangs. Skal nú minst nokkra helztu fossanna, að því leyti sem kunnugt er um eignarrétt og yfirráð þeirra. Sogsfossana, sem munu vera einna dýrmætastir vegna þess að þar er Pingvallavatn á bak við, eins og risavaxinn vatnsgeymir, munu að allmiklu leyti vera eign islenzks lögfræðings í Höfn, seldir og leigðir fossafélögum. Gullfoss er kominn í hendur útlendinga fyrir herfilega handvömm. Fyrir nokkrum árum hafði Iandið leigu- rétt á honum, en mun hafa fram- selt þann rétl fyrir lítið, eða ekki neitt, í stjórnartíð Bj. Jónssonar. Fossana í Pjórsá, bæði í bygð og afréttum, hefir félag keypt, sem E. Benediktsson er við riðinn, og mun nú talið að þar sé helzt von stórvirkjanna — að minsta kosti í orði. Lagarfoss er að nafninu til leigður »Eldfjallasandsfélagi« því, sem Pórarinn B.Guðmundsson hefir verið að stofna, en nokkur vali kvað leika á þvi, hvort samningar hans um fossinn séu að öllu leyti formlegir. í Jökulsá eru fjórir foss- ar, Dettifoss og þrír minni, og all- skamt á milli þeirra. Pjóðjörð í Axarfirði á land austan að fossun- um. Hefir hún nýlega verið seld ábúanda og fossarnir teknir undan. Þeir hljóta því að vera eign lands- ins að hálfu leyti. Vestanmegin eiga tvær jarðir land að fossunum, og er önnur þeirra eign E. Benedikts- sonar. Sennilega hafa útlend félög leigurétt á fossunum þeim megin. í Skjálfandaíljóti eru einnig fjórir fossar. Einn þeirra, Eldeyjarfoss, var fyrir nokkrum árum seldur út- lendingum fyrir 5000 kr. Hálfur Goðafoss er eign landsins, tekinn undan seldri þjóðjörð, og hinir tveir fossarnir að 3/x hlutum þjóðareign. En það sem landið ekki á í þess- um þremur síðasttöldu fossum, er leigt útlendingum til 200 ára. En eitthvað af þeim samningum er þó úr gildi gengið, af því að leigu- nautarnir hafa rofið samningana. Þá hafa nú verið nefndir þeir fossarnir sem mesta þýðingu hafa. Mjög miklu máli skiftir það, hvort landsstjórnih hefir farið jafn gá- lauslega með fossaeign sína í Jök- ulsá og Skjálfandafljóti, eins og með Gullfoss. Ef til vill er alt það vatnsmagn bundið í höndum út- lendinga. Verður þjóðfélagið að endurheimta þá fossa frá þeim sem leika sér nú með þá, eins og hina, sem einstakir menn hafa selt eða leigt. Lokadagurinn var í gær, er hann nú orðinn ólíkur sjálfum sér hérna á árunum. Sást ekki drukkinn maður. Qreinar henður. Það hefir jafnan þótt mikils um vert, að geta haft hreinar hendur í hverju máli sem er, og engum manni láandi þótt sækist eftir slíku. Hr. Garðari Gíslasyni ekki heldur. Og þá ekki sízt þegar um hags- munamálin sjálf er að ræða og verzlunina í þessu landi. En óneitanlega virðist gripið til örþrifaráða, þegar vetlingar eiga að hjálpa í þeim efnum. Hr. Garðar Gíslason notar lík- ingu og segist í viðureigninni við okkur andstæðinga sina hafa haft á höndunum, »eins og siður sé í sveitinni þegar kálfar eru lagðir að velli«. Líkingin er viðeigandi. Hefir nokkur maður nokkurn tíma skorið kálf með vetlingum? Eða, hefir nokkur maður nokk- urn tíma séð kálf gerðan til með vetlingum? Þau þykja »lin lubbatökin«, og ekki sízt til slíkra verka. Og lin reynast lubbatökin hr. Garðari Gislasyni í verzlunarmála- viðureigninni. Honum vegnar illa að rökstyðja þarfleysi samvinnu- félagsverzlunar hér á landi, eins og verzlun landsmanna er háttað. En sárgrætilegast fyrir Garðar er það, að þetta skuli ekki vetl- ingatökunum að kenna. Að það skuli vera alveg sama hve miklu fingranæmi hann kæmi að, alt kæmi fyrir ekki. Nauðsyn sam- vinnuverzlunar jafn-auðsæ eftir sem áður. En hr. Garðari Gíslasyni til hægðarauka, ef hann skyldi vilja reyna að gera enn eina tilraunina til þess að fá landsmenn til þess að sætta sig við kaupmannaverzl- unina eina, þá skal eg nú drepa á nokkur atriði, sem eg tel að geri það óumílýjanlegt að samvinnu- félagsverzlunin nái hér sem allra fyrst öruggri fótfestu. Og eg ætla að gera það með »dæmum úr líf- inu«, eins og hann sjálfur kemst að orði. Fyrst og fremst má mikið marka erlenda reynslu. Þa'r er að finna sönnun sem ekki verður hrakin, sönnun um það, að engin ráð hafa megnað að gera verzlunina jafn- fullkomna og samvinnufélagsverzl- unin. Má í þessu sambandi vísa til Danmerkur og Skotlands. Innlend reynsla bendir í sömu átt, svo langt sem hún nær. Sér mun á afkomu manna í þeim sveit- um, sem notið hafa dugleguslu samvinnufélagsverzlananna. Og glögg eru merkin hér, eins og erlendis, hver gróðrarstía sam- vinnufélagsskapurinn getur orðið um hverskonar samtök og menn- ingarframfarir. Verzlunarsamkeppnin er frjáls, og þá á verzlunin að vera heil- brigð, segir hr. Garðar Gíslason. Já, verzlunarsamkeppnin er frjáls. En getur það heitið heilbrigð verzlun, sem nú skal greina: Kaupmaður einn hér í Reykja- vík lætur kaupa fyrir sig vörur í Ameríku í haust í það litla rúnr sem hann gat fengið í Eimskipa- félagsskipunum. En af því að þetta var svo lítið, þá þurfti hann að kaupa í viðbót sömu vörutegundir hjá stórkaupmönnum hér, sem keyptar voru á sama tíma vestan- hafs og fluttar með sömu skipumv En verðið? Verðið var 20—30°/» liærra en á vöruslattanum hans sjálfs heimfluttum í búðina, að meðtöldum öllum tilkostnaði. Maður nokkur átti að kaupa sykur fyrir verzlun á Vesturlandi eftir að lítið varð um sykur i vet- ur. Umboðsmaður einn gerði hon- um tilboð um sykurinn. Sykurinn var fyrir hendi og átti að kosta kr. 1,60 kíló í heildsölu hér á staðnum. Það varð nú að vísu ekkert úr kaupunum, af því að sama daginn og þau áttu að fara fram, kom út tilskijflin landsstjórnarinnar um að smásöluverð á sykri mætti ekki vera hærra en kr. 1,10. kíló. Firma eitt hér i Reykjavík hefir umboð fyrir ameríska smjörlíkis- verksmiðju og selur kaupmönnum smjörlíki þetta í umboðssölu, sem það kallar. En nú vill svo til, að réttnefndur umboðssali, sem líka er hér í bænum, útvegar smjörlíki frá sömu verksmiðju og getur selt hvert kíló 10 aurura ódýrara en sjálft firmað, sem umboðssöluna hefir. Hvernig stendur á þessu? Umboðs- salinn fær enga þóknun frá verk- smiðjunni, en firmað ónefnda fær lögmælt umboðslaun (commission) ekki að eins af smjörlíkinu sem það selur sjálft, heldur einnig af því smjörlíkt sem umboðssalinn selur. Og þó getur svona munur átt sér stað. Það er ekki nema von að kaup- mönnum sem fyrir öðru eins verða þyki þetta hart, þyki hart að þurfa að láta ókjörin bitna á viðskifta- mönnum sínum, en auðvitað lenda þau þar. Enginn einn maður, og það þótt ríkur kaupmaður væri* þyldi slíka »skelli«, ekki ótiðari en þeir eru. Það er nóg til af »myndum úr Iífinu«. Stærsta myndin, sem enn hefir komið í dagsljósið á prenti, er sú, að dæmi séu til þess að stórkaup- menn leggi alt að 50°/o á vöru- tegnndir umfrara hæfilegt railli- liðsgjald og allan annan tilkostn- að, taki fullum fetum þrjá pen- inga fyrir tvo og láti ekkert í milli. Hr. Garðar Gíslason á víst vifl þessa sögu, þegar hann talar um að verið sé að spilla samúð milli kaupfélaga og stórkaupmanna. Honum hefði óneitanlega orðið notasælla blátt áfram að hrekja söguna. En það getur nú orðið dýrt spaug að halda í samúðina upp á þessi kjör. Enda óvíst að almenningi þyki það borga sig. Þess vegna grípur hann til þeirra ráða sem hr. Garðari Gíslasyni standa stuggur af: Fær sér reynda og nýta menn til þess að beitast fyrir verzluninni upp á sína ábyrgð, og elur síðan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.