Tíminn - 12.05.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.05.1917, Blaðsíða 4
36 Tí MINN í fjarveru minni eru menn beðnir að snúa sér til hr. kaupmanns Sigurjóns Péturssonar með alt er viðkemur sölu á Tuxham-mótorum eða vara- stykkjum í þá. Sömuleiðis gefur hr. mótorsmiður Ólalur Jóusson, Aðalstræti 6, upplýsingar um Tux- ham-mótorinn. Reykjavík 5. maí 1917. Þorkell Þ. Clementz. lega vitlausa lygasögu og leggur í munn okkar G. M., þar sem því er haldið fram, að bert sé fyrir hvern einstakan bónda á íslandi að sigla með vörur sinar til Spán- ar, Ameríku o. s. frv. Greinar okk- ar um verzlunarmálið, ekki sízt þeir kaflar, sem G. G. vitnar í, gefa nokkurn veginn ljósa hugmynd um skoðanir okkar á þessu máli, og eins hitt, að G. G. er sjálfum ljóst, að hann fer hér með vísvitandi ósannindi — í von um að geta blekt einhverja fáráðlinga. Svo koma hreystyrðin um samvinnu- menn: skriffinnar, froðgúlar, Bakka- bræður, höfuðlausir kálfar, ormar, höggin hæns. Það, að gera hann hlægilegan fyrir fáfræði og þjösna- skap, kallar hann niðingsskap og ódrengskap, verri en bráðafár. Um slíka frammistöðu verður ekkert réttara sagt en það, sem eitt af helztu skáldunum okkar á að hafa kastað fram, er hann hafði lesið ritsmíð G. G.: y>Maðurinn kann ekki að skrifa /« Væntanlega fer lesaranum að skiljast hver aðstaða G. G. er orð- in. Hann hefir hlaupið á sig, talað þar sem hygginn maður hefði þag- að, tekið að sér málstað, sem var óverjandi, flúið frá þvi sem þurfti aðj svara, ef grein hans átti að bæta málstað hans, og að síðustu sýnt mentun sína og innræti með því, að fylla marga dálka í ísa- fold með orðbragði svipuðu því, sem einstaka sinnum heyrist til illa gefinna og illa siðaðra götu- drengja í Skuggahverfinu. Af einhverjum ástæðum, sem mér eru ekki ljósar, vill G. G. gera mig að spámanni. Þessi vegsauki mun, því miður fyrir okkur báða, vera ærið óverðskuldaður. En til að gera G. G. nokkra úrlausn, vil eg heimfæra upp á hann og gera að minni spá orð Þórðar Sturlu- sonar, er hann mælti við Sighvat bróður sinn, þá er ofsi þeirra Grundarmanna var mestur og þeir fóru ráns/erðir um landið: »Enginn er eg spámaður, en þó mun eg þér verða spámaður. Svo mikill sem þú ert nú og trúir á mátt þinn — — — þá munu fáir vetur líða, áður það mun mælt, að þar sé mest eftir sig orðið«. bau orð rættust á Örlygsstöðum. Jónas Jónsson. N auðsynj a-eftirlitið í landinu er nú orðið all-um- fangsmikið, alt af fjölgar því sem skortir, og haldi óáraninni áfram mun draga að því, hér eins og annarsstaðar, að óráðlegt þyki að hafa ekki eftirlit með hverjum bita og sopa sem landið hefir yflr að ráða, ef svo mætti að orði kveða. En þá þarf að fullkomna eftirlits- kerfið, sérstaklega virðist vanta allsherjarnefnd er sett sé yfir nefnd- ir í kaupstöðum, sýslu- og sveit- arstjórnir svo heildaryfirlit fáist um ástandið og samræmi eigi sér stað um sparnaðaraðgerðirnar. Mætti slík ráðstöfun eigi dragast lengur en til næsta þings. Ritfregn. Kr. Nyrop: Frakk- land. Guðm. Guð- mundsson pýddi. Brynjólfur Björns- son gaf út. Verð 1,50. Höf. bókarinnar er kennari i frönskum fræðum við Hafnarhá- skóla. Bókin sjálf er Iærð og stund- um andrík, skálarræða fyrir Frakk- landi; úr hverri línu andar aðdá- un á landinu, þjóðinni, sögu Frakka, bókmentum, listum og þjóðlífi. Höf. leggur aðaláherzlu á tvo þætti i eðli frönsku þjóðarinnar: drengskap og listasmekk. Riddaramenska hafi verið annað eðli Frakka, frá því fyrst fóru sögur af. Þess vegna hafi þjóðin haft svo geisimikil áhrif á siðmenningu heimsins, verið braut- ryðjandi frelsis og framfara öld eftir öld. Hinn þátturinn — lista- gáfan hefir engu síður verið þýð- ingarmikil fyrir heimsmenninguna. Listaandinn gegnsýrir þjóðina. Hann gerir málið hljómfagurt, en þó skarpt og nákvæmt. Hann kem- ur fram í listaverkunum, iðnaðin- um, samræminu í skipulagi og byggingarstíl borganna, í rithætti manna, klæðaburði, matargerð, og umgengnisvenjum. í stuttu máli. í öllu lifi þjóðarinnar. Þýðingin er prýðileg. Kennir þar margra ágætra nýyrða, t. d. sigildur, um snildar- verk, sem lifa öld eftir öld. Ný- yrðið um gotneska byggingastílinn samt ekki nógu fallegt. Óvíst hvort ástæða er til að amast við útlenda orðinu. Frágangur allur á bókinni mjög góður. J. J. fulltrúi i jffnteriku. Björn Sigurðsson bankastjóri hefir svo sem kunnugt er, verið fulltrúi landsins í Lundúnum nú um stund. Allir munu sammála um það, að hann hafi leyst starf sitt vel af hendi og starf hans í Lund- únum borið góðan árangur. Hann hefir liðkað til um skipagöngur hingað, fengið undanþágur bæði um vörur frá Englandi til íslands o. m. fl. En innkaup mun hann engin hafa gert fyrir landið, og ekki heldur til þess ætlast. Hann hefir verið fulltrúi stjórnarinnar, en ekki verzlunarfulltrúi. Nú eru Bandaríkin það land, annáð en England, sem við verð- um helzt að hafa skifti við, eins og nú háttar til með siglingar. Norðurlönd eru okkur að mestu lokuð. Nú hefir það síðustu mán- uðina verið mjög almenn ósk í landinu, að stjórnin hefði fulltrúa í Ameríku, sem gegndi þar sömu störfum og B. Sigurðsson í Lund- únum. Talað er að stjórnin hafi i bili samið við O. Johnson heild- sala um að gegna einhverjum slík- um störfum fram til þings. Hann mun hafa farið förina í eigin er- indum, því að þeir félagar eru að kaupa þar skip, í öðru lagi fyrir Eimskipafélagið, enda er hann í stjórn þess, og í þriðja lagi virðist hann eiga að gera þar eilthvað fyrir landið. Sökum þess að umboð O. J. mun vera bráðabirgðarráðstöfun, þar sem talið er að hann komi heim aftur með Lagarfossi, fyrstu ferðina; verður það ekki gert að umtalsefni hér. En óhætt mun að fullyrða, að það mælist mjög illa fyrir ef þing- ið veldi í þessa stöðu mann, sem œtti mikilla eiginhagsmuna að gœta vestan hafs. En eins og skiljanlegt er spara þeir mennirnir sizt að ota sér fram. Fulltrúi íslands í Ameríku þarf að vera vel mentað- ur og álitlegur maður, fær um að koma fram fyrir iandsins hönd. En hann verður að vera hafinn yfir allan grun um að nota stöð- una sér eða öðrum einstaklingum til liagsmuna. Þar sem þetta hlýtur að verða þingmál í sumar, færi vel á að kjósendur léti uppi álit sitt á þing- málafundum i vor. Málið er mikils- vert fyrir alla þjóðina. í þessa stöðu þarf alls ekki verzlunarfróð- an mann fremur en verkast vill. Það þarf blátt áfram sæmdarmann, mann, sem vinnur verk sitt á ó- hlutdrægan hátt, eins og B. Sig- son í Lundúnum. Rejnsla í vil bannlögunum. Menn segja stundum, að almenn- ingsálitið sé að snúast móti bann- lögunum. Þjóðin sé að verða leið á þeim. Ef greidd væru atkvæði um þau, mundi allur þorri þjóðar- innar verða á móti þeim. Ekki finst öllum þetta. Mér koma í hug tveir menn, sem hafa mikil afskifti af almenningsmálum í höf- uðstaðnum. Voru báðir á móti bannlögunum þegar þau gengu i gildi, en eru þeim nú fylgjandi. Annar fullyrðir, að bannið hafi stórkostlega bætt fjárhagsástæður fátæklinganna. Sveitarþyngslin hafi minkað. Fjölmargir heimilisfeður sem áður eyddu aurum,- saman- dregnum með súrum sveita, í vín- föng, og komust svo á sveitina, þegar harðnaði í ári, eru nú orðn- ir sjálfbjarga menn. Ávinningurinn ekki einungis fyrir bæjarsjóð, eða önnur sveitarfélög, sem kynnu að hafa þurft að sjá fyrir þessu fólki. Sigurinn þýðingarmestur fyrir kon- ur og börn þessara manna, sem áður liðu mest, bæði fyrir drykkju- skap mannsins, sífeldan skort og harðræði; en þó einkum við að verða mannaþurfi. — Hinn maður- inn hefir veitt eftirtekt þeim mikla mun sem nú er, þegar sjómenn eru mikið í landi, eða var fyrrum. Þá var það altitt, að fjölmargir sjómenn væru dauðadrukknir þeg- ar þeir réðu sig, gerðu mikilsverð- an samning meðan þeir voru viti sínu Qær. Þetta var ömurlegt. En síðan bannlögin gengu í gildi sést varla drukkinn sjómaður, hvorki þegar verið er að skrá á skipin eða um lokin. Þetta eru staðreynd- ir, sem ekki verður neitað. Agnar. »Alúðarþakbirnar«. »Síðan grein mín kom út i ísa- fold hafa 3 kaupfélagsstjórar flutt mér alúðarþakkir fyrir hana«, segir Garðar. Hér vildi eg gjarnan eiga »vöruskifti« við stórkaup- manninn. Vil að hann segi opin- berlega frá því hverjir þessir þrír kaupfélagsstjórar eru. Eg gæti aftur á móti sagt honum hvaða kaup- menn hafa þakkað mér fyrir grein- ina sem mest fjallaði um stórkaup- mennina. Eg geri mér nú reyndar litla von um að úr þessu geti orðið, ekki af því einu, að eg tortryggi hr. G. G. um að hann segi þetta satt, heldur öllu fremur af hinu, að jafnvel Garðar sjálfur hlýtur að sjá það í hendi sér hvílíkt háð og spé yrði gert að kaupfélagsstjórum sem þetta hefði hent, og þýddi líklega ekkert þótt að eg byði tvo á móti einum í vöruskiftunum. Tíðin fer batnandi, sólskin mest- an hluta vikunnar og hlýnaði í veðri eftir því sem á hana leið. Seðlaútgáfnréttnrinn aukinn — nú eru brauðseðlar að koma í gagnið hér í Reykjavík. Manninum ætluð þrjú pund af rúgbrauði og pund af hveitibrauði á viku. Umsækjendnr um sýslumanns- embættið í Árnessýslu eru níu. Tryggvi Gnnnarsson bankastjóri liggur þungt haldinn. Ritstjóri: Gnðbrandnr Mngnússon. Hótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.