Tíminn - 19.05.1917, Síða 2

Tíminn - 19.05.1917, Síða 2
38 T I M I N N — Það mun víðast ydda á einhverjum þyrnivöndum. Hvar sem örlög opinbert anda kulda-heli, þá er list að geta gert gott úr hverju éli. Sæmdargötu glegst sá fer gegnum skugga kífsins, vel er geymdi í sjálfum sér sólargeisla lífsins. — Margur öðrum gaf sitt gagn gegnum hregg og bylji, þar til lagði megin-magn: mannúð, dugur, vilji. Stundum litlu launaði landið bæði og þjóðin, þó að göfgi og góðvilji gæfi það fé í sjóðinn. Fægðan málm og myntaðan margur hærra leiddi, heldur en dyggan dánumann, dagsverk mörg er greiddi. — Dáleikinn við glys og »glans« glögga braut sér heggur, hlutavelta hégómans hönd í bagga leggur. Kraftur gulls þó lagi lönd, láti öflin vinna, mun þó lengst af mannsins hönd megin-þáttinn spinna. — Alþjóð Iítið um þá veit orku sína er þreyttu, orpnir þögli upp í sveit — iðni og vilja beittu. Sá sem hærri götur gekk, glæstum lenti í »stöðum«, sess í dánarfregnum fékk fremst í landsins blöðum. Þennan glögga greinarmun glaptar venjur skapa, — þykir ei benda á þjóðarhrun þegar er lágt að hrapa. Rós þó marga úr býtum ber bóndastaðan lága; hver sem bjargar sjálfum sér siglif byrinn háa. Sá sem lengi leggur inn lagni og þolni í starfi, land og þjóð og sérhvern sinn sæmir dýrum arfi. Það skal reynast satt að sá, svo er skipast lætur, á i lokin út að fá einhverjar reikpingsbætur. III. Vinur, þó á við og dreif verði kveðjur mínar, — yfirleitt á sæmdarsveif sigu göngur þínar. — Til þín hollan hvatar-yl hreysti-sprettan sótti, hvar sem náði hönd þín til hjálpin sjálfsögð þótti. Bæði hönd og hugur þinn hlúði að dygða-glæðum, — enda fer um ávöxtinn eftir rótar gæðum. Þegar eg þig síðast sá saztu fararbúinn, við þig skiftu víxlum þá vanheilsan og lúinn. Vaskleikinn og verkþolið var sem brunninn þráður, vinsamlega viðmótið var þó heilt sem áður. IV. Vinaþökk um þöglan reit þenur vængi hlýja. — Farðu vel úr fjallasveit fram á vegu njrja. Possamálið. m. Eins og áður er sagt virðist á- stæða til að ætla, að helztu afl- stöðvar landsins séu nú þegar á valdi útlendinga. Enn fremur að vel geti komið fyrir, að þeir fram- selji íslenzku aflveituréttindin til fossafélaga í nágrannalöndunum, sem keyptu þau til að koma í veg fyrir samkeppni. En jafnvel þó að einhver af þessum félögum notuðu vatnsaflið hér, einhvern tima, þá er sá hængur á, að það yrði að mestu leyti eftirlitslaust af hálfu þjóðfélagsins. Gætu þá fylgt starf- rækslunni margir þeir annmarkar, sem eftirkomendunum þætti mein að, en gætu ekki að gert, sökum ógætilegrar framkomu þeirrar kyn- slóðar, sem lét fossana af hendi. Úrræðin sem nú verður að leita, þurfa að vera þess eðlis, að landið eignist fossana nú á nœstu árum, með skaplegu verði. Síðan sén þeir eilif eign þjóðfélagsins, en leigðir með vissum skilyrðum til starf- rækslu, að því leyti sem þjóðfélag- ið ekki starfrækir þá fyrir eiginn reikning. Til að ná þessu takmarki, mundi sú leiðin öruggust, að þingið skip- aði nefnd sérfróðra manna inn- lendra og útlendra, til að meta alla helztu fossa og afllindir í landinu. Væri þá ekki einungis tekið tillit til aflsins, heldur líka aðstöðunnar. Verð væri siðan lagt á fossana, bygt á malinu. Erlendist hefir hest- aflið í fossum stundum verið virt á 3 krónur, þegar aíllindir hafa verið teknar eignarnámi. Hér mundi engin ástæða til að fara nándar nærri svo hátt, eins og málum er komið. Þegar vatnsafl landsins hefði verið mælt og metið til peninga, ætti þingið að gera lög, sem mæltu svo fyrir, að stjórnin gæti 8—10 árum síðar tekið eignarnámi alla fossana með matsverði. Nauðsyn- legar undanþágur yrði þó að gera um þá fossa, sem þá væri farið að slarfrækja, eða þar sem undirbún- ingi væri svo vel á veg komið, að eigandi vildi selja hæfilegt veð fyrir því, að aflið yrði notað innan fárra ára. Eignarnámið yrði þann- ig á engan hált til að hindra notk- un fossanna, heldur kæmi í veg fyrir brask og fjárglæíra á þessu sviði. En á eignarnámsleiðinni yrðu vafalaust margar hindranir, svo sem það, að fossabraskararnir þættust með margfaldri mála- myndarsölu vera búnir að leggja meira fé í fossana suma heldur en samsvaraði matsverðinu. Enn- fremur að sumir fossarnir yrðu sprengdir upp með tylliboðum, þegar að eignarnámi kæmi, og þæíti þá eigendum þrengt að kosti sínum. Fleira af þessu tagi mundi verða til hindrunar. Úr þeim vandræðum virðist eitt úrræði tii bóta: Að leggja liáan skatt á fossa, sem búið er að selja eða leigja undan jörðum, hvort heldur sem einstakir menn eða landstjórnin hafa leigt. Undan- þegnir væru þó þeir fossar, sem farið væri að starfrækja. Enn- fremur þeir fossar, sem ætti að fara að starfrækja, þó með því skilyrði, að mjög hátt x7eð yrði sett til tryggingar frainkvæmdum. Skattur þessi mundi fljótlega hafa þau áhrif, að »spekulantar«, sem hefðu eignar- eða leiguumráð á vatnsafli og gætu framselt það erlendis, ef eigi væri kipt í taum- ana, grðu /egnir að láta það af hendi við landstjórnina, svo framar- lega, sem þeir slæðu ekki í sam- bandi við félög, sem væru reiðu- búin að starfrækja þá fossa, sem um væri að gera. Með þessu móti ætti þjóðfélaginu að vera í lófa lagið að ná í sínar hendur afl- lindunum, sem nú eru að lenda í greipum manna, sem ekki vilja eða geta notað þær nema í skaða, þjóðfélaginu. Ef þessi leið væri farin, mundi landið eftir nokkur ár eiga óskert- an rétt á öllum helztu fossum i landinu. Vitaskuld hefði sú eign kostað nokkurt fé — í bili, en þó sárlítið borið saman við verðmæti. Síðan yrði svo að búa um hnút- ana, að fossarnir yrðu aldrei seld- ir, hvorki innlendum mönnum eða útlendum. En leigja mætti þá til starfrækslu, gegn ákveðnum hluta af arði. Þingið, en ekki stjórnin, ætti að samþykkja leiguleyfið fyrir hvern einstakan foss. Reynslan með Gullfoss og landstjórnina ætli að vera til'varnaðar. Ólíklegt er að mjög langur tími líði, þangað til farið verður að starfrækja einhverja fossa hér á landi, t. d. Sogsfossana. Reykjavík og Flóinn (fullræktaður) munu hafa mikla þörf fyrir mátt þeirra. Og þeim mönnum, sem ekki tíma að binda landsfé í fossunum, mætti benda á það, að arður eigandans að einni aftstöð ætti að vera meir en nógur til að standa straum af hinni fossaeigninni, allri saman, ef gætilega væri að farið um inn- kaupin. Hér hefir verið bent á nokkur aðalatriði í fossatnálinu: Fyrst það, að þessi volduga afls- og auðslind, undirstaða íslenzks iðnaðar, er nú höfð að Ieiksoppi, og hVerfur í liendur útlendinga, sem líklegastir eru til að nota yfirráð sín á þann veg, sem hætlulegastur er þjóðinni. Leiðin til að forðast þá hættu er sú, að láta mæla afl fossanna, nú á næstu rpissirum, virða þá síðan lil peninga og tilkynna, að með þessu verði muni þeir verða teknir eignarnámi, eftir ákveðinn ára- fjölda, nema þá sé farið að nota þá svo sem afl þeirra leyfir. En lil að gera eignarnámið (og upp- hafningu leigusamninga við »hum- bugsfélög«) auðveldara, sé lagður mjög tilfinnanlegur skattur á fossa, sem seldir eru eða leigðir undan jörðum (og landsjóður er ekki leigjandi eða leigutaki). Síðan »liggi landið með« sitt vatnsafl, þar til sú stund rennur upp, að hver foss- inn af öðrum er beizlaður og tek- inn til iðnþarfa. Landið fái síðan árlegan arð af starfsaílinu, sem það Jánar til iðnaðarins. En uppsprett~ an sjálf sé öseljanleg atmennings- eign. fif annari áit. Öllum kemur saman um að hin- um mikla fimbulvetri létli af um íslenzka verzlun þegar einokunin varð ráðin af döguin, þá fari að vora. Þótti mönnum að vísu vorið kalt framan af, en það hlýnar eftir því sem á líður og þykir mönnum nú sem sumar sé i nánd, ef ekki kem- ur kuldakast og hleypir kirkingi í gróðurinn. Hefir hér í blaðinu verið rælt allrækilega um árferðið í íslenzkri verzlun og sýnt fram á hvers vegna menn mættu gera sér góðar vonir. -En síðan það var gert hefir norð- angarður bnyklað brúnirnar og það í hörðustu átt, þar sem Landið, eitt landsmálablaðið, tekur upp hanzkann gegn kaupfélögunum, sem með rökum hefir verið sýnt fram á að ein geti riðið af baggamuninn um það að hin frjálsa samkepni geti gert verzlunina heil- brigða. Uppistaðan í greininni er ekki ógreindarleg skilgreining á nytsemi verkaskiftingar i heiminum. En ívaíið þarf athugunar við. Er þar fyrst þessi klausa: »Vér íslendingar lítum alt öðru- vísi á. Vér erum alveg reiðubúnir til að taka meðalgreindan prest, lækni eða lögfræðing til að stjórna einhverri stórveizluninni lijá oss, þó að þeir hafi aldrei verið riðnir við neina af aðalatvinnugreinum vorum, landbúnað, sjávarútveg eða verzlun, og það þó þeir aldrei hafi staðið undir annara stjórn eða stjórnað öðrum. Svo fjarri erum vér því, að byggja verkaskifting vora á þekkingu. Og um ráðvendni er aldrei spurt, sem er þó annar aðal-hyrningarsteinninn undir hollri verzlun«.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.