Tíminn - 19.05.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.05.1917, Blaðsíða 4
40 Tí MINN Hjartans þakkir til allra, fjær og nær, er sýndu hluttekningu við fráfall og jarðarför föður mins Eyjólfs Andréssonar í Siðumúla. Fyrir hönd móður minnar og systkina. Síðumúla 13. mai 1917. Andrés Eyjólfsson. að rætast vorhugsjón enda auðsætt vorið í samgöngunum. Hér stæði líka þjóðin öll að baki, engri móð- ur þætti vænna um afkvæmið, en þjóðinni um Eimskipafélagið. Þau orð á þjóðin að láta á- sannast. frá átlinÍBta. Hin mikla sókn Bandainanna, sem lióísl í vetur, heldur jafnt og þétt áfram á vestri vígstöðvunum. Þjóðverjar liafa hvað eílir annað reynt gagnáhlaup, sem ö!l hafa mislekist, en manntjón orðið hið ægilegasla á báða bóga. Þjóðverj- um hefir ekki einu sinni tekist að stöðva framsóknina. Nú herma síðustu skeyti til dagblaðanna, að þeir haíi mist stórt svæði við Serapelijót. Þar tóku bandamenn borgina Roeux, sem hefir talsvert hernaðarlegt gildi. Nokkuð hafa þeir tekið af föngum, l. d. Frakk- ar um 11 þúsundir hjá Gumme- eourl. Þar féllu hundruð þúsunda að því er breskar fregnir herma. Síðustu skeyti segja orusturnar nú, þessa dagana, enn grimmari en nokkru sinni fyrr. Aflur á móti má alt heila með kyrrum kjörum á eystri vígstöðv- unum, hjá Rússum, enda virðist nú svo sem Þjóðverjar vilji vingast við þá og fá þá til þess að semja frið. Ástandið í Rússlandi er mjög á huldu og ekki gott að fullyrða hvorir megi sin þar meira, ófriðar eða friðar vinir. Þar eru nýafslað- in stjórnarskifti, enn þá einu sinni. Hafa nú jafnaðarmenn náð þar nokkrum völdum. Þeir krefjastþess að nýja stjórnin berjist fyrir þeirri stefnu, að friður verði svo saminn, að engi ófriðarþjóðanna leggi Iönd undir sig að styrjöldinni lokinni. Heima í Þýzkalandi hafa þau tíðindi gerzt, að jafnaðarmenn þar hafa talað fyrir því opinberlega á alþingi, að keisarastjórn verði lögð niður og Þýzkaland gert að þjóð- veldi. í öðru lagi hafi hinn víðfrægi rilhöfundur Breta, Mr. H. G. Weels, stungið upp á því opinberlega, að Bretar komi á þjóðveldi hjá sér. Sést á þessu hversu lýðveldishreyf- ingin breiðist óðfluga út þótt lítt verði þess vart enn hér meðal vor íslendinga. ítalir hafa hafið grimmilega sókn hjá Isonzo fljóli, uppi í fjöllum og niður til sævar. Þykjast þeir nú munu ná Triest, hinni miklu hafn- arborg Austurríkismanna. Til Bandaríkja N. A. eru þeir komnir Balfour og JoITre í þeim erindum, að sögn, að koma skipu- lagi á herinn og samvinnu við bandamenn. Fengu þeir þar góðar viðtökur. Mr. Roosevelt má nú heita ferðbúinn austur um haf með þær 200 þúsundir liðsmanna, sem hann æt.lar að stýra á vestri vígstöðvun- um. Á hafnarborgina Zeebriigge i Belgíu gerðu Bretar grimma árás nýskeð, bæði frá sjó og lofti. Þar var aðalflotastöð neðansjávarbáta Þjóðverja, en Bretar segjast hafa gengið frá henni i rústum, eða því sem næst, og að hún muni ger- eyðilögð Þjóðverjum upp frá þessu. „^riðarhugleiðingar“. Hannis Jónsson heitir annar rit- stjóri »Fram« sem ný farið er að gefa út á Siglufirði. Á páskunum skrifar hann grein sem hann kall- ar Hríðarhugleiðingar og lýsir liún ástandinu á Siglufirði. Þá daga var stórhríð á Norðurlandi og 16—17 stiga frost og menn alment hrædd- ir við hafisinn. Lýsir hann ástandinu svo að al- ment vanti menn sykur, smjör, kartöílur og kol, og þá fátækustu ennfremur kornmat, kjöt og fisk. Verst sé að vörur þessar séu alls ekki til nema eitthvað svolítið af kjöti og kornmat. Engin trj’gging sé fyrir að Lagarfoss sé með vör- urnar sem vanti, og þó svo væri, gæti ísinn verið búinn að loka sjóleiðinni áður en hann kæmi. — Fyrirhygguleysi verzlanúnna sé ó- fyrirgeíanlegt og svo liafi það lengi v'erið. Altaf átt undir náðinni að ísinn hleypti skipum að landi sjálfa ísmánuðina. Verzlanirnar aldrei bvrgar nema fram eftir -vetri — nerna þá af glingri og öðrum hé- górna. Um þetta segir greinarhöf- undur: »Um þennan brag sem nú er á, má að miklu kenna kaupmönnum, og verzlunarmála þeirra. Margar verzlanir hafa mestmegnis óþarfa á boðslólum, sem þær ginna fólk með. Þessi óþarfi er seldur afar verði því kaupendur hafa ekki hugmynd nm verðmæti vörunnar, og hugsa ekki um að kjmna sér það. Óhlut- vandir seljendur sjá sér því leik á borði með að selja slika vöru, en hugsa minna um, að hafa nauð- synjar, sem ekki er eins létt að skapa verð á eflir geðþótta. Gróð- inn á þeirri vöru er ekki eins íljót- tekinn og rentutap að liggja ineð liana. En þegar litið er á alment verðlag liér, sést íljólt að kaup- menn kynoka sér ekki við að leggja á vörurnar sér til mikils hagnað- ar, og þeir gætu þá séð sér borgið þó þeir þyrftu að geyma matar- birgðir frá ári til árs«. Eftir að hafa bent á hve and- hælislegur verzlunarmáli þetta sé og slórhættulegur, lýkur höf. máli sínu með því að livetja til kaup- félagsskapar, því ólíklega vilji fólk- ið lengur láta tefla aXkomu sinni og lífi á tvær hættur með öðru eins fyrirhyggjuleysi eins og þarna eigi sér stað. Fréttir. Tíðin. Smá hlýnar og er jörð orðin klakalaus næst sjó um alt Suðurland en tún tekin að grænka. Úrkomulítið og sólskinslausir dag- ar, nema í gær og í dag, enda þetta hlýjustu dagarnir enn sem komið er. Nýdáinn er liér í bænum Vigfús Guðnason faðir Magnúsar dyra- varðar í stjórnarráðinu og Einars bakara í Stykkishólmi 83 ára gam- all. Skipaferðir. Cæ r e s kom á laug- ardagskvöld með 650 smál. af kol- um og eittlivað af tómum tunnum. Hun fór um Vestmannej’jar og Austfirði til Englands kl. 2 í dag. Are kom á miðvikudaginn frá Englandi lilaðinn kolum, salti og tunnuin. Er það drjúgt sem það skip hefir viðað að í vetur. Lag- arfoss kom norðan um land i morgun með fjölda farþega. Er sagt frá þeirri skipakomu annars- staðar í blaðinu. Bisp á heim- leið, en eigi vita menn hvenær hann lagði í liaf og þvi verður eigi ráðið í hvern daganna hann muni koma. Húsaleigulög fyrir Reykjavík hefir stjórnarráðið gefið út og kon- ungur staðfesl, og gengu þau í gildi 14. þ. m. Tilgangur laganna að trýggja leigjendum betri að- slöðu en hingað til. Má t. d. eigi segja leiguliða upp liúsnæði ef hann vill halda þvi, nema því að eins að liann haíi roíið samninga við húseigamla eða eigi slaðið í skilum. Leiguliðar og hiiseigendur geta fengið úrskurð húsaleigunefnd- ar um hámark liúsaleigu, en nefnd þessi sldpuð af yfirdómi, landsstjórn og bæjarstjórn. Eigi má taka íbúðarherbergi til annars en íbúðar, og eigi rifa íbúðarhús nema heilbrigðisnefnd banni þar íbúð, eða húseigandi sjái um jafnmikla húsnæðisaukningu. Með konung- legri tilskipun má láta lög þessi ná til annara kaupstaða. í húsaleigunefnd kaus yfirdóm- urinn Einar prófessor Arnórsson (formann), landssljórnin Vilhjálm Briem og Odd Hermannsson, bæj- arsljórn Ólaf Rósenkranz af hendi leigjenda og Ágúst Jósefsson af hálfu húseigenda. Scxtugsaímæli átli Sigurður Ei- ríksson regluboði 12. þ. mán. Var honum, konu lians og börnum þá haldið samsæti af vinum lians meðal Templara, er færðu honum að gjöf vandaðan göngustaf gull- og silfurbúinn og einnig nokkra upphæð í peningum. Kvæði liafði ort Guðm. Guðmundsson stórlempl- ar, en ræður margar fluttar í sam- sæti þessu. Andhanningaiélag er nj’stofnað hér í bænum. í sljórn þess eru Gunnar Egilsson skipamiðlari, And- rés Fjeldsted augnlæknir, Halldór Þórðarson bókbindari, Jón Brynj- ólfsson kaupmaður og Jón Kristj- ánsson prófessor, en varamaður Sig. Thoroddsen aðjunkt. Amaryllis. Skáldsaga. Eftir Georgios Hrosinis. »Fyrsl í stað sat eg þarna nokkra slund með opinn munn og neri augun til þess að fullvíssa mig um að mig væri ekki að dreyma. »Þó náði sú hugsun hámarki sínu, að hér væri um hyllingar einar að ræða, þegar mér barst að evrum mjúkraddaður, lagur söngur hinum megin frá hinum þéttu linditrjám. Blás þú, árgola, blás þú frjáls, blessuð svala mér góða! Brenndu’ ekki sól minn livítan háls og hiírana fagur-rjóða! Hugsanirnar komu nú svo margar i senn, að ekkert gat orð- ið úr neinni samfeldri liugsun. Eg reyndi ekki að renna grun í það hvenig á söngnum stæði. Eitt virtist vera mér Ijóst, að alt væri þetta ekki einleikið. Eg strauk liendinni um ennið til þess að gela helur -átlað mig. Fótalak heyrðist skaml frá mér, á að gizka tvö þrjú skref, grein- arnar aðskildust og milli þeirra kom i Ijós — —« »Herra Anastaios á nærklæðun- um«. Alveg ertu ófyrirgefanlegur. Þú grípur fram í fyrir mér þar sem sízt skyldi. Umkringt grænu laufinu gaf þarna að líla kvennmannshöfuð. Hárið var ljóst og fagurliðað, og í liárinu bar hún sex rauðar og hvítar rósir sem fóru henni svo vel að engu var likara en að þær hefðu orðið þarna til. í vöngun- um liéngu eins og einskonar eyrnalokkar klasar af slórum rauðum kirsuherjum. Eg lokaði augunum. Laufskúlinn, hærinn, himinn og jörð — alt hringsner- ist fyrir mér. Og þegar eg lauk upp augun- um, var konan öll komin í Ijósr. Annari hendinni hélt hún slóru rósaknippi að barminum, en i hinni bar hún körfu með kirsu- berjum. Hún var í óhrotnum hvítum kjól, sem lét fagurt vaxt- arlagið njóla sín. í skjóli Kapri- folianna virti eg liana fyrir mér án þess að hún yrði mín vör. En þegar hún alóvænt sá þarna ókunnan mann, hrökk lnin svo við, að hún misti rósirnar úr fanginu. En í sömu andránni gat hún sér víst til hver eg væri, roðnaði og tók af sér rósirnar og eyrnadjásnin. Ritstjóri: Giiðbranilur Magnússou. Hótel fsland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.