Tíminn - 26.05.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.05.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. til áramóta. * ÁFGREIÐSIÁ á Laugaveg 4 (Bóka- búöinni). Þar er tekiö á móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 26. maí 1917. Um lanðbnnaðittn. Aukin ræktun. íslendingar eiga slættinum fleira nð þakka en heyskapinn. Hug- mennirnir liafa orðið til um slátt- inn, þrautseigu mennirnir líka. Það er langt síðan að íslending- ar vissu það að heyskapurinn var þeim fyrir öllu, engin íslenzka og «ngar íslendingasögur væru til, ef svikist hefði verið um að heyja. Og það er langt síðan að menn "veittu því eftirtekt, að það heimilið útti alt, sem átti heyin. Þaðan er hugurinn kominn ein- jrkjanum sem stendur við orfið Jengst af nætur, hallar sér útaf þegar fer að »þorna í« en hamast síðan daglangt við heyþurkun og hirðingu. Og þaðan líka eru stórbýlinn kom- in hyggindin um að hafa sláttu- vélarnar tvær, láta slá með báðum framanaf degi, svo að »vélamehn« og hestar geti hjálpað til við þur- heyið þegar á daginn líður. En þegar áttá manns á engjum ná upp hálfu öðru hundraði hesta »úr flötu« og senda lieim á fjórum vögnum samdægurs, þá er vel unnið og lundin létt að kvöldi. En sláttuvélar og vagnar eru nú bara draumur langflestra býlanna i landinu enn sem komið er, og hætt við að hann rætist seint hjá sumum þeirra. í þess stað er það þrautsegjan sem einkennir sláttinn á mörgu býlinu ár eftir ár. Það þarf þraut- segju til þess að hjakka á blóð- snöggu þýfinu dag eftir dag, og það þarf þrautsegju til þess að bjarga sér á harðbalanum þar sem varla sést að hrjóti af ljánum. Það er því ekkert undarlegt þótt að alment sé farið að tala um aukna' ræktun, og það ineð tals- verðuin alvöruþunga, því að á eftir rekur heyleysið með horfelli og efnalegu ósjálfstæði í eftirdragi. 'Hvernig á nú að fara að því að auka ræktunina. Margur bóndinn getur aukið töð- una sína með því einu að girða túnið svo að það verði griphelt, með því að þurka það með skurð- um og lokræsum, og með því að láta sem minst fara til spillis af áburði. HolJur heima fengni bagg- inn. En þetta er ekki nóg. Menn hugsa hærra, sem von er. Reynslan jsýnir að þar sem nóg- ur er áburðurinn, gefur dagsláttan af sér 20 hesta. Til jafnaðar fást af henni 7 hestar. Þetta er af því að áburðinn vantar. Enda er áburðarspursmálið aðal- ráðgáta aukinnar ræktunar. Tilþrifamesta úrræðið og næsta er áburðurinn í vatninu. Valns- ræktin er sólskin í framtíð íslenzka landbúnaðarins. Það er gróðurmagn í öllu vatni, og það er mjög mikið gróðurmagn í jökulvatninu. Þetta vita menn með vissu, vita það af reynslu. Hitt er annað mál, að enn er það lítt rannsakað, hvernig beztum árangri verður náð með vatnsrækt- un liér á Iandi. Áveituaðferðirnar aðallega tvær, uppistöðuáveitur og seitláveitur. Hvorutveggju þurfa ransóknar við. Þarf sem allra fyrst að komast fyrir það, hvenær á að veita á, hve lengi á að láta vatn standa á, hve djúpt það á að vera, og yfir- leitt hvað bezt á við íslenzka star- ungs- og starargróðurinn, en hann verður aðaleftirtekja vatnsræktar- innar. Þetta þarf að rannsaka með vis- indalegri nákvæmni, því að mistök í þessum efnum eru ill og skaðieg, einkum þegar farið verður að fram- kvæma áveitur í stórum stíl. Er gott til þess að vita að við eigum þó einn búfræðiskandídat sem lagt hefir stund á að kjmna sér vatns- rækt og vatnsveitingar. En ekki minst undir því komið fyrir land- búnaðinn að hann eigi sérmentaða ráðunauta á hverju sviði. En á meðan beðið er eftir árangri slíkra nákvæmra rannsókna, þreifa menn sig áfram hér eftir eins og hingað til, gera uppistöðugarða eftir þeirri reynslu sem fengin er, seill- áveitur sömuleiðis og hlaða fyrir afrensli úr vötnum. Vatnsræktin vinnur þrefall gagn, hún sléttar jörðina, eykur grasið, en við það eykst húsdýraáburðurinn. Þá er mikið að vinna þar sem áburðareldsneylið er. Ótalið það sem árlega fer í eldinn af áburði, mjög mikill hluti sauðataðsins fer í eldinn, afrak af túnum og jafn- vel miklu af mykju brent í sum- um sveitum. Ef þetta væri orðið að þeirri töðu sem það hefði getað orðið, þá liefðu menn hikað við og hugsað sig um hvort ekki væru nú nein önnur ráð. Víst er um það að ilt er að komast hjá því að brenna áburði þar sem ekkert mólak er né viðar- högg og ilt um aðdrætti á kolum. En hitt er lfka alveg eins víst, að víða er miklu brent af áburði þar sem hægt væri að kornast lijá því. Rótgróinn vani og hugsunarleysi valda þessu. Urræði um að komast hjá á- burðarbrenslunni eru til, en þau kosta áræði og framtakssemi. Mór- inn verður algengasta úrræðið fyrst um sinn og ekki óhugsandi að móeltivélar gætu komið að gagni líka í sveitum. Þá eru brúnkolin, sennilegt að þau verði mönnum að eldsneyti sem næstir eru nám- unum, en rannsóknar þarf við um það livort ekki sé þar eldneytisvon fyrir almenning með einhverjum aðferðum. Þjóðverjar kola (brikett- era) brúnkol, og þannig er einnig farið að með mó. En glæsilegasta úrræðið verður ra/urmagnið. Undir Eyjafjöllum eru hundrað búendur; eftir líkum að dæma og lauslegri áætlun sérfræðings má gera ráð fyrir að öll heimilin í sveitinni geli fengið rafurmagn úr Skógafossi til ljósa, suðu og hitun- ar fyrir árlegt gjald er nemi trypp- isverði. í sveitinni er nú aðallega brent áburði, og sjá því allir hví- lík búnaðarframför yrði að rafur- magninu. Ekki ólíklegt að svipuð sé að- staðan við vatnsafl í mörgum sveit- um þessa lands. Og þó mönnum þyki mikið að gjalda 200—300 kr. árlega fyrir ljósmeti og eldivið, þá mundi það nú samt reynast landbúnaðinum sá búhnykkur sem um munaði þar, sem þetta bjargaði áburðinum úr eldinum. Það er nú engin smáræðis gras- aukning sem hægt er að vinna með aðstoð vatnsins og áburðar- eldneytisins hér á landi, en vísast að þurfi enn meira við, þurfi að vinna áburð úr loftinu. Við stönd- um öðrum betur að vígi um það, við eigum nóga og duglega fossana. Ef bændur ætlu í sameiningu að fá uppfylta eina ósk og ef þeir ættu að velja sér óskina sjálfir, þá er eg viss um að þeim kæmi öll- um saman um að óska sér þess, að þeir mœttu ráða tíðarjarinu. Hún er engin uppgerð löngunin eftir grasveðri á v$rin, þurki og góðri nýtingu um sláttinn og hög- um á veturna. En það mun því miður vonlaust um að tíðin fari ekki sínu fram. Þessvegna verða hændur að fara öðruvísi að, þeir verða að auka ræktunina, auka grasið. Það verð- ur að vera á við grasveðrið á vor- in, og sé grasið aukið, þá eykst það sem heim næst hvern þurk- daginn, en aukist heyfengurinn gerir minna lil þótt hagbeitin á veturna bregðisl að einhverju leyti. Upplag Tímans er mjög að þrot- um komið, en þeir sem það vilja, geta fengið blaðið frá þingbyrjun til ársloka fyrir 2 kr. — Ef einhverjir kjmnu að hafa eitthvað af fjmstu blöðunum eru þeir beðnir að senda afgreiðslunni þau. 11. blað. Launráð við Iandsjóðsverzlunina. Landsjóðsverzlunin hefir nú stað- ið hartnær eins lengi og stríðið, enda eingöngu orðin til vegna þess. Tilgangurinn sá, að bjarga þjóð- inni frá dýrtíð og hungursneyð, að því leyti sem við yrði gert. En ein- mitt þessi lofsverði og sjálfsagði tilgangur hefir orðið þyrnir í aug- um allmargra manna. Ástæðan verður tilfærð síðar. Fyrsta árið fór alt nokkurn veg- inn skaplega, meðan Sig. Eggerz sat í ráðherrasæti. Vörurnar voru seldar með sannvirði, aðallega sveitarfélögum og félögum sem skiftu vörunum milli manna, án óþarfrar álagningar. Almenningi féll þessi ráðstöfun vel, en sum- um kaupmönnum illa. Þótti lands- verzlunin líkleg til að verða þeim hættulegur keppinautur og minka stríðsgróða þeirra. Þeir kaupmenn, sem víðsýnni voru, létu rnálið af- skiftalaust, vissu að hér var um sjálfsagða bráðabirgðarráðstöfun að ræða. Þegar E. A. tók við völdum, breyttist landsverzlunin algerlega. Hvort sem honum hefir gengið til ótti við þröngsýnni hluta kaup- manna eða önnur tegund stjórn- vizku, er það víst, að hann stein- hætti að láta hreppsfélög fá vör- urnar. Hinsvegar var þeim fleygt í 5rmiskonar verzlunarlýð, sem borg- arabréf hafði, jafnvel skóara o. fl. þ. h. menn, sem aldrei höfðu feng- ist við matvöruverzlun. Ekkert há- mark var sett á þessar vörur, eng- in tilraun gerð til að hindra að okrað væri á þeim, enda var það óspart gert víða. Fé landsjóðs var þannig notað til að kaupa inn vörur, sem hverskonar prangarar máttu græða á eftir vild. Menn fundu sárt til að ólag var á þessari framkomu stjórnarinnar, en hafa vafalaust huggað sig við það, að þó úthlutunin væri slæm og kæmi illa niður, þá mundi þó líinn alkunni dugnaður ráðherrans, sem stjórnarblöðin gumuðu svo mjög af, verða til þess að öll plögg verzldninni viðvíkjandi væri í æski- legu ásigkomulagi. En um það fréttist samt ekkert fyr en nú á áliðnum vetri, þegar það varé hljóðbært, að einn endurskoðandi landsreikninganna, próf. Guðm. Hannesson, hafði sagt a/ sér sök- um þess, að hann gat ekki fengið einn staf um ástand landsverzlun- arinnar. Menn geta gizkað á, að sóma- manni eins og G. H. þætti hér kenna heldur lítils »dugnaðar« hjá hinum mikla afburðamanni í stjórn- arsessinum. Ef til vill lilist svo á,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.