Tíminn - 26.05.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.05.1917, Blaðsíða 4
44 Tí MINN veilt er til sandgræðslu og varnar gegn sandfoki. Stjórnarnefnd bún- aðarfélagsins falið Einari Helga- syni umsjón sandgræðslunnar. Að- alverkið unnið á Reykjum á Skeið- um, auk þess nokkuð í Landsveit í Kaldárholti, Bolungarvík og víðar. Þetta ár á að vinna á Reykjum, Mjósundi í Flóa, á Landi, Reyðar- vatni, í Kaldárholti, í Meðaliandi og víðar. Bófjárræbt. 30 nautgripafélög fengu alls 4807 kr. styrk (kr. 1,50 á kú). Páll Zóphóníasson hefir í vetur unnið að því að búa til ætt- artölur beztu kúnna, og verða ætt- artölurnar prentaðar á sínum tíma. Til eftirlitsmannakennslunnar gengu 600 kr. Til nautgripagirðingar var Þykk- bæingum veittar 163 kr. styrkur, Hrossaræktarfélagi Vestur Eyfell- inga 300 kr. og samskonar félagi í Eyrarbakkahreppi 350 kr., alt þriðjungur kostnaðar. — Til stóð- hestakaupa voru þessum sömu hrossaræktarfélögum veittar 100 kr. og 183 kr. Til hrossasýningar fyrir Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssý'slu (að Þjórsárbú) veittar 450 kr. og sýn- ingar fyrir Borgarfjarðar og Mýra- sýslu 200 kr. Sauðfjárkynbótabúum fimm veitt- ar 750 kr., búin á Grímstöðum á Mýrum, Sveinsstöðum í Húnavatns- sýslu, Leifstöðum í Eyjafirði, Ytra- Lóni í N.-Þingeyjasýslu og Rangá í N.-Múlasýslu. Til hrútasýninga veittar 660 kr., gegn öðru eins tillagi annarstaðar frá. Sýningar í Gullbringu-, Árnes-, Rangárvalla, V.-Skaftafells- og Þingeyjarsýslum. Næsta haust ráð- gerðar hrútasýningar í Skaftafells-, Múla-, Eyjafjarðar- og Skagafjarð- arsýslum. Leiðbeingaferðir í sauðfjárrækt fór Jón H. Þorbergsson, skoðaði fé á 112 bæjum og flutti 25 fyrir- lestra. Fóðurtilraunir sauðfjár gerðar á Leifsstöðuin og Síðumúla, og í ráði að bæta 2 bæjum við. Skýrsl- ur um undanfarnar tilraunir að finna í Búnaðarritinu. Búnaðarnámskeið styrkt, sem búnaðarsambönd Austurlands og Vestfjarða beittust fyrir. Hússtjórn- arnámskeið voru Qögur í ísafjarð- ar- og Strandasýrslum. Auk þess er Kvennrétlindafélagi íslands heitið styrk til .nokkurra vikunámskeiða hér í Reykjavík þar sem sérstak- lega yrði kend hagsýni og spar- semi í meðferð matvæla með til- liti til dýrtíðarinnar. Utanfararstyrk veitti félagið Valtý Stefánssyni búfræðiskandídat 600 kr. til valnsveitunáms, sá styrkur heldur áfram þetta ár og næsta. Til búnaðarliáskólanáms i Danmörku, Niljóni H. Jóhannes- syni og Gunnari Hallssyni, -200 kr. hvorum, ög lil sama náms í Noregi Edvald Bóassyni 200 kr. Til verk- legs búnaðarnáms í Noregi og Danmörku Guðjóni Eiríkssyni, Bergi Jónssyni, Skúla Ágústssyni, Birni Þórhallssyni, Jóhanni Eiríks- syni,v Guðm. Jóhannssyni og Eið Sigurðssyni 100 kr. hverjum. Til ferðar um Noreg, Danmörk og Svíþjóð til þess að búa sig undir framkvæmdarstjórastarf hjá Rækt- unarfélagi Norðurlands voru Sig- urði Baldvinssyni veittar 500 kr. Enn var utanfararstyrkur veittur Einari Jósefssyni og Þorbergi Kjartanssyni, 150 kr. hvorum, til verklegs búnaðarnáms í Bretlandi og Danmörku og Önnu Friðriks- dóttur 200 kr. til að Iæra að sjóða niður mjólk, þessir styrkir veittir af vöxtum gjafasjóðs C. Liebes. Verkfæriiútvegnn gengið tregt vegna striðsins og samgangnanna. Hefir verið gerð tilraun til þess að fá hitamælisglös í heyhitamæla frá Ameríku. Efnarannsóknir sem búnaðarfé- lagið kostaði, voru í minna lagi árið sem leið, vegna veikinda og dauða Ásgeirs Torfasonar. Að eins 8 mósýnishorn úr Flóanum, tekin af dr. Helga Jónssyni og rannsök- uð eftir tilmælum hans, og 3 sýnis- horn af vatni frá Hólum til undir- búnings áveitutilraunanna þar. í vetur hafa verið reynd þorskhrogn og þorsksvil til skepnufóðurs, og 2 jarðvegstegundir, sem hugsað er um að reyna til áburðar. Var ann- að af þeim fjöruleðja frá Bessastöð- um, og fanst að í henni var nær 6°/o af köfnunarefni. Hyggur bónd- inn nýi gott til að hafa þarna við túnið hjá sér áburðarnámu með þriðjungi köfnunarefnismagns í móts við Chili-saltpétur, og mun ekki láta lengi dragast að reyna hana. Tilraunir með smjörgerð og ostagerð. Þess er getið í ársfundar- skýrslunni í fyrra, að Gísli Guð- mundsson gerlafræðingur væri að byrja tilraunir með smjörgerð. Hefir liann haldið því áfram og félagið greitt lionum styrk þann til áhaldakaupa og mjólkurkaupa, sem lofað var, rúmar 100 kr. Gráða- oslagerðinni hefir Jón Á.Guðmunds- son á Þorfmnssöðum haldið áfram og félagið greitt honum þann 150 kr. styrk til áhaldakaupa, sem lof- að hafði verið. Ostagerðin tókst á- gætlega árið sem leið að dómi Gísla Guðmundssonar. Rann ostur- inn út hér í Reykjavík fyrir kr. 4,20—4,40 kílógrammið, og fengu færri en vildu. Sýnishorn hafa verið send til útlanda. Jón hefir auglýst, að gráðaostagerð verði í sumar í Ólafsdal, og hefir hann boðist til að taka mann til kenslu. Ólíklegt að ekki hafi einhver viljað sinna því boði. (Frh. Fréttir. Tíðin hefir verið mild síðastliðna viku, úrkomusöm nokkuð, svo að gróðri fer fram, en helzt til blautt um fyrir sauðburðinn. Signrður Jónsson ráðherra fór í gær með Ingólfi til Borgarness og ætlar þaðan landveg heim til sín snöggva ferð. Siglingarnar. Á miðvikudaginn komu fjögur skip að landinu, Edina hingað til Reykjavíkur með salt og tunnur, saltskip til Hafnarfjarðar, seglskip til Borgarnes með nauð- synjavörur til kaupfélags Borgfirð- inga og Jóns Björnssonar kaup- manns, og Vesta til Seyðisfjarðar með kolafarm. Brezkt beitiskip kom hingað í fyrrakvöld og fór aftur eftir skamrna slund. — Lag- arfoss lagði af stað til Ameríku í gær. Bisp væntanlegur um liátíðina og Escondito lögð af stað. Jón Sivertsen verzlunarskóla- stjóri fór með Lagarfossi til þess að verða erindreki landstjórnarinn- ar í Ameríku. Cr. J. Ólafsson fór með Lagar- fossi vestur um haf i þeim erind- um að útvega sæsímaþráð til við- gerðar Vestmannaeyjasímanum. Siglfirðingar drápu 76 háhyrn- inga með þvi að reka þá fyrst á grunn en skjóta og stinga síðan. Nokkuð af þessum feng var flutt hingað suður og selt dýru verði. Kolin á Tjörnnesi. Sýnishorn af þeiin var sent hingað suður, og telur Gisli Guðmundsson gerla- fræðingur sem rannsóknina framdi að þau jafnist á við skozk húskol. — Enda hafa Húsvíldngar lengi brent þeim. Landsstjórnin hefir nú trj'gl sér námu þessa með samn- ingum, og látið reisa þar skúr all- mikinn, verkfæri til kolanáms og brautateinar að sjó væntanlegt þang- að á staðinn bráðlega. Sprengiefni þegar útvegað sem nægja mun fram eftir sumri. Með Sigurði Jóns- S)rni ráðherra fór nú landveg norð- ur maður sá sem ráðinn er verk- stjóri við kolanámið. Er það Jónas Þorsteinsson verkstjóri, sá íslend- ingur sem mesta reynslu hefir í þessum efnum, hefir hann verið í þjónustu námufélags íslands áður. Nokkrir menn þegar ráðnir til vinn- unnar, en síðar bætt við eflir því sem þurfa þykir. í Tjörnnes- námunni eru kolalögin fjögur og eitt þeirra alin að þykt. Eftir öll- um líkum að dæma er þarna að- álvonin um árangur af íslenzku kolanámi. Mun Sigurður Jónsson ráðherra sjálfur fara út á Tjörn- nes í þessari ferð. Mannslát. Jóhann Jóliannsson kennari frá Patreksfirði lést hér á Landakotsspítalanum úr krabba- meini 24. þ. mán. 29 ára gatnall, fæddur á Skarði í Dalsmynni 17. apríl 1888, sonur Jóhanns Bessa- sonar bónda þar. Var Jóhann efnis- maður og góður drengur. Iíanpfélag Eyfirðinga hafði ný- lega lokið aðalfundi þegar Lagar- foss fór þar um. Af þeim fundi segir svo í bréfi að norðan: »Niðurstaða síðasta árs ágæt. Út- lendar vörur seldar fyrir rúmar 440 þús. kr., þar að auki kjötbúð- arsala um 78 þús. Innkeyptar slát- urfjárafurðir og ull fyrir um 450 þús. kr. Ágóði af kaupum erlendr- ar vöru til útbýtingar 12%. Þó lagt fé til hliðar og stofnaður sjóð- ur er nefnist Verðbreytingasjóður. Á hann að jafna skakkaföll þau, er verðsveiflur valda. Ennfremur var töluverð fjárhæð færð yfir á næsta árs reikning auk sjálfsagðra tillaga í hina ýmsu sjóði félagsins. Mun Tímanum síðar sendur fjár- hagsreikningur félagssins. Hefir hann aldrei verið jafn glæsilegur og nú«. Amaryllis. Skáldsaga. Eftir Georgios Drosinls. »Það var með naumindum að mér tókst að ná valdi yfir mér, standa upp og heilsa. »Hefðarmey«, sagði eg, og ætl- aði varla að koma upp orði, »mér þykir fyrír þvi, að fyrstu áhrifin sem þér verðið fyrir af mér skuli valda yður hræðslu!« Hún rétli mér höndsína hlæjandi. »Mín aðstaða er þó enn þá verri« sagði hún tilgerðarlaust, »eg mun hafa komið yður skringi- lega fyrir sjónir með alt þetta morgunskraut. Sveitin gerir alla að börnum. Jafnvel faðir minn, jafngamall og hann er, verður hér stundum alveg eins og barn engu síður en eg«. »Síðustu orðin gáfu mér upp- lýsingar. Eftir þessu var þetta dóttir Anastasiosar. Eg samgladd- ist honum alveg ósjálfrátt. III. Stephanos og Amaryllis. »Til þess að vinna tíma«, hélt Stefanos nú áfram eftir augna- bliksþögn, »laut eg niður og fór nú að hjálpa lienni að tína sam- an rósirnar, sem hún hafði mist. Og þar kom Anastasios að mér, sem byrjaði á þvi að afsaka hve lengi hann hefði látið mig bíða, og þakkaði mér siðan fyrir að hafa þegið heimboðið. Eg sagði honum live afar þakklátur eg væri hpnum fyrir heimsóknina og hve mikils virði mér væri að kynnast honum; á sliku hefði eg ekki átt von í þessari sveitar- útlegð. Amaryllis sem hafði fengist við að slíta óþörf blöð og brjóta þyrna af rósunum, sneri sér snögglega að mér og virti mig fyrir sér með stóru, skínandi aug- unum sínum. »Geðjast yður elcki að sveit- inni?« spurði hún. »Maður verður hér svo einmana og svo ætlar tilbreytingarleysið alveg að gera út af við mig«. Ritstjóri: Gnðbrnndur Mag'nússon. Ilótel ísland 27. Simi 367. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.