Tíminn - 26.05.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1917, Blaðsíða 3
T í MI N N 43 gerðarmaðurinn verzlar fyrir bát- inn, selur honum alt sem þarf til veiða, bæði veiðarfæri, beitu o. fl. og kaupir af lionum aflann. Þar ofan í kaupið er útgerðarmannin- um alloft í sjálfsvald sett, a. m. k. eins og verzluninni er nú háttað, að skapa verðlagið að miklu eftir eigin geðþótta. Sé litið á þessa að- stöðu, fer^ hlutareignin í bátnum að verða váfasamur hagnaður fyrir sjómanninn. Hvernig sem málið er athugað virðist varla fara hjá því, að blönduð sameign í útgerð, eins og sú sem hér hefir verið minst á, er ekkert framtíðarúrræði fyrir sjómennina. Dálítið öðruvísi víkur þessu við, ef sjómennirnir gœiu átt útgerðina einir, og síðan haft samvinnu um verzlunina, bœði innkaup og sölu á afurðunum. Slík starfsemi mundi áreiðanlega auka efnalegt og and- legt sjálfstæði sjómannastéttarinnar i landinu. »Tíminn« hefir, í þeim fáu blöð- um, sem út eru komin og eg hefi séð, gert sitt til að opna augu þjóðarinnar fyrir ágæti samvinn- unnar. Hingað til hefir sú stefna ekki þrifist hér á landi nema í sveitunum. Hún á eftir að ná fót- festu í sjóþorpunum og kauptún- unum. Hér er að eins lauslega bent á tvö atriði, sem þar geta komið til greina: Samvinnu sjómannanna um útgerðartcekin og síðan um inn- kaup og afurðasölu. J. H. Nartið ixöldni*. Nartið í stjórnina er að verða að nöldri. Bæjarblöðin hafa sér það nú einkum til kviðfylli að flytja dylgj- ur og ósannar fregnir af ráðstöf- unum stjórnarinnar um bjargræðis- málin. En ísafold selflytur són- inn út um landið. Það eru ekki komin elliglöpin á hana, hvernig ætti það líka að vera, svona á bezta aldri. Aðalnöldrið er um það, að ein- hverri annari stjórn en þessari mundi takast betur bjargræðisráð- stafanirnar. Auðvitað væri það nú ekki ó- hugsandi. En engin vissa er nú samt fyrir því. Langsumílokkurinn á þingi, sam- ials þrír menn, varð einn útundan um að mega velja stjórnina, og það fyrir þá sök, að þjóðinni geðj- aðist nú ekki betur en svona að hlutskiftinu sem sá flokkur hafði valið sér, vildi hann ekki liðsterk- ari en þetta á þingi. Þessvegna er það lika mjög ólíklegt, að þjóðin láti það nú eftir flokksbrotinu að fara að skifta um stjórn. Aðal vandinn sem nú hvílir á stjórninni er þessi: Að útvega nauðsynjar og útliluta þeim með sanngirni. Formaður Eimskipafélags ís- lands, hr. Sveinn Björnsson, lýsti því yfir í ræðu nýlega, »að Gull- foss og Lagarfoss gætu, ef þeir héldu sífelt uppi Ameríkuferðum, ílutt að landinu alt það, sem vér þurfum af nauðsynlegustu matvæl- um árlega«. Og þessum ummælum má eflaust treysta. Auk þessara skipa eru í förum fjögur leiguskip á vegum landstjórn- arinnar, og fimta skipið keypt til millilandaferða og þar að auki hef- ir stjórnin fest kaup á skipi til strandferða. Samkvæmt ummælum Eimskipa- félagsformannsins eru ekki liorfur á að aðdrættir strandi á skipa- skorti, og sízt þegar litið er á það, að kaupsýslumenn gera alt sem í þeirra valdi stendur um að hafa skip í förum. Þá hefir stjórnin mann í Eng- Iandi til þess að greiða fyrir við- skiftum þar, og annan í Ameriku, en þetta eru löndin sem aðallega er skift við. Uthlutunin er annar aðalvand- inn. Kaupmenn höfðu talsverðar vöru- birgðir í vetur, áður en siglinga- teppan skall á. Þessar vörur munu hafa skifst misjafnt milli manna, svo að sumir eru birgir til lang- frama en aðrir ekki. Hefir landstjórnin nú fyrirskip- að, að 30. maí fari fram rannsókn á kornvörubirgðum í landinu, bæði lijá kaupmönnum og einstaklingum. Sama dag á ennfremur að rann- saka steinolíubirgðir og telja stein- olíumótora. Er þetta gjört til þess að hægt sé að fylla upp í skörðin, — eitt skuli yfir alla ganga — allir verði jafnbyrgir eftir að skipin koma næst frá Ameríku. Eru þetta svo tilþrifamiklar stjórnarráðstafanir og óvenju at- kvæðamiklar í þessu landi, að telja verður þetta ljósastan vottinn þess að stjórnin sé vandanum vaxin að fara með stjórnartaumana á þess- um erfiðu tímum. En að skella þeirri sök á land- stjórnina, að ekki gæti réttlætis hjá sveita- og bæjarstjórnum um út- hlutun til einstaklinga, ein fjöl- skylda fái steinolíulíter þegar önn- ur jafnstór fái tvo, það munu flest- um þykja fremur veigalitlar sakir til stjórnarskifta. Jeppi — Ijavsteen. Það liggur við að maður að- hyllist endurfæðingarkenninguna við að lesa ritsmíð J. O. Havsteens í Vísi 22. þ. m., því að satt bezt að segja hefði maður naumast trú- að annari »fígúru« en Jeppa á Fjalli til þess að láta slíkt frá sér fara. Gamlir skólabræður höfundar fullyrða þó að hér sé ekki um endurfæðingu að ræða, ef nokkur framþróun vilsmuna eigi að vera henni samfara. Aðalefni greinarinnar er það, að Sigurður Jónsson ráðherra hafi ekki viljað lána höfundi Ceres til Englands eftir kolum. Út af þessu eys liann sér yfir ráðherrann. Likir honum við Jeppa á Fjalli, segist hafa gert það í huganum strax þegar hann hafi hejrrt »að bóndinn frá Yztafelli væri orðinn ráðherra«. Er ilt að átta sig á því hvort Havsteen telur það meiri smán að vera bóndi eða að vera frá Yztafelli — Yztafell sé sú Só- dóma og Gómorra sem enginn maður með viti geli komið frá. Ef þessu væri nú þannig farið með Yzlafell, þá mundi vist marg- an langa til að vita hvaðan úr veröldinni hr. O. J. Havsteen væri upp runninn. Það þarf meira en litla frekju til þess að fara upp í sljórnarráð og fala skipin af landstjórninni til þess að geta ef til vill grætt á þeim nokkrar krónur, en hinsvegar virð- ist þann mann vanla eitthvað, sem sendir slíka ritsmíð frá sér þótt málaleituninni sé ekki sint. Eink- um þegar maðurinn gerir ekkert annað en að sýna sitt góða and- lit, talar ekkert um leigumála, býð- ur enga tryggingu, og þegir gjör- samlega um það sem merkilegast er, að kolin hans, sem Ceres átti að sækja, ættu að kosta 125 kr. smúlestin, komin hingað á höfn. Eg skal nú ekkert um það segja, hvað landstjórnin hefði gert, ef hún liefði fengið að vita þessi undur. Því að leigan ein, sem Iands- stjórnin verður að gjalda eftir Ce- res, nemur alt að 150 kr. á smú- lest. Annaðhvort hefir stórkaupmað- urinn ætlað landsstjórninni að leigja sér Ceres með all ríflegum afslætti, eða þá að hann hefir ætlað að »spandéra« kolunum og 25 kr. í ofanálag á liverja smálest. Það er álíka mikið vit í hvoru- tveggju. En sé þetta sýnisliorn af kaup- mensku mannsins, þá er ekki ó- sennilegt að hann slysist á það öðru hvoru að snuða einhvern annan en sjálfan sig. frá útlönðum. Það hefir áður verið sagt frá því, að Braselía hefði slitið stjórn- málasambandi við Þj'zkaland. Sú fregn var skömmu síðar borin til baka aftur, eða að Braselíusljórn hefði horfið frá ráði sínu. Nú hefir Morgunblaðið fengið skeyti um, að friðslit landanna sé í vændum og Braselía muni þá og þegar ganga í lið með fjandmönnum Þjóðverja. í Braselíu eru nokkrir íslendingar sem orðnir eru þarlands borgarar og eflaust taka þátt í styrjöld þessari. Frá Bandaríkjum N.-A. erukomn- ar nokkrar liersveitir til vestri víg- stöðvanna og ein deild tundur- bátaspilla. Bandarikin liafa látið skrásetja 12 miljónir manna, sem kallaðir verða undir vopn þegar minst von- um varir. ítalir sækja fram jafnt og þétt og miðar nú drjúgum áfram í átt- ina til Triest, sem er þeirra mesta keppikefli og farmark. Frá veslri vigstöðvunum hafa Vísi siðast borist þau skej'li, að mikill hluti hinnar svokölluðu Hindenburgslínu sé nú á valdi bandamanna, enda miðar þeim stöðugt áfram, þótt hægt fari. Af Rússum er ekkert að frétta. Af liafinu eru þau tíðindi síðust, að kafbátar Þjóðverja hafi grand- að 6 færeyskum fiskiskútum. frá pnaðarjélaginu. Búnaðarfélag íslands héll aðal- fund sinn 12. þ. m. Forseti mintist fyrst látinna fé- lagsmanna sem staðið hefðu í sér- staklegu sambandi við félagið: Ás- geirs Torfasonar efnafræðings, Þór- halls biskups Bjarnarsonar, Geirs kaupmanns Zoega og Magnúsar Stephensens landshöfðingja. Þá las forseti reikninga félagsins 1916 og eignayfirlit í lok þess árs. Voru eignirnar kr. 80148,23 eða kr. 1879,32 meiri en árinu áður. Síðan gefin skýrsla um störf fé- lagsins og fer hér á eftir útdráttur úr henni: Jarðræktarfyrirtæki. Veitlar kr. 2380,05 af lofuðum 6000 króna styrktilMiklavatnsmýraráveitunnar, og er styrkurinn þá að fullu greidd- ur. Eiga áveitunnar að verða not í sumar. Til annara vatnsveitinga veittar 962 kr.: 172 kr. til Hraunshólma- stíflu í Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu, 100 kr. til áveitu á Hriflu og í Holtakoti í sömu sýslu, 530 og 160 kr. til áveitu á Steinsmýr- arbæjunum i Vestur-Skaftafells- sýslu. Til stíflugerðar í Fíflholtsfljóti í Landeyjum veittur 300 kr. styrkur til varnar vatnságaugi. Til undirbúnings áveitutilrauna veittar kr. 439,40, tilraunirnar gerðar á Hólum í Hjaltadal og á Miklavatnsmýri. Síðar samið við Guðm. Bárðarson í Bæ uin áveitu- tilraunir þar. Gróðurrannsóknir gerðar á Mikla- vatnsmýri af Helga Jónssyni grasa- fræðing. Samskonar rannsókn mun félagið láta gera á Skeiðum, því í ráði er að byrjað verði í sumar að vinna að áveitunni þar. Til samgirðinga veittar kr. 118,47 eftirstöðvar af styrkloforðum frá 1914. Síðan engum slíkum slyrk lofað. Til jarðyrkjunámskeiða hjá Páli kennara í Einarsnesi, Búnaðarsam- bandi Suðurlands og Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar veittar samtals 540 kr. Einu slíku námskeiði bætt við í vor í Brautarliolti. Afskifti Búnaðarfélagsins af sand- græðslunni eru þau að það hefir undiryfirumsjónlandsstjórnarinnar, til meðferðar tiltekna fjárhæð, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.