Tíminn - 23.06.1917, Síða 4
60
Tí M INN
því varla hafði skáldið sest niður
aftur fyr en ungfrú Ingibjörg Bene-
diktsdóttir stóð upp og kvað sér
hljóðs, og þakkaði skáldinu kvæði
hans, bæði þetta og önnur er hann
hefði ort til kvenna, sérstaklega
vegna þess, að þau væru eigi í
sama anda og ílest skáld yrkja í,
og álíta sig koma sér bezt í mjúk-
inn hjá konum með.
Eitt atriði á skemtiskrá dagsins
er enn ótalið. Er það barnasjón-
leikur, undurfagur, um smaladreng
sem hlýtur konungsdótturina og
ríkið alt, sem laun þess, hve hann
var góður og hjálpfús.
Um daginn i heild sinni má
segja, að liann tækist vel, og að
konur sýndu, að þær geta eins vel
og karlmenn haldið reglu og stjórn
á fjölmennum útihátíðum. Og ræð-
ur þær er konur íluttu við þetta
tækifæri sýndu, að þær fundu eigi
að eins til gleði yfir réttindum
þeim, er þær hafa öðlast. Sú meta-
skálin sem skyldurnar, er hin nýja
afstaða þeirra til þjóðfélagsins
hvila í, virtist þyngri í höndum
þeirra þennan dag — og vér vitum
að þar fylgir hugur máli.
Landsspítalasjóðnum varð dagur
þessi eflaust að mikilli lekjugrein,
auk þess sem hann festi það mál
enn betur í minni allra þeirra er
þátt tóku i hátíðahaldinu. Eflaust
gæti það orðið til góðs, ef íleiri
héruð landsins, og þá einkum
kaupstaðirnir, verðu einum degi á
ári, á einhvern hagfeldan hált, til
söfnunar i þennan sjóð. Tilgangur
hans er svo fagur og nauðsynlegur
að allir ættu að telja sér skylt að
lilynna að honum.
Minni kvenna.
Flutt landspítalasjóðsdag 1917.
Mörg eru verkin vandafull —
til vona bregðast kynni,
að vera ei kjörið kvenna-gull
en kveða þeirra minni!
Því er það ei, brúðir, ærið hart
því einvalasta að hrósa
og eiga bæði um blátt og svart
og bjart og dökt að kjósa?
Því augu dökk og augu blá
eg aldrei greindi sundur,
og mig gat hrifið há og lág —
og hverjum finst það undur?
Þó svipir tækju sinn hvern blæ
var seiðurinn jafn í öllum
og blíður, eins og blámi á sæ,
og birtan yfir (jöllum.
Við, sveinar, gleymdum sumu því,
sem segja ykkur hugðumst,
og koma því fyrir öðru í
en ástakvæðum brugðumst.
En þó í liúsi hreyfðuð rokk
og hrifu út’ um völlinn,
þið áttuð víðan vöggustokk,
með vængi yfir fjöllin.
Og mörg er sagan sönn um það
— þó sé hún hvergi bókuð —:
þá dygð sem fáa álti að
í ástarfóstur tókuð.
Og oft hefði kaldlynd karla-þjóð
á klakann ýmsu fargað
og borið út fegurð, frelsi og ljóð,
sem fleyttuð þið til bjargar.
Sú ein var stoð, sem aldrei brást
við ofurkapp og þrefið,
að vita það í ykkar ást,
sem okkur bezt var gefið.
Og æska, vertu vitni manns
með vonir hæstu sínar,
sem leggur frjálsa framtíð lands,
þú fljóð, í hendur þinar.
En fremst eru þær af freyjum lands
og fegurst þeirra minni,
sem góðum ástum göfugs manns
ei glötuðu nokkru sinni,
þó hárið yrði hvíta-gull
og héla á kinnum rjóðum,
með frjálsan hug og hjörtu full
af hlýjum vögguljóðum.
Stephan G. Stephansson.
€imskipajélagið.
Eimskipafélag íslands liélt aðal-
fund í gær. Reikningur félagsins
fyrir árið 1916 ber með sér að
arður af rekstri félagsins nemur
kr. 331,483,58, auk þess er gróðinn
af vátryggingu Goðafoss að því
leyti sem hún fór fram úr bókuðu
eignarverði skipsins kr. 349,865,78.
Allur arðurinn sem fyrir lá til ráð-
stöfunar því samtals kr. 681,349,36.
Af þessu fé hefir stjórnin ákveðið
að draga frá bókuðu eignarverði
félagsins kr. 503,162,56, (450 þús.
kr. af Lagarfossi einum). Kr. 178,-
186,80 sem þá eru eftir skiftast
þannig samkvæmt samþykt aðal-
fundar: í endurnýjunar- og vara-
sjóð leggiast kr. 122,999,69. Stjórn-
endum félagsins greidd ómakslaun
kr. 4,500,00. Endurskoðendum kr.
1,000,00. Hluthöfum greiðist í arð
7°/0 af hlutafé er nemur kr. 824,-
101,53 og rétt hefir til arðs og
verða það kr. 57,687,11. Útgerðar-
stjóra greidd ágóðaþóknun kr.
2,000,00. Til stofnunar Eftirlauna-
sjóðs Eimskipafélagsins kr. 10 þús.
Flutningsgjöld og fargjöld með
báðum skipunum árið sem leið
námu kr. 915,935,33. Vátryggingar-
gjöld kr. 175,691,24. Kolaeyðsla kr.
139,987,29. — Félagsstjórnin hafði
haft með sér 53 fundi milli aðal-
funda.
í skýrslu stjórnarinnar er marg-
víslegur fróðleikur, þótt eigi sé
hans getið hér að þessu sinni. Þó
skal frá því sagt strax, að þrátt
fyrir tveggja mánaða töf Gullfoss
í Kaupmannahöfn, standast á að
heita má tekjur skipsins og gjöld
fyrsta ársfjórðung þessa árs.
Útgerðarstjórinn er ráðinn til
næstu fimm ára, en upphaflegur
samningur við hann var útrunninn
30. júní þ. á.
Fundurinn ákvað að veita stjórn-
inni heimild til þess að auka hluta-
féð upp í 3 miljónir króna.
Þá var stjórninni ennfremur
heimilað að láta byggja eða kaupa
1 eða 2 millilandaskip, auk strand-
ferðaskipa þeirra sem heimilað var
á stofnfundi að láta byggja eða
kaupa.
Úr stjórninni áttu að ganga for-
maðurinn Sveinn Björnsson, Jón
Gunnarsson og Ólafur Johnson.
Hinn síðastnefndi skoraðist undan
endurkosningu. Sveinn og Jón voru
endurkosnir. Þá lilaut Jón J. Bíld-
fell kosningu sem fulltrúi Vestur-
íslendinga í stjórnina.
Endurskoðendur voru kosnir
Þórður Sveinsson endurskoðandi
landsverzlunarinnar og Halldór
Eiríksson fyrverandi bókari Eim-
skipafélagsins.
Fréttir.
Tíðin. Þjóðhátíðardaginn 17. júní
var sólskin og blíða, en norðan-
stormur kominn á mánudag og
stóð fram á hádegi á þriðjudag,
kvennadaginn, en þá lygndi og
gerði bezta veður, og svo hefir
verið síðan, kuldalaust sumarveður
en sólarlitlir dagar með vætuskúr-
um öðru hvoru.
Skipaferðir. Gullfoss kom frá
Ameríku á laugardag hlaðinn vör-
um meir en nokkru sinni. Far-
þegar um 30, flest fólk er sezt hér
að. Meðal farþega voru Stephan G.
Stephansson og Árni Eggertsson
fulltrúi Vestur-íslendinga á Eim-
skipafélagsfund. — ísland fór til
Vesturheims á vegum landstjórn-
arinnar um miðja vikuna. Eskon-
dito og Flóra fóru bæði norður
um land, en Botnía er á leiö
hingað að norðan og með henni
Sigurður Jónsson ráðherra og margt
þingmanna.
Enska verðlagið. Thor Jensen
og einn af sonum hans hafa ný-
verið farið til Englands, að sögn
til að fá breytt enska verðlaginu.
Þegar eitthvað fréttist um árangur,
og tildrög sendifararinnar, svo og
hvort gert er ráð fyrir að landbún-
aðar verðlagið standi óbreytt, mun
þessi ráðstöfun verða gerð að um-
talsefni hér í blaðinu.
Par á Heygum heitir ungur og
efnilegur Færeyingur, sem hingað
kom með Flóru á dögunum. Und-
anfarin þrjú ár hefir hann stundað
búnaðarnám á skólum í Noregi,
og hafði síðan hlotið styrk til þess
að dvelja 1 Skotlandi og kynna
sér fjárrækt þar. En af ófriðar-
ástæðum gat hann ekki komist
þangað. Sótti hann þá um að mega
nota styrkinn til íslandsfarar í
sömu erindum, og fékk það. Hefir
hann í samráði við formann Bún-
aðarfélagsins ákveðið að dvelja
austur í Hreppum fram í ágúst-
mánuð, fer síðan upp á Hvann-
eyri og mun hafa viðdvöl þar, en
heldur svo landveg norður, kemur
við bjá Jóni ostagerðamanni í ÓI-
afsdal á þeirri ferð, en slæst í för
með Jóni fjárræktarmunni Þor-
bergssyni þegar kemur norður í
Hrosshár.
Kaupfélag Borgarfjarðar
kaupir taglhár, faxhár og
búkhár, og sé þetta hvert í
sínu lagi.
og blöð í hana ávalt fyrirliggjandi
hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar. Er
hér ekki um neinar eftirlíkingar
að ræða.
Þingeyjarsýslu og nýtur leiðbein-
inga hjá honum. Ferðast þeir sam-
an um Þingeyjar- og Múlasýslur.
Færi vel á því, að samneyti ykist
milli Færeyinga og íslendinga; er
eins og hingað til hafi gætt helzt
til litillar frændrækni með þessum
náskyldu nágrönnum.
Ferðalög Stephans G. Stephans-
sonar um landið hafa nú verið
bollalögð af heimboðsnefndinni í
samráði við skáldið. Er ráðgert
að hann fari héðan með Botníu 3.
júlí til Reyðarfjarðar, þaðan upp i
Fljótsdalshérað og síðan landveg
alla leið um Norðurland og vestur
til ísafjarðar. Frá ísafirði sjóveg til
Stykkishólms, en þaðan aftur land-
veg í Borgarnes. Engin tímaákvörð-
un tekin um viðdvöl á hverjum
stað, en séð um að þeir er skáldið
gistir fái jafnan að vita það með
nokkurum fyrirvara. Þegar hingað
keraur er í ráði ferð til Þingvalla,
Geysis og Gullfoss, niður Biskups-
tungur, Grímsnes og heim um
Hellisheiði, og er það eins um þá
ferð og hina, að hún er að engu
dagsett og eigi óhugsandi útúr-
krókar, ef tími og aðrar ástæður
leyfa.
Bókmentafélagið hélt aðalfund
sinn 18. þ. m. Ivaus félagið skáldin
Stephan G. Stephansson og Hannes
Hafstein lieiðursfélaga. Á þessu ári
gefur félagið út: eitt hefti afForn-
bréfasafni, safni til sögu íslands,
íslandssögu Boga Tli. Melsted og
1. hefti þriðja bindis af íslands-
lýsing Þorvaldar Thoroddsen. Auk
þessa er Skírnir.
Slys. Rútur Þorsteinsson á Hrúta-
felli undir Eyjafjöllum varð undir
moldarvegg og beið bana af. Var
hann við þriðja mann að koma
fyrir undirstöðusteini í hlöðu þeirri
er ofan af fauk á Hrútafelli í páska-
veðrinu mikla, var sjálfur næst
moldargaílaðinu er eftir stóð þegar
grjólhleðslan að innanverðu hafði
verið rifin upp til endurbyggingar;
hina mennina sakaði ekki. Rútur
var meðal fremstu efnismanna í
sinni sveit, 32 ára gamall.
Ritstjóri:
Gnðbrandnr Mag-misson.
Hótel ísland 27.
Simi 367.
Prentsmiðjan Gutenberg.