Tíminn - 30.06.1917, Qupperneq 3

Tíminn - 30.06.1917, Qupperneq 3
TÍMINN 63 þeim J. M. og B. Kr., sem í fljótu bragði virðist eiga að hlífa. Þeir virðast, ef trúa má Lögréttu, ekki hafa gætt skyldu sinnar, eða ekki iíklegir til að gæta henn- ar framvegis. Jafnvel kaupmaður og bankastjóri hefir, eftir bókum Lögréttu, eklti nógu mikið verzlunarvit til að bjarga landsverzluninni, sem þing- ið fól honum eins og hinum ráð- herrunum. Pað þarf að bœta öðrum kaupmanni við. Og sjálfur fulltrúi heimastjórnarinnar í landsstjórn- inni er samkvæmt þessu heldur ekki fær um að bjarga málinu við nema með auknum kaupmannaliðstyrk. Lögrétta virðist ennfremur halda að þingið geti felt einn mann úr ráðaneyti, án þess að hagga við starfsbræðrum hans. Gerum ráð fyrir að hlutaðeig- andi maður sæi ekki ástæðu til að rýma fyrir kaupmanninum. Ger- um enn fremur ráð fyrir að þing- flokkur hans fylgdi honuin fast fram og vildi engin skifti. Þá hefir andófsliðið ekki önnur ráð en að fella alt ráðuneytið. Þetta mun greinarhöf. einnig vita. En hvað er þá orðið um Jón Magnússon? Pað á bersýnilega að fella liann lika. Að öllum líkindum rennur nú blóð eftir launvegum milli langs- ummanna, sem heimta að ö/Zstjórn- in fari frá, og þeirra sárfáu utan- þings heimastjórnarmanna, sem eru að grafa J. M. tálgrafir, þótt örv- unum sé fyrst beilt gegn Sigurði Jónssyni. Fall ráðuneytisins er takmark þessara manna. Og ástæðan kem- ur fram í Lögrjetfugreininni. Stjórn- in er ekki nógu undirgefin við kaup- mannastéttina. Þess vegna á að fá kaupmenn til valda. Þeirn er treyst til að gæta hagsmuna stéttarinnar. Menn vita hvað langsum hefir fundið stjórninni til foráttu, hvað verzlunarmálin snertir. Að hún bætti úr lökustu ágöllunum, gerði gangskör að því, að reikn- ingar landsverzlunarinnar væru endurskoðaðir fyrir undanfarin þrjú ár, og að gerð væri vörutalning. Hvorutveggja hafði langsum van- rækt. Þetta var gert í megnustu óþökk þeirra, sem vildu að lands- verzlunin væri áfram lcviksyndis fen, rekin með meira skeytingar- leysi, hvað form og frágang snert- ir, heldur en nokkur önnur verzl- un á landinu, eins og verið hafði í tið langsum-stjórnarinnar. Önnur stórsyndin var að breyta bókhaldi verzlunarinnar á þann veg, sem nú tíðkast, þar sem menn kunna viðunanlega til slíkra hluta. Þriðja höfuðsökin var að girða fyrir það, að kaupmenn gætu okr- að á landssjóðsvörunum, eins og langsum hafði fyrrum unt þeim, þar sem stjórnin þá var algerlega afskiftalaus um verðlagið. Ekki mun það heldur hafa bætt skap hinna óánægðu, að stjórnin reyndi eftir föngum að sjá svo um, að skifting matvælanna í landinu væri réttlát, fjarsveitirnar og fá- mennu bygðirnar yrðu ekki út- undan. Mikill* úlfaþytur var gerð- ur út af því, að stjórnin lét sér ant um að byrgja þann hluta landsins sem íshætta vofði yfir, á þeim tíma, sem þess var mest þörf. Allar þessar ráðstafanir miðuðu til almennings heilla. En því miður ráku framkvæmdirnar sig stundum á hagsmuni sumra kaupmanna. Þeir þóttust ekki njóta þess frelsis í skiftunum við almenning, sem borið hafði þeim svo ríkulegan arð í veldistið langsum-manna. Framan af reyndu kaupmanna- sinnar að gera lítið úr landsverzl- uninni og óvirða hana á allan hátt. Töldu hana óþarfa og jafnvel skaðlega. Því var ekki sinl. Almenningsþörfin heimtaði verzl- unina aukna og- bætta og stjórnin breylti því í samræmi við þjóðar- viljann. En þegar kaupmenn sáu að þeir gátu ekki komið landsverzluninni fyrir kattarnef, og þegar óhreinu reikningsskilin voru að hverfa, þá fundu þeir upp það snjallræði að vilja taka við landsverzluninni sjálfir. Þess vegna á að fá Kaupmanna- stjórn. Þeir vita blessaðir, hverjum er óhætt bð trúa til framkvæmda. Dálitla hugmynd má fá um það af »dæmum úr lífinu«, hvernig sumir þessir mikln kaupsýslumenn, sem Lögrétla vill fá í landsstjórn- ina, fara að þegar þeir komast í færi með að skamta sjálfum sér laun, og skulu dæmin tilfærð hér. Kaupmaður einn tjáði sig fúsan til að vinna að bjargráðastörfum fyrir landsstjórnina nú i vetur fyrir 6000 kr. föst árslaun og hundraðs- arð, sem mundi liafa numið tugum þúsunda á ári. Annar enn frægari kaupsýslu- maður útvegaði tímanlega á stríðs- tímanum skipsræfil sem gekk um stund milli íslands og útlanda. Tók sá maður í milliliðsgjald fyrir að skrifa nafnið silt einu sinni því sem næst eins mikið fé mánaðar- lega, eins og islenzka þjóðin borgar ráðherrunum öllum. Að forminu lil var þetta ekki lagabrot. En dýrir eru slíkir menn landinu, þegar þeir mæla sjálfir kaup silt, því að þjóðin borgar það jafnt þótt það komi fram í hækkuðu vöruverði, eins og þótt það væri tekið beint úr landssjóði. Sama atfylgið, sem nú er að reyna að fella stjórnina, hefir gert ítrekaðar tilraunir í vetur til að koma þessum tveimur kaupsýslu- mönnum að opinberum trúnaðar- störfum hér á landi. Þeir og þeirra fylgifiskar gera sér áreiðanlega betri vonir um »atvinnumálin«, ef nú- verandi stjórn yrði feld frá völd- um. Af þessum toga eru spunnar á- rásir þær á stjórnina, sem nú hafa verið gerðar að umtalsefni. Stjórn- in er áfeld og dæmd fyrir að hafa gætt skyldu sinnar og verndað heill almennings. En allar þessar lilraunir munu bera lítinn árangur. Eftir skilrikum heimildum er það haft, að þingmenn Heimastjórnar- flokksins flestir, ef ekki allir, séu gersamlega mótfallnir því að fella stjórnina, og þyki engin búbót að því að láta langsummenn sprengja sápubólur sinar í málgagni flokks- ins — finst líklega að sá iðnaður sé bezt kominn í glerliöll langsum- flokksins. Samvionan viö kaupmenn. Síðan ófriðaraíleiðingarnar komu bjargræðismálunum í það öngþveiti að eigi varð af komist án þess að sjálf landsstjórnin skærist í leikinn um verzlunina, hefir mikil um- hyggja verið borin fyrir samvinn- unni við kaupmenn. Blöðunutn hefir legið þetta þungt á hjarta, og landsstjórnin liefir skilið það, að nokkurs væri um vert, að kaup- menn gerðu alt sem þeir gætu til þess að viða að nauðsynjum, og hefir landsstjórnin breytt sam- kvæmt því. Landsstjórnin hefir ratað þann meðalveg í þessum málum, að allir mega vel við una, kaupmenn og almenningur. Hinsvegar er það alkunnugt, að kaupmönnum er ekki allskostar vel við landsverzlunina. Lengi fram eftir töldu þeir hana óþarfa — »fusk í handverkinu«. En þegar því varð með engu móti framgengt, að verzl- unin yrði lögð niður, þá var snú- ið við blaðinu og falast eftir stjórn landsverzlunarinnar. Blöð eru fengin til að mæla með því að kaupmönnum sé fengin verzlunin í hendur. Og ýmsar sög- ur spunnar upp um það, að mál- um þessum væri betur borgið í höndum »hinna stærstu og vel metnustu viðskiftaforkólfa vorra«, en þeirra manna sem þar fara með yfirráðin eins og ^stendur. Ein sagan til sönnunar þessu er sú, að kaupmenn seldu eða gætu selt ódýrar en landsverzlunin. Sög- ur um þetta eru nú mjög á sveimi, og eru þær bitrasta vopnið sem kaupmannamálstaðurinn getur fyr- ir sig beitt. En rétt er að atliuga bitið í þessu vopni. Allir muna eftir töfinni sein varð á vegi Bisp og Escondito í Ame- ríku í vetur. Töf þéssi orsakaði eigi all-lítið fjárhagslegt tjón. Var nú tvent til, að gjalda kostnaðinn við töf skipanna úr landssjóði, svo að hægt væri að selja vöruna sem skipin fluttu, með sannvirði, elleg- ar að jafna honum að einhverju leyti á vörur þær, sem landssjóð- ur verzlar með. Og seinni leiðin mun hafa verið valin. En hvað mun aðallega hafa stutt að því að sú leiðin var valin? Ekkert annað en samvinnan við kaupmenn. Landsstjórnin hafði sætt mun betri kaupum en kaupmenn yfir- leiit, aðallega af því að hún hafði keypt fyr. Ef tafartjónið hefði verið goldið úr landssjóði, þá hefðu vörur kaup- manna eigi staðist neina samkeppni við landssjóðsvöruna. Og þá var snurða hlaupin á samvinnuþráðinn. Þess vegna stilti landsstjórnin svo til, að verðleggja sína vöru því verði sem kaupmenn yrðu að fá fyrir sömu vörutegundir. Með þessu vann hún tvent: Að fá að nokkru uppborið tjónið af töf skipanna og að gera kaupmönnum vel til svo að eigi þyrftu þeir þess- vegna að leggja árar í bát um að- drætti nauðsynja, að þeir yrðu of hart úti fyrir samkeppni landsverzl- unarinnar. En svo launa þeir landsverzlun- inni með dylgjum um að hún okri á vörunum. Sjá allir hve drengi- legt það er. Og sönnunin reiðubúin sú, ef einhver þeirra kann að hafa átt einhvern vöruslatta keyptan áður en aðalhækkunin átti sér stað á heimsmarkaðinum seinni hluta vetrar. Ekki mun sú sönnun veigamikil hjá þeim mönnum, sem veitt hafa því eftirtekt, að hjá íslenzkum kaupmönnum yfirleitt ríkir sústefna, að láta alla liækkun koma fram á vörunni sem á sér stað á erlend- um markaði til síðustu stundar, og taka ekkert tillit til þess við söl- una að varan kostar þó hvergi nærri alt það fé. Kaupmenn fara það sem þeir komast. Er óvíst að þjóðin telji það vinnandi til samvinnunnar við kaupmenn að þeir nái yfirtökun- um um landsverzlunina. TJi* t>i*oíi. íréithverí'a — ranghverfa. » í bessaleyfi og von um bróður- leyfi, set eg hér nokkrar linur úr bréfi frá Skúla bróður minum á Keldum. Ætla eg þeim að benda á tvent: Úthverfu íslenzkrar náttúru (er sumir sjá aldrei og heyra sjald- an, á þennan hált), og karlmensk- una íslenzku, sem eys þótt á gefi. . . . »Um sandinn í vor nenni eg ekki að sltrifa; var meiri en eg veit dæmi til áður. Alt að 5 menn og oftast það, að rnoka og aka sandi í 32 daga, af túninu og und- an Króklúnsgarðinum« (auk ígripa aðra daga) . . . »á annað hundrað (120—130) vagnar teknir undan garðinum útanmegin, þó mikið eftir. Flest mannvirki voru full af sandi, og slétt yfir skjól. T. d. traðir til beggja handa og Fjósalindin slétt- full. — Laglega var breytt á. Um 60 sandhaugar mokaðir í Fjósa- laut, 57 í Kirkjubrekku, nærri 70 í Tanganum, 43 um Pálshól og upp eftir götum. Svona var um alt Austurtún, ótalið, og mjög í Króktúni og Upptúni . . . Fönnin rann ofan Skálaþekju og niður á kálgarðsvegg reykpípan í þekjunni stóð í fönn. Fyrir vestan skemmu stóð fönnin upp undir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.