Tíminn - 07.07.1917, Qupperneq 3
TÍMINN
67
fara fram á fjárveitingar er nema
291.000 kr.
Kvað íjármálaráðlierra eklci hægt
að segja nákvæmlega um fjárhag-
inn eins og stendur vegna þess, að
ýmsar fjárhæðir væru ókomnar til
reiknings, bæði tekju og gjalda
megin. En þyrði þó að fullyrða
að um engan verulegan tekjuhalla
yrði að ræða siðustu þrjú árin.
Hins vegar mætti ekki treysta á
neinn tekjuafgang frá þessum ár-
um. Varlega þyrfti að fara í fjár-
veitingum, því að viðlagasjóður
stæði að mestu fastur í útlánum,
en stjórnin hinsvegar lagt ýms lög
fyrir þingið sem bökuðu landssjóði
útgjöld, yrðu þau samþykt.
Eftirfarandi yfirlit gaf hann um
eignir og skuldir landssjóðs:
Eignir.
Verðbréfaeign lanndsins S1/i2’16.
Kgl. ríkissk.bréf . . kr. 315000,00
Bankavaxtabréf . . — 110000,00
Skuldabr. f. lánum . — 1435726,00
Bankav.br. 3. fl. vd. — 1011300,00
kr. 2872026,00
Hlutir í Eimskfél. . — 100000,00
Eignarhl. Landsb. . — 300000,00
Samtals lcr. 3272026,00
Skuldir:
Lán tekið 1908
— — 1909
— — 1912
— — 1912
— — 1913
— — 1916
kr. 266666,00
— 1125000,00
— 220833,00
— 366666,00
— 474496,00
— 100000,00
kr. 2553661,00
718365,00
mismunur
um fram skuldir auk ýmsra sjóða
sem landið á.
Taldi ráðherrann þetta mundu
talinn góðan fjárhag á friðartímum,
en eins og nú stæðu sakir, yrði að
telja hann valtan. Lánstraustið að-
allega í útlöndum, en peningar
vorir hinsvegar aðallega seðlar.
^kólamál
á Norður- og Austurlandi.
Þrátt fyrir harðindin og siglinga-
vandræðin hafa sum framtíðarmál-
in, og það þau sem mestu skifta
eins og uppeldi æskulýðsins, verið
ofarlega á baugi í vetur. Velvildar-
menn gagnfræðaskólans á Akur-
eyri hafa slungið upp á að stækka
hann, og endurskapa á Akureyri
Hólaskóla hinn forna. Skyldi það
vera mentaskóli fyrir Norðurland.
Hugmynd þessari hefir verið allvel
tekið, og er litlum vafa bundið að
draumur forgöngumannanna mun
rætast, þótt síðar verði, ef til vill
með öðrum liætti, en þeir gera nú
ráð fyrir. T. d. væri hugsanlegt að
menn vildu að hinn endurreisti
Hólaskóli stæði ekki á Akureyri,
heldur í sveit, og að fyrirkomulag
hans yrði sniðið eftir heppilegri
fyrirmyndum, heldur en menta-
skólanum í Reykjavík.
Annað áhugamál Norðlendinga
er liússtjórnarskóli, en þar greinir
menn á um leiðirnar. Konur á Ak-
ureyri og ef til vill víðar í Eyja-
firði, vilja að skólinn standi á Ak-
ureyri. Aflur á móti munu lang-
llestar sveitakonur á Norðurlandi
óska þess eindregið að skólinn verði
i sveil. Liggja nú fyrir þinginu
fjölmargar áskoranir til stuðnings
sveitaskólahugmyndinni.
Ivrafa lcvenfólksins um hússtjórn-
arskóla, byggist á því, að störf
kvenna séu engu þýðingar- eða
vandaminni en karlmanna. Þær
þurfi líka sérmentun eins og þeir.
Og það sé þjóðinni lífsnauðsyn að
slík sérmentun sé fáanleg í land-
inu. Þær krefjast í þessu efni jafn-
réttis við karlmenn. Þær vilja fá
húsmæðraskóla, sem í engu séu
óveglegri en bændaskólarnir. Og að
líkindum halda þær því fram, að
þær byrjunartilraunir sem gerðar
hafa verið á þessu sviði, verði al-
gerlega ófullnægjandi til frambúðar.
Ekki verður annað séð, en að
þetta sé fylsta snnngirniskrafa.
Húsmæðraskólarnir ættu þá að
minsta kosti að vera tveir, og byrja
í þeim fjórðungnum, þar sem á-
huginn vaknar fyrst.
En deilumálið um skólastæðið,
kaupstað eða sveit, er ekki eins
ílókið og af er látið. Báðir máls-
aðilar hafa á réttu að standa, og
eiga að fá góða rétlingu sinna mála.
Efnakonur á Akureyri eiga að fá
sinn skóla hjá sér, og sniða hann
eftir þeirra lífskjörum. Þar ætti að
búa dætur þeirra undir hið tízku-
fágaða smákauptúnalíf eins og það
gerist hér á landi. Myndi sann-
gjörnum þörfum vera fullnægt til
frambúðar, ef tvær slíkar stofnan-
ir væru til hér á landi, önnur í
Reykjavík, hin á Akureyri.
En jafn sjálfsagt er hitt að bún-
aðarskóli sveitakvenna sé í sveit.
Hann á að búa ungar konur und-
ir harða lífsbaráttu í sveitunum.
Þar þarf ekki að kenna að sjóða
síld í mjólk eða að »grillera lamba-
hausa« eins og Gröndal sagði. Líf
sveitakonunnar nú á dögum er
ekki samfeldur leikur eftir mjúkum
teppurn úr spilagildi í drykkjnboð.
Það er heldur enginn táradalur.
En það er samfeld barátta þar sem
enginn sigrar nema sá, sem sýnir
festu og ráðdeild. Þá eiginleika
verða búnaðarskólar kvenna að
eíla og styrkja. Og þar eiga fátæk-
ar kauptúnakonur og sveitakonur
yfirleitt, fullkomna samleið. Skól-
inn þeirra þarf að vera fyrir mynd-
ar lieimili, þar sem allir vinna á
réttan hátt og eftir réttum reglum.
Skóli efnaðra kaupstaðakvenna á
að vera fyrirmyndar tízkulieimili,
þar sem allir læra að njóta æfinn-
innar samkvæmt stöðulögum fé-
lagslífsins.
Á Austurlandi er Eiðamálið uppi
á teningnum. Múlasýslur vilja gefa
landinu alla eignina gegn því að
landið haldi uppi skóla fyrir Aust-
urland, annaðhvort búnaðar- eða
alþýðuskóla, sem veiti almenna
fræðslu. Þingið í sumar á að skera
úr, hver leiðin er valin.
Frá almennu sjónarmiði virðist
enginn vafi geta leikið á þvi að á
Eiðum eigi ekki að vera búnaðar-
skóli. Reynslan er búin að fella
þar sinn dóm. Margir mjög mætir
menn hafa starfað við skólann fyr
og síðar, og skulu þó sízt undan-
teknir núverandi starfsmenn hans.
Samt liefir aðsóknin altaf verið
dauf. Og ástæðurnar til þess eru
tvær. Skólajörðin er óheppileg fyrir
nútíma fyrirmyndar bú. Fyrrum
græddu bændur á Eiðum á þeim
tímum þegar gróði var að því að eiga
gamla sauði, sem sjaldan komu í
hús. Til þess búskapar var jörðin
prýðilega fallin. En nú er sá bú-
skapur úr sögunni. Nú er tún- og
engjarækt aðalatriðin í búnaðar-
framförunum. En á báðum þeim
sviðum er erfitt mjög um fram-
kvæmdir á Eiðum. Náttúruskilj'rð-
in standa þar í vegi. Einmitt þess
vegna verður ekki kveikt nýtt líf í
búnaðarskóla á Eiðum, þó að land-
ið taki við honum.
Annað sem stórum heíir bagað
Eiðaskólann er það,' að sjávar-
menn á Austurlandi liafa aldrei
talið hann vera sinn skóla. Af því
var sprottin hin magnaða mótstaða
Suðurfjarðanna, sem nú er lands-
kunn orðin. Ekki verður hjá því
komist að taka til greina þá and-
stöðu. Hún myndi há búnaðar-
skóla á Eiðum framvegis eins og
að undanförnu.
En á hinum grundvellinum geta
allir Austfirðingar samið frið. Fjórð-
unginn vantar myndarlegan al-
þýðuskóla, og fyrir slíkan skóla
eru Eiðar allvel fallnir. Þar má
búa en ekki fyrirmyndarbúi. Þar er
húsrúm mikið, sem ekki má standa
ónotað. Úr sveitinni flykkist unga
fólkið í kauptúnin á hauslin, eink-
um í kvöldskólana, sem því mið-
ur eru ílestir af vanefnum gerðir.
Sama mun raunin vera á Austur-
landi. Með því að breyta formi
Eiðaskólans, gætu Austfirðingar
breytt straumnum, úr sjóþorpun-
um í sveitina. Nú er krafanorðin:
Minni barnaskóla, meiri unglinga-
fræðslu. Breyting á Eiðum væri
spor í rétta átt. Eiða ætti að gera
að Hólastól Austurlands, ekki með
búnaðarskóla því að það er ekki
hægt, heldur með heilbrigðum al-
þýðuskóla, þar sem stefnt er að því
að búa menn undir lífsbaráttuna,
eins og hún er hér á landi.
Garðar Gíslason
er enn að í ísafold, en sækisl
seinna fyrir það að Isafold skýtur
grein hans undan öðru hvoru. Hins-
vegar var það ætlun Tímans að
svara ekki þessari grein Garðars
fyr en hún væri alsköpuð. Þó skal
þess getið strax, að varlega skyldu
menn treysta Garðari þar sem
hann fer með tölur í þessu sam-
bandi, tilhneigingin rík um að gera
það sér í hag, og skal það sann-
að á sínum tíma.
pnaf!arj>m(|i£.
Það hófst 28. júní og stóð yfir
í viku. Þessir voru fulltrúar á þing-
inu: Ágúst Helgason, Ásgeir Bjarna-
son, Benedikt Blöndal, Björn Bjarn-
arson, Eggert Briem, Guðjón Guð-
laugsson, Guðm. Helgason, Jón H.
Þorbergsson, Jón Jónatansson.Metú-
salem Stefánsson, Ólafur Briem og
Stefán Stefánsson.
Þessi voru helztu málin,' sem
þingið tók ákvarðanir um:
Gróðurtilraunir. Út af erindi frá
Einari garðyrkjufræðingi Helgasyni
um að fá innan skamms mann,
sem annaðhvort yrði aðstoðarmað-
ur eða sjálfstæður forstöðumaður
við fóðurjurtatilraunir, sem gerðar
yrðu í Gróðrarstöðinni í Rvík, eða
í sambandi við hana, var samþykt,
að félagsstjórnin beittist fyrir þvi,
að valinn maður byggi sig undir
þennan starfa.
Um verðtag. Lagt til að skipuð
yrði sérstök verðlagsnefnd er verð-
leggi innlendar vörur, og úlnefni
Búnaðarfélagið tvo menn í þá nefnd
og Fiskifélagið aðra tvo, en hag-
stofustjóri sé formaður.
Innflutningur sauðfjár. Felags-
stjórninni falið að skora á lands-
stjórnina að leyfa innflutning á
sauðfé til blöndunartilrauna til
framleiðslu sláturlamba undir eft-
irliti og með ráði dýralækna. Jafn-
frafnt, að landssjóður beri þann
kostnað, er sóttkvíunin hefir í för
með sér.
Garnormaveiki. Að Búnaðarfé-
lagsstjórnin hlutist til um að dýra-
læknar rannsaki til hlitar, hver ráð
muni helst til þess að verjast garn-
ormaveiki í sauðfé.
Verkjœri. 1) Að afla sem beztra
upplýsinga um verkefni véla og
verktæra hér á landi til búnaðar-
starfa, og verkfæraþörf bænda al-
ment, og gefa bændum kost á sem
beztum leiðbeiningum í þeim efn-
um.
2) Að útvega til reynslu hér
þau erlend landbúnaðarverkfæri,
sem likur eru til að hér megi að
gagni verði, láti reyna þau ræki-
lega og beiti sér fyrir því að fá
gerðar á þeim þær breytingar, sem
nauðsynlegar kynnu að þykja til
þess að gera þau nothæf hér.
3) Að greiða fyrir útbreiðslu
þeirra verkfæra sem vel reynast
og kenna mönnum að nota þau,
og neyti félagið til þess aðstoðar
búnaðarsambandanna.
4) Að fengin verði, svo fljótt
sem ástæður leyfa, sérstakur mað-
ur í þjónustu l’élagsins, sem hefir
þekkingu og reynslu í jarðrækt,
ber slcyn á verkfæri og hefir verk-
lega æfingu á jarðræktarvinnu hér
á landi.
5) Búnaðarfélagið felur stjórn-
inni að hlutast til um það við
landsverkfræðinginn, að hann geri
sitt ítrasta til að útvega hjá fjár-
veitingavaldinu fé, til þess að kaupa
handa landinu skurðgraftarvél,
huntuga við stórfeldan skurða-
gröft.
Drátlarvélar til jarðyrkju (mótor-