Tíminn - 07.07.1917, Page 4
68
Tí M INN
plógar o. s. frv.). Stutt skyldi að
því að slík tæki kæmust sem fyrst
í gagnið hér á landi. Hefði Bún-
aðarfélagið sjálft ekki fjármagn til
þess að koma því lil vegar, skyldi
um það hlutast við landsstjórnina,
að heimilað yrði, að nokkru af
vöxtum Ræktunarsjóðsins yrði var-
ið til þess að kaupa fyrir slikar
vélar.
Kijnbœlur sauðfjár. Samþykt að
Búnaðarfjelagið veitti Jóni Þor-
bergssyni 1000 kr. hvort árið 1917
og 1918, til þess að koma upp
sauðfjárkynbótabúi á Bessastöðum.
Skeiða-áveitan. Félagsstjórninni
falið að fara þess á leit við alþingi,
að það heimili landsstjórninni að
greiða úr landssjóði styrk til Skeiða-
áveitunnar er nemi % kostnaðar við
verkið.
Fóðurtrygging. Til þess að tryggja
landinu nægar fóðurbirgðir á haust-
nóttum handa öllum peningi fram
úr, livernig sem viðrar, felur Bún-
aðarþingið félagsstjórninni að gang-
ast fyrir því, að komið verði á
fót öílugum og tryggilegum fóður-
birgðafélagsskap um land alt, og
séu hreppsbúnaðarfélögin i sam-
vinnu við sveitarstjórnirnar eða
sveitarfélögin sjálf frumdeildir þessa
allsherjar félagsskapar. Jafnframt
felur þingið stjórninni að hlutast
til um að styrkveitingar til bún-
aðarfélaga verði bundnar því skil-
yrði, að þau búnaðarfélög ein fái
styrk, er komið hafa á hjá sér
föstu skipulagi um fóðurbirgðir og
fóðurtryggingar samkvæmt reglum
er landsbúnaðarfélagið semur.
Pá telur búnaðarþingið bráð-
nauðsynlegt, að landsstjórnin sjái
um, að svo miklu leyti sem unt
er, að nægar fóðurbirgðir verði
hér til með haustinu, að minsta
kosti á þeim höfnum sem lokast
geta af ís, þegar fram á veturinn
kemur.
Um þetta efni var ennfremur
samþykt svohljóðandi tillaga:
Búnaðarþingið beinir þeirri ósk
til alþingis og landsstjórnar, að í
haust verði haft öflugt eftirlit með
heyásetningi, svo að ekki sé lagt
í neina tvísýnu með það, að nóg
fóður sé til í harðasta vetri handa
skepnum þeim, sem á verða settar.
Forseti Búnaðarfélagsins, Guðm.
Helgason, beiddist undan endur-
kosningu. Var í hans stað kosinn
Eggert Briem bóndi í Viðey.
Stjórnarnefndarmenn endurkosn-
ir, þeir Eggert Briem yfirdómari
og Guðm. Hannesson prófessor.
í fundarlok þakkaði búnaðar-
þingið fráfarandi forseta fyrir gott
starf og af alúð unnið ÖII árin.
Stjörnarjrumvörpin.
Þau eru 21 alls, frumvörpin sem
landsstjórnin leggur fyrir þingið að
þessu sinni; og fer hér á eftir skrá
yfir þau:
1. Frv. til fjáraukalaga 1914 og
1915.
2. Frv. til fjáraukalaga 1916 og
1917.
3. Frv. til fjárlaga fyrir árin 1918
og 1919.
4. Frv. til laga um breyting á
lögum nr. 17, 9. júlí 1909, um
almennan ellistyrk.
5. Frv. til laga um einkasölu-
heimild landsstjórnarinnar á
steinolíu.
6. Frv. til laga um fiskiveiða-
samþyktir og lendingasjóði.
7. Frv. til laga um viðauka við
lög nr. 24, 9. júlí 1909 um
samþyktir um kornforðabúr
til skepnufóðurs.
8. Frv. til laga um laun hrepp-
stjóra og aukatekjur m. m.
9. Frv. til laga um fyrirhleðslu
fyrir Þverá og Markarfljót.
10. Frv. til laga um breyting á
lögum frá 22. nóv. 1902 um
vegi.
11. Frv. til laga um breyting á
lögum um sjúkrasamlög.
12. 'Frv: til laga um Iögræði.
13. Frv. til laga um frestun á fram-
kvæmd laga um sölu þjóð-
jarða og kirkjujarða.
14. Frv. til laga um þóknun til
þeirra manna, er bera vitni
fyrir rétti.
15. Frv. til laga um mæli og vigt-
artæki.
16. Frv. til laga um dýrtíðarupp-
bót handa embættis- og sýsl-
unarmönnum landssjóðs.
17. Frv. til laga um slysatrygging
sjómanna.
18. Frv. til laga um húsaleigu í
Reykjavík.
19. Frv. til laga um breyting og
viðauka við lög um heimild
fyrir landsstjórnina til ýmsra
ráðstafana út af Norðurálfu-
ófriðnum.
20. Frv. til Iaga um framkvæmd
eignarnáms.
21. Frv. til laga um samþykt á
landsreikningunum fyrir árin
1914 og 1915.
þingmannajrumvörp.
1. Frv. til laga um sölu á 7 hndr.
að fornu mati í kirkjujörðinni
Tungu ásámt skógarítaki.
2. Frv. til laga um sameining ísa-
fjarðar og Eyrarhrepps.
3. Frv. til laga um breyting á
lögum um eignarnámsheimild
fyrir bæjarstjórn ísafjarðar á
lóð og mannvirkjum undir hafn-
arbryggju.
4. Frv. til laga um stækkun verzl-
unarlóðar ísafjarðar.
5. Frv. til laga um bæjarstjórn
ísafjarðar. Flutningsm. þessara
fimm frv. er Magnús Torfason.
6. Frv. til laga um áveitu á Fló-
ann. Flutnm. S. S. og E. A.
7. Frv. til heimildarlaga fyrir
landsstjórnina til þess að selja
ýmsar nauðsynjar undir verði,
og að gjalda verðhækkunina eftir
því sem lögin greina. Flutnm. Jör.
Brynj.
Xaapjélag |orgjirðinga.
Úr skýrslu 1916.
I. Ársviðski/ti félagsins.
A. Innkomið.
1. Vöruleifar frá f.
á. afhendingarverð kr. 32.500.00
2. Keyptar vörur á
árinu, afhending-
arverð............— 337.797.21
Samtals kr. 370.297.21
Af þessu selt á árinu kr. 305.523.26
Vöruleifar til næsta
árs...............— 64.773.95
Samtals kr.'370.297.21
B. Látið úti.
1. Utflutlar innl. vörur, með reikn-
ingsverði:
a. Ull, 600 ballar
vorull.........kr. 120.082.46
b. Ull, 77 ballar
haustull.......— 10.846.14
c. Rjúpur........— 5.312.80
2. ísl. vörur seldar
innanlands .... — 4.300.00
Samt. lcr. 140.541.40
II. Astœður félagsins við reikningslok.
A. Eignir.
1. Húseignir (sann-
virði) ............kr. 30.332.44
2. Verzlunaráhöld,
bryggjur, bátaro.íl.— 1.809.08
3. Hlutir í Eimskipa-
fél. ísl.............— 2.000.00
4. Eftirstöðvar að-
keyptrar vöru
20%..................— 51.819.10
5. Eftirstöðvar gjald-
eyrisvöru............— 4.948.12
6. Ýmsir skuldunaut-
ar ..................— 26.774.y3
7. Peningar í sjóði . — 6.193.88
Samtals kr. 123.877.61
B. Skuldir.
1. Innstæða varasj. . kr. 16.200.00
2. Innstæða stofnsj. . — 25.820.00
3. Stofnbréf óuppfylt — 2.320,52
4. Innstæða vorullar-
reiknings...... — 1.363.95
5. Ýmsir lánardrotnar— 48.529.98
6. Óúthlutaður verzl-
unarágóði og fjár-
hæðir til sjóðauka — 29.643.16
Samtals kr. 123.877.61
Verðlagi á vörum Kaupfélags
BorgarQarðar er viðbrugðið fyrir
hve lágt það er. — Verðlækkun af
útteknum vörum í pöntun, var
gefin sem nam 5°/o. í varasjóð
lagðar kr. 3.472.00. Þá var 5%
skift á skuldlaus viðskifti í pönt-
og verzlun. Upphætur: 24 aurar á
hvert kg. vorullar, 20 a. á haust-
ullarkílóið, 10 a. á hverja rjúpu.
Á stofnbréf voru færð 5°/o og vor-
ullarágóðinn eða alls 27 þús. kr.
Rjúpu- og haustullarágóði útborg-
aður, og nam það hvorttveggja
1.171.90. Á aðalfundi samþykti fé-
lagið að gefa 1000 kr. til brúar-
gerðar yfir Hvítá lijá Ferjukoti.
F'réttir.
Tíðin er nú brugðin til batnað-
ar, sólskin, logn og hitar síðari
hluta vikunnar.
Siglingar. C e r e s komin tii
Fleetwood og í s 1 a n d til Halifax
fyrir miðja vikuna. Lagarfossá
heimleið samkvæmt skeyti. E d i n a
nýkominn til Siglufjarðar með salt
og tunnur. Saltskip í Hafnafjörð
með 200 smál. Francis Hyde,
þrímastrað seglskip með hjálparvél,
eign Jolmsons og Kaabers og Ólafs
Davíðssonar, nýkomið frá Ame-
ríku með 1050 smál. af vörum.
B o t n í a fór i hringferð 3. þ. m.
og Vesta til Seyðisfjarðar 5., en
þaðan fer liún til Englands á veg-
um landsstjórnar eftir kolum. Auk
þessara siglinga eru 5rms mótorskip
í förum víðsvegar með ströndum
landsins.
Mannalát. Aðfaranótt 3. þ. m.
andaðist hér í bænum Jónas Jóns-
son þinghúsvörður liátt á sjötugs-
aldri, merkur maður fyrir ýmsra
hluta sakir, landkunnur undir skop-
skáldanafninu Plausor.
Nýlega er látin að Yztaskála und-
ir Eyjafjöllum Björg Guðbrands-
dóttir, kona Jóns Sveinbjörns-
sonar áður bónda á Ásólfsskála.
Myndar og rausnarkona. —■ Úá er
og nýdáin Ingibjörg Samúelsdóttir
að Neðradal í sömu sveit, móðir
Auðuns Ingvarssonar kaupmanns í
Dalseli.
Drubnanir. Nýlega druknaði 7
ára gamalt drengur á Akureyrapolli,
Sveinn Vilhjálmsson að nafni. Voru
tveir saman drengir á bát, og féll
þessi útbyrðis. — Um síðastliðna
helgi druknaði unglingspiltur við
laxveiðar í Ölfusá. Var hann frá
Stekk í Flóa.
Héðinn Valdimarsson hefir ný-
lega lokið hagfræðisprófi við Hafn-
arháskóla með óvenjulega hárri
einkunn, hlaut 194 stig.
Stúdentar urðu 40 frá menta-
skólanum að þessu sinni og hafa
aldei jafnmargir »útskrifast« í senn.
Excondito sokt. Stjórnarráðinu
barst skeyti um það 2. þ. m. að
Excondito hefði verið sökt skamt
frá Orkneyjum, en að menn allir
hefðu bjargast. Var skipið á veg-
um landsstjórnar, átti að sækja
kol til Englands, en fullfermt var
það síld héðan.'
Sláttuvélar, um 30 talsins, hafa
komið með einhverju Amerríku-
skipinu og eiga allar að fara til
Norðurlands. Eru slíkt góðir að-
drættir og þarfir.
Fiskiþingið hófst hér í bænum
27. júní og stóð yíir til 3. júlí.
Fulltrúar 11 á því þingi.
Ritstjóri:
Giudbrandur Magnússon.
Hótel ísland 27.
Sími 367.
Prentsmiðjan Gutenberg.