Tíminn - 21.07.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1917, Blaðsíða 2
74 TlMINN þá brjóta ísinn og kenna fleirum. Jónas Þorsteinsson veit hvern þar mundi rétt að skilja eftir sem verk- stjóra. En afarmikið undir því komið eins og allir sjá, að ekki séu viðvaningar einir á hverjum stað, og sízt þar sem hafið er byrjunarverk. Skal aftur vikið að viðnum. Skógarleifarnar okkar eru kyrkings- legastar fyrir það að við höfum ekki haft manndáð til þess að grisja skógana. Nú er tækifæri til þess að slá tvær flugur í einu höggi: Útvega eldsneyti og vinna verk sem löngu hefði átt að vera unnið að skógrœkt. Og viðurinn er ódýrt eldsneyti. Kostaði hestburðurinn feldur hálfa aðra krónu í Þrastaskógi, nú mundi hann kosta tvær krónur, en svo er að ná honum. Sama verðlag ætti að vera í Vatnaskógi, en hægara fyrir Reykvíkinga að ná viði það- an sjóveg. Tíminn veit að landsstjórnin hefir hug á því að ráða bót á eldsneyt- isskortinum, en nú horfir mál þetta alveg sérstaklega við síðan skipin sukku og því verður hún að leggja alveg sérstaklegt kapp á skjót úr- ræði. Og þingið þá að herða á um það. Þunna móðureyrað, Ef minst er á misfellur í banka- málum hér á landi, hrekkur eitt blaðið jafnan við eins og verið væri að særa það holundarsári. Þetta blað er »Landið«. En sjald- an hefir frumhlaupið komið eins greinilega í ljós, eins og út af grein þeirri, sem þetta blað flutti nýverið um peningabúðirnar. Þótt undarlegt sé, virðist »Land- ið« hafa tekið-til sín og sinna vel- unnara alt sem miður þótti fara í peningamálum landsins og drepið var á í 17. tbl. Tímans. Og i stað þess að láta P. hinn verzlunarfróða og siðgóða (sem álitur verzlunina því betri, sem gróðinn lendir á færri höndum) koma til hjálpar, fer blaðið upp í stjórnarráð til B. Kr. og leitar þar frétta. Greinin öll er eins og ritað hafi hana maður, sem sér ofsjónir og býst við ofsóknum. Og þessi sjúka sjálfsvarnartilíinning kemur höf. til að taka á sig og sinn skjólstæð- ing allra synd, jafnvel meira en nokkur annar er líklegur til að telja réttmætt að leggja á það breiða bak. Þessi ofsjónakvilli »Landsins« er að vísu dálítið hlægilegur, en jafn- framt skiljanlegur. Blaðið og skjól- stæðingur þess hafa stundum á umliðnum árum orðið fyrir skörp- um aðfinslum frá pólitískum and- stæðingum. Stjórnmálabaráttan, sem bankaforkólfarnir hafa flækt sig í, heíir verið helzta orsök þess. Aðfinslurnar hafa að öllum jafnaði verið persónulegs eðlis, jafnvel sprotnar af löngun til að skaða andstæðinginn fjármunalega. Að- finningarnar ekki altaf verið gerð- ar með almenningsheill fyrir aug- um, og þeir sem umbæturnar þótt- ust vilja, myndu hafa verið fúsir til að viðhalda þeim ágöllum, sem þeir víttu að nafninu til, ef þeir hefðu getað skapað sér aðstöðu- hagræði. T. d. hefir aðfinslan um stjórnmálavafstur Landsbankastjór- ans ekki verið veigamikil í munni þeirra manna, sem áskildu sömu réttindi lianda sínum foringja í hinum bankanum. Athugasemdir Tímans um pen- ingabúðirnar eru alt annars eðlis, þó að »Landið« hafi ekki skilið það. Aðalatriðið er að fá umbætur í bankamálunum, fá bankana end- urbætta þannig, að þeir efli al- menningsheill og geti orðið lyfti- stöng framfara í landinu. En ef einhverjir bankamenn eru þannig gerðir, að þeir álíta stofn- anir þær, er þeir vinna við, sina eign, og að þær séu til að veita þeim og þeirra liði brauðatuinnu, hvernig sem í stöðunni er staðið, þá er von að þeir þoli illa.um- ræður um endurbætur á banka- málunum. Því meir sem umbótin miðar til almenningsheilla, því á- kafari mótstöðu vekur hún í hug- um slíkra manna, sem vita mál- stað sinn óverjandi með frambæri- legum rökum. Ofsjónir »Landsinscckoma fyrst fram í þvi, að það lætur eins og ekki hafi verið nema einn banka- stjóri í Landsbankanum, náttúrlega B. Kr. (sbr. »þótt ekki sé hann nefndur með nafni sérstaklegacc). Enn fremur að nú sljórni sama banka einn maður (sbr. »hefja þann nýja bankastjóra upp til á- lits«). Aðrir menn vifa ekki annað en að í mörg ár hafi verið tveir bankastjórar í Landsbankanum og að svo sé enn. Tilgangurinn er hér auðsær. »Landið« er svo fult af sjúkri umhugsun um forstöðu- mannaval við bankann, að það sér ekki nema helminginn af þeim for- stjórum, sem þar eru eða hafa verið. í sambandi við þetta hefir »Landið búið til skáldsögu um að annar af settu bankastjórunum skrifi í Tímann. Með jafnmiklum rétti og skynsemi mætti segja, að Bjarni útibússljóri á Akureyri riti um bankamál í Tímann, af því að blaðið hefir farið nokkrum lofsam- legum orðum um alviðurkenda kosti hans. »Landið« virðist sam- kvæmt þessu þekkja bezt menn, sem annaðhvort skrifa nafnlausl lof um sjálfa sig eða skipa öðrum að gera það. Á þessum grundvelli er svo vörnin bygð. Blaðinu þykir ástand- ið gott eins og það er. Peninga- stofnanir á 4 stöðum í landinu, aíföilin á veðdeildinni, misréttið milli sjávar og sveita, einokunar- bragurinn á lánveitingunum og pólitiskt vafstur fjármálamannanna. Hve staðgóð þessi undirstaða er, mun verða athugað í næsta blaði. Garðari svarafi. Eg skal þegar láta þess getið, að eg ætla mér elcki í neina »löngu vitleysucc við hr. Garðar Gíslason, þótt hann liafi nú um stund með þeim hætti haldið á spilunum. Eins og lesendur Tímans muna, ritaði eg nokkrar greinar um verzlun, þar sem eg leitaðist við að gera grein fyrir að hverju verzlun- inni íslenzku væri áfátt, og hverj- ar orsakir lægju til þess. Áður en eg hafði lokið við þess- ar greinar, tók hr. stórkaupmaður Garðar Gislason sér penna í hönd og ritaði í ísafold allfræga and- mælagrein og hófst nú þarna rit- deila. Dálítið þykir mér það ótrúlegl að það hafi verið fyrir þá sök, að Garðari hafi ekki þótt blása nógu andstætt sér og sínum skoðunum í þessum greinum mínum, og að ekki hafi nógu greinilega verið bent á agnúa hinnar frjálsu sam- keppni, lil þess að hann ekki hefði þar nógu að andmæla þess vegna. Hitt þykir mér sennilegra, að hann hafi ekki ált nógu hægt með að festa fangs á því sem þar var sagt, og þess vegna leitað uppi tvo aðra höfunda, sem áður höfðu rit- að um skyld efni í önnur rit. Var Garðari þetta stundar hagnaður, og þá hægax-a um vik að halla réttu máli, þar sem öllum almenningi var ókunnugt eða úr minni liðið það sem á var ráðist, og þá bar minna á því sem Garðari reið mest á, að hann gat engu andmælt í greinum mínutn með réttum rök- um. Enda stendur þar alt óhrakið. Aðrir andstæðingai' Garðars í þessari ritdeilu munu gera upp reikningana við hann hver um sig. Hr. Garðar Gíslason ver sig og málstað kaupmanna einkum með því tvennu, að illgirni mannanna og öfundsýki smásálna valdi því að menn séu eigi ánægðir með verzl- unina eins og hún er í höndum kaupmanna, og að bændur megi ekki verzla, það sé »fusk í hand- verkicc langt utan við þeirra verka- hring. Það má nú lengi deila um mannspartana. En reynt mun verða á öðrum stað í grein þessari að leiða líkur að þvi að aðrar hvatir geti legið til gundvallar óánægjunni almennu um verzlunina. Hitt er hæpin kenning og hættu- leg, að bændur megi ekki verzla. Hverjir þurfa nauðsynlegar að verzla en framleiðendur. Þeir þurfa að kaupa alt til framleiðslunnar, og koma því i peninga sem fram- leitt er. Og svo skyldu bændur ekki mega verzla! Hitt getur Garðar ekki átt við að bændur »standi í búðinnicc eða stundi verzlunaratvinnu bókstaf- lega. Það gera þeir ekki og ætla sér ekki. En þeir vilja mega ráða því hvar þeir verzla, og er þá ekkert eðlilegra en það að þeir verzli við verzlanir sem þeir eiga sjálfir, samvinnuverzlanirnar úr því að þeir hvort sem er eru orðnir marghrekkjaðir á kaupmannaverzl- ununum. Er engu líkara en að Garðai- álíti bændastéttina einskonar hús- dýr kaupmanna, bændur og aðrir framleiðendur séu til handa kaup- mönnum svo að þeir geti »spekú- lerað« með vörur þeirra og þá jafnframt haft góðan hag af þvi líka, sem þeir kaupa að. Annars var Garðar kominn svo langt frá ágreiningsefninu í hinni löngu grein sinni og greinin svo lengi á leiðinni, að rétt er að ryfja það upp aftur. Eg hélt því fram og rökstuddr með »dæmum úr lífinucc að verzl- uninni íslenzku væri mjög ábóta- vant, og sannaði þá um leið að binni frjálsu samkeppni hefði ekki tekist að gera hana heilbrigða. Hvað er hér of mælt? Ekkert. Eða getur hr. Garðar Gíslason sannað hið gagnstæða? Er verzluninni þrátt fyrir hina frjálsu samkeppni ekki stórum á- bótavant. Er það ekki þjóðarólán live verzlunin er óheilbrigð. Og er það ekki óheilbrigði á háu stigi að stórkaupmenn skuli taka þrjá pen- inga fyrir tvo af slórum fjárhæð- um og oft og einatt án þess að lála aðra fyrirhöfn í milli en þá eina að skrifa þeim mun fleiri töl- urnar á reikninginn. Hr. Gai'ðar Gíslason afsakar þetta og minnist þá á það, að sumar vörur verði að selja tiltölu- lega dýrari en aðrar, vegna þess hve títt þær eyðileggist í meðför- um, svo sem ferska ávexti og glervörur. Eg veit dæmi þess að stórkaup- menn hafa lagt 100% á ferska á- vexti, og eg veit að hr. Garðari Gíslasyni muni ekki ókunnugt um það heldur. Allir vita það, að oft verður að leggja mjög á ferska ávexti fyrir skemdum. En hitt vita menn líka, að það eru smásalarn- ir sem það verða að gera, stór- salar selja í heilum tunnum eða kössum og selja því skemdirnai' með. Verður því þetta »dæmi úr lífinu« enn til þess að auka ávirð- ingar stórkaupmanna, og setja enn einn svarta blettinn á hina frjálsu samkeppni. Sérfróður glervörsali sagði mér að hæfilegt væri að leggja 10% á glervarning til þess að gera fyrir brotum. Eina sögu langar mig til að segja. Hún gerist á höfuðbóli hinn- ar frjálsu samkeppni, höfuðstað landsins, innanum allan kaup- mannagrúann. Kaupfélagsstjóri einn hér í ná- grenninu hafði keypt nokkur hundr- uð kartöflupoka frá útlöndum. Mis- tókust honum kaupin svo að kart- öflurnar urðu mun dýrari en haun hafði búist við, svo dýrar, að hann taldi eigi til neins að bjóða þær viðskiftamönnum sínum. Álcvað hann því að selja kartöflurnar 1 Reykjavík — því alt má selja í Reykjavík, þrátt fyrir alla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.