Tíminn - 21.07.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1917, Blaðsíða 3
TÍMINN 75 frjálsa samkeppni. Og hann gat selt þetta sér fullkomlega að skað- lausu. En hvað skeður svo. Kaupmaðuiinn sem keypti af kaupfélagsstjóranum selur öðrum kaupmanni slattann, og þannig gekk hann milli þriggja manna meðan kaupfélagsstjórinn hafði spurnir af, og síðast þegar hann vissi til, var hver kartöflupoki orð- inn 10 — tíu krónura dýrari en þegar hann seldi kartöflurnar svo óaðgengilegu verði, að ekki hefði verið til nokkurs hlutar að bjóða þær í bygðarlagi samvinnuverzlun- ar — því að önnur matarkaup hefðu borgað sig betur þar. Væri það ekki ills viti þjóðar á æsku og framsóknarskeiði að standa berskjalda og úrræðalaus gagnvart þessum ágöllum verzlun- arinnar. Mundi það ekki stæla metnað hennar og getu til þess að iúta ekki heldur öðrum erfið- leikum að gela unnið bug á þess- um. Mundi það ekki auka siðgæð- isþróltinn og ílýta menningarfram- förum að afstýra óbilgjörnum íjár- drætti fjáraílamanna, hvort heldur sproltinn væri af samsæri (hring- um), auðmagnsaðstöðu eða þá á- geugnis-áfergju í einstaklingsvið- skiftum. Eg er ekki í neinum vafa um það. Og úrræðið er ekki nema eitt: saravinnuleiðin. Garðar gerir eins lítið úr sam- vinnuverzluninni eins og hann þor- ir. En hann þorir ekki að mót- mæla kostum hennar svo neinu nemi, og er hann þó ekki óragari en það, að hann segir vísvitandi rangt til um árangur ýmsra kaup- félaga og gerir það með tölum. Enda hefir hr. Pétur Jónsson al- þingismaður frá Gautlöndum leið- rétt þá blekkingarlilraun hans í siðustu ísafold. Skal ekki að þessu sinni farið lengra út í það mál en að vara menn við að taka nokkurt mark á tölum þeim sem Garðar tilfærir um árangur nokk- urra kaupfélaga árið 1915. Nei, hr. Garðar Gíslason vinnur hér fyrir gíg. Honum og málstaðn- um hefði verið þögnin notasælust eins og áður. Andmæli hans hafa orðið til þess að vekja athygli al- mennings á verzlunarágöllunum og úrræðinu til þess að bæta úr þeim, samvinnufélögunum. Almenningur finnur líka að svona er þessu farið, finnur það þegar komið er í kaupstaðinn. Öll var- færni í verzlunarviðskiftum, spar- semi og ítrasta sjálfsafneitun megna illa að reisa rönd við brýnustu þörfum. En milliliðaauðurinn eykst um þúsundir og tugi þúsunda hjá einstaklingum árlega. Eg skal nú að lokum gera þá játn- ingu, að á einum stað í greinun- um Um verzlun, hafði eg þau orð sem eg og aðrir samvinnumenn viljum ekki standa við bókstaflega. Eg sagði að kaupmenn og stór- kaupmenn ættu að hverfa úr sög- unni. Það þarf oft og einatt að tala hátt, kveða sterkt að orði til þess að fá almenning til að hlusta. Og þarna var kveðið svona sterkt að orði í þeim einum tilgangi. Kaupmenn og stórkaupmenn eiga ekki að hverfa úr sögunni. Þroskinn ekki kominn á það stig enn þá — og á langt í land, að óhætt sé að treysta á samvinnuna eina í verzlun. En þeir kaupmenn og stórkaup- menn sem okra á verzluninni og misnota aðstöðuna til þess að hafa fé ranglega af almenningi, þeir eiga að hverfa úr sögunni. Og eina einasta ráðið til þess er öflug sam- vinnuverzlun. Hinni frjálsu sam- keppni hefir ekki tekist að útrýma þeim. Það hefir reynslan sannað. Framtíðarvonirnar um heilbrigða verzlun styðjast við þetta, að sam- keppni eigi sér stað milli hinnar frjálsu samkeppni, kaupmanna- verzlana, og samvinnustefnunnar, kaupfélagsverzlana. Þetta brýnir hvað annað til framþróunar og skapar það aðhald hvoru um sig, að jafnan verði verzlað á heilbrigð- um grundvelli. Kaupmannaverzlun er víðtæk í landinu, kaupfélagsverzlun þarf að aukast til muna og þroskast. Sá þroski á að nást á næstu árum. Þörfin er skilin til hlýtar og að- staðan orðin, sú að úr þessu verð- ur. En þá hefst ný verzlunarsam- keppni í landinu, og verzlunin verður önnur. Misfellur á baiinlöpniiiE. ii. í framkvæmdinni hefir það reynst örðugra en við var búist að hefta til fulls vínsölu í landinu. Og á- göllum bannlaganna var þar um að kenna. Einstaka auðnuleysingj- ar gera sér að atvinnu að smygla inn víni. Drykkjulöngunin er sterk livöt, og ósvífinn maður, sem hefir vín á boðstólum, getur selt það dýrt. Slík atvinna er einna fjárvæn- legust en mest vansæmandi af allri þektri iðju. Atvinnan er bygð á því að fótumtroða lög landsins. Tilgangur vínsalanna er að aíla sér fjár með því að nota sér drykkjusýki vdjaveikra manna. Eigingirni á lægsta stigi kemur fram í breytni vínsalans í bann- landi. Hann metur svo mikils eig- in gróða að hann hirðir ekkert um þótt hann brjóti lög landsins og leiði aðra menn á glapstigu. Meðhaldsmenn vínsins hafa kom- ið því svo fyrir, að atvinna slíkra manna er nú tiltölulega örugg. Þeir hafa að líkindum gert það til að greiða fyrir lögbrotunum, sem síðan myndi leiða til þess, að bannið yrði afnumið og drykkju- frelsið lögleitt. Nokkrir þingmenn í neðri deild bera nú fram till. um breytingar á bannlögunum. Þar er reynt að bæta úr þessum ágalla. Þar er gerður munur á tvenskonar lögbrotum. Fyrst að neyta víns ólöglega og verða ölvaður. Við því er lögð lág sekt, en þó svo að líklegt er að hún hjálpi til að venja menn af drykkjuskap. Hins vegar er gert ráð fyrir háum sektum og jafnvel fangelsisvist fyrir að selja vín. Þar á engin uppgerðarmiskunsemi að geta átt sér stað. Þeir menn sem vilja gera sér að atvinnu og gróða- vegi eymd annara, verða að sjá og skilja að þjóðfélagið vill ekki leggja blessun sína yfir iðju þeirra. Gróðafýknin leiðir smyglarana út í lögbrotin. Og enginn kraftur nema óttinn við stórvægilegt fjármunalegt tjón getur haldið slíkum mönnum í skefjum. Gcftt dæmi af þessu tagi eru Þórsmálin. Það skip ílutti svo sem kunnugt er svo smálestum skifti af víni hingað til lands í vetur. Vegna röggsemi Sigurðar Eggerz og Magnúsar sýslumanns í Hafnarfirði, sannaðist sök á skip- ið. Vínflutningurinn var í svo stór- um stíl, að hér var bersjmilega um gróðafyrirtæki að ræða. Ágóðinn myndi vafalaust hafa numið tug- um þúsunda, ef lögbrjótarnir hefðu getað verzlað með vínið. Málið er nú til lykta leitt. Hlut- aðeigandi skipstjóri og einn eigandi skipsins hafa gengið inn á hæstu sekt, sem hugsanlegt var að þeir yrðu dæmdir til að greiða. Og sú sekt er 3000 kr. Til samanburðar má geta þess að í einu bannríki í Ameríku tók veitingamaður einn sér fyrir hend- ur að verzla með vín. Bráðlega komst upp um hann, og var hann þá sektaður undir eins um nokk- ur hundruð dollara. Hann hélt samt áfram uppteknum hætti og var Ioks sektaður um 20,000 doll- ara. Það lireif. Þá sá vínsalinn að það var ekki gróðavegur að fótum troða lög landsins. Málstaður vínsalans er svo ógöf- ugur, og svo horfinn öllurn sæmi- legum stuðningi, að ólíklegt er, að hann eigi nú nokkra talsmenn í þjóðþingi íslendinga. Að óreyndu er að minsta kosti ómögulegt að gera ráð fyrir því. Það má þess vegna búast við að sektir fyrir vínsölu verði nú í sumar hertar svo að þessi mannskemmandi at- vinnuvegur hverfi algerlega úr sög- unni. Þá er skipabrennivínið. Á þing- ingu 1915 beittust nokkrir menn, af misskilinni góðvild við Eim- skipafélagið, fyrir þvi, að fá fyrir skip þess (og önnur íslenzk far- þegjaskip) undanþágu frá bann- lögunum. Var því við borið, að ef ekki væri vínsala á íslenzku far- þegjaskipunum, myndu þau ekki geta staðist samkeppni við erlend skipafélög. En veigalítil er nú samt þessi ástæða. í fyrsta lagi eru tekjur skipa þessara langmestar fyrir fluttar vörur, en ekki fargjöld manna. í öðru lagi er að minsta kosti rúm- ur helmingur íslendinga, sem ekki kærir sig um að neyta víns hvorki á skipum eða annarsstaðar. Skipin yrðu þess vegna ekki farþegalaus, þó að þau væru vinlaus. í þriðja lagi eru mjög margir menn sem heldur vilja ferðast með skipi þar sem regla er, heldur en þar sem víndrykkja er. í fjórða lagi er það alkunna að út í löndum eru mörg skip og mörg gistihús starfrækt án þess að vín sé þar haft um hönd — og bera sig samt. Og í fimta lagi er það nokkurn veginn auð- gefið að þjóð, sem er búin að af- nema alla vínsölu í landinu sjálfu getur ekki samkvæmninnar vegna, leyft skipum sínum að vera »fljót- andi vínbúðircc. Sá hagnaður sem Eimskipafélagið kann að hafa af því að flytja milli landa drvkk- hneigða ferðalanga, getur orðið léttur á metunum, ef það hans vegna lendir í ósátt við bindindis- sama stuðningsmenn hér heima og í Ameríku. Vestanhafs er hreyíing- in gegn skipabrennivíninu mjög sterk og fer vaxandi. Sumir áhrifa- mestu hluthafarnir þar vilja t. d. að starfsmönnum skipanna einkum yfirmönnunum, sé bönnuð vínnautn meðan þeir eru að starfi sínu. Sú skoðun er orðin töluvert almenn, að félagið hafi hvorki haft sæmd eða peningahagnað af víninu, það sem af er. Og ef hvorki löggjafar- valdið eða félagsstjórnin vilja »þurka« skipin, hlýtur vínsalan þar að valda miklum deilum, unz hún verður afnumin. Agnar. Bodsbréf. 19. júní s.l. var gefið út lítið blað í Reykjavík, og selt til ágóða fyrir Landsspítalasjóð íslands. Blaði þessu var mjög vel tekið og hafa ýmsir síðan hvatt mig, til að halda áfram í líka átt. Vegna þess, og einnig af þvi, að eg álít að blað eigi nú erindi til kvenna, hefi eg ráðist í að byrja á útgáfu blaðs, er beri nafnið »19. júní«. Það á að ræða öll þau mál, er konur hafa áhuga á, heimilis- og upp- eldismálin, eigi síður en opinber þjóðfélagsmál. Það á að Ieitast við að hafa fregnir af því, er gerist meðal systra vorra í hinurn stóru löndunum. Það vill láta til sín taka, alt það, er lítur að þroska vor kvenna og getur orðið oss til gagns á öllum hinum margbreyttu starfssviðum vorum, og þar skal, svo freklega sem rúmið leyfir, orðið vera frjálst öllum þeim, körl- um sem konum, er vilja fræða eða hvetja oss konurnar. Eg hefi þegar fengið Ioforð um góða liðveizlu og vona að allir þeir, karlar sem konur, er hafa eitthvað það á hjarta, er átt getur heima innan takmarka blaðsins, riti í það, um áhugamál sín, þó eg, sakir ókunnugleika, eigi geti snúið mér til þeirra persónulega. 19. júní verður mánaðarblað, 1 örk í 4 blaða broti. Sakir verð- liækkunar, sem nú er, á vinnu- launum og pappír, treysti eg mér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.