Tíminn - 14.09.1917, Blaðsíða 3
TIMINN
107
þeir hafa elt hver annan í stað
þess, að velja þá leiðina sem var
landsmönnum haganlegri, að setja
þau á fleiri stöðum, en hafa að
eins eitt í sama kaupstaðnum. Ekki
virðist vafasamt að slík stofnun hefði
nóg að gera á Snæfellsnesi, því auk
þess sem hún kæmi þvi að notum,
væri hún einnig fyrir Dalasýslu og
Barðarstrandasýslu. Héruð með
miklum framtíðarmöguleikum, sem
þessi, hafa stofnunarinnar þörf sem
bráðast. Vonandi treystast bank-
arnir til að koma því á stofn á
næstunni. förfin fyrir það er vafa-
laust meiri á þessu svæði en á
Austfjörðum, því þar er nú þegar
eitt komið.
Eitt framfaraskilyrðið eru góðar
og greiðar samgöngur bæði á sjó
og landi. Eins og eg drap á hér
að framan, hafa þær verið góðar
á sjó til aðalkauptúnanna á Snæ-
fellsnesi fram að siðasta ári. Nú
nýverið hefir verið keyptur vélbát-
ur til flutninga innan Breiðafjarðar
aðallega. Fer hann þó allmargar
ferðir til Reykjavíkur. Hefir hann
það sem af er þessu ári flutt nær
því allar vörur sem til Snæfells-
ness hafa komið, og bætt þannig
mjög úr samgönguvandræðum, en
þegar skipagöngur hefjast aftur
verður hann einkum hafður til
ílutninga innan Breiðafjarðar enda
hefir hann mikið á því svæði að
gera á eðlilegum tímum. — Þegar
strandferðir takast upp aftur, fær
Stykkishólmur að sjálfsögðu all-
góðar samgöngur sökum afstöðu
sinnar, sem miðstöð verzlunaiinnar
í meira en tveim sýslum. Verða þá
útlendu vörurnar settar á land þar,
og ílóabáturinn síðan látinn flytja
þær til minni hafnanna.
Aðalsamgönguleiðirnar innan sýslu
eru á sjónum. Margir geta flutt vör-
urnar frá og til verzlunarstaðanna
sjóveg. En í suðurhluta sýslunnar
er þessu ekki svo varið. Þar er nú
smátt og smátt unnið að framhaldi
vegarins úr Borgarnesi, en hann er
ekki kominn enn nema miðja vegu
frá Borgarnesi til Stykkishólms, en
þangað átti hann að ná. Þó vegur-
inn sé nú þegar orðinn til ómetan-
legs gagns fyrir suðurhreppana, þá
vanlar að hann nái sem fyrst vest-
ur að fjallgarði, og svo síðar alla
leið til Stykkishólms, því þegar
verzlunin batnar þar, fara menn úr
þeim sveitum sumum að verzla
við Stykkishólm því þangað er
styttra en til Borgarness.
Milli Borgarfjarðar og Snæfells-
ness hafa samgöngur verið ti’egar,
kynni þó að vera þörf á þeim mun
betri. Þegar vegurinn kemst alla
leið bætir hann nokkuð úr skák.
En sennilega þarf að koma því á,
að annaðhvort færi Faxaflóabátui’-
inn svo sem 1—2 ferðir vestur á
Búðir eða Breiðafjarðarbáturinn til
Borgarness. Geta þá íbúar þessara
héraða skiftst á vörum. Tíðkaðist
það mjög áður að Borgfirðingar
færu lestaferðir vestur »undir
Jökul« til að sækja fiskæti, og létu
í staðinn smjör, vaðmál og skinn.
En þeim ferðum er nú algerlega
hætt, þótt báðir muni sakna við-
skiftanna.
Hér skal staðar numið, en að
lokum skal eg með fám orðum
ryfja upp aðaluppástungur mínar
til framfara á Snæfellsnesi:
1. Að stofnað sé fiskverzlunar-
félag fyrir ytri hluta Snæfells-
ness, er siðar verði fullkomið
kaupfélag.
2. Að stofnað sé kaupfélag fyrir
hinn hlutann með aðalaðsetri
i Stykkishólmi, og hafi það á
hendi kjötverzlunina í likingu
við Sláturfélag Suðurlands.
3. Að stofnað sé bankaútibú í
Stykkishólmi.
4. Að lokið sé sem fyrst við ak-
færan veg úr Borgarnesi til
Stykkishólms, og að upp séu
teknar sjóvegsferðir milli Borg-
arfjarðar og Snæfellsness.
Grimur.
£orð j'Iorthcliffe.
Ef semja ætti skrá um þá menn
Bretaveldis, sem um þessar mund-
ir hafa mest völd, mundi Lord
NorthclilTe verða þar ofarlega eða
efstur á blaði.
Þegar á unga aldri, á námsár-
árum sínum, tók Alfred C. Hanns-
worth, nú Lord Northcliffe, að fást
við blaðamensku. Var hann rit-
stjóri blaðs eins, sem nemendur
gáfu út sín á milli. Að loknu námi
settist hann að í Lundúnum og hafði
ofanaf fyrir sér með því að selja
ritstjórum blaðagreinar. Gekk hann
á hverjum degi um Fleet Street og
bauð ritgerðir sínar og frásagn-
ir. Leið ekki á löngu að þetta
yrði honum vellaunaður atvinnu-
vegur. En brátt vildi hann færast
meira í fang í þessu starfi og stofn-
aði tímarit með bróður sínum.
Það bar sig vel peningalega og
tóku þeir nxx bræðurnir að færa
sig upp á skaftið. Stofnaði þá Lord
Northcliffe myndablaðið y>The Dailij
Mirror«, sem nú er eitthvert allra
útbreiddasta blaðið á Englandi.
Sömuleiðis kejrpti hann dagblaðið
y>The Evening News«, sem þá var
í niðurníðslu, en nú er rneðal víð-
lestnustu kveldblaða Lundúna-
borgar.
Þegar hér var komið sögunni og
Lord Northclilfe hafði með dugn-
aði sínum og hæfileikum bæði afl-
að sér reynslu og fjár, hugði hann
enn að færast meira í fang í blaða-
útgáfunni. Slofnaði hann þá y>The
Daily Mail«, árið 1896, sein nú er
víðlesnast allra blaða heimsins.
Síðar keypti hann »The Times«,
blað það, sem ætíð hefir verið, og
er, mest mark á tekið allra blaða,
sem nokkuru sinni hafa verið gef-
in út. Auk þessa á Lord Northcliffe
mörg önnur blöð og tímarit.
Sem blaðamaður hefir Lord
Northcliffe æiíð verið álitinn mjög
fær, eu það hefir eigi hjálpað hon-
um hvað minst, að hann hefir
haft lag á að velja sér góða sam-
verkamenn. Eins og gefur að skilja,
ritar hann sjálfur eigi nema hverf-
andi hluta þess, sem blöð hans
flytja, sízt í seinni tið, enda fer
mikill tími hans i yflrstjórn þess-
ara fyrirtækja og til þess að vinna
að öðrum áhugamálum sínum.
Sem stjórnmálamaður hefír hann
ætíð verið óháður ihaldsmaður.
Eftir að Játvarður VII. Englakon-
ungur gerði hann að lávarði, á
hann sæti í efri málsstofu Parla-
mentisins, en hann notar rétt sinn
þar lítið og tekur sjaldan til máls.
En með blöðum sínum hefir
hann náð meiri völdum í Englandi
en líklega nokkur annar maður.
íslenzk blöð hafa flutt (1915)
útlendar frásagnir um það, að ófrið-
urinn mikli sé Lord Northcliffe að
kenna. Hann hafi alið á honum
milli Breta og Þjóðveija. Hið sanna
er, að Lord Northcliffe var lengst
af þeirrar skoðunai’, að þessar tvær
þjóðir gætu í bróðerni unnið að
framförum heimsins, en er Þjóð-
verjar tóku að auka her sinn og
flota svo ákaft, sem reynslan sýndi
og frá því var skýrt óhikað og
opinskátt á þingi þeirra, að það
væri gert til þess að berjast við
Breta, þá tók hann að brýna fyrir
löndum sínum að við athafnaleys-
ið mætti ekki una lengur.
Þótti honum Asquith stjórnin
ódugleg og hefir altaf verið ákveð-
inn mótstöðumaður hennar, og
þegar samsteypuráðuneytið var
rnyndað í Englandi 1915 og Asquith
bauð honum sæti í stjórninni, þá
neitaði bann því fyrir þá sök, að
hann kvaðst eigi geta unnið með
svo hæglátri stjórn.
Löngu áður en ófriðurinn hófst
tók Lord Northcliffe að beita sér
fyrir því að Bretar kæmu sér upp
flugvélum og lærðu með þær að
fara. Lét hann blöð sín tala þessu
máli og heita verðfaunum fyrir at-
hafnir og framfarir i þeirri grein.
Sést vel hversu hann var þar á
undan samtíðarmönnum sinum á
því, að önnur blöð tóku þá að
hæðast að þessari nýbreytni með
því að bjóða verðlaun þeim, sem
flygi til tunglsins og annara himin-
hnatta. En Lord Northcliffe lét
þetla eigi á sig fá og hélt ótrauð-
ur áfram starfsemi sinni. Nú er
svo komið, að flugvélarnar hafa
reynst þannig í þessum ófriði og
komið að svo miklum notum, að
sumir telja jafnvel úrslitin undir
þeim komin.
Eins og kunnugt er, reyndu
Bretar í lengstu lög að afstýra
ófriðnum, en er undankomu varð
eigi lengur auðið, stóð ekki á Lord
Northcliffe að brýna landsmenn
sína til þess að leggja sig fram.
Barðist hann þegar fyrir því, að
herþjónusta skyldi lögleidd. Við
það var ekki komandi lengi vel,
því að Asquith hélt að hann gæti
unnið sigur á Þjóðverjum án þess,
og víst alveg fyrirhafnarlaust. Svo
þegar það tókst ekki, varð stjórnin
að fara að ráðum Lord Northclifle’s.
Bretar höfðu ekki lengi barist
er það kom í Ijós, að skotfæra-
framleiðsla þeirra var ófullnægj-
andi. Stjórnina hafði þar brostið
fyrirhyggju. Þá krafðist Lord North-
cliffe þess að stofnað yrði sérstakt
ráðuneyti, sem fjallaði um þau
mál og heimtaði að Lloyd George
yrði hergagnaráðherra. Það varð.
Þegar Lord Kitchener fórst, vildi
Lord Northcliffe að Lloyd George
tæki við því embætti. Það varð.
Þegar Zeppelínarnir tóku að hefja
árásirnar á London, heimtaði Lord
Northcliffe að sérstakur ráðlierra
yrði settur til varnar loftárásum.
Það var gert.
í fám orðum sagt hefir enginn
maður í Bretaveldi haft jafnmikil
áhrif, síðan ófriðurinn hófst, sem
Lord Northcliffe.
En hyk og úrræðaleysi stjórnar-
innar varð óðum til þess að efla
mótblástur Lord Northcliffes gegn
henni. Hann stóð þar lengst af
einn uppi, en svo fór þó að lokum
að Asquith og hans blöð höfðu
lengi krafist þessa og mælt með
því, að Lloyd George tæki við,
þrátt fyrir gamlar brösur, enda
heflr Lloyd George staðið mjög
öndverður í stjórnmálunum við
Lord Northcliffe. En hann sá og
vissi að Lloyd George var bæði
einhver allra duglegasti maðurinn,
sem kostur var á, og að Ijóst væri
fyrir honum að sigur yrði aldrei
unninn án þess að Bretar legðu
sig fram af fremsta megni og af-
dráttarlaust, en til þess að svo
yrði gert, var Lloyd George bezt
trúandi.
Ótalmargt er það annað í ófriði
þessum, sem Lord Northclifle hefir
átt frumkvæði að, sem í fyrstu
átti örðugt uppdráttar, en síðar hefir
komið í ljós að var réttmætt, og
þá komist í framkvæmd.
Þegar Bandaríkin gengu í lið
með mótstöðumönnum Þjóðverja,
tókst Lord Northcliffe ferð á hend-
ur vestur um haf til þess að koma
á sem beztri samvinnu og efla
samúð meðal bandamanna. Er
hann þar vestra nú og hefir þar
eigi síður áhrif en heima fyrir.
Það er ekki víst að úrslit ófrið-
arins séu komin undir starfsemi
Lord Northclifle’s, en afreksverk
og áhrif Englendinga hefðu orðið
alt önnur og minni ef hann hefði
setið auðum liöndum.
Að endingu skal þess getið, að
Lord Northcliffe er maður sá, sem
sveigt var að i síðasta blaði að
fulftrúi landsstjórnarinnar í Ame-
ríku, Árni Eggertsson, liefði komist
í kynni við, og heitið hefði að
leggja vinsamlega til með okkar
málum þar vestra.
í , ..x ■
Þjóðvinafélagsfundnr var haldinn
í þinginu á mánudaginn. Endur-
kusu þingmenn forseta félagsins,
Tryggva Gunnarsson, með því að
standa upp.
Borgarafundur í Reykjavík mót-
mælti eindregið að þingið legði
nokkurar hömlur á að barnaskólar
bæjarins tækju til starfa á venju-
legum tíma, og yfirleitt lagðist fund-
urinn í móti lokun skólanna.
f