Tíminn - 14.09.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.09.1917, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. frá upphaíi til áramóta. hto___________________ AFGREIÐSLÁ Bókbandið á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. ár. Bankamáiid. Framsögurœða lOinsirs Ái'iiasouar S. þm. Eyf. við 3. uinr, banUamáls. ins í Neðri deild. Landsbankinn hefir nú starfað í þvínær þriðjung aldar. Hann var stofnaður af miklum vanefnum bæði hvað fjárhag og þekkingu snerti; og af því mun það hafa stafað, að inn í fyrirkomulagið komust þegar í byrjun ýms óheppi- leg ákvæði, svo sem það, að hafa seðlana óinnleysanlega. Bankinn var einmitt stofnaður á mesta harðindakafla 19 aldar. Fá- tæktin krepti að á öllum sviðum, líka i Landsbankanum. Bankastjór- inn hafði staríið að nokkru leyti í hjáverkum, og hafði sárlítil laun. Afgreiðslan var ekki opin nema suma daga vikunnar, og var það til mikilla óþæginda fyrir viðskifta- menn bankans, einkum þá er langt áttu til að sækja. Þessi litli og fátæki banki, varð að spara á allar hliðar. Þá var gæzlustjórafyrirkomulagið sett á stofn út úr neyð. Bankinn var þá ekki stærri en sumir sparisjóðir eru nú; og þinginu mun hafa fund- ist gæzlustjórafyrirkomulagið ódýrt úrræði, og um leið hagfelt til að skapa þinginu einskonar íhlutunar- rétt um meðferð bankaQárins. Eptir liðlega 20 ár var bankastjór- unum fjölgað. Þeir urðu 2. Gæzlu- stjórunum var haldið fyrir því. — Göllum þessa fyrirkomulags hefir rækilega verið lýst i umræðum um þetta mál í Ed. Skipulag það er bankinn hefir átt við að búa síðan 1909, heíir í einu orði sagt verið kyrstöðufyrirkomulag. Tveir bankastjórar og 2 gæzlustjór- ar jafnir að völdum og tign. — Bankastjórnin varð með þessum hætti eins og sköpuð til að vera skift í 2 jafna liluta, og ef útkijá skyldi deilumál, þá réði aldurinn baggamuninn. Ekkert félag, stórt eða litið, skip- ar stjórn sína svo. Og naumast þykir mér líklegt að nokkur nefnd i heiminum sé skipuð með þessum hætti. Landsbankinn rær þar senni- lega einn á bát. Gæzlustjóraembættin hafa með hverju ári orðið þýðingarminni, eftir því sem starf bankans óx og viðskiftin urðu fjölbreyttari. Þeir vinna ekki nema slutta stund í bankanum á dag og verða að hafa það starf í hjáverkum. Geta þeir því tæplega orðið svo kunnugir bankarekstrinum sem þörf er á, þar sem þeir hafa úrslitaatkvæði um stærstu mál bankans með banka- stjórunum. Enn hefir kosning Reykjavík, 14. september 1917. gæzlusljóranna þann annmarka, að þar sem þeir eru þingvaldir, skipar tilviljunarmeirhluti þings- ins í embætlin. Hlýtur þá stundum að fara svo, að flokksverðleikar ráði meiru um hverjir verða fyrir. kjöri, heldur en þekking á banka- rekstri og atvinnumálum. Með þess- um hætti læðast flokkadeilurnar úr þinginu inn í bankann, og mun það naumast hafa heillaríkar af- leiðingar. Þess vegna eru það mikil fram- för að losna við gæzlustjóraskipu- lagið. Sú ástæða, að bankinn vegna fátæktar geli ekki haft fullnægjandi stjórn, er nú horfm úr sögunni. Gróði bankans er nú farinn að skifta hundruðum þúsunda á ári, og gæti þó sennilega meiri verið með bættu fyrirkomulagi. Kostnaðurinn við hina fyrirhug- uðu breytingu 4000* kr. á ári er mjög lítilfjörlegur ef um verulega umbót er að ræða. — Vil eg leyfa mér að víkja að því helzta í því efni. Gæzlustjórarnir hverfa úr sög- unni. Hættan við pólitfska íhlutun um dagleg störf bankans minkar. í stað gæzlustjórana kemur þriðji bankastjórinn. Einn af þeim verð- ur jafnan lögfræðingur, og sparast bankanum við það all dýr lög- fræðisleg aðstoð, sem annars þyrfti að kaupa, og það eins þó gæzlu- stjórar væru. Þegar bankastjórar eru orðnir 3 ræður afl atkvæða, og er þá horf- ið jafntefli það sem nú er í stjórn bankans. AÍlhr ákvarðanir verða greiðari, og um leið nokkur trygg- ing fenginn fyrir því, að bankinn geti komið atvinnuvegum landsins að góðu gagni. Myndi það marg- borga landinu þann litla kostnað, sem fjölgun bankastjóranna heíir í för með sér. Ekki verður heldur komist hjá að líta á, að þjóðin verður að gera miklu meiri kröfur til Landscflank- ans heldur en gerðar hafa verið hingað til. Nú meðan stríðið stendur og öll þau vandræði sem af því leiða, verða bankarnir báðir að vera bjargvættir landsins. Því styrk- ari öruggari og framsýnni sem stjórnir þeirra eru, því meiri lijálp veita þeir landsstjórninni og þar með þjóðinni allri. Einmitt þessi ástæða hefir fremur en nokkuð annað orðið til að afla þessu máli fylgis. Menn hafa viljað að á þess- um hættutímum væri meiri festa í stjórn Landsbankans heldur en unt er að búast við, ef mikinn meirihluta af sljórn bankans skipa settir menn. Þegar friður er kominn á í heim- inum kalla að aðrar umbætur. Úti- bú Landsbankans eru enn ekki nema tvö. Þau hafa bæði gert mikið gagn. Sökum þeirra og úti- búa íslandsbanka hafa orðið stór- miklar framfarir í framleiðslu og verzlun þar sem þau hafa náð til. Þar er því ekki nema eðlilegt að íleiri héruð vilji verða þessar hlunninda aðnjólandi. Þess vegna fjölgar með hverju ári kröfunum um útibú frá Landsbankanum. Fyrir þessu þingi hafa legið tvær slíkar beiðnir, og það er vitanlegt að varla er til það kjördæmi á landinu, sem ekki óskar eftir um- bótum og framkvæmdum í þessu efni. En þessi umbót er að miklu Ieyti komin undir því að Lands- bankinn hafi kröftuga og viljagóða stjórn; öll úrræðin livíla á banka- stjórninni. Að vísu skal það játað, að það verður ekki sannað fyrir- fram, að fleiri útibú verði stofnuð þó að gæzlustjórar hverfi, og bankastjórar verði þrir. En það eru miklar líkur fyrir því að heilbrigðara fyrirkomulag á stjórn bankans muni leiða af sér meiri og betri framkvæmdir. Úrræðin fjölga, kyrstaðan minkar, og þekking á högum almennings vex. Og á einu sviði myndi fjölg- un bankastjóra beinlínis geta greitt fyrir fjölgun útibúa. Á undanförnum árum hafa banka- stjórar Landsbankans lítið gert að því að heimsækja útibúin, þótt þau séu ekki nema tvö. Og ástæð- an hefir vafalaust verið sú, að þeir hafa ekki átt heimangengt frá að- albankanum. Hinsvegar mun einn af bankastjórum íslandsbanka heimsækja öll útibúin, sem sá banki hefir stofnað, að minsta kosti einu sinni á ári. Þetta er góð regla, og verður væntanlega tekin upp í Landsbankanum, þeg- ar stjórn hans er orðin jafn starf- hæf og stjórn íslandsbanka. Slfkt eftirlit er alveg bráðnauð- synlegt. Og það er beinlínis ástæða til að ætla, að bankastjórn Lands- bankans hafi verið ófús á að stofna íleiri útibú af því hún liafi ekki haft aðstöðu til nægilegs eftir- lits með þeim. En með fjölgun bankastjóra liyrfi þessi ástæða úr sögunni. Þá gætu bankastjórarnir brugðið sér í eftirlitsferðir til skift- is, og það þótt útibúin væru fleiri en tvö eða þrjú. Ættu þær ferðir að hafa töluverða þýðingu til þess að auka kynni bankastjórnarinnar á kjörum og atvinnuvegum þjóð- arinnar. Þá er hliðin út á við. Samband Landsbankans við er- lendar lánstofnanir hefir að því er virðist ekki verið svo fullkomið sem skyldi; og töluverð óánægja er í landinu út af sölu veðdeildar- bréfanna. 27. blað. Það verður að vera hlutverk Landsbankans að veita fjármagni inn í landið. En til þess þarf einn af bankastjórunum að geta farið til útlanda við og við, án þess að daglegum störfum bankans sé kom- ið í óefni fyrir það. Virðist svo sem slík ferðalög muni auðveldari ef bankastjórar verða þrír í stað tveggja. Að síðustu er ein kvöð, sem óhjákvæmilega verður að leggja á Landsbankann. Það er aðstaða landsstjórnarinnar út á við. Eins og öllum er kunnugt er landið nú, vegna ýmiskonar dýrtíðarráðstaf- ana komið í töluverðar skuldir, bæði við bankana hér og erlenda banka. Og ef stríðið ekki hættir áður en langt líður, má búast við að þær skuldir fari vaxandi. Mun þá fara svo að landssljórnin þarf á komandi árum að standa í erf- iðum fjárreiðum úr á við. Hingað til mun stjórnin hafa annast þessi fjármál sjálf. En til lengdar hlýtur það að verða miklum erfiðleikum bundið, einkum ef stjórnarskifti verða tíð eins og verið hefir á undanförnum árum. Getur þá svo farið að nauðsynlega festu vanti út á við. En ef Landsbankanum væri stjórnað af helztu stjórnmála- mönnum þjóðarínnar, eins og verða mun í framtíðinni, ef þjóðin legg- ur nægilega áherslu á úrlausn þessa máls, þá ætti sá af banka- stjórunum, sem sérstaklega annast erlendu viðskiftin, að vera sjálf- sagður ráðunautur landsstjórnar- innar, að því er kemur til lands- lána erlendis. Mætti þá búast við, að sá bankasljóri yrði stundum að bregða sér til útlanda í erind- um landsstjórnarinnar. Verður sú nauðsyn ein af mörgum til að styðja að framgangi þessa máls, eins og það kemur frá Ed. Eins og nefndarálitið sýnir, hefir nefndin athugað breytingartillögur þær sem fram eru komnar á þing- skjali 674, og er hún öll sammála um að leggja á móti þeim. En þar sem eg býst við að hv. flutnings- maður þeirra taki til máls og skýri þær, mun eg ekki að svo komnu taka þær til athugunar. Landskjörið. Hlutkesti var varp- að um það á fundi í sameinuðu þingi á miðvikudaginn, hverjir ganga skyldu úr við næstu reglu- legar kosningar, og komu upp hlutir 1., 4. og 6. landskjörinna þingmanna, eða hlutir þeirra Hannesar Hafsteins, Guðjóns Guð- laugssonar og Guðmundar Björns- sonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.