Tíminn - 14.09.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.09.1917, Blaðsíða 4
108 TIMINN £anðsreikmngarnir. Áthugasemd, Tíminn hefir í síðasta tölublaði vítt mjög hve landsreikningurinn 1914—15 er illa úr garði gerður. Sömuleiðis fjárhagsnefnd og þingið í heild sinni fyrir að samþykkja hann. Flestum þingmönnum var það víst ljóst, að landsreikningurinn var ekki góður. Og hvergi veit eg til að fjárhagsnefnd hafi lýst ánægju yfir honum. Þvert á móti hafði hún mjög margt við reikninginn að alhuga. Lesendur Timans gætu ef til vill skilið ummæli blaðsins á þann veg, að landsreikningarnir hafi verið samþyktir athugasemdalaust. En sannleikurinn er sá, að bæði end- urskoðendur og fjárhagsnefnd gerðu við þá margar athugasemdir. Þing- ið tók þær til greina og viðurkendi þar með ýmsa stórgalla á reikn- ingsfærslunni. Þá gefur Tíminn í skyn um tvo menn i'fjárliagsnefnd að þeir muni hafa reynt að breiða yfir misfellurnar, af því að þeir hafi verið fylgismenn fyrverandi stjórnar. Talið að þeir muni hafa ráðið mestu um nefndarstörfin. Reynt að skella skuldinni á þá, að fjárhagsnefnd var ekki aðgerða- meiri um þetta mál. Þessir menn eru form. og skrifari nefndarinnar. En þótt þeir sjeu það, bera allir nefndarmenn jafna ábyrgð á störf- um nefndarinnar. Meiri hluli nefnd- afmanna fylgdi núverandi en ekki fráfarandi stjórn. Gátu þeir menn þess vegna ekki haft þá ástæðu til að breiða yfir misfellurnar. Og um flest það sem Tíminn hefir vítt í landsreikningunum hafa endurskoð- endur og fjárhagsnefnd gert athuga- semdir. En engu að síður er það rétt, að það þurfi að ráða bót á ýmsu viðvíkjandi landsreikningunum, og að þeir hafa hvergi nærri verið í þvi lagi sem skyldi. Porsteinn M. Jónsson. Tímanum er mikil ánægja að því, að ílytja þessa athugasemd frá 2. þm. Norðmýlinga, sem nú á sæti í fjárhagsnefnd neðri deild- ar. Orð hans árétta það sem Tím- inn hefir áður sagt um ólagið í landsreikningunum. Ennfremur viðurkennir þm. fúslega endurbóta- þörfira. Og með því að þingið hefir í þetta sinn tekið óþarflega mjúklega á þessu máli, er ánægju- legt til þess að vita, að í þinginu eru til menn, og vonandi ekki svo fáir, sem eins og hr. f*. M. J. vilja að hreinlega sé gengið frá þessu máli. En ekki breytir þessi athugasemd þingmannsins þeirri skoðun blaðs- ins, að um of hafi fylgismenn frá- farandi stjórnar tekið mjúklega á þessu máli, og gætti þess berlega í framsöguræðu Magnúsar Guð- mundssonar, þar sem hann gekk svo langt, að áfella hina umboðs- legu endurskoðun fyrir það, að hún væri um oj nákvæm. Þá gekk hann einnig ótrauðlega fram í því að bæla niður allar aðfinningar 1. þm. Réj’kvikinga um landsreikn- ingana. Það er vafalaust rétt, að allir þingmenn vita að hér er um magn- að ólag að ræða. En munurinn sá, að þar sem sumir kannast fúslega við ágallana, og hafa enga löngun til að hylma yfir með ólaginu, þó eru aðrir sein leynt og ljóst gera sitt ýtrasta til að bæla niður allar að- finslur. Þeirra aðstaða fer ekki að verða öfundsverð. En þó lítur út fyrir að þeir megi sín meira í þing- inu, enn sem komið er. Annars mundi nú þegar vera búið að skipa sérstaka nefnd, til að rannsaka landsreikningamálið frá rótum. En bót er í því, að nú er kom- in sú breyting á málið, sem ekki verður stöðvuð nema með einu móti: Með því að svo sé vandað til landsreikninganna, að þeir verði til fgrirmyndar, i stað þess að vera til viðvörunar. Lögrétta og fossamálið. Svo sem kunnugt er orðið, björg- uðu framsóknarmenn í efri deild, Guðm. Ólafsson og Sigurður Jóns- son, fossamálinu frá þeirri meðferð, sem sumir helztu formælendur þess álitu sama og dauðadóm. í stað þess að þakka þetta, eltir Lögrétta þessa tvo menn með end- urteknum árásum. Er ekki ólíklegt að henni takist ef svo er haldið fram stefnunni, að alla þessu á- hugamáli sínu þeirrar mótstöðu, sem ríði því að fullu. En verði það, má fossafélagið þakka Lögréttu hjálpina. Annars er talið, að ákafi þeirra Lögréttumanna stafi af því, að þeir kenni framsóknarflokknum um, að þeim tókst ekki að knýja málið gegn á þessu þingi án nokkurar verulegrar rannsóknar. Og þetta mun hafa við mikið að slyðjast. Sjálfstæðisflokkurinn einn hafði ekki bolmagn til að hamla á móti ofurkappi þeirra manna, sem án nokkurar frambærilegrar ástæðu vildu ljúka við málið á einum mánuði og að þjóðinni fornspurðri. Enn gegn mótstöðu tveggja flokka varð það eigi knúð fram. Og að þvi er virðist, var framsóknar- flokkurinn jafn ófús að selja þessu útlenda stórgróðafélagi sjálfdæmi, eins og til að hafna málaleitun þess án rannsóknar. Og sjálfum sér meiga þeir um kenna hinir þægu meðhaldsmenn félagsins, ef þeim finnast ummæli Tímans særa veika bletti. Sjálfir hafa þeir áfelt sig með lítilþægn- inni. Og ef málið verður framvegis sótt með ofurkappi og ósanngirni eins og á bólar í Lögréttu, þá hlýtur mótstaðan að vaxa að sama skapi. Þá munu skoðuð í réttu ljósi Borgarfjarðarálman, verkfrœð- inganefndin, og íleiri djúpvitrar uppástungur af sama tagi. Vonandi skilst Lögréttu, ef hún hugsar dálítið gætilega um málið, að ekki er skuggi af von fyrir hana að knýja fossamálið fram, nema hún og hennar lið gæti hófs og skaplegrar framsýni. fartugjalðsðeilan. Fyrirspurn sú, er þingmenn Ey- firðinga fluttu í þinginu út af steinolíuílutningunum sem mestum aðfinningum hafa sætt, var til um- ræðu í neðri deild í gær. Atvinnu- málaráðherrann stóð fyrir svörum fyrir landsstjórnarinnar hönd, og rakti sögu þessa máls frá rótum. Voru þar margar mikilsverðar upp- lýsingar er máli skifta og eigi hafa fyr komið í dagsljósið. Verður nánar frá þeim skýrt í naesta blaði. En mjög munu aðköst öll að stjórn- inni í þessu máli reynast á sandi bygð, þegar ræða atvinnumálaráð- herra kemur til sögunnar. f Ofagur leikui*. B. Kr. hefir gengið 5rmislegt á inóti nú um stund, en þó mun það ganga einna næst honum er stuðningsblað hans Landið, fyllir andstaðingaflokk hans. En sú er orðin raunin á. Landið áfellir stjórnina harðlega fyrir að senda Botníu með steinolíu austur og norður á dögunum. Látum fyrst svo heita, eins og Landið, að þetta hafi verið axarskaft.1) Þá var það sök allrar stjórnarinnar, en einkum B. Kr. hins verzlunarfróða manns í ráðuneytinu. Eins og Tíminn hefir margtekið fram, heyrir landsverzl- unin jafnt undir alla stjórnina. Ráðherrarnir þrír ráða henni í félagi. Nú var B. Kr. ráðherra þeg- ar Botnía var send norður. Hafi hann látið hina tvo ráðherrana ráða þessu máli til lykta, en þó séð betri úrræði sjáifur (sbr. verzl- unarþekkinguna) þá ber slíkt vott um allmikla vöntun á dugnaði og skörungsskap. Hvernig sem litið er á málið, myndi áfellisdómur út af olíusendingunni hljóta að koma harðast niður á B. Kr. Ólíklegt að J. M. eða S. J. hefðu fundið ástæðu til að kúga sérfrœðinginn á þessu sviði, ef hann hefði látið ljós sitt skína. Enda er ekki minst á það í Landinu, sem varla myndi þó undan dregið ef unt væri að bera fram þá ásökun. Með blekkingargreinum sínum um olíusendinguna hefir Landið skemtilega brugðist lánardrotni sínum. Ekki ein báran stök fyrir honum. En bót er samt í máli að steinoííusendingin mun ekki jafn mikið glapræði og Landið heldur. Nýtur öll stjórnin þess, og þar með 1) Síðar skal minst á það, að út- gerðarmenn fullyrtu áður en Botnía fór, að olíuskorturinn nyðra orsakaði 200—300 þús. kr. tap á dag. B. Kr. En óneitanlega er stuðn- ingsblað hans á góðum vegi með að gera lítið úr séfræðingsyfirburð- unum í verzlunarefnunum. Frá Alþingi. Neðri deild. Landsbankinn. Afgreidd hafa ver- ið sem lög frá Alþingi frv. um að bankastjórar Landsbankans verði þrír, og gæzlustjórarnir falli niður. Var frv. samþ. í Nd. með 15:3 atkv: Lokun sölubúða. Bæjarstjórnum skal heimilað að gera samþyktir um lokun sölubúða, en stjórnar- ráðið samþykkir. Frumvarpið var afgreitt til Efri deildar. Verð á landssjóðsvöru. Fram hefir komið þingsályktunartillaga um að verð á landssjóðsvörum verði eins um land alt, og breytingartillaga um að helmingur flutningskostnað- ar leggist við verð þeirrar vöru sem ílyst út um land. Ætlast er til að liinn lielmingurinn leggist á vörurnar í heild sinni, jafnt þær sem seldar eru í Rvík og hinar sem fluttar eru út um land. Bjarg- ráðanefnd lagði eindregið á móti fyrri tillögunni, en breytingartillag- an var samþykt. Skólahald í vetur. Frumvarp um að leggja niður alla skóla fyrri- part vetrar, til 15. febr. næsta ár, gekk greitt gegnum Efri deild, en þegar til Neðri deildar kom var það felt þegar við fyrstu umræðu með 18 : 5 atkv. Silur nú við þings- ályktunartillöguna, sem samþykt var á dögunum í Neðri deild, en eftir henni er það sett í stjórnar- innar vald, að hve miklu leyti skól- um verður haldið uppi. Er yfirleitt búist við að fáir skólar verði lagð- ir niður að svo komnu. Efri deild. Afgreidd lög frá Alþingi: Um fyrirhleðslu fyrir Þverá og Mark- arfljót; um afnám laga um skýrsl- ur um alidýrasjúkdóma; fjárauka- lög fyrir árin 1914 og 1915; lög um samþyktir um herpinótaveiði á fjörðum inn úr Húnaflóa; um stofnun dócentsembættis við lækna- deild Háskóla íslands; um slysa- tryggir>g sjómanna; um bæjarstjórn á Akureyri; um útmælingar lóða í kaupstöðum og löggillum kaup- túnum; um samþyktir um korn- forðabúr lil skepnufóðurs; um sam- þykt á landsreikningunum 1914 og 1915; um bráðabirgðahækkun á burðargjaldi; um aðflutningsbann á áfengi. Frá Samþ. hafa verið afgreidd: Lög um breyting á 1. gr. tolllaga fyrir ísland og lög um lögræði. Ritstjóri: Gnðbrandnr Magnússon. Hótel ísland 27. Sími 367. Prentsmiðjan Gutenberg. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.