Tíminn - 29.09.1917, Síða 1
TIMINN
kemur út einu sinni i
viku og kostar 4 kr. frá
upphafi til áramóta.
TIMINN
AFGREIÐSLA
Bókbandið á Laugav. 18
(Björn Björnsson). Par
tekið móti áskrifendum.
I. ár.
Reykjavík, 29. september 1917.
29. blað.
ijáskóli Islanðs.
Hann færir út kvíarnar smált og
smátt. Á þinginu í sumar bætir
Iiann við sig dósentsembætti í
sóttkveikjufræði við læknadeildina,
og prófessorsembætti í hagnýtri
sálarfræði við heimspekisdeildina,
en bundið er það þó við æfistarf
dr. Guðm. Finnbogassonar.
Allar líkur eru til að háskóli ís-
lands sé eini háskólinn í álfunni
sem stofnað hefir kennaraembætti
í þessari fræðigrein, enn sem kom-
ið er. Er golt til þess að vita að
hann ratar hér leiðir sem aðrir
eiga ófarnar og verður það sízt til
þess að draga úr hróðri hans.
Leynist það oft lengst fyrir
mönnum sem næst liggur og ein-
faldast er. Þess vegna er það að
vinnuvísindin munu einna yngst
allra vísindagreina. Og eru það þó
gömul sannindi, að vinnan sé hin
sanna uppspretta líkamlegrar far-
sældar.
Það er nú öðru nær en að allur
almenningur fallist á það að hér
sé stórt að vinna, og er þörfin því
meiri að hafist sé handa um rann-
sóknir og framkvæmdir á þessu
sviði. Trúleysið á rót sína í því,
hve augað er ónæmt fyrir vinnu-
manninum og mannamuninum þar.
Og einnig styðst það við það, hve
sjaldgæfir eru og óalmennir vinnu-
bragðasigrarnir fyrir eigin aðgerðir.
Það eru ekki margir sem hugsa
um það hvernig megi fækka átök-
unum við að binda baggann. Og
þótt eínliver hafi hugsað um þetta
með góðum árangri og tekisl það
að spara tíma og orku við hey-
bindingu, þá vekur þetta þá einu
eftirtekt, að menn hafa orð á því
að þessi eða liinn sé »feykn fljótur
að binda«. Hilt er sjaldnast hug-
leitt, lwers vegna maðurinn er svona
fljótur að binda.
Ur því nú að þessu er svona
farið um allan almenning hvar
sem er í heiminum, þá eru vinnu-
vísindin orðin til. Og úr því við
stöndum öðrum þjóðum engu fram-
ar um þessa liluti, þá er það eigi
undarlegt, þótt einn al’ gáfuðustu
mönnunum liér heima takist það á
hendur að vísa til vegar í þessum
efnum og geri þetta að æfistarfi
sínu. Og er það þá vel farið, að
fulltrúar þjóðarinnar drepa eigi
hendi við því æfistarfi.
Vinnan fer síhækkandi í verði,
altaf fjölgar úrræðunum um að
bjarga sér, nýir gróðravegir opnast
árlega, eftirspurnin eftir vinnuafl-
inu eykst. Jafnffamt þessu gera
menn æ meiri og meiri kröfur til
lífsins, og til þess að geta fullnægt
þeim kröfum, eykst Qárhæðin sem
heimtuð er að launum. Væri þegar
af þessum ástæðum vert að leggja
alt kapp á að verkamaðurinn 'sé
verður launanna, með því að hann
vinni vel. Samkeppnin við vinnu-
vélar og aílgjafa náttúrunnar er
aðhald sem hvetur í sömu átt. Á
hinu leytinu er hvarvetna reynt að
komast af með sem minstan vinnu-
kraft vegna þess, hve öll vinna er
að verða dýr. Dregur þetta nokkuð
úr framkvæmdunum, en talsvert
mætti bæta úr þessu einnig með
því að vinna vel. Þá er á það að
líta, hve fátækir og fámennir við
erum. Lítil þjóð sem á mest ó-
unnið verður að leggja alt kapp á
að vinna vel. Og þess er eg viss,
að aukin umhugsun um vinnu-
brögðin hvað þá rannsóknir, auka
verksvitið og vinnuárangurinn í
landinu að miklum mun. En stofn-
un háskólaembættisins verður hvort-
tveggja til þess að glæða þá um-
hugsun og halda henni við, auk
þess sem vinnuvísindunum vinst
beinlínis á hér eins og annarstað-
ar, þar sem leitað hefir verið að-
stoðar þeirra.
Pað skortir mikið á um það,
að virðing fyrir vinnunni hafi náð
þeim tökum á þjóðunum sem
skyldi, hvorlci hjá þeim sem vinna
né liinum sem hliðra sér hjá þvi.
Og þess vegna fer sem fer. Hvað
eftir annað slær í harðar rimmur
með þeim sem vinna og hinum
sem þurfa á vinnu að halda. Á eg
hér við verkföllin. Fer mikil orka
og mikið fé forgörðum með þeim
hætti.
Þá er hitt vitanlegt, að ófriður-
inn sem nú geisar á sínar djTpstu
rætur í virðingarley§i fyrir vinn-
unni. t*eir eru tillölulega fáir sem
sjá sér hag í því að hvetja til víga,
og smátt og smátt verður öllum
fjöldanum það ljóst, að það er
hann sem borgar brúsann með um-
framgróðanum sem orðið hefir af
vinnu lians.
Verkalýðshreyfingin um sam-
heldni og samtök er að flytjast
hingað heim. Er það ofur eðlileg
afleiðing af því að nú eru hér að
verða til slórframleiðendur, fram-
leiðendur sem þurfa á miklum
vinnulýð að halda. Margt bendir
til að alt fari hér eins að og
annarstaðar. Vinnuseljendur sæk-
ist eftir sem mestum launum fyrir
sem minsta vinnu, en vinnukaup-
endurnir hinsvegar eftir sem mestri
vinnu fyrir sem minst laun. Og
sjá allir að með þeim hætti lendir
alt í sama öngþveitinu hér eins
og annarstaðar.
Eg vildi að íslenzk verkal5Tðs-
hreyfing færi öðruvísi að, tæki
upp nýja bardagaaðferð.
Eg vildi að hún vildi leggja jafn-
mikið kapp á góða vinnu eins og
sanngjörn laun. Vildi að hún
vildi taka vinnuvísindin í þjón-
ustu sína.
Eg er ekki í neinum vafa um
það, að auk þess sem þetta eitt á
samleið með heilbrigðri framþróun,
og af vinnunni mundi hljótast mest
blessun með þessu móti, þá yrði
þelta jafnframt öllu öðru líklegra
til þess að afstýra árekstri þeim
sem yfir vofir sí og æ milli verka-
manna og vinnuveitenda.
Næst hendi verkalýðsfélaganna
væri þá verkstjórnin. Henni er víð-
ast hvar hörmulega ábótavant. Hef-
ir liún þó verið í höndum vinnu-
veitenda, þeir valið sér verkstjór-
ana. Og samt er hún eigi fullkomn-
ari en þetta. Dregur það ekki úr
umbótavoninni. Er það bersýnilegt
að eiginhagsmunir hafa eigi orðið
aðhald til þess að hér yrði hámarki
náð. Má þetta telja fullreynt.
Og trú mín er sú, að vinnuvís-
indin eigi mörg önnur erindi við
þjóð, sem á marga þá einstaklinga
sem þurfa mörg árin til þess að
sjá sér hag í því að nota kerrur
á vagnfærum vegum í stað áburð-
arhesta.
En um kostnaðarhliðina við sto|n-
un þessa háskólaembættis er það
að segja, að óhugsandi er að noklc-
ur maður sé svo vantrúaður á
framfaraviðleitnina, að hann sjái
það eigi í hendi sér að það sem
á vinst, verður aldrei svo litið, að
það margborgi ekki þjóðinni það
sem til þess er kostað.
Gissur biskup Einarsson
. og samkeppnisprófið.
Hinn 22. þ. mán. var síra
Magnúsi Jónssyni frá ísafirði dæmt
dósentsembættið við guðfræðisdeild
háskólans, en dómurinn er á þessa
leið:
»Eftir allítarlegar umræður
varð það að samkomulagi með-
al nefndarmanna, að síra Magn-
ús Jónsson yrði að teljast hæf-
astur að öllu athuguðu. En jafn-
framt lýsir nefndin ánægju sinni
yfir þvi hve vel öll verkefnin
voru af hendi leyst, og álítur að
háskólinn gæti verið vel sæmdur
af hverjum umsækjenda sem
væri í kennaraembættið, þótt
hún verði að taka þennan fram
yfir hina; og sérstaklega vill liún
láta þess getið, að ritgerð síra
Tryggva Þórhallssonar ber vott
um einkar góða sagnaritara-
h3efileika«.
í dómnefndinni áttu sæti pró-
fessorar guðfræðisdeildarinnar, Har-
aldur Nielsson, og Sigurður Sivert-
sen, Jón Aðils sagnfræðingur, pró-
fessor Björn M. Olsen og Jón
Helgason biskup.
Sama dag og dómurinn var
upp kveðinn íluttu keppendurnir
fyrirlestra úr ritgerðum sínum og
sólti þá fjöldi fólks.
Fyrirlestur Ásmundar Guðmunds-
sonar var um viðgang siðbótarinn-
ar íyrstu árin eftir að henni varð
komið á, og áhrif hennar. Fyrir-
lestrar þeirra Tryggva Þórhallsson-
ar og Magnúsar Jónssonar snerust
aðallega um það, hvort Gissuy
biskup Einarsson væri sýkn saka
af handtöku Ögmundar Pálssonar
biskups. Taldi Magnús Gissur sek-
an, en Tryggvi sýknaði hann af
þeim áburði.
Eflir því sem kunnugir telja,
taka allar ritgerðirnar langt fram
því, sem áður hefir verið skrifað
um þennan þátt íslenzkrar kirkju-
sögu, þótt niðurstöður þeirra Magn-
úsar og Ásmundar beri að sama
brunni og eldri niðurstöður um
flest aðalatriði. Hins vegar er þess
getið um ritgerð Tryggva, að hún
varpi alveg nýju ljósi yfir mörg
aðalatriði siðbótarsögunnar.
Við rannsókn heimildanna kemst
Tr. Þ. að þeirri niðurstöðu að önn-
ur og merkari lieimild sé til en sú,
sem hingað til hefir aðallega verið
bygt á um handtöku Ögmundar.
Vakti það almenna athygli hve
rökfim vörn Tryggva var um það,
að Gissur væri sýkn af því að
hafa skrifað bréf það sem svíkja
átti Ögmund biskup í hendur
Kristófers Hvítfelds og getið er um
í biskupaannálum síra Jóns Egils-
sonar, en á því bréfi eru aðallega
bygðir hinir hörðu dómar um
Gissur biskup.
Með þessari ritgerð er risin eftir-
tektarverð deila um Gissur Einars-
son. Hikar Tryggvi eigi við að
lelja Gissur einn af mestu og beztu
mönnunum sem ísland hefir átt.
Alt til þessa hefir kveðið við ann-
an tón um Gissur. Verður tíminn
að skera úr um það, hvort svo
verður hér eftir. Því vonandi er
að itarleg rannsókn sem kemst að
þessari niðurstöðu verði eigi látin
liggja í láginni, en komi á sinum
tíma fyrir almennings sjónir. Og
það ættu allar ritgerðirnar að gera.
En dálítil bót í máli er það
strax fyrir Gissur Einarsson, að
einn af dómnefndarmönnunum,
biskup landsins, hefir látið sér
þau orð um munn fara, að Magn-
úsi Jónssyni hafi tekist mæta vel
að verja rangan málstað.