Tíminn - 29.09.1917, Qupperneq 2

Tíminn - 29.09.1917, Qupperneq 2
114 TÍM INN Landbúnaður og sjávarútvegur. Það er margt sem bendir til þess, að aðgreining á atvinnuveg- um vornm haíi í för með sér eigi all-lítinn öfundaranda, að hver og einn sjái mjög eftir gróða annara stétta, en reyni hinsvegar á allan hátt að gera mjög lítið úr sinum eigin tekjum og þeirra manna, er sömu atvinnu stunda. Enda ekki laust við að ýmsir, og það sumir úr hóp hinna mætari manna, blási í þann eldinn og ýíi þannig ríg þann og kala sem á sér stað milli hinna einstöku stétta í landinu. Ætti það þó að vera hverjum hugsandi manni Ijóst, að slíkur stéttarígur er mjög óhollur þjóð- inni, enda sprottin af þröngsýni og þjóðræknisskorti. Enda er liann ástæðulaus með öllu. t*ví er sem sé svo farið, að t. d. aukin ræktun landsins og aðhlynn- ing að búnaðarframföruin er engu síður gróði heildarinnar en þeirrar stéttar sem landbúnað stundar. Með sama hætti er vöxtur og fram- för sjávarútvegsins á marga vegu hagnaður allra stétta. Sjóinn um- hverfis landið, eða hagnaðinn af nálægð fiskiiniðanna, má ekki skoða sem séreign sjávarútvegsins, heldur sem arðberandi þjóðareign. Hvaða atvinnuvegur sem er, vinni hann að eins að einhverri framleiðslu í landinu, beinlínis eða óbeinlinis, þá er gengi hans hagur þjóðarinnar, engu síður en þeirra sem atvinnuna stunda. f*ótt talsveil beri á ríg þessum hjá öllum stéltum í landinu, verð- ur hér að eins rætt um aðalat- vinnuvegina, landbúnað og sjávar- útveg. Blöðin hafa af og til flutt grein- ar um samanburð á þessum at- vinnuvegum, bent á landssjóðs- tekjurnar af hvorum um sig, gert samanburð á fjárveitingum til sveita og kaupstaða og ýmislegt fleira, til þess að sýna samræmi og ósam- ræmi lijá löggjöfum þjóðarinnar um þessa tvo atvinnuvegi. Og alt hefir verið miðað við hvorn þeirra út af fyrir sig sem sjálfstæða heild, er ekki hefði neinar skyldur og réttindi gagnvart öðru. Fullkomið samræmi, og báðum þessum atvinnuvegum gert jafnt undir höfði, er krafa flestra, sem um málið hafa ritað og rætt. Bein hrossakaupa-aðferð og ekk- ert annað. Landbúnaðurinn fær þetta, ef sjávarútvegurinn færhitt! í stað þess, að hver fjárveiting og hver lagasetning á að vera miðuð við heill þjóðarheildarinnar, án tillits til þess, hver áhrif það hefir fyrir einstaka atvinnuvegi. Sú atvinnugreinin, sem er til mestra beinna eða óbeinna nota þjóðinni I nútíð eða framtíð, hún er sú sem mest á að styrkja með opinberum fjárframlögum og fram- kvæmdum, hvort sem hún gefur landssjóði nokkrar tekjur eða eigi. Samanburð á atvinnuvegunum á því að byggja á gildi þeirra fyrir þjóðina, en ekki eftir þeirri fjár- hæð í krónum, sem hver þeirra veitir landssjóði eða einstökum mönnum. Víst er um það, að sjórinn hefir á siðari árum auðgað landsbúa afar mikið. Hann hefir ílutt það afl inn í landið, sem gert hefir þjóðina efnalega sjálfstæða, og hann hefir hrundið áfram fyrirtækjum og mannvirkjum sem orðið hafa land- inu arðvænlegri en svo, að slíkt verði tölum talið. Aftur á móti hefir hann orðið hinu andlega sjálfstæði, og sannri menningu frekar til tjóns en efl- ingar, og þvi til sönnunar má benda á ýmsa þá spillingu sem á sér stað í flestum hinum stærri sjávarþorpum og útgerðarstöðvum. Handa eftir- komandi kynslóðum hefir sjávar- útvegurinn ekki rutt neinar þær brautir sem vissa er fyrir að verði að verulegum notum því útgerðar- tæki og veiðiaðferðir hafa stundum tekið gagngerðum breytingum á fáum áralugum. En útgerðartækin hafa orðið og liklega verða um ókomnar aldir, stöðugt dýrari og dýrari. Því fisk- urinn er að fjarlægjast slrendur landsins, og erfiðleikarnir að ná honum fara vaxandi að sama skapi. Það eru því ekki að eins renturn- ar af þessum gullforða landsins, sem árlega renna í vasa þjóðar- innar, heldur er höfuðstóllin auð- sjáanlega rýrður á ári hverju. Þetta er þó í sjálfu sér ekki víta vert, því fiskimiðin eru engin sér- eign landsins, og gætu því orðið rýrð eða jafnvel eyðilögð af öðrum þjóðuin. En það bendir til umhugsunar um leiðir til að tryggja fiskiveið- arnar og fylla upp í það skarð sem árlega er liöggvið, og einnig til þess að stofnsetja í landinu sjálfu þann sjóð sem ekki getur rýrnað, og verður því ókomnum kynslóðum ávalt til fullra afnota. Til þessa ætti því árlega að ganga sú fjárhæð sem svarar til rýrnunar á íslenzkum fiskimiðum. Með landbúnaðinn er hér öðru máli að gegna. Höfuðstóll hans er árlega aukinn að miklum mun. Skilyrðin fyrir því að að hann verði arðberandi hafa líka aukist talsvert. Renturnar af landbúnaðinum, hinar árlegu afurðir, eru að nokkru leyti nctaðar til að auka hið rækt- aða land og á þann hátt að auka þann sjóð sem er ræktun landsins, sjóð sem er nothæfur og arðber- andi handa hverri þeirri kynslóð sein á eftir kemur. Hér eru þvi tvær andslæður. Landbúnaðurinn býr í haginn fyrir ókomna tímann, og eykur ársarð þjóðarinnar á ókomnum árurn, en sjávarútvegurinn rýrir fiskimiðin og gerir atvinnu eftirkomendanna erfiðari. Ræktun landsins er sá höfuðstóll sem er landinu trygging og ávalt í fullu verði, en útvegurinn er völt eign, sem óvíst er að verði til fram- búðar í svipuðum stíl, þó að nú- verandi lcynslóð hafi stórgrætt á rekstri hennar. Mismunurinn á menningargildi þessara tveggja atvinnuvega er þó engu minni, því það er augljóst að landbúnaðurinn er ekki sízt nauð- synlegur þjóðinni til viðhalds og eflingar saunri menningu, mann- gildi og dygðum. Retta kann þó að virðast nokkuð mikið sagt og er sízt í samræmi við álit eins skáldsins okkar, sem segir að bændur séu mörgum öldum á eftir öðrum stéttum þessa lands og þrándur í götu íslenzkrar menn- ingar! Að vísu eru einu rökin fyrir slíku, að bændur verði liejdausir. Auðvitað fella sjómenn og útgerð- armenn ekki úr hor, en fyrir sams- konar bresti: fyrirhyggjuleysi og hugsunarleysi missa þeir árlega æði mörg mannslif í sjóinn. Og þó að kindurnar séu dýrar og fellir þeirra beri vott um menningarskort, þá eru þó mannslífin margfalt meira virði, og meiri menningarskortur að láta þau týnast fyrir vöntun á smáhlulum sem lítið kosta. Enda skáldleg hugmynd að dæma menn- ingu eftir einum galla. Rað eru allar ástæður til þess, að landbúnaðurinn hafi meira þroskandi gildi. Sjómenn eiga at- vinnu sína mjög undir áhættunni og hinir inörgu iðjuleysisdagar en ofþreyta annað veifið, hefir lamandi áhrif bæði á sál og líkama. Tekj- urnar alveg óákveðnar hjá flestum og stundum geypiháar. Við það raskast hin rétta tilfinning fyrir gildi peninganna, en nautansýki og óhóf á þá oft liægt með að þróast. Bændur aftur á móti geta að miklu Ieyti reiknað úi tekjur sínar fyrir- fram og hveit verk unnið með fyrirhyggju framkvæmt ber ávöxt á sínum tíma og hann því meiri, sem meira af hyggindum, hagsýni og dugnaði hefir verið lagt í verlcið. Af öllum þessum ástæðum á því að lilynna meira að landbúnaðin- um en gert hefir verið. Ekki vegna bændanna einna, heldur þjóðarinn- ar í heild sinni. Þó ekki svo að skilja að eg ætlist til að bændur verði undan- þegnir sköttum lil opinberra þarfa. Þá ættu þeir að geta borið í hlut- falli við tekjur sínar engu siður en sjómenn. Því bæði mun oftast verða talsvert dýrara fyrir sjómenn að lifa og auk þess þurfa þeir að leggja meiri álierzlu á að menta börnin sín, því sjómennskan hefir svo mikið minna mentunargildi. Það sem gera þarf fyrir land- búnaðinn er fyrst og fremst, að út- vega honum nægilegt lánsfé með aðgengilegum kjörum, svo hæt sé að rækla landið og standast sam- keppni sjávarútvegsins um vinnu- aflið. Því vel ræktað land þarf að minsta kosti 6 sinnum minni mann- afla en Iélegt útengi. í öðru lagi með því að stofn- setja fyrirmyndarbú sem víðast um landið. Annað hvort sem eign landssjóðs, eða þá með aðstoð þess opinbera. Búin gætu svo jafnframt haft tilraunastarfsemi á ýmsum sviðum. í þriðja lagi með því að greiða fyrir nýjum landbúnaðar- verkfærum bæði útlendum og inn- lendum. Fá útlendum verkfærum breytt eftir islenzkum staðháltum og uppörfa hugvitssama íslendinga til starfsemi fyrir landbúnaðinn, með verðlaunum og annari aðstoð, í fjórða lagi með því að greiða fyrir verðhækkun afurða landbún- aðarins, og styðja hverja tilraun sem miðar að því að auka verð- mæti þeirra, með nýjum aðferðum eða nýjum markaði sem útlit er fyrir að verði til bóta. Og síðast en ekki sízt með bættum samgöng- um milli sjávar og sveitabúa. Því heill þjóðarinnar er undir því kom- in að þessar tvær atvinnugreinar geti sem bezt haldist í hendur. Jón Á. Guðmundsson. Seinlát ajgreilsla. Löngum hefir verið undan því kvartað að afgreiðsla margra mála frá stjórnarráði íslands sé afar- seinlát, og það þótt um smámál ein sé að ræða. Annríki mun jafnan mjög mikið og í mörg horn að líta, og vísast er að það sé nú með meira móti, að minsta kosti á sumum skrifstofunum. Ein ástæðan til þess að ráð- herrunum var fjörgað mun hafa verið sú, að hér yrði bætt úr. En talsverð brögð munu að seinlæti þessu alt til þessa dags. Eyfellingar gera ráð fyrir að verða að sækja þungavörur land- veg suður í haust, í stað þess að fá þær íluttar upp í sand frá Vest- mannaeyjum. Orsökin sú að und- anþágu eða pöntunarskeyti um vör- urnar komst á slangur í stjórnarráð- inu og lcom fram um seinan. Þá hefi eg heyrt menn barma sér yfir því, að þeir hafi beðið eftir smá- erindum síðan fyrir páska. Nú er það vitanlegt um suma skrifstofustjórana að þeir eru at- kastamenn taldir. Húsakynnin hafa verið þröng og þess vegna e£ til vill eigi verið komið að nægum starfskröftum, en þá mun mega ganga að því sem gefnu að vandað hafi verið starfsmannavalið þeim mun betur, og þá eigi horft í að gjalda þeim sæmilega til þess að fá þá nógu góða. Húsnæðið eykst nú til muna og verður því þá eigi um kent lengur. En alment áhugamál mun mönnum það, að hér fari alt í fylstu reglu og mála- afgreiðsla öll gangi svo greiðlega sem verða má. Er það auðskilið að hið gagnstæða geti einatt verið bagalegt. Annars hefði næstum verið mót- sögn í því að landsreikningarnir hefðu getað verið eins og þeir voru, ef alt annað hefði verið í fylstu reglu undir sömu stjórn og — sama þaki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.