Tíminn - 06.10.1917, Qupperneq 3
T1 MIN N
119
bezta tegund. Þelta fyrirkomulag
Tar hið bezta, eins og sakir stóðu.
í sumar og haust hefir þetta
farið á annan veg. Einstakir menn
i Reykjavík tóku sér fyrir hendur,
að »spekúlera« með Akraness-
kartöflur. Með lagi náðu þeir undir
sig mjög miklu af framleiðslunni,
gáfu fyrir tunnuna um 30 kr., og
t ætla sér svo að seljá fyrir 50—60
kr. Vegna örðugleika tímanna virð-
ist hér vera um allálitlegan gróða-
veg að ræða. það má telja víst að
lítið flytjist inn í landið af útlend-
um kartöflum, en framleiðslan of
lítil innanlands. Neyðin er bezti
vinur »spekúlantanna«.
Ressar aðfarir þættu ekki sérleg-
um tíðindum sæta í útlöndum.
Þar eru þær daglegt brauð. Ein-
okunarhringir eru um margar
vöruteguudir og einstakir menn
kaupa framleiðsluna og geyma, til
þess að varan stigi. Vitanlega eru
slík félög og slíkir menn ekkert
annað en sníkjudýr á þjóðarlíkam-
anum. Pessar aðfarir eru taldar
bera vott um mikið verzlunar-
hyggjuvit. Þær eru afkvæmi hinnar
frjálsu samkepni.
Á íslandi er þetta lílt þekt enn
þá, en er ef til vill fyrirboði þess
sem stendur fyrir dyrum. Svona
gæti farið um ýmsar aðrar afurðir.
Hér gæti myndast ný stélt manna,
sem hefði það fyrir atvinnuveg að
vera milliliðir innanlands og taka
i sinn vasa 50 af hundraði, fyrir
lítilsháttar fyrirhöfn og áhættu.
I3ess vegna má þessi kartöflu-
saga af Akranesi teljast hættulegt
fordæmi. í*ess vegna á að halda
henni á lofti til viðvörunar og
sömuleiðis að segja liana sem lif-
andi mynd af því, með hverjum
hætti milliliðir i verzlun geta notað
sér kringumstæðurnar. Hefðu Ak-
urnesingar haft samvinnufélagsskap
um kartöfluræktina og neytendur
i Reykjavik kaupféíag sem keypti
af því, þá hefði þetta aldrei komið
fyrir. Nú mega bæði neytendur og
framleiðendur illa við una.
Verðlagsnefndin hefir tekið í
taumana og sett hámarksverð á
kartöflur: tunnan.á 30 kr. En það
gelur vel verið að sú ráðstöfun
bæti ekki úr skák. Það má telja
vist að kartöfluekla verði í vetur
og vor. Geymi nú »spekúlantarnir«
kartöflurnar, þá er síst fyrir að
synja að einstaklingar vilji vinna
það til að kaupa kartöflurnar okur-
verðinu til matar og útsæðis og
hjálpi þannig til að fara í kring-
um hámarksverðið.
Það er full ástæða lil þess að
taka til ihugunar hvort ekki væri
rétt að rannsaka þetta kartöflumál
sérstaklega, og komi það á daginn
að svo sé í garðinn búið sem af
er látið, að landsstjórnin tæki þá
kartöflurnar eignarnámi með há-
marksverði, léti það af þeim þegar
falt sem ekki er hæft til útsæðis,
en geymdi hitt til vors og léti þá
falt til útsæðis, einkum þeim hér-
uðum sem vilja auka kartöílurækt-
ina. Eru ólíkt meiri hyggindi að
eiga slíkar byrgðir útsæðiskartaflna,
en útlendar.
Stórhýsi.
Öll hlutföll fara stækkandi hér
heima, vélskip koma í stað róðr-
arbáta, botnvörpungar í stað þil-
skipa, bifreiðar byrjaðar að taka
að sér mannflutninga í stað hest-
anna þar sem því verður komið
við, og húsagerðinni vex nú óðum
fiskur um hrygg.
Er nú verið að leggja síðustu
hönd að heita má á vandaðasta
stórhýsið sem einstakir menn hafa
látið reisa hér á landi, stórhýsi
þeirra Nathan & Olsen.
Stendur húsið við Austurstræti
og Pósthússtræti, á einni af dýrustu
lóðum bæjarins, þar sem hús Pét-
urs biskups var áður og verzlunin
Godthaab hafði aðsetur silt þegar
það brann í brunanum mikla 1915.
Nýja húsið er fjórlyft steinsteypu-
hús með turnbj'ggingu ánorðurenda,
gnæfir það yfir öll önnur hús í
miðbænum og úr turni þess er hið
fegursta útsýni yfir Reykjavík og
nágrenni.
Guðjón Samúelsson húsgerðar-
meistari hefir gert uppdráttinn,
Jens Eyjólfsson annast um tré-
smíðina, en Kristinn Sigurðsson
urn steypuna.
Tíminn fór til hr. Guðjóns
Samúelssonar og bað hann um að
segja sér hið helzta um húsið, og
fara hér á eftir upplýsingar hans:
Ytra útlit hússins reyndi ég að
sníða dálítið eftir kringumstæðun-
um. Mér var það strax ljóst, að
sérstaklega varð að taka mikið til-
lit til þeirrar byggingar sem reist
yrði á hinni svonefndu Vöruhúss-
lóð. Og þar eð ég álít að að sú
ein bygging, sem gæti litið laglega
út á þeirri lóð, því hún er svo
mjó, væri einskonar turnbygging,
fanst mér sjálfsagt að setja turn á
hús Nathan & Olsen’s, til að fá
sem mesta samræmi í hornin, og
þar er ég álít fallegast, að fá sem
mestan þunga á þessi horn, hafði
ég turninn svo lágan sem hægt
var. Annað atriði vakti líka eftir-
tekt mína, að þegar fólk kemur
inn í bæinn frá höfninni, verða
þessi horn einna fyrst fyrir því,
og álít ég þvi mjög fallegt, að
þarna myndist einskonar »Portal«,
sem sér i lagi mynda njóta sín
mjög vel, ef hátt hús yrði reist
fyrir endann á Póslhússtræli.
Sömuleiðis hef ég sett einskonar
turn á báða enda hússins Póst-
hússtræti og Austurstræti af þeirri
ástæðu, að ég geng út frá því, að
þetta hús komi til að standa
nokkur ár áður en bygt verður
við það í sömu hæð og það er,
og var því um að gera að fá það
sem rnest sjálfstæða lieild, og fékst
það bezt á þann hátt, að setja
slika turna sem endamörk hússins
á báðar hliðar, því ef þessir turnar
væru ekki, myndi húsið alls ekki
njóla sin fyr en bygt yrði við það
í sömu hæð og það er.
Húsið er ekki bygt í neinum
sérstökum stíl, þó má segja að
svolítið beri á »klassik« og mið-
aldastíl.
Hvað innra skipulagi viðvíkur,
vildi ég taka það fram, að því er
háttað sem i flestum skrifstofu-
byggingum; á þeim tveimur hæð-
um, sem leigðar eru út, er gangur
eftir öllu húsinu, svo komast má
í hvert herbergi frá honum. Á
þeirri hæð sem Natlian »& Olsen
sjálfir nota, er enginn gangur, en
úr aðalskrifstofu þeirra, sem hefir
inngang frá báðum stigunum, má
komast inn á allar einkaskrifstof-
urnar. í stofuhæðinni, sem Lands-
bankinn leigir, hefir verið tekið
tillit til þess, að ekki yrði alt of
erfitt að breyta því í búðir þegar
bankinn flytur þaðan. Annars hefir
fyrirkomulaginu á þeirri hæð verið
mest hagað eftir ósk bankastjórn-
arinnar.
Efstu hæðina hafa Frímúrarar
leigða og er samkomusalur þeirra
að stærð 6XH metra og verður
hann hafður í »Klassisk-Renæs-
sance stíl«.
Húsið mun vera lang dýrasta hús
sem hér hefir bygt verið, bæði
sökum þess hvað húsið er afar-
stórt, eftir þvi sem hér tiðkast, og
sömuleiðis hefir verið borið tölu-
vert meira í það en gert hefir
verið í hús hér áður, og svo hafa
auðvitað þessir afar erfiðu tímar
gert húsið margfalt dýrara heldur
en ef það yrði bygt t. d. fyrir
stríðið. Húsið er alt steypt nema
þakið, og hefir landsverkfræðingur
G. G. Zoéga reiknað alt hurðarall
hússins. Húsið hefir sjálfstæða
rafurmagnsstöð, og verður alt upp-
lýst með rafurmagni, sömuleiðis
verður fólkslyfta frá kjallara upp
á efsta loft.
Eins og gefur að skilja eru
margar vistarverurnar í slíku húsi
sem þessu. Landsbankinn hefir alla
neðstu hæðina og 2 herbergi á
næstu hæð, hin sex herbergin hafa
húseigendurnir sjálfir. Á 2. lofti
hefir Guðm. Pétursson 1 herbergi,
Samábyrgðin 1 (skift i tvent),
Vitamálaskrifstofan 1, Ravnkilde
tannlæknir 3, Ljóslækningastofa
Gunnlaugs Claessens 3. Á þriðja
lofti hefir Gunnar Sigurðsson lög-
maður 1 herbergi, Samband ísl.
samvinnufélaga 1, Ólafur Benja-
minsson kaupm. 1, Georg Copland
kaupm. 3, Þorkell Clementz 1,
Steinunn Guðmundsdóttir nudd-
læknir 1 og Páll Ólafsson tann-
læknir 1. Á fjórða lofti eru 12
herbergi og hafa frímúrarar þau
öll á leigu. Kjallari er undir öllu
húsinu, þar er miðstöðvarhitun og
geymsla þeirra Nathan & Olsen.
Vatnssalerni eru á hverri hæð og
baðklefar fyrir leigjendur á þriðja
lofti. Rafmagnsstöðinni er skift i
tvö stór herbergi og er hún aust-
ur og suður af aðalbyggingunni.
Utanáskriftir kaupenda Tímans
verða prentaðar fyrir áramót. Nýir
kaupendur segi til sín og þeir er
hafa fengið blaðið sent og enn hafa
eigi sagt til um kaupin.
Bankamálsræða
Björns Kristjánssonar.
Undirskriftirnar.
Öll sú lokleysa sem B. Kr. flytur
um það að eigi verði hægt að
undirskrifa löglega frá hálfu banka-
stjórnar, þegar bankastj. eru orðn-
ir þrír, er næsta spaugileg.
Það hefir sem sé enginn maður
orðið var við það, að eigi væri
jafnan hægt að fá löglegar undir-
skriftir i bankanum, nema þegar
B. Kr. sjálfur hefir setið á alþingi,
og vanrœkt að gegna embœtti sínu
sem hann tekur 500 króna laun á
mánuði fgrir að gegna. Þá kvað
alloít hafa staðið á undirskiftum,
sem eðlilegt er, því allir viðskifta-
menn bankans vita að bankastjór-
arnir, (þar á meðal B. Kr.) hafa
álitið gæzlustjórana svo mikið núll,
að eigi kæmi til mála að láta þá
skrifa undir neinar lánveitingar
jafnvel hvað smáar upphæðir sem
um er að ræða.
Af þessum ástæðum hafa menn
orðið að bíða lengi eftir svari, eða
undirskrift, bæði eg aðrir, og svo
einnig af þvi, að þeir nafnarnir,
virtust alls eigi geta ákveðið, á
margra daga fresti hvort þeir ættu
að veita lán eða ekki, og það
stundum þó í hlut æltu þekktir
og efnaðir menn.
Það hlýtur því að verða mikil
bót að því í þessu efni, að banka-
stjóra með fult vald og fulla
ábyrgð gjörða sinna, sé bætt við,
því séu tveir bankastjórarnir við,
þá ættu menn ekki að þurfa að
bíða lengi eftir svari eða undir-
skrift þó að B. Kr. héldi áfram
þingsetu.
Og þó að fyrir kæmi að tveir
bankastjórar væru forfallaðir i
senn, þá er ekki meiri þraut að fá
settan bankastj. en að »ganga inn
í kaffihús«, þó B. Ivr. vaxi þessi
þraut í augum.
Galdurinn við þessu er ekki
annar en sá, að fara uppi stjórn-
arráð, sem er nær hankanum en
nokkurt kaffihúsið, og tilkynna þar
að setja þurfi bankastjóra. Stjórn-
arráðið skrifar bréf sem er 4—5
linur á lengd, og getur sent dyra-
vörðinn með það samstundis til
hins selta bankastjóra; sé sá setti
nú einn af starfsmönnum bankans
sem œtti að vera (því sá ósiður
ætli að leggjast niður að sækja al-
óvana menn bankastörfum út í bæ,
en ganga fram hjá vönum banka-
mönnum þegar setja þarf banka-
stjóra). Þá er hann ekki neinn ei-
lífðartíma að hafa sætaskifti í
bankanum. Eg er sannfærður um
að þetta þarf ekki að taka lengri
tima en ef B. Kr. færi inn á kafíi-
hús og fengi sér kaffibolla.
Annars er gaman að sjá hvað
hugsanagangur B. Kr. er á reiki
í sambandi við þetta undirskrifta-
mál, og fálmar út í loftið. í öðru
orðinu segir hann að verið sé að
fœkka í bankastjórninni, en í hinu
orðinu að verið sé að fjölga í
henni. (Sbr. orðin: »Og hvernig
stendur þá á því, að þetta þing 'er