Tíminn - 13.10.1917, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1917, Blaðsíða 1
V TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. frá* upphafi til áramóta. 1 riMii NN AFGREIÐSLA Bókbandið á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Þar tekið móti áskrifendum. Til viðskiftavina vorra. Peir, sem hafa pantað rúm fyrir vörur með skip- úm vorum næstu ferðir þeirra frá New-York, e. s. »Gullfoss« til Rpykjavíkur og e. s. »Lagarfoss« beina leið til Akureyrar, eru vinsamlegast beðnir að senda sundurliðun yfir bvað mikið er af hverri vörutegund og sömuleiðis nöfn sendendanna, eins fljótt og unt er, því vér verðum að fá þessar upplýsingar til þess að útflutningsleyfi fáist. Hf. Bimskipafól. íslands. Samvinnuskóli. Menn og míilefni. Það er mjög algengt, að ruglað er saman mönnum og málefnum. fiað er ekkert undarlegt. Það er að miklu leyti undir mönnunum komið, hvernig því málefni reiðir af, sem þeir flytja. Mennirnir eru misjöfnum hæfileikum gæddir, bæði um það að tileinka sér, og um að framsetja, hvað sem um er að ræða. Málefnin fá svip af mönn- unum sem flylja þau. Óbeinlínis eða beinlínis blandast það oft inn í flutning málsins sem er þvi óvið- komandi, en stafar af öðrum hvöt- um i ílutningsmönnum. Menn skoða málaflutninginn í ljósi þeirr- ar þekkiitgar, sem þeir hafa á flutningsmönnum að öðru leyti. Árangur málaflutningsins fer mjög eftir því trausti sem menn bera til ílutningsmanna peráonulega, og eftir þeim livötum sem menn gera ráð fyrir að búi undir. Pað er þess vegna ekki einhlítt um góðan framgang málefnis, að málefnið sé gott. Mennirnir sem flytja málið verða að vera vel hæfir til þess. það er heldur ekki einhlítt um góðan framgang málefnis, að það sé skörulega fiutt, ef traustið vant- ar á þeim sem flytja. Það mætti nefna mörg dæmi um þetta úr sögu okkar íslendinga síðustu áratugina. Enda gætir þessa einkum hjá lítilli þjóð, að menn og málefni renni saman í eilt í augum almennings, og málefnin gjaldi mannanna. Getur hver sem vill fundið dæmin. þegar ný stefna er að ryðja sér til rúms, kemur þetta mjög til greina um framgang hennar, sem nú hefir verið nefnt. þeir sem vilja sigur liennar verða fyrst og fremst að sjá uin að forystumennirnir, flutningsinennirnir, séu hæfir til þess verks, og alþjóð muni geta borið traust til þeirra. Samvinmistefnan. Samvinnustefnan liefir verið að festa rætur með þjóðinni undan- farin ár. Hún hefir náð miklum ítökum i hugum manna. fiað hefir verið ritað um hana rækilega í blöð og tímarit. þjóðin hefir hlust- að með eftirvænling og allvíða uin land eru risin myndarleg og þroska- vænleg samvinnufélög. Langflestum íslendinguin sem um þetta efni hafa hugsað — fari persónulegur hagur þeirra ekki í gagnstæða átt — er það Ijóst, að samvinnustefnan er háleit og göfug og harla líkleg til þess að koma þjóðinni fyllilega úr kiitnum efna- lega. þeir vita að almennri far- sæid verður ekki náð belur með öðru móti. þeir vita að reynzlan erlendis hefir sýnt þetta svart á hvítu. þeir vita, að bæði þar og hér, veitir samvinnufélagsskapur altaf fleirum og fleirum rnikla blessun og sjálfstæði. þess vegna á samvinnuslefnan nú formælendur um land alt. Og það mun sízt ofmælt, að í rök- ræðum um það, hvort sainvinnu- félagsskapur eigi að verða almenn- ur á íslandi, eða ef ganga ætti til almennrar alkvæðagreiðslu um það, — myndi mikill meiri hluti taka svari og greiða atkvæði samvinnu- stefnunni. Það á ekki við lengur um sam- vinnustefnuna, að hún eigi for- mœ/endur fá. Engu að síður er ssmvinnufé- lagsskapur enn á byrjunarstigi í landinu. Stór héruð eru til, þar sem enginn slíkur félagsskapur er til. í hinum, jafnvel þeim sein fé- lagsskapurinn er sterkaslur, er ekki nema tiltölulega lítill lrluti verzl- unarumsetningarinnar í höndum samvinnufélaga. Loks er ekki komið til framkvæmda innan sjálfra félaganna, nema rétt bjujun þess að bæta verzlun og viðskifti, enda er ýmislegt það á stefnuskrá samvinnumanna, sem segja má iím að alls ekki sé komið til fram- kvæmda enn. það stendur ekki á því að menn hafi ótrú á að stofna sainvinnufé- lög. það stendur ekki á því, að menn vilji ekki stækka og hæta þau samvinnufélög, sem fyrir eru. það, að framgangur málsins hefir ekki orðið skjótari og yfirgrips- meiri strandar yfirleitt ekki á van- trausti á málefninu — heldur á hinu, sem að var vikið hér að framan, því sem málefnin eru svo fast við bundin — mönnunum. Fory8tnmennirnir of fáir. Sá eini skuggi sem fallið liefir á samvinnufélagsskapinn hér á landi, hefir verið sá, að mennirnir, bæði forgöngumennirnir og spor- göngumennirnir, liafa ekki reynst slíkir sem vera átti alstaðar, þess vegna hafa samvinnufélög sum- staðar gert tjón í stað gagns, af því að mennirnir voru ekki starf- inu vaxnir. þess vegna eru menn nú sumstaðar deigir við fram- kvæmdirnar, þótt þeir hafi trú á málefninu af því að málefnið er svo háð þeim sem framkvæma eiga. Menn koma ekki auga á for- ystumenn sem séu starfinu vaxnir, liafi bæði hæfileika og mentun til þess og traust almennings. Og var- færnin í þessu efni er full skiljan- leg, vegna þess sem á undan er gengið: Sporin hræða. Það er aðdáanlegt hye mikilli úlbreiðslu samvinnustefnan hefir náð, er lekið er lillit til hinna ófullkomnu slarfskrafta er hún hefir nolið. Hún hefir eignast á- gæta forgöngumenn — en alt of fáa. Að svo mikið hefir á unnist, svo fáum, sannar hvorttveggja: dugnað þeirra og sigursæld mál- efnisins. En það er manna skortur, sem stendur samvinnufélagsskapnum fyrir enn meiri þrifum, þ. e.: það skortir ekki menn sem vilja vera með í samvinnufélagsskap, bæði til að stofna nýjan og efla þann sem fyrir er, það skortir ekki menn sem vilja veita slíkum fé- lagsskap forstöðu — en það skortir menn sem geti það í raun og veru: menn sem eru sérfræðilega ment- aðir til þess og þar af leiðandi hæfir til þess og þar af leiðandi líklegir til að öðlast traust manna alment um að stofna og stjórna þessum félagsskap. Verzlunarþekking ekki nóg. Það er hverjum manni augljóst, að það er ekki nægilegt til þess að geta verið prestur, að kunna að færa inn í kirkjubækurnar, að geta gefið skýrslur, vottorð o. s. frv. Alveg á sama hátt er það ekki nóg fyrir þann, sem á að veita samvinnufélagi forstöðu, að kunna bókhald, að geta skrifað verzlun- arbréf o. s. frv. Verzlunarþekking er sem sé ekki nema ein hlið þeirrar þekkingar sem slíkúr mað- ur verður að hafa til brunns að bera. Hún er að visu nauðsynleg, en ekki hið eina nauðsynlega. Þess vegna er mannaskorturinn fyrir samvinnustefnuna nálega jafn lilfinnanlegur, enda þólt hér í Reykjavík hafi verið verzlunarskóli, nú í allmörg ár. Á verzlunarskól- anum læra nemendurnir ekki nema helminginn — í mesta lagi — af því sem samvinnumenn þurfa að læra. Hinn helmingurinn sem þeir læra fer að miklu leyti í öfuga átt við það sem vera ætti um sam- vinnumenn. Og þegjandi er gengið fram hjá sumum mikilsvarðandi atriðum. Hér er ekki staður til að rökstyðja þetla ýtarlega. En það er ekki ofmælt, að skóli kaupsýslumanna og skóli sam- vinnuinanna, geta ekki verið undir einu þaki um aðrar námsgreinar en bókhald og aðrar j'tri hliðar verzlunarnámsins. Þess vegna krefst samvinnustefnan sérslaks sam- vinnuskóla. Samvinnuskólínn kernnr. Langt er síðan fyrst heyrð- ust raddir um nauðsyn samvinnu- skóla. Nú er loks að koma veru- legt skrið á málið. Hafa þeir Jón- as Jónsson frá Hrifiu og Jón Árna- son frá Stóra-Vatnsskarði rilað merkar greinar um málið í Tíma- riti kaupfélaganna í ár. — Sam- vinnumönnum er það Ijóst, að nú er lagt til höfuðorustu um yfir- tökin með þjóðinni og þess vegna er þörfm nú meiri en nokkru sinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.