Tíminn - 13.10.1917, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.10.1917, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 123 Landsverzlunin Hverfisgötu 29. komst svo mikil ringulreið á stjórn- ina, að Asquith ráðuneytið baðst lausnar. Ætlaði konungur þá að fela formanni íhaldsflokksins stjórn- arskipun, en það reyndist ófram- kvæmanlegt. Var þá leitað til Lloyd George; myndaði hann nýtt ráðu- neyti allra flokka. Sjálfur gerðist hann forsætisráðherra og gegnir því starfi síðan. Þarf eigi að því að spyrja, að stjórnin lætur honum vel og er hin atliafna-mesta. Hefir mörgu verið breytt til batnaðar um hern- aðarráðstafanir og aldrei meiri á- kafi í Bretum og Bandamönnum en nú, að vinna fullan sigur. Er þar ekkert til sparað og engi hálf- velgja í störfum nje kröfum. Starfsemi Lloyd George hefir orð- ið til þess að landar hans og sam- þegnar kvíða ekki úrslitum ófrið- arins. frá útlSnðum. Lítilsháttar sjóoruslu áttu þeir með sér Bretar og Þjóðverjar, við strendur Jótlands í Danmörku i fyrri viku. Lenti þar saman nokk- urum tundurbátum þeirra, og end- aði viðureignin svo, að Þjóðverjar urðu að hörfa til lands og létu þeir þar fjögur eða sex skip, en margt þeirra manna særðist. Af vopnaviðskiftum á landi má það merkilegast teljast, að Þjóð- verjar hafa náð á sitt vald hinni miklu verzlunarborg Rússa, Riga við Eystrasalt. Hafa Rússar farið þar mjög halloka og orðið undan að síga alt að hundrað röstum frá borginni. Annarsstaðar í Rúss- landi hafa viðureignirn§r verið •smávægilegar. Svo segja dagblaðaskeytin að orrusturnar milli Auslurríkismanna og ítala séu þær stórvægilegustu er enn hafi átt sér stað á jörð- unni. Þar, við Isonzoelíi og á Carso- sléttu, hafa ítalir borið hærra hluta og niiðaði þeim um eilt skeið svo vel áleiðis til Triestborgar, að íbú- ar hennar fóru að flyljast þaðan. Þá tóku Austurríkismenn að sækja sig að nýju og handsömuðu nokkr- ar þúsundir ítala. Síðan má ekki á milli sjá hvorum vegna muni betur að svo stöddu. Þó er það álit margra, að ítölum muni takast að ná borginni á sitt vald innan skams. Við hina oft umtöluðu Verdun- borg hafa Frakkar rekið Þjóðverja svo af höndum sér, að stórskota- lið þeirra (Þjóðverja) nær nú eigi lengur til borgarinnar, og hafa ibúarnir fluzt þangað aftur. Lið Kanada og Breta hefir unnið sigur á Þjóðverjum við Lens. — í fám orðum sagt hafa Þjóðverjar hvergi unnið á, á vestri vígstöðvunum, nú um langt skeið, en framsókn hinna er samt hvergi mikil. Ekkert bend- ir á að friður sé í nánd, jafnvel að viðburðirnir í Rússlandi bendi helzt í þá átt, að friðarvon sé enn óliklegri en nokkru sinni fyrr. T a 1 s í m a r Bandaríkin vigbúa lið sitt'óðum. Munu hafa 5 milljónir undir vopn- um innan skams. Loftorustur eru daglega og fer þar mörg flugvélin forgörðum. Sá hernaður magnast óðum. Páfinn í Rómaborg gerði, ekki alls fyrir löngu, áskorun til ófrðar- þjóðanna um að semja frið upp á y>status quo« að mestu. Þjóðverjar tóku því vel, en Bandamenn, og þá ekki sízt Bandaríki N. A., hafa hafnað þeim boðum gersamlega. Wilson forseti tekur jafnvel svo djúpt í árinni, að hann vilji eigi semja frið, né ræða uin hann, fyrr en Vilhjálmur Þýzkalandskeisari og æltmenn hans, séu liraktir frá völdum. Kafbátahernaðurinn er ámóta og að undanförnu. Þeir sökkva um 20 stórskipum fyrir Bretum á hverri viku. Innanlandsóeirðir eru nú aftur að aukast í Rússlandi. Hinn ungi og ötuli frömuður þeirra, Keren- sky, á erfitt með að halda stjórn- leysingjum í skefjum, þeim er hlaupa erindi Þjóðverja. — — — Eftir að þetla var sett, er beðið liefir prentunar æði lengi, er það markverðast að frétta, að óstjórn eykst i Rússlandi og að Þjóðverj- um miðar sí og æ áfram þar i landi. Gera þeir nú helzt ráð fyrir að sækja Petrograd frá sjó. Kerensky á eríilt aðstöðu, upp- þot og innanlands skærur daglega. Er ekki annað sýnna, en hann tapi völdum. Á veslri vígstöðvunum hafa ekki orðið slórtíðindi. Stöku sinnum gera Þjóðverjar gagnáhlaup, sem engan árangur bera. Um daginn unnu Bretar talsverðan sigur. Tóku þar nokkra fanga. Bretar hafa unnið stórsigur á Tyrkjum í Mesopotamíu. í Frakklandi hefir komist upp um þarlendan mann, að hann hafi þegið 10 miljóna marka mútur af Þjóðverjum tii þess að stuðla að friðarhreyfing meðal Frakka. Þetta eru landráð og maðurinn auðvitað af lífi tekinn. <300 forstjórinn 601 hagstofan 41ti afgreiðslan 683 vörugeymslan Bandaríki Norður-Ameríku hafa sett nefnd sérfræðinga til þess að íhuga hernaðarástandið hér i álfu. Nefndin hefir skilað áliti sínu. Telur .hún ekki annað sennilegra, en að ófriðurinn standi til 1928. Síðustu skeyti herma frá óvana- lega miklum sigrum, sem Bretar og Frakkar hafa unnið í Flandri. Hafa þeir tekið þar 6000 fanga og náð á sitt vald nokkrum sveita- þorpum og mikilli landspildu. Nýtt ráðuneyti er slofnað í Rúss- landi. í því eiga sæti 8 jafnaðar- menn og 12 annara ílokka menn. í Svíþjóð eru nýafstaðnar þing- kosningar. Frjálslyndi flokkurinn og jafnaðarmenn eru í meirihluta og taka nú við stjórnartaumum. Var það vilji konungs og íhalds- manna að slofna samsteypuráða- neyti, en það fórst fyrir. Mikið umtal hefir það vakið og gremju meðal Bandamanna, að stjórn Svía hefir orðið til þess að koma skeytum, sömdum á dul- máli, frá Buenos Aires í Argentínu til Stokkhólms, áleiðis til Berlín. Telja Bandamenn þetta algert hlut- leysisbrot og hóta Þjóðverjum öllu illu. í nýkomnum brezkum blöðum er sagt frá innihaldi skeyta þess- ara, sem stjórnin í Washington liefir á einhvern hátt komist yfir, en send voru á laun, sem strang- asta leyndarmál. Meðal annars eru þar tilkynningar um sigling argen- tiskra skipa. Mælir sendiherra Þjóðverja með því að sumum þeirra sé hlíft, en ef þess sje eigi kostur, verði að skjöta þau niður fyrirvaralaust og gæta þess að engi verði til frásagna (sporlos versenkt). Bankamálsræða Björns Kristjánssonar. --- (Nlðurl.) Gjaldkeri. — Bókari. B. Iir. er mjög umhugað um það, að mega að eigin vilja skipa gjaldkera bankans og bókara, og víkja þeim jrá. í þessari öfugmæla Skrifstofutími verður í vetur kl. ÍO— 6, nema á laugardögum kl. lO—4. Forstjórinn til viðtals að jafnaði kl. ÍO—11 og kl. 1—4. f TTtborganir að eins lcl. ÍO—llog-1—3. ræðu segir haun, að »eigi muni sá fáráðlingur til í bónda stöðu, að hann hafi það ekki á tilfinning- unni, að lianrt, en ekki nágranni hans, eigi að ráða hjúin og segja þeim upp«. Hér gætir B. Kr. ekki að því, að hann sem bankastjóri, getur ekki líkt sér við bónda, sem ræður að öllu leyti yfir sínu, því B. Kr. sem bankastjóri, er að eins ráðs- maður hjá yfirstjórn bankans sem er landsstjórnin, og var honum rækilega bent á þetla af þeim nöfnunum Einari Árnasyni og Ein- ari Arnórssyni, og sá hann þann kost vænstan að hafa sig hægan um þetta atriði eftir það. í greinargerðinni fyrir breytingar- tillögu sinni um þetta, kemst hann svo að orði að nþess muni livergi vera dœmi, að baffkastjórnin geti eigi ráðið yfir og stjórnað starfs- mönnum þeim, er liún hefir i þjón- ustu sinnia, (leturbreyt. min). Og þessu sama hélt hann fram í ræð- unni, en þetla hefir hann felt úr henni við prentun hennar i »Land- inu« líklega af því að Einar Arn- órsson kvað liann svo eftirminni- lega í kútinn á þessu atriði, með tilvitnunnm í löggjöf fjölda helztu banka um öll Norðurlönd og víðar, sem sönnuðu að þetta voru bein ósannindi, svo B. Kr. varð nauðugur viljugur að gefast upp á þessari »fræðslu« sinni. Annars verður það skiljanlegra, af hverju B. Kr/ er svo ant um að fá fult vald yfir þessum næst æðstu embæltismönnuin bankans, þegar það er athugað, að hann hefir vitjað koma báðnm mönnun- um sem nú gegna þessum stöð- unum frá bankanum. Árásir hans á gjaldkerann þekkja allir af »bláu bókinni«, og eru öllum í fersku minni. Hitt kann að vera farið að fyrnast hjá ýmsum, að um það leyti sem núverandi bókari var að fá stöðuna, linti B. Kr. eigi árás- um á hann, og má því til sönn- unar, ef þörf gerist, fletta upp nokkrum eintökum af blaði einu hér í bænum, sem B. Kr. liafði þá tök á, þar sem hver óhróðurs- greinin rak aðra, utn bókarann, vitanlega runnar undan hans rifi- um eða »fabrikeraðar« af honum. Eftir regnslunni að dæma í banka- stjóratíð B., Kr. væri það beinn voði, að láta þessa menn vera að öllu leyti háða honum eða hans líkum, því það þyrfti jafnvel ekki annað, en að mennirnir væru mót- stöðumenn hans í pólilík til þess að tilraunir yrðu gerðar til að losast við þá, og má i þessu sam- bandi minna á það, hvernig B. Kr. ætlaði að fara með Jón Auð- unn Jónsson á ísafirði, þegar út- búsforstaðan losnaði þar siðast, þó önnur sterkari öfl tækju í taumana. En Jón var og er eldrauður Heimastjórnarmaður. Tveir á móti tveimur. B. Kr. segir, að það sé rangt hjá E. A., að undir núverandi bankastjórnar fyrirkomulagi, gætu tveir verið á móti tveimur í banka-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.