Tíminn - 13.10.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.10.1917, Blaðsíða 2
122 TIMINN áður, að valinn maður sltipi hvert sæti, að færir menn fáist til að skipa þau sæti sem nú standa auð, einungis fyrir þá sök að mennina vantar. Málið er komið lengra áleiðis. Námsskeið hafa verið haldin. Þau hafa verið stutt og þar af leiðandi ófullkomin. Nú er skólastofnunin fullráðin. Þingið hefir veitt fé til þess á næsta fjárhagstímabili, hærri styrk síðara árið fyrra árið, því að ráð er gert fyrir því að skólanum vaxi íiskur um hrygg. Samband samvinnufélaganna veitir þann styrk sem á vantar. Þeirri kröfu verður haldið fram, að skóla samvinnumanna verði a. m. k. veittur jafnmikill styrkur og skóla kaupmanna. Á samvinnuskólanum verður lögð áherzla á allar hliðar þess náms, sem samvinnufélagsmönnum er nauðsynlegt, en ekki einungis á hina ytri hlið verzlunarmálsins. Grundvallaratriði heilbrigðrar verzl- unar og samvinnu verða þærnáms- greinar, sem einkanlega verða inn- rættar nemendunum: Nauðsyn vöruvöndunar, hin uppalandi á- hrif samvinnunnar og hversu efla megi siðferðisþroska fjöldans, sem er undirstaðan undir traustum samvinnufélagsskap. Fyrirkomulag skólans verður ekki frekar gert að umtalsefni hér. Vísast i þvi efni til tímaritsgrein- anna, sem áður eru nefndar. Það verður í góðra manna höndum að ráða því máii til lykta. Undirbúningur þegar tímabær. En málið hefir aðra hlið sem veit beint að almenningi, sem menn verða að gera sér Ijósa grein fyrir þegar í stað, sem menn geta tekið afstöðu um þegar í stað og tekið til óspiltra málanna um undir- búning. Með stofnun samvinnuskólans verður úr vegi rutt aðal þröskuld- inum sem verið hefir um framgang samvinnufélaganna. Að fáum árum liðnum á mannaskorturinn ekki að vera jafn tilfinnanlegur. Sam- vinnuskólinn á að leggja til starfs- menn samvinnufélaganna, hæfa menn, sem óhætt sé að bera traust til. Þess vegna eiga nú þær bygðir, sem ekki hafa enn samvinnufélög að f^ra þegar að gera ráðstafanir um undirbúning, og hinar sömu- leiðis sem vilja efia félagsskapinn. Og sá undirbúningur sem liggur einna beinast við í þessu efni, er að velja menn sem sendast eigi á samvinnuskólann. Áhugamenn meðal bænda eiga að ráðgast um það sín í milli, hverir líklegir séu til þess starfa. Þeir eiga að fyrra bragði að skora á þá menn sem þeir hafa. traust á, að takast nú á hendur undirbúning undir slíka stöðu, . að fara að undirbúa sig undir skólann. Og þess er beinlín- is að vænta, að bændur og aðrir sem koma vilja á samvinnufélags- skap, hefji nú félagsskapinn þegar í stað, með því að styrkja efnis- menn til undirbúnings heima nú þegar og því næst til náms á sam- vinnuskólanuin, og heiti þeim stöð- um við samvinnufélag sitt, stundi þeir námið af kappi. Því að það er harla mikið í húfi, að til þess- ara starfa veljist úrvals menn. Hitt er og sjálfsagt að þau félög sem til eru, styrki og tryggi sér nýja starfsmenn með sama hætti. Glæsilcg tækifæri. Til ungra efnismanna í landinu, eiga þau tíðindi allra helst erindi, að nú verður stofnaður samvinnu- skóli. Þá bjóðast framgjörnum á- hugamönnum glæsileg tækifæri, um að geta unnið landi og þjóð mikið gagn. Það kann að vera að aðrar leiðir séu meiri gróðavegur. Og það kann að vera að aðrar leiðir veiti rólegra og áhyggjuminna líf. En fyrir þann sem vill fyrst og fremst verða nýtur maður, liggur sá vegur einna beinastur að mark- inu, að hefjast þegar handa um undirbúning að ganga á samvinnu- skóla, að sækja fram þá leið með festu og alúð og taka því næst for- ystu á einhverju sviði um sam- vinnu með þjóð sinni. Það er hér nefnt: gláesilegt tækifæri. j}annlagaðeilan. Gunnar Ólafsson kaupmaður í Vestmannaeyjum og fyrrum al- þingismaður, ritar mjög merka og ítarlega grein í Lögréttu í síðustu viku. Yfirskriftin segir til efnis- ins: Bannlögin og opna bréfið. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr greininni sem einna mest á- stæða er til að undirslrika: »Mál þetta, bannmálið, er alvar- legt mál, eitt af stærstu innan- landsmálum vorum. Með þvi stend- ur mikill meiri hluti þjóðarinnar, og það, að kalla má, einhuga um nytsemi þess. Á móti berjast örfá hundruð manna, kaupstaðarbur- geisar, embættismenn og »frelsis- frömuðir«, þess frelsis, að menn megi drekka áfengi og vera druknir«. »Sjálfsagt er það að þessir menn (o: dómararnir í yfirdóminum), láti skoðun sína í Ijósi um almenn mál, eins og aðrir borgarar þjóð- félagsins og er reyndar óþarft að taka slíkt fram. En jafn sjálfsagt er það, að þegar þessir menn ljá nöfn sín undir andróðurs og æs- ingaskjöl gegn lögum landsins, eða yfirleitt þegar þeir taka þátt í al- þjóðarmálum, að það megi spyrja þá eins og aðra borgara um á- stæður fyrir þátttökunni, eða biðja þá um skýringar á því er óskilj- anlegt þykir«. »Yfirdómendurnir gegna ein- hverju virðulegasta og vandamesta trúnaðarstarfi þjóðarinnar. Það virðist því ekki undravert, þótt þeim sé sýndur sá sómi, að spyrja þá framar öðrum, um ástæður fyrir þáttlöku i opinberu máli, sem mikill ágreiningur er um, sérstak- lega þegar svo stendur á, að þeir tjá sig samþykka órökstuddum orðum annara, eins og átt hefir sér stað, með undirskrift undir á- skorun óvina bannlaganna«. »Þegar mikilsmetnir menn, sem gegna virðulegustu embæltum í landinu, tjá sig samþykka raka- lausum staðhæfingum, um eitt af stærstu málum þjóðarinnar, þá virðist þaðr einmitt skylda hvers góðs borgara að heimta ástæður«. Á bak við þessi ummæli höf- undarins stendur vafalaust mikill meiri hluti þjóðarinnar og bíður eftir að eilthvað heyrist úr þeirri átt, sem orðunum er á stefnt. T^loyd Greouge. Hann er sá maður, sem mests trausts nýtur allra brezkra manna um þessar rnundir. David Lloyd George er 53 ára að aldri. Hann ólst upp hjá frænda sínum, sem var skósmiður. Gerðist snemma lögmaður og stundaði málafærslu um nokkur ár, unz hann var kosinn á þing Breta, ekki þrítugur að aldri. Átti hann mælsku sinni að þakka að liann náði kosnigu og sá eigin- leiki liefir komið honum að liði síðan. Hann er af mörgum talinn mælskasti maður heimsins. Hann lét lílið á sér bera íyrstu árin, sem hann sat á þingi, en eftir að hann »fór af stað« leið ekki á löngu, að hann vekti eftir- tekt. Þau árin sat ihaldsstjórn að völdum i Englandi. En er frjáls- lyndi fiokkurinn tók við völdum, 1905, vissu það allir fyrir, að Lloyd George hlyti að eiga sæti í nj'ju stjórninni. Svo varð og, og honum falin forusta verzlunarráðuneytis- ins. Er svo sagt, að hann hafi komið þar á meiri endurbótum á 2 áruin, en tekið hafi mörg ár áður. Þegar Mr. Asquith varð for- sætisráðherra, 1908, gerði hann Lloyd George að fjármálaráðherra. Fyrsta fjárlagafrumvarpið, sem hann lagði fyrir þingið, var að mestu samið af Mr. Asquith, fyrir- rennara hans í embættinu, og komst þraslaust gegnum þingið. En árið eftir, 1909, hafði L. G. samið frumvarpið sjálfur, og gekk nú lengra en góðu hóli gegndi, að dómi íhaldsmanna. Eru það óskrif- uð lög í Englandi, að efri máls- stofan láli fjárlögin afskiftalaus. Nú þótti íhaldsmönnum frjálslynda stjórnin ■ misbeita valdi sínu svo mjög mcð fjárlagafrumvarpinu, að þeir noluðu atkvæðamagn sitt (lávarðana) í efri málsstofunni til þess að neita staðfesting laganna, þangað til kosnirtgar skæru úr málinu. Urðu þessar deilur til þess að kosningar fóru tvívegis fram, og vann málstaður L. G. sigur í báðum. í fyrra skiftið var kosið um frumvarpið, en í hið síð- ara um það, hvort efri málsstof- unni væri það vald heimilt, er hún hafði leyft sér að taka. Ósigur íhaldsmanaa varð til þess að vald efri málstofunnar var talsvert tak- markað, og óx Lloyd George mjög af afskiftum sínum af málinu. Bar hann nú fram til sigurs hvert stórmálið á fætur öðru. Má þar sérstaklega geta vátryggingar- laganna almennu, sem komu af stað afar miklum deilum í Eng- landi og lyktaði með algerðum sigri L. G., enda hafa lögin reynst vel og þau tekin til fyrirmyndar um allan heim síðan. Oft hefir þurft á L. G. að halda i fleiri málum en þeim, sem bein- línis snerta verkahring lians sem ráðherra. Hefir hið skarpa vit hans, dómgreind og hæfileikar til að koma málum fram, orðið til þess að skapa það traust á manninum, sem fáir aðrir, eða engir, samland- ar hans hafa notið. Mjög áberandi dæmi þessu til sönnunar má nefna, að hér um árið slóð verkfall mik- ið í Wales og vóru ýmsar tilraun- ir gerðar til að jafna það, en alt kom fyrir ekki. Loks var leilað tii Lloyd George og hann beðinn að reyna að koma á sættum. Lét hann tilleiðast og lagði af stað til námahéraðsins. Blöðin höfðu mik- ið rætt um mál þetta og voru kvíðafull yfir því, að samkomulag yrði torsótt. En svo brá við, þegar samdægurs, er það vitnaðist, að málið væri falið L. G., að blöðin urðu óðara samdóma um það, að óþarft væri að ræða það frekara; því væri til lykta ráðið, úr því að þessi maður hefði tekið það að sér, enda leið ekki á löngu að svo færi. Lloyd George gengndi en fjár- málaráðherrastörfunum er styrjöld- in mikla hófst. Hann var í fyrstu mótfallinn ófriðnum og rey-ndi að fyrirbyggja liann og að Bretar tækju þátt í honum. Þegar það reyndist ómögulegt, lét hann silt ekki eftir liggja, að þeir brygðu fljótt og vel við. Hefir stöðugt farið svo, og það ekki af neinni tilviljun, að L. G. heíir orðið að bera þyngstar birgð- ir ófriðarins. Fyrst voru fjármálin. Hánn sá þeim borgið. Þá kom til að afia skolfæra, sem stöðugt hafði verið hörgull á. Til þess var stofn- að nýtt ráðherraembætli, og af því að dugiegan mann og skjótan til framkvæmda, þurfti tii þess, var sjálfsagt að fela L. G. það. Við frá- fall Lord Kilcheners vantaði mann til þess að taka herinálaráðherra- staríið að sér. Blandaðist engum brezkum manni hugur um, að L- G. væri til þess sjálfsagður. Við þessi störf hefir Lloyd Georgi reynst kröfuliarðari við landa sína en samverkamenn hans ýmsir töldu sigurvænlegt. Honum hefir altaf verið það ljóst, að Þjóðverjar yrðu aldrei yfirunnir án þess að Bretar legðu sig fram af fremsta megnL Aðrir vildu »bíða og sjá«. Þar kom loks, stuttu fyrir jól í fyrra, að hann treystist ekki til þess að taka þátt í stjórn ríkisins lengur upp á þær spýtur. Við uppsögn han&

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.