Tíminn - 27.10.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1917, Blaðsíða 2
130 TIMINN ur væri til ábúðar eða kaups. Pótti Tryggva að vísu hart að fara frá Hallgilsstöðum, þar eð hann hafði búið svo vel um sig, en Reyni- staður er einhver mesta og bezta jörð á Norðurlandi. Varð það úr að Tryggvi reið með Einari, til þess ad skoða jörðina. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða stórhóndi á Reynistað. Þegar þeir fé- lagar komu til Akureyrar á leiðinni til Skagafjarðar, stóð þar yfir fundur í Gránufélaginu og skyldi kjósa kaupstjóra þess. Lögðu bænd- ur þá svo fast að Tryggva að gerast kaupstjóri og sögðu að félags- skapurinn myndi að engu verða, tækist haiin ekki þann vanda á herðar, að Tryggvi afréð að verða við ósk þeirra og var þar með lokið kaupum á Reynistað og öllum búskap. Kaupstjórinn. Það var ekki ófyrirsynju að bændur leituðu til Tryggva um for- ystu Gránufélagsins; þótt hann hefði næstu árin undanfarin verið bóndi. Tryggvi hafði sýnt það áður, að hann hafði eigi síður hæfl- leika lil þess að reka verzlun. Um og eftir miðja öldina síðastliðnu voru mestu góðæri á Norð- urlandi. Bændur stækkuðu bú sín og sjáfarútvegur var stundaður af kappi með góðum árangri. Verzlun var og sæmileg til ársins 1857. En á næsta ári breytti til um verzlun og vildu nú kaupmenn ekki gefa nærri eins gott verð fyrir innlendar vörur og útlendar vörur stigu i verði. En þær fréttir komu af Suðurlandi að vöruverð væri þar miklu betra. Þótti mönnum þetta þungar búsifjar og eyrðu illa þess- um yfirgangi kaupmanna. Gengust þá ýmsir atkvæðamenn fyrir því að fundur var haldinn i Grenivík, til þess að ræða um hvað gera skyldi. Var það ráðið á þeim fundi að senda mann þegar suður til Reykjavíkur, til þess að semja við kaupmenn þar, uin að senda vörur norður og kaupa vörur í staðinn af Eyfirðingum. Tryggvi var við smiðar í Grenivík, hjá Jóni Loftssyni skipstjóra er fundurinn var haldinn og skoruðu fundar- menn nú fast á Tryggva að fara förina. Reið Tryggvi suður einn og leysti erindið af hendi með hinni mestu forsjá og dugnaði. Hann fékk loforð kaupmanna syðra um vörur, gæli hann komið suður með afurðir bænda. Reið hann þá norður aftur og náði saman skipsfarmi og var það aðallega lýsi. Hann fór þegar suður aftur með farminn og var hann um 6000 rik- isdala virði. Skipinu kom hann svo norður aftur hlöðnu af nauðsynja- vöru. Gekk öll þessi verzlun svo greiðlega, að hreinn ágóði af fyrir- tækinu voru 1335 ríkisdalir — og einokrunarhringur kaupmanna var brotinn. Sýndi Tryggvi hina mestu fyrirhyggju í öllu þessu máli og var- aðist öli ráð kaupmanna, sem að sjálfsögðu gerðu alt til þess að vinna fyrirtækinu tjón. Fékk hann af þessu hið mesta lof og traust manna. Næstu árin bæitu kauptnenn verzlunina nokkuð fyrir bragðið og verzlunarsamtökin féllu niður í bili. Þá sneri Tryggvi sér að bú- skap, eins og áður er sagl. En vegna þessara frainkvæmda hans var það, að bændur lögðu svo fast að honum að takast á hendur kaup- stjórastöðuna við Gránufélagið. Á árunum 1869—1871 lifnaði mikill áhugi um alt land, um að stofna innlend verzlunarfélög. Langstærsta og merkasta félagið, af þeim mörgu sem þá voru mynduð var Gránufélagið, og það var því fyrst og fremst að þakka, að Tryggvi Gunnarsson varð kaupstjóri þess. í lillu æfisögubroti, sem rilað er 1888, segir Tryggvi sjálfur svo frá: »Gránufélag byrjaði 1871 með einu skipi og einum farmi, en frá 1877 til 1883 átli það þrjú skip og flutti 10 til 15 skipsfarma til ís- lands og hafði nálægt 500,000 króna verzlun. Þau árin hefir félagið rekið með stærstu eða stærsta verzlun á íslandi; síðan hafa lengst af verið hörð ár og hafís mikill norðanlands, svo verzlun félagsins er, eins og annara, minni nú en áður, þó líklega með þeim stærstu norðanlands og hefir fimm fasta verzlunarstaði«. »í þau 18 ái^ er félagið hefir staðið, hefir það, með betra vöru- verði, einkum á útlendri vöru, flutt í hendur landsmanna svo skiftir hundrað þúsundum króna«. Hér er ekkert ofmæit. Meðan Tryggvi stýrði Gránufélagi varð veg- ur þess mikill og ágætur. Kaupmenn ætluðu að ríða það niður í fyrstu, en þeir máttu engu við koma, því að Tryggvi sá við öllum brögðum þeirra og urðu þeir skjólt að láta sér lynda, að meir og meir diógst af verzlun í hendur Gránufélagi, og sjálfir urðu þeir að miða verð við það, sem Tryggvi setti á vörurnar. Verzlun á öllu Norður- og Austurlandi batnaði stórlega. Samfara hinni bættu verzlun var mörgum öðrum nauðsynjum hrundið í framkvæmd og var Tryggvi jafnan fremstur i flokki. Fram að árinu 1877 var saltfiskur ekki verkaður norðanlands og ekkert flutt af saltfiski þaðan til útlanda. Tryggvi gekst fyrir því að fá mann af Vesturlandi, sem kunni sallfisksverkun, til þess að kenna Eyfirðingum að. verka fiskinn. Því næst flutti hann salt til Norður- og Austurlands og seldi með iniklu vægara verði en áður þektist. Hann lét reisa »sallhús« víða um Norður- og Austurland, svo menn ættu hægt með að ná saltinu og svo gaf hann ágælt verð fyrir fiskinn. Brá svo skjótt við, að árin 1880 voru flutt út frá Norð- urlandi 2700 skippund af saltfiski og árið 1883 5450 skippund. Ligg- ur þ3ð i augum uppi hversu farsælt þetta verk var. Lýsi var ein aðalútflutningsvaran um þessar mundir, því að há- karlaveiðar voru þá mjög stundaðar við Eyjafjörð. En allar aðferðir við bræðsluna voru mjög ófuilkomnar og varan þess vegna slæm, minni en ella hefði verið og í lágu verði. Með miklum kostnaði, við spott og hlátur kaupmanna, við van- trú félagsmanna, kom Tryggvi á stað gufubræðslu á lýsi. Kaupmenn hlógu stutta stund og félagsmenn skiftu fljótt skapi, því að nýja að- ferðin hafði stórkostlega yfirburði yfir hina gömlu. Varan varð bæði meiri og miklu betri og steig mjög i verði. Komst hún skjótt í álit á erlendum markaði og hlaut hæstu verðlaun á sýningum í Iíaupmanna- höfn og í Edinborg. Það var því ekki einungis að verzlunin batnaði, heldur hratt Tryggvi hinum mestu þarfamálum í framkvæmd um verzlun á kaup- stjóraárum sínum, kom nýjum vörum á markað og stuðlaði að vöru- vöndun. Verður hér þó minzt af því talið sem hann kom í fram- kvæmd. — En vegur Tryggva Gunnarssonar var á þessnm árum meiri en nokkurs manns annars á öllu Norður- og Austurlandi, hann var átrúnaðargoð manna um allar þær sveitir og að fylstu makleg- leikum. Þingsæti hefði hann t. d. átt víst í öllum þeim sýslum, hver sem i boði var á móti. Manndómsárin var Tryggvi Gunnarsson í þjónustu Gránufélags- ins, frá 1871 til 1893. Enginn íslendingur hefir verið trúrri þjónn í verzlunarstjórastöðu og ráðvandari. Þótt ekkert sé litið á framkvæmd- irnar, þá er Tryggvi Gunnarsson af því einu leiti meðal hinna ágæt- ustu og fágætustu þjóna. Smiðurinn. »Min mesta skemtun var búskapur og smíðar«, segir Tryggvi i æfisögubroti sínu 1888, þessvegna sá hann eflir að verða kaupstjóri Gránufélagsins. En hann hafði svo mikla ánægju og áhuga á smíði að hann lagði það aldrei á hylluna. Tryggvi Gunnarsson hefir verið með afbrigðum náttúruhagur, verkhygginn og jafnvel hugvitsmaður. Smiðarnar urðu honum ekki annað en aukastarf, en það sem hann afkastaði á því sviði er engu að siður svo mikið að furðu gegnir og væri sá ekki kaliaður meðal- maður sem hefði liaft þau störf að aðalstarfi. Árin áður en hann fór að búa voru smíðarnar aðalstarfið og árin sem hann var bóndi, annað aðalstarfið. Hann hafði þá löugum marga sveina í smíðanámi á Hallgilsstöðum og viðaraðdrættirnir voru þá ekkert smáræði. Á vetrum var smíðað alt sem að gagni mátli verða, en mestu verkin um þessar mundir voru kirkjusmíði og skipasmíði. Tryggvi smiðaði kirkju i Laufási og Hálsi í Fnjóskadal og gerði sjálfur teikningarnar. Mikið orð fór af því hversu fljótt og vel hann leysti smiðið af hendi og eru húsin bæði hin prýðilegustu. Skipasmíði stundaði hann og allmikið. Var það verk frægast, er liann keypti franska fiskiskútu er strandaði í Fáskrúðsfirði, fleytti henni inn fjörðinn, dró hana á land og gerði hana sjófæra á fáum i dögum, svo lienni var siglt milli landa, og var nálega verkfæraláus. Það skip mun Gránufélagið eiga enn, og heitir, eða hét, Rósa. Frægastur er Tryggvi af brúasmíðunum. Það var í Noregsferð- inni að áhugi hans vaknaði fy'rir þvi að brúa ár á íslandi, en þá var engin brú teljandi á íslandi. Hann braust þegar í því að fá Skjálf- andafljót brúað, en undirtektirnar urðu afar daufar í fyrstu og um tíma liggur málið niðri, enda nóg annað að sýsla. Þá er það litið atvik sem verður orsök til þess, að Tryggvi lofar að gefa efni í brú á smáá í Fljótsdalshéraði, ef bændur vildu flytja efnið af Seyðisfirði og koma brúnni upp. En það var ekki nóg að gefa efnið, það varð að hafa það alt tilhöggið, og það þannig, að flytja mætti á hestum og það þurfti að ákveða gerð brúarinnar. Það var Tryggvi sem fann upp brúargerðina, gerði leikning af henni, bar undir erlenda verkfræðinga og fékk lofs- orð þeirra. Með þeirri gerð eru allar brýr sem komust upp á íslandi á næstu árum. Efnið í hina lofuðu brú flutti Tryggi næsta ár til Seyðisfjarðar á skipi Gránufélagsinns og var það á miklu stærri á, en lofað var í fyrstu. En deyfðin var svo mikil í fyrstu að Tryggvi varð að ganga fast eftir um að efnið kæmist á staðinn og yrði notað og þurfti jafn- vel að hóta að taka aftur gjöfina. Þessi brú sem teljast má fyrsta brú á íslandi var á Eyvindará í Fljótsdalshéraði. — Það er mikil mann- lýsing í þessu fólgin, að það er ekki nóg að Tryggvi gefi efnið, heldur þarf hann og að ganga ríkt á eftir að það sé notað. Nú rak hver brúin aðra. Kann eg ekki að nefna þær í réttri tíma- röð, en þessar eru merkastar: brúin á Skjálfandafljóti, á Glerá og á Þverá í Eyjafirði og á Jökulsá á Brú. En allra stærst og merkust er Ölfusárbrúin. Og öll afskifti Tryggva af því verki, eru ekki síður góð lýsing á honum. Alþingi veitti 40 þús. kr. til brúar á Ölfusá og sýslurnar áttu að leggja 20 þús. En danskur verkfræðingur, sem fenginn var til að gera áætlun, taldi að brúin myndi kosta um 80 þúsund. Nellemann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.