Tíminn - 27.10.1917, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.10.1917, Blaðsíða 4
132 Tí MINN hann var búsettur í Reykjavík, vildi hann ekki veita viðtöku þing- kaupinu. Af því að hann kostaði engu sérstöku til, til þess að sitja þingið, var launaður við annað starf og gat gegnt því um leið — fanst honum hann ekki eiga að fá neitt kaup. Fyrir þrábeiðni annara þingmanna búsettra í Reykjavík, lét hann þó loks til leiðast að veita fénu viðtöku. — En sagan er góð mannlýsing. Dýravinurinn og fræðarinn. Á 70 ára afmæli Tryggva Gunnarssonar flutti Þorsteinn Erlings- son honum kvæði og getur þess að tvær fylgjur séu og hafi verið förunautar hans: Manndáð og Mannúð. Hér hefir að framan einkum verið dvalist við manndáðarverkin. Þau voru önnur hliðin í fari Tryggva, sú sem mest bar á. Mannúð- arverkin sýndu hina hliðina og komu einkuin fram í dýravináttu. Tryggva þótti vænst um það tvent, af því sem hann hafði gert, það sem áður er nefnt, um afskiftin af Jóni Sigurðssyni, og »það sem eg hefi skrifað og unnið fyrir dýrin«. Eg get þess að fuglalífið í Laufási hafi fyrst og fremst gert Tryggva að dýravin og oft sagði hann söguna um síðasta fuglinn sem hann skaut, þá ungur, og vængbrotin lóan söng: »dýrðin, dýrðin«. Hann gat aldrei hugsað sér að verða fugli að meini upp frá þvi. Hugsunarháttur íslendinga hefir mjög breyzt síðasta mannsald- urinn, um meiri samúð með skepnum og mannúð í löggjöf og með- ferð. Því veldur fyrst og fremst einlægasti og athafnamesti dýravin- urinn sem þetta land hefir eignast: Tryggvi Gunnarsson. »Dýravinur- inn« er kærkomin bók íslenzkri alþjóð og hann hefir um land alt unnið mikið gagn. Tryggvi hefir gefið hann út frá fyrstu tíð. Hann stofnaði og dýraverndunarfélag og studdi að bættri löggjöf á þessu sviði. Hann var óþreytandi og sívakandi við það starf. Kemst Þor- steinn Erlingsson fagurlega að orði í ljóðunum, sem áður eru nefnd, er hann segir: »Og mannúð þinni mæt var þeirra sæla, sem mega líða, þegja’ og hugsa sitt; og það er víst: ef dýrin mættu mæla, þá mundi verða blessað nafnið þitt«. Síst liefði Tryggvi viljað, að því væri gleymt, að hann var dýra- vinur. Og síst vildi hann að sá bekkur stæði auður sem hann skipaði í því rúmi. Skyldust vináttunni til dýranna var ástin til blómanna. Alþingis- húsgarðurinn var óskabarn Tryggva Gunnarssonar. Þar átli hann margar gleðistundir og þar kaus liann sér legstað. Vorannir banka- stjórans, þingmannsins, bæjarfulltrúans og formannsins í ótal félögum voru aldrei svo miklar, að hann mætti ekki vera að þvi að hjúkra nýgræðningnuin í alþingishúsgarðinum. Hann vann þar ÖII verk sjálf- ur meðan hann gat. Það voru mestu gleðistundir hans núna síðast í sumar, að geta setið í skjólinu og sólskininu og notið blómailmsins í alþingishúsgarðinum. Nú er þar risið veglegt minnismerki yíir honum. Síðuslu árin þegar kraftarnir til framkvæmda úti urðu minni lagði hann meiri rækt sjálfur við bókaútgáfu Þjóðvinafélagsins. Þá skrifaði hann mjög mikið sjálfur í almanakið. Og alman'akið náði þá afarmikilli útbreiðslu meðal fólks, upplagið var um 7000 og seldist venjulega upp á skömmum tíma. Tryggva þótti fjarska vænt um það hvað almanakið seldist vel og gerði sér mjög mikið far um að það væri svo úr garði gert að fólk liefði gaman og gagn af að lesa. Hon- um þótti mjög vænt urn þær greinar í því, sem honum fanst að fólk- ið hefði gagn af og rná hiklaust telja Tryggva meðal beztu og holl- uslu fræðara fólksins, eins og hann stjórnaði almanakinu. Aldrei tók Tryggvi einn eyrir fyrir störf sín sem formaður Þjóðvinafélagsins, þau mörgu ár sem hann var það. Hann fann það í sumar að hann myndi ekki geta annað því lengur. En honum var orðið það svo samgróið að vera formaður Þjóð- vinafélagsins og sjá um almanak og Dýravin, að liann gat ekki slitið sig frá því. Það var þinginu í sumar til sóma að það kaus hann í einu hljóði formann fjelagsins, þótt veikur væri. Það bætti að nokkru fyrir mistök. Dugnaður og óeig-irjg-Ir-ni. Þar sem Tryggvi Gunnarsson er til moldar hniginn, á ísland þeim syni sínum á bak að sjá, sem meiri og farsælli verkum hefir hrundið í framkvæmd, þjóðínni til heilla, en nokkur sem eftir lifir. Mjög margir aðrir hafa safnað meiri auð fyrir sjálfa sig. Margir aðrir hafa sýnt mikinn dugnað, fyrir sjálfa sig — meiri dugnað fgrir sjálfa sig, en hann. En enginn núlifandi'íslendingur hefir unnið eins mörg og farsæl verk, fyrir heildina, í framkvæmdum innanlands, eins og Tryggví Gunnarsson. Þetta er mikið mælt, en ekki ofmælt. Og má enn minna á kvæði Þorsteins Erlingssonar: »En þá mun einhvers okkar lítið getið, er ísland gamla telur börnin sín, ef dugur þinn og afl er einkis metið og enginn nefnir fremdarverkin þín«. Þegarjfþað tvent fer saman: afburða dugnaður og óeigingirni — þá er þess að vænta að starfið verði bœði mikið og gott. Því miður fer það sjaldan saman. Dugnaðarmennirnir hugsa venjulega lang mest um sig. Tryggvi Gunnarsson sameinaði þetta tvent í sér: afburða dugnað og óeigingirni. Og svo bættist það ofan á að honurn var gefið langt líf, ágæt lieilsa og loks óslökkvandi löngun til þess að vinna gagn. — Þessvegna eru störfin svo mörg sem getið hefir verið og þessvegna eru þau lika svo góð. Tryggvi Gunnarsson var mikilmenni. Fyrst og fremst vegna dugn- aðarins. Hann var fyrir skömmu nefndur »framfaratröllið« í blaði verkamanna hér í bænum. Og annar ritstjóri hér í bænum sagði það um hann, að hann hafi verið margra manna maki. Starfsbróðir Tryggva, sem starfað hefir lengst ineð honum allra núlifandi manna, sagði það um hann, við þann er þelta ritar: »Eg get ekki talað yfir honum. Hann stendur mér of nærri til þess. Það yrði álitið oflof, sem eg segði um hann. En Tryggvi liafði sjálfur óljósa hugmynd um hvílíkt mikilmenni hann var«. Dugnaðurinn kom fram i því, að enginn glímumaður stóð hon- um snúning á yngri árum, enginn afkastaði jafnmiklu í smíðum á sköinmum tíma. Hann hrauzt á milli bæja í bráðófærum veðrum meðan hann var bóndi. Hann vakti i 7 sólarhringa við að gera »Rósu« sjófæra. Hann gat fram á elliár haft ótal járn i eldinum, án þess nokk- urt þeirra brynni. Og loks lét hann sjúkdóminn síðasta aldrei yfirbuga sig. Hann lá ekki einn einasta dag í rúminu. Hann fór á fætur á hverjum degi þrátt fyrir óumræðilegar kvalir. Hann háttaði síðasla kvöidið fjóruin tímum áður en hann dó, og þó var langt frá að segja mætti að snöggt hafi orðið um hann. En dugnaðurinn var ekki nema önnur hliðin. Hin er sú, að hann beitti öllum þessum dugnaði öðrum til heilla og gagns. Hann spurði ekki um það, hvort þetta eða hitt, sem gera þurfti, væri sér áhatasamt. Hann spurði einungis uin hitt, hvort það væri heildinni, þjóðinni gagnlegt. Og — rækist það á, að það sem var heildinni ti! gagns, var honum sjálfum til fjártjóns — þá var ekki að því að spyrja, að hann tók á sig það fjárljón til þess að vinna heildinni gagn^ Slíkir menn eru sjaldgæfir — mjög sjaldgæfir. En þegar einhver þjóð eignast slíkan son, þá er það helg skylda hennar að halda veg- lega á lofti minning hans, ef ekki til þess að heiðra hann, þá a. m. k. til þess að sýna hinni uppvaxandi kynslóð hið fagra dæmi. Því að það er hin mesta gæfa hverrar þjóðar að eignast slíka menn. Ress vegna vill Tíminn halda svo veglega á lofti minning Tryggva Gunnarssonar sem kostur er að þessu sinni. Það er forn siður, að menn taka sér og öðrum jafnaðarmenn. Allir sem þekkja sögu íslands munu ljúka upp einum munni um það, hvaða mikilmenni fortíðarinnar Tryggvi Gunnarsson er líkastur. Það er Skúli landfógeti Magnússon, Ber hvorttveggja til um mannjöfnuö með þeim, að þeir börðust mjög fyrir hinum sömu máluin og áttu mjög iund saman. Skúli fógeti barðist fyrst og fremst fyrir iðnaðarmálinu og verzl- unarmálinu. Það voru hin sömu mál sem Tryggvi lielgaði kratta sína.. Munurinn er ekki annar en sá, sem skapast af ólíku aldarfari og kringumstæðum. Skúli fógeti er mesti framkvæmdamaðnr 18. aldar- innar. Tryggvi Gunnarsson var mesti framkvæmdamaður 19. aldar- innar. Báðir eiga sammerkt í þessu, að vinna fyrst og fremst fyrir heildina. Það var sagt um Skúla: »Hann var erfiðismaður i mesta lagi, svo hann gat varla iðjulaus verið«. Enn var um Skúla sagt, að hann hafi verið »vinfastur, tiölltryggur, einlægur og undirhyggjulaus«. Hvorttveggja á og bókstaflega heiina um Tryggva Gunnarsson. Enn má nefna í fari Skúla »örlæti hans og góðgerðasemi og brjóst- gæði gagnvart fátæklingum og munaðarleysingjum«, og á það ekki síður heima um Tryggva. Ólíkir eru þeir aftur á móti að því leyti, að Tryggvi var hvergi nærri eins óvæginn við mótstöðumenn sína. Og loks hvílir meiri blessun yfir þeim fyrirtækjum sein Tryggvi kom á fót, enda naut hanh þess að öld var um liðin og þjóðinni hafði stórmikið farið fram um alla manndáð og þroska til að fylgja ráðum sinna beztu manna. Tryggvi Gunarsson liefir haft meira fé undir höndum en nokkur annar íslendingur. Hann auðgaði sjálfan sig ekki við þá ráðsmensku. Það er fjarri því að hann sé ríkur maður, þegar hann déyr. Arfur- inn sem hann lætur eftir sig var ekki í hans eigu. Hann gaf hann jafnóðum. Peningarnir streymdu alt af inn á hann, en hann lét þá ekki í kistuhandraðann. íslenzka þjóðin er erfingi hans. Arfurinn eru hinar miklu framkvæmdir víðsvegar um landið. Tryggvi Gunnarsson var mikill maður vexti og manna styrkast- ur. Hann var hinn mesti íþróttamaður á yngri árum, hvorttveggja í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.