Tíminn - 10.11.1917, Page 4

Tíminn - 10.11.1917, Page 4
144 TIMINN hækkunina. Eg er alveg sammála um það, að sykurverðið er til- finnanlega hátt. Eg held að eg skilji það eins vel og kaupmenn- irnir hve hart það er fyrir fátækt fólk, að fá þessa verðhækkun ofan á mjólkurekluna. En eg hygg að þessi verðhækkun sé bundin sömu reglum og aðrar verðálagn- ingar i landsverzluninni. Og því mega menn ekki gleyma, að stjórnin hefir þær fyrirskipanir frá þinginu að séð sé um að landsverzlunin beri sig. Það er aftur annað mál, hvort ekki hefði verið rétt að heimila stjórninni að selja ýmsar vöruteg- undir undir verði. Stjórnin barðist fyrir því á þinginu að selja kol undir verði. Lengra varð ekki komist í því máli. Og hér vil eg að eins taka það fram, að stjórn- in á ekki sök á því, þó almenn- ingur hafi ekki fengið þessi kol. Um sykurmálið vil eg annars ekki fara fleiri orðum, en þessu vil eg lýsa yfir, að stjórnin skilur vel kröfur fólksins í þessu máli og mun sinna þeim eins fljótt og unt er. Og í því. sambandi vil eg taka fram það sem lýst hefir verið yfir á undan þessum fundi og það sem stjórnin hefir jafnan haft fyrir augum, að svo framarlega sem danski sykurinn ábyggilega fæst, þá mun verðið lækkað niður i það sem áður var. í raun og veru munu nú ekki nema tvær leiðir út úr dýrtíðar- vandræðunum, önnur sú að selja undir verði, en inn á þá leið hefir þingið ekki viljað fara, að kolun- um undanteknum, en hin leiðin er að reyna að hjálpa fólkinu um atvinnu, svo vel launaða atvinnu, að fólkinu veitist léttara að rísa undir dýrtíðar-örðugleikunum. — Þessa leið ællar stjórnin að fara, hún ætlar eftir fremsta megni að reyna að greiða fyrir atvinnu fólks- ins hér, þrátt fyrir þótt hún viti að það muni sæta mismunandi dómum. Stjórnin hefir vilja, einlægan vilja á þessu, og til þess að það mál geti farið sem bezt úr höndum, held eg að bezt væri að stjórnin slæði milliliðalaust í sambandi við fólkið, eða félög þess. Því ver er það svo, að blöðin sum, sem þykj- ast eiga sín í að hefna á stjórn- inni, blása um of að þeim koiun- um að koma of miklurn kala inn í alt — jafnvel inn í það sem þjóðinni er lífsspursmál að vel takist. Uin landsverzlunina skal eg að lokum enn taka það fram, að eg efast ekki um það, að þrátt fyrir það að • landssjóðsverzlunin hafi gert ómetanlegt gagn, þá efast eg ekki um að á henni séu ýmsir gallar. Eg hefi einmitt viljað reyna sem bezt að setja mig inn í verzl- unina, reyna að finna á henni gallana og reyna svo að bæta þá. Og þetta er stjórninni allri sam- eiginlegt áhugamál. Nú hafa verið skipaðir 2 endurskoðendur til að endurskoða verzlunina frá byrjun, dr. Ólafur Daníelsson og Þórður Bjarnason kaupm. Þessi endurskoð- un verður á sínum tírna gerð öll- um kunn. Öll gögn verða lögð fram. Jafnframt verður látin fara fram nákvæm vörutalning á verzl- uninni nú um áramótin. Og ef hag- ur verzlunarinnar reynist þá góður, þá verður hægf að selja vörurnar ódýrari, því ekki er það tilætlun vor að græða á verzluninni. En ef svo færi, að gróði yrði á verzl- uninni, þá er rétt að minna á að sá gróði er landssjóðs eign, og má verja honum til þess að hjálpa ef til vill þegar þrengst verður i búi. Og því ver þá er eg hræddur um að það örðugasta sé eftir. Striðsskuggarnir teygja sig lengra og lengra inn yfir hlutlausu löndin. Örðugleikarnir verða altaf meiri og meiri. — Og þó eg viti að þeir menn séu til, sem telja það aðal- hlutverk sitt að æsa gegn lands- stjórninni, þá veit eg að annað verk er þeim sæmra að vinna. Þegar alvarlegustu timarnir standa yfir, þá vinna þeir þjóð- hollari verk, sem sameina kraft- ara, heldur en hinir, sem sundra þeim. Fimdurinn 03 syknrverðið. Alþýðusambandið boðaði til fund- ar í gærkvöldi út af sykurhækkun- inni og væntanlegum atvinnubót- um og bauð þangað ráðherrunum, forstjóra landsverzlunarinnar, stjórn Verzlunarsambands íslands, blaða- mönnum og fleirum. Varð fuudur þessi afarfjötmennur, drepið i Good- ternplarhúsið og náði þyrpingin út á götu, enda stóðu þarna öllum opnar dyr. Var það auðséð á öllu, að al- menningur átti von á þvi að þarna mundu leiða saman hesta sína kaupmenn sem ákærendur og landsstjórnin sem ákærður út af sykurhækkuninni, frammi fyrir dómaranum, alþýðu Reykjavíkur. Urðu menn heldur ekki fyrir vonbrigðum nema þá helzt að því leyti, ef mönnurn kann að hafa fundist fara helzt til lítið fyrir á- sökunum kaupmannanna þarna á fundinum, þótt þeir liafa sig helzt lil lítið i frammi. Allir vita það að landsverzlunin á ekki alniennum vinsældum að fagna hér í þessum bæ. Hitt munu menn vita líka að landssljórnin á það ekki heldur. Enn fremur mun mönnurn það eigi síður ljóst, að kaupmenn eigi heldur ekki allra hugi. Ymsum mun nú hafa leikið for- vitni á hvernig dómurinn félli ein- mitt á þessum fundi. Stjórnin hafði nú ofan á alt annað unnið sér það til sakar að hækka sykurverð landsverzlunar- innar, en kaupmenn hinsvegar ný- lega gert alveg óvenjulega gustuk á almenningi með því að neita að selja honum þessa vörutegund svona dýru verði. En einhvernveginn var það nú svona samt, að heldur virtist dómi halla á kaupmennina. Þeir sem fjarstaddir voru geta betur skilið hvernig á því muni hafa staðið, með því að lesa ræðu Sig. Eggerz núverandi forsætisráð- herra sem birt er á öðrum stað hér í biaðinu. Menn virtust skilja það alment, að án landsverzlunarinnar gætu menn ekki verið, án hennar yrði ekki af konist, og hvað þessa sér- stöku ráðstöfun snerti, hækkun sykurverðsins, var 1 einu hljóði samþykt svonhljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á lands- sljórnina að fella burt nú þegar hina gífurlegu hækkun á lands- sjóðssykrinum, þar sem hún eins og á stendur skaparafarmikiðmis- rétti, og skorar á landsstjórnina að birta þau gögn, sem verðið á núverandi sykurbirgðum bygg- ist á«. Annars var hiti nokkur í ræð- um manna og fundarmönnum ýms- um, enda vel tekið undir ákúrur á báða bóga, kaupmenn og lands- verzlun, en það sem gerði gæfu- muninn var það hve lítið var að því gert að inæla kaupmönnnnum bót. Stóð fundurinn nærfelt þrjár klukkustundir og varð þó litið úr sérstökum umræðum um atvinnu- bæturnar, enda ákveðið að kalla saman fund um þau mál von bráðar. Iíj ötsalan • Þungir munu Norðmenn í skauti um að gefa golt verð fyrir kjöt það er heimilað hefir verið að selja héðan til Noregs, og mun kjötsölunefndin hafa orðið að lækka tilboð þau er hún gerði Norðmönnum upphaflega um kjötið. Hinsvegar munu kjötframleið- endur og þjóðin í heild sinni mega treysta því að hvernig sem tekst til um þessa verzlun, þá verður þar naumast liandvömm um að kenna, þar sein unnið er að þess- um málum af landsstjórninni og völdum mönnum af hálfu sam- vinnumanna og verzlunarráðsins í sameiningu. Þegar Tíminn á dögunum birti tillögur þeirra Hallgrítns Kristins- sonar og Pélurs Jónssonar um kjötverzlunina, þá var þess getið að tillögurnar hefðu áður verið bornar undir verzlunarráðið og að það hefði fallist á þær óbreyttar. Þetta var eigi rétt. Hafði Tíminn lofað að láta þess getið hverjar helztu breytingartil- lögur verzlunarráðið hefði gert um þetta mál, og skal það nú efnt. Tillögumennirnir höfðu i tillög- um sínum ekki gert ráð fyrir sér- stakri nefnd lil þess að sjá um kjötsöluna heldur orðað það svo að landsstjórnin hefði þar öll yfir- ráðin. Sú ráðstöfun, að sinn mað- urinn af livorum flokki, lcaup- 286. Afgreiðsla Tímans heflr nú fengið síma nr. 286. mönnum og samvinnumönnum annaðist þetta, er því að tillögum verzlunarráðsins. Tillögumenn höfðu gert svo ráð fyrir, að tækist einstökum mönn- um að útvega útflutningsheimild og selja kjöt til Norðurlanda um- fram þessar 15 þúsund tunnur þá yrði ekki þeim samningum raskað sem þar að lytu. Verzlunarráðið lagði hins vegar lil að tækist ein- stökum mönnum að úlvega út- flutningsheimild fyrir kjöt, þá kæmi sá úlflutningur undir sam- eiginlegan kjötsölureikning. Þriðja efnisbreytingin í breyt- ingartillögum verzlunarráðsins var sú, að það vildi að bæja- og sveiastjórnum yrði selt kjötið með brezka verðinu, en tillögumenn höfðu lagt til að þetta verð yrði sem næst mitt ó milli brezka verðsins og meðalverðs þess sem fengist fyrir sallkjötið þegar sala hefði átt sér stað til Norðmanna og Brela. Báru tillögumenn það fyrir, að að öðrum kosti mundi verða skortur á kjöti, allir mundu þá heldur vilja salta sitt kjöt til þess að ná í meðalverðið. Stjórnarráðið og tillögumenn féll- ust á tvær fyrstu tillögurnar, en um atriðið í þriðju tillögunni mun það nú orðið að samkomulagi í kjötsölunefndinni að frumtillagan verði látin standa. Kréttii*. Steinolían. Blaðið varð of lítið að þessu sinni. Grein um stein- olíuna verður að bíða næsta blaðs. En ekki er þar hopað af hólminum. Sölium þreng-sla verða nokkrar auglýsingar að bíða, og eru auglýsendurnir beðnir afsök- unar á því. Skipaferðir. »Consul H or n« heitir frakkneskt gufuskip sem hingað kom í vikunni, með kol og salt til landsstjórnarinnar og munu þá öll kolin og saltið komið, sem frakkneska stjórnin lofaði hingað heim í samningunum um botnvörp- ungakaupin. í fylgd með skipinu voru tvö skip önnur vopnuð, og mun þeim ætlað að fylgja botn- vörpungunum sem Frakkar keyptu hér. Þá komu og skipshafnir á botnvörpungana með þessum skip- um. »Vörðnr« heitir nýtt blað sem ætlað mun að styðja skólamál og hagsmuni kennara. Ritstjórinn er Hallgrímur Jónsson. Ritstjóri: Gnðlirandur Mag'nússon. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.