Tíminn - 01.12.1917, Qupperneq 2

Tíminn - 01.12.1917, Qupperneq 2
154 TIMINN unni sé mikið ábótavant og þótt mikið vanti á að lög séu fram- kvæmd og lögum sé hlýtt, þá er ekki sú reynsla fengin að hægt sé að segja afr íslendingar geti ekki stjórnað sér sjálíir innanlands, sett sér lög og séð um að lögunum sé blýtt. Reynslan hefir ekki sýnt annað en það, að meðan það er gert í hjáverkum, meðan innanlandsmál- in eru ekki aðalatriðið, fer alt í ólestri. Út úr ógöngunnm. Því er hér ekki fram haldið að þetta sem nú hefir verið sagt sé eina ástæðan til ástandsins sem nú ríkir um íslenka lagasetning og lagaframkvæmd. En það er höf- uðástæðan. Og vilji menn lækna þetta þjóðarmein verður ekki fram hjá því farið að grafa fyrir ræt- urnar. Og lausnin verður þá sú: að hér eftir verði það innanlands- málin eingöngu sem skifti flokk- nnum með þjóðinni, vegna afstöðu til þeirra verði stjórnum steypt og þær studdar, og þau verði aðal- málin sem stjórninni séu ætluð til framkvæmda en ekki aukaverk. Það eru afarsterkar líkur til þess að giundroðinn í lagasetningunni festuleysið í framkvæmdinni og þjóðarlösturinn, ólöghlýðnin, færist þá mjög til betri vegar. Setjum svo að flokkur myndist, sem setur það efst á stefnuskrá sína að koma skipulagi á laga- setningu, koma samræmi á milli laga, safna öllum skyldum lögum í kerfi og koma fyrir kattarnef öllum þeim margföldu viðaukum Og viðaukum viðauka sem nú gilda og enginn botnar í. — Flokkurinn kemst í meiri hluta og skipar stjórn, sem setur þetta mál á oddinn. Hér er margfalt meiri trygging fyrir að þetta verk verði unnið og unnið vel, en ef þingið hefði falið verk þetta stjórn, sem hafði það að aðalmáli t. d. að semja við Dani um landhelgisvarnir. Setjum svo að menn skiftist í flokka um innanlandsmál, það þarf ekki að nefna sérstök dæmi, það skiflir engu máli. Annar flokk- urinn kemst í meiri hluta og setur þau lög sem hann álítur horfa til heilla. Stjórn er skipuð til þess að framfylgja þeim lögum og hefir það efst á dagskrá að láta þau reynast vel. Slík stjórn er ekki kærulaus um það hvernig lagaverðirnir ganga eftir að lögunum sé hlýtt. Henni væri steypt ef hún sýndi slíkt tóm- læti. Hún teldi það skyldu sína að afsetja þá þjóna sína sem van- ræktu. Og hún stæði og föst með um það að fólkið hlýddi. Hérna er tryggingin að lög séu skipulega sett, þeim sé framfylgt og þeim sé hlýtt. Þessi: að stjórn, að lagaverðir æðri og lægri, að þeir sem eiga að hlýða — allir viti að ef ekki er framfylgt, þá verður gripið til alvöru og lögin látin gilda fyrir annara hendur. Einstakt dæmi mætti nefna, t. d. aðflutningsbannið. Gerum -ráð fyrir að stjórnarflokkurinn hafi það beint á stefnuskrá sinni að láta framfylgja og hlýða lögunum. Af- leiðingin er sú að stjórnin veit að ef hún ekki gerir skyldu sína fær hún vantraustsyfirlýsingu. Sýslu- mennirnir AÚta að ef þeir hilma yfir með smyglurum eða loka aug- um fyrir lögbrjótum þá verða þeir afsettir. Lögregluþjónar vita hið sama. Læknar og lyfsalar vita að beitt verður við þá fylstu sektar- ákvæðum og afsetningu ef þeir misnota leyfi sitt. Iðnaðarmenn vita hið sama. Allur almenningur veit og reynir að full festa og al- vara er á ferðum o. s. frv. Það er engum blöðum um það að fletta, í þessu einstaka tilfelli eins og öðrum að ef alvara og festa er á ferðum, þá eru líkur allar þeim megin að þessi þjóð- arlöstur verði smátt og smátt læknaður og með lionum rutt út úr þjóðfélaginu einhverri hinni verstu pest sem þar getur þróast. En meðan ástandið er eins og það er um flokka og stjórnarskipun í landinu skal engan furða þótl festuleysi um lagaframkvæmd gangi Ijósum logum. Fyrir því er það lausn málsins að vekja þjóðina til skilnings á því, að láta ekki innanlandsmálin lenda í hjáverkum. Fyrir því er það áskorun Tímans til þjóðarinn- ar og allra hugsandi manna, að skipa sér nú í flokka, ekki eftir gömlum væringum, ekki eftir al- dauðum deilumálum um samband- ið við Dani, heldur um innanlands- málin, framsókn og íhald. Til þess að festa komist á innanlands- stjórnina. Til þess aö við íslend- ingar getum sýnt það svart á hvítu að við getum stjórnað okkur sjálfir. Til þess að ekki liggi leng- ur á okkur óorðið að við getum og viljum ekki hlýða þeim lögum sem við seljum okkur sjálfir. Til þess að við lærum einhvern tíma að hugsa meir um hag okkar en væringar út á við. Canðsverzlunin. Langsamlega stórvægilegasta mál- ið sem nú er á dagsk’á hjá þjóð- inni er fyrirkomulag landsverzlun- arinnar. Stjórnin ætlar að setja yfir landsverzlunina þriggja manna stjórn og gera hana óháða stjórn- arráðinu, þetta mun stjórnin reynd- ar bafa ætlað sér í alt haust, en nú um áramót á breylingin að verða. Landsverzlun er verzlun þjóðar- innar, bjargráðaráðstöfun gerð á hætlutegustu tímum sem yfir þetta land hafa dunið. Einkennileg ís- lenzk uppfynding sem stærri þjóð- ir mættu vera hreyknar yfir að hafa gert. Hitt er annað mál hvernig þessi íslenzka hugsun hefir verið framkvæmd hingað til Fáar verzlanir hafa sætt ómildari dómum en landsverzlunin og er það ekki sízt vegna þess að hvert mannsbarn finnur að það á hlut i landsverzluninni, og á henni hvilir ábyrgðin á því, að íslendingar sleppi sem bezt út úr þessum erf- iðu tímum. Landsverzlunin er einskis ein- staks manns verk, heldur verk þjóðarinnar, orðin til af nauðsyn. Fyrst tækifæriskaup á vörum, nú stærzta verzlun landsins, sem hefir 6—7 miljónir króna í veltufé og á fyrir hendi að verða enn stærri. Stjórnarráðið byrjaði á innkaupum fyrsta ófriðarárið og sá alveg um verzlunina. Þegar verzluninni óx fiskur um hrygg aðgreindist af- greiðslan frá innkaupunum, þannig að innkaupin voru áfram í stjórn- arráðinu, eri afgreiðslan var falin sérstökum manni. Stjórnarráðið keypti og leigði skip til þess að birgja landið upp, en afgreiðslan tók fyrst við vörunum þegar þær voru komnar á liöfn. Úthlutun var komið á vörur þær sem skortur var á i landinu og var úthlutunin falin sérstakri skrifstofu, matvæla- hagstofunni. í október þ. á. voru svo hinar tvær skrifstofur, verzlun- arskrifstofan (afgreiðslan) og mat- vælahagstofan sameinaðar, undir nafninu landsverzlunin. Nú sein stendur er fyrirkomulagið enn þannig að öll innkaup, leigusamn- ingar um skip og ákvarðanir um hvert skipin sigli, eru gerðar af stjórnarráðinu og enn fremur á- kveður það vöruverð.eftir tillögum landsverzlunarinnar. Landsverzlun- in sér aftur á móti, að mestu leyti að eins um afgreiðslu og úthlutun keyptrar vöru, en þó er starfsskift- ingin ekki nákvæm. Þessu fyrir- komulagi er í ráði aö breyta pannig um nýár, að landsverzlunin sjái um öll innkaup og afgreiðslu, en Eimskipafélag íslands sjái um skip- in í samráði við landsverzlunina. Hvað svo sem sagt hefir verið um landsverzlunina er það víst, að hún hefir gert stórfelt gagn, sérstaklega með því að birgja land- ið að vörum, en þó einnig með því að halda í hemilinn á vöruverði kaupmanna. Eins og nú er komið munu fáir neila því, að landsverzlunin er lífsnauðsyn fyrir þjóðina, og sé liún rekin vel getur hún á þessum tímum verið lang- bezta verzlun landsins. Gallarnir á fyrirkomulagi því sem nú er, eru auðséðir. Innkaup og skipaleiga eru gerð af stjórnar- ráðinu, sem er hlaðið öðrum vandasömurn störfum og heíir ekki sérþekkingu á þessu sviði. Inn- kaupin hafa vanalega verðið gerð hjá íslenzkum heildsölum og mætti það undarlegt heita ef landsverzl- unin gæti á þann hátt fengið ódýr- ari innkaup en þeir. Skip hafa verið leigð og keypt mjög háu verði, til að birgja landið upp. Öll dýrustu skipin er’u næstum ein göngu notuð af landsverzluninni, en kaupmenn nota skip Eimskipa- félagsins, sem eru miklu ódýrari. Þar við bætist að það eru eingöngu skip landsverzlunarinnar sem sigla til England og stríðsvátryggingin er orðin svo há að óhugsandi er að setja flutningsgjöldin á vörurnar eftir kosnaði. Jafnaðarverð á frönsku kolunum og tveim förm- um af kolum frá Englandi með landssjóðsskipunum, mundi fara fram úr 300 kr. á smálest ef verð væri sett eftir kostnaði. Með hærra kolaverði hækka öll flutningsgjöld einnig til og frá Bandarikjunum og á þann hátt mundu allar vörur iandsmanna hækka í verði. Salt- smálestin fer eftir kostnaði upp í ^80 kr. ef jafnaðarverð er tekið af franska saltinu og þremur salt- förmum frá Englandi. Með þvi kola- og saltverði munu togarar ekki geta gerl út og flestir mótor- bátar heldur ekki, heldur að eins þilskip, Yfirleitt má segja að landsút- gerðin sé þyngsti bagginn á lands- verzluninni Inn á við eru vandkvæðin aðal- lega tvenn, annað að fylgja fram þingsályktunartillögunni frá í sum- ar, um að selja allar vörur lands- verzlunarinnar sama verði í öllum kaupstöðum, og eftir pöntun að minsta kosti í einu eða tveimur aðalkauptúnum í hverri sýslu, því er nú framfylgt með kol, salt, steinolíu, haframjöl og hrísgrjón. Hilt vandkvæðið eru viðskiftin við sýslumenn. Fyrirkomulagið er þar mismunandi í ýmsum sýslum. Víðast eru sýslumenn aðeins um- boðsmenn, sem panta vörur fyrir kaupmenn, kaupfélög og hreppa, en sumstaðar hafa sýslumenn að einhverju leyti verzlunarstörf á hendi. Gallar þeir, sem nú eru við landsverzlunina eru gamlir, þó að peir veröi meira áberandi þegar verzlunin er orðin að því risa- fyrirtæki sem nú. • Ýmislegt hefir verið lagað af þeirri stjórn, sem nú er við völd, t. d. er bókfærslan nú orðin við- unandi, þó eitthvað megi einnig bæta þar. En aðalgallana, tviskift- ing stjórnar verzlunarinnar, er nú í ráði að laga. Þeir menn, sem tak- ast eiga stjórn verzlunarinnar á hendur, munu um áramót koma að verzluninni, verða staddir við vörutalningu og reikningsskil, kynna sér þá sem bezt allan hag verzl- unarinnar og fyrirkomulag, og munu svo koma með ákveðnar tillögur til stjórnarráðsins um bvernig verzl- uninni eigi að verða háttað. Hér skulu talin nokkur atriði, sem að sjálfsögðu liggur fyrir þeim að athuga. Fyrst hvort ekki mundi borga sig bezt, að senda einn eða tvo inenn til Bandarikjanna, til að hafa á hendi öll innkaup fyrir lands- verzlunina. Þvi næst hvort skip þau, sem nú eru á leigu, verði ekki óþörf framvegis, nema þá ef til vill »ísland«, sem er bezta skipið og tiltölulega ódýrast. Einnig hvort viðskiftin við sýslumenn eru heppi- legri en bein viðskifti við kaupfé- lög, kaupmenn og hreppa. Enn- fremur hvort ekki væri heppilegra að láta skipin frá útlöndum koma oftar beint upp að aðalhöfnunum ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði,.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.