Tíminn - 15.12.1917, Qupperneq 1

Tíminn - 15.12.1917, Qupperneq 1
TÍMINN kemur út einu sinni í viku og kostar 4 kr. frá upphaíi til áramóta. __________—-------—^ ÁFGREIÐSLA Bókbandið á Laugav. 18 (Björn Björnsson). Par tekið móti áskrifendum. I. ár. Reykjavík, 15. desember 1917. 40. blað. Fánamálið. Saga íslenzka fánans er orðin eigi litil, kotni öll kurl til grafar. Verður það golt verkefni sagnarit- ara á sinuin tíma að rekja alla þá sögu. Mun sá þáttur eigi verða ómerkastur talinn í sögunni um baráttu íslendinga að ná fullu sjálfstæði. Það mun og reynast að örðug- leikarnir sem orðið hafa um fram- gang þess máls, hafa eigi sízt glætt ást fslendinga á fánanum og skýrt fyrir þeim nauðsynina að eignast hann, því að hinu var ekki til að dreifa að þeir elskuðu hann af því að þeir berðust undir honum. Væri þá og vel farið að sagan hefði frá þeim atburðum að segja, að þegar konungur íslands neitaði íslendingum um fullkominn sigl- ingafána, og það-er svo var í garð- inn búið að þeirri kröfu fylgau allir þingmenn og allur landslýður — þá hafði það þær afleiðingar að íslendingar hundu enn meiri Irygð við fána sinn, fundu enn skýrar en áður nauðsynina að halda allir vel saman, og tóku allir sameiginlega þau ráð sem dugðu til þess að þeir hlutu að fá fána, ef ekki úr annars hendi þá úr eigin. Saga fánamálsins verður elrki ;sögð hér að sinni, enda gerist þess engin þörf. Það kemur málinu ekki lengur við hvort heppilegt var eða ekki, að krefjast fánans nú, eða hvort aðferðin um að krefjast hans var hin réttasta. Hið fyrra er farið og alt snýst um hið stórvægilega nýja, að allir íslendingar kröfðust þess að fá fullkominn siglingafána, en konungur neitaði. Og hið mikla viðfangsetni er þetta: hvernig eiga íslendingar að taka undir það svar? Þess er ekki að dyljast og er skylt og rétt að það sé sagt opiií^ berlega, að svo munu hafa farið flestum íslendingum er þeir fengu fréttina um fánasynjunina, að þeim flaug í hug hugsunin: eigum við að skilja þegar við Dani. Öllum þorra landsmanna mun vera það ljóst, að það er markið sem lcept er að, að geta staðið al- gerlega á eigin tótum og lúta eng- um nema sjálfum sér. Þegar svo það ber við að þjóðinni er synjað um þann rétt sem hún krefst í einu hljóði, vaknar eðlilega spurn- ingin hvort ekki sér tímabært að skilja þegar og taka sér sjálfur þann rétt sein um er synjað. Það væri og ómannlega að ver- ið, hugsuð menn sér þann mögu- leika að láta nú málið falla niður með ósæmd, hætta við að krefjast siglingafána, einkanlega þegar for- sætisráðherra heflr rekið erindi vor svo einarðlega og með fullri skynsemd, eins og sjá má á öðr- um stað hér í blaðinu. En hugsunin um skilnað við Dani kemur ekki einsaman í hug- ann, í sambandi við fánasynjunina. Ófriðurinn geysar og enginn veit hversu margar og miklar hættur henn getur haft i för með sé fyrir land okkar. Möguleikarnir eru svo margir og ófyrirsjáanlegir, sem liægt er að gera ráð fyrir, í sambandi við hann, að vissast er að stofna ekki til þeirra stórræða sem með ein- hverju móti geta þolað bið. í sam- bandi við væntanlega friðarsamn- inga gelur og verið farsælast að hafa alla vegu opna. Þá er þess enn að gæta að þeg- ar til skilnaðar kemur verður þjóð- in að standa samtaka um að skdja og um að gera alt vel sem þá þarf að gera, en það eru ekki líkindi til þess að það næðist nú, því að mörgum myndi hrjósa liugur við að stofna til slíks undir núverandi kringumstæðum og með það í huga sem að framan greinir. Það má telja víst að til þess að hefja skiln- aðarbaráitu nú þegar, þyrfti að stofna til ófriðar innanlands og væri af því sjáanlegur stór skaði hvor stet'nan sem yrði ofaná, en á það hefir verið bent hér áður í blaðinu, að um þessa hluti verð- um við íslendingar að gera það sem mögulegt er til að sundrast ekki. Á þessum grundvelli vill Tím- inn láta í ljósi skoðun sína á málr inu og er hún í fullu samræmi og í beinu framhaldi af því sem á undan er gengið, sem er: einróma álit þingsins og einarðleg fram- lcoma forsætisráðherrans. Vegna stríðsins sem felur i sér svo rnarga möguleika, krefjumst vér íslendingar þess, að halda opnu málinu uin fánaneitunina.— Við tökum okkur rétt til þess að gefa Dönum ekkert svar að sinni, þ. e. meðan stríðið stendur. Þegar slríðið er búið munum við gefa svar okkar. Tímann sem vinst þangað til notum við til þess að geta þá gefið viðeigandi svar. Við styrkjum okkur í samheldni um öll þau mál sem horfa út á við. Og við gerum ráðslafanir til þess að eiga víst nóg af handbæru fé, um það leyti sem friður er satn- inn, til þess að geta borgað skuldir okkar þegar við viljum, á þeim stað sem við viljum. Og á þeim grundvelli verður svar okkar, þeg- ar við gefum það: fánann eða skilnað. Eina undantekningin frá þessu gæti verið sú, ef eittlivað alveg nýlt kæmi fram í málinu, sem gerði það líklegt að fáninn fengist fyr. Hreinar línur eru ávalt farsæl- astar. Þær hafa verið dregnar hér. Bein afleiðing þessarar stefnu er sú að fánamálið verður væntan- Iega ekki mikið rætt hér í blaðínu eftirleiðis. Tíminn vill sem minst deila um málið. Hann gengur út frá öllum íslendingum samtaka um það. Tíminn álítur að undir- búningur íslendinga undir það að gefa viðeigandi svar við fánasynj- uninni eigi að gerasl í kyrþey og eigi sem minst að ræðast opin- berlega. En jafnframt leggur Tíminn hina mestu áherzlu á að hvergi sé kvik- að frá settri stefnu, allur undir- búningur ræktur sem bezt og felur stjórn og þingfiokkum að ræða það og ákveða um það, án þess hærra fari. Á þennan veg einan hyggur Tíminn að borgið sé fullkomnum rétti og sóma stjórnar, þings og þjóðar. Og um leið i fullum mæli gætt stillingar og forsjár. Pánamálið fliitt í ríkisráðinu. Forseti ráðuneytis íslands flutti fimtudaginn 22. nóvember þ. á. í ríkisráðinu eftirgreinda allraþegn- samlegasta tillögu um löggilding á fána íslands, og færði þau rök að henni, sem nú skal greina: Síðasta Alþingi samþykti í báð- um deildum svofelda þingsátyktun: »Alþingi ályktar að skora á stjórnina að sjá um að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði, og ályktar að veita heimild til þess, að svo sé farið með málið«. Þingsályktun þessa samþykti Alþingi með öllum atkvæðum, og það er engum eta undirorpið, að hún er bygð á samróma og mjög ákveðnum óskum allrar íslenzku þjóðarinnar. Alla stund frá stofnun þjóðveld- is á íslandi hefir meðvitunin um, að íslendingar væri sérstök og sjálfstæð þjóð, lifað í tungu og löggjöf landsins. Framfarir í menn- ing og efnahag liafa á síðustu mannsöldrum komið í stað langr- ar afturfarar, og vakið kröfur þess, að þjóðerni íslands sé sýnt með þeim einkennum, sem eru heildar- merki þjóðanna að skoðun nútím- ans. Sérstaklega liefir þróun ís- lenzkra siglinga valdið því, að sú ósk er orðin mjög öflug, að ísland fái sinn eiginn fána tii sanninda um þjóðerni sitt. Eg verð að leggja það til, að Yðar Hátign verði við þessari ósk með allrahæstum úrskurði um ís- lenzkan fána. í umræðunum á Alþingi var því lýst, að ísland hefði efalausan rétt til þess að hafa sinn eiginn fána og að hin stjórnarskipulegu völd íslands hefðu fult vald til að skipa þessu ináli. Eg verð að vera þeirrar skoðunar, að þar sem ekki er deilt um rétt íslands til yfirráða yfir verzlun sinni og siglingum, þá fel- ist þegar þar í heimild til þess eftir tilmælum Alþingis að afnema með konungsúrskurði takmarkanir þær á notkun íslenzka fánans á íslenzkum skipum fyrir utan land- helgi, sem settar eru í konungsúr- skurði 22. nóvember 1913. Eg áskil mér að gera síðar til- lögur til breytinga á löggjöf íslands, þær er leiða kynnu af konungsúr- skurðinum. Samkvæmt framansögðu leyfi eg mér allra þegnsamlegast að leggja til: að Yðar Hátign mætti allra mildi- legast þóknast að fallast á, að fáni sá, sem ákveðinn var með konungsúrskurði 19. júni 1915 verði löggildur fáni íslands, og að afnema jafnframt konungs- úrskurð 22. nóvember 1913 um sérstakan íslenzkan fána. Út af tillögu þeirri, sem ráðherra íslands hafði borið fram, fórust forsœtisráðherra Dana þannig orð: 1 samrætni við það, er eg sagði í ríkisráði 22. nóv. 1913, um mál það, er nú er aftur á ferðinni og af Dana hálfu ekki hafði verið búist við, að aftur mundi fram borið, án þess að tillit sé tekið til þeirrar niðurstöðu, sem þá varð, verð eg að halda fast við það, að málinu verði ekki skipað á þann hátt, er ráðherra íslandi leggur til. Af hálfu Dana er það samt að segja, að þeir eru fúsir til nú sem fyr að semja um þau deilu- atriði, sem fram koma um sam- bandið milli Danmerkur og íslands. Ráðherra íslands, Af ástæðum þeim, sem eg hefi flutt fram, verð eg að halda fast við tillögu þá, er eg hefi borið hér fram, og fari svo að Yðar Hátign, eftir það sem fram er komið, viljs eigi fallast á tillögu mína, leyfi eg mér til skýringar um, hvernig þá muni víkja við, að láta þess getið, að þótt eg og samverkamenn mín- ir í ráðuneyti íslands geri ekki synjunina að fráfararefni, svo sem nú er ástatt, þá má ekki skilja það svo, að vér leggjum eigi hina mestu áherslu á framgang málsins, og vér vitum það með vissu, að Alþingi muni ekki láta málið nið- ur falla.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.