Tíminn - 02.02.1918, Qupperneq 2

Tíminn - 02.02.1918, Qupperneq 2
22 TtMINN Um ostagerð eftir Jón Á. Guðmundsson. III. Eitt af því, sem mest mælir með Gráðaostagerðinni hér á landi, er hve byggingarkostnaðurinn verður lítill í samanburði við það, sem þarf í öðrum heitari löndum. Hér er hitinn svo lítill að sumrinu, að engan sérstakan útbúnað þarf lil þess aðverjast honum. í stað þess hafa Frakkar t. d. varið tugum miljóna franka til að útbúa kjallarana í Roquefort, svo þeir yrðu ekki of heitir fyrir ost- ana. Kjallarar þessir eru um 12 melra djúpir, og auk þess jarð- göng úr botni þeirra inn og niður í kalklög fjallanna og eru alt að 500 metrar á lengd. Auk þess hef- ir á síðari árum verið mikið af kælivétum notað við ostagerð þeirra. Hér þurfa geymslukjallarar ekki að vera dýpri en 21/« meter ef þeir eru allir undir yíirborði jarð- arinnar, sem er hið æskilegasta, enda sjálfsagt, því engir gluggar mega þar vera. Ostabú, sem vinnur úr 15000 lílrum af mjólk yfir sumarið, þarf byggingu, sem er 4X? metrar að grunnmáli, ein hæð með kjallara undir. Gólíið á húsinu þarf að vera úr steinsteypu, og kjallarinn allur steinsteyptur að innan. Húsið sjálft má vera úr tré, þó steinninn sé þar heppilegri, sökum hins raka lofts sern þar er inni. Með þverskilrúm- um sé því skift í þrjú herbergi. í öðrum endanum er inngangur hússins. Þar er herbergi 2 metra á breidd. í því er mjólkin vegin og ostarnir saltaðir. í miðju hús- inu er ostaskálinn 3,5 metra breið- ur. Þar er mjólkin hituð og hleypt, síuð frá draflanum, soðin niður o. íl. Inst er þurkrúmið, það er að eins 1,5 meter á breidd. Þar eru ostarnir þurkaðir á þann hátt, að mysan siast úr þeim; draflinn og Gráðamyglan látin í ostamótin, og þeim snúið við öðru hvoru. Þar þarf að halda jöfnum hita allan sólarlrringinn, og þess vegna óheppi- legt að hafa það stórt. Á daginn má fá þangað hita úr ostaskálan- um, en að nóttinni verður að hita þar upp. Kjallaranum sé einnig með þverskilrúmum skift í þrjá hlula. Undir þurkrúminu sé ís- geymsla 2,4 metrar á breidd. Þar næst mjór gangur 1,1 meters breið- ur. Þar sé gengið niður í kjallar- ann úr ostaskálanum. Undir sölt- unarrúmi sé ostakjallarinn. Þar sé op á gólfinu, svo ostarnir verði undnir þar upp og niður. Hér er ekki gert ráð fyrir neinni íbúð, sem undir mörgum kringumstæð- um væri þó nauðsynleg, því viða mun haga syo til, að búið yrði að mörgu leyti illa sett svo nærri bæj- um, að fólk það, sem ynni að ostagerðinni, gæti haft þar íbúð sína. Æskilegast væri að rafmaghsslöð lil reksturs ostabúrsins, væri kom- ið upp jafnframt og búinu sjálfu. En þó að það væri ekki til að byrja með, væri sjálfsagt að reisa búið á þeiin stað, sem liægt væri að fá nægilegt vatnsafl- til raf- magnsvinslu. . Áhöld til Gráðaostagerðar eru ekki sérstaklega margbrotin. Einna mestur kostnaður liggur í osta- mótunum. Þau þurfa 1 fyrir hverja 3 lítra mjólkur þá daga sem mjólk- in er mest. Þau eru best úr tinuðum kopar, eru einnig gerð úr leir eða blikki. Auk ostamótanna eru hleypiker, síuker, mælar ýmiskonar og ýms önnur smáverkfæri. Við mysu- ostana þurfa auk þess ýms verk- færi, svo sem hrærivélar, og pott- ar til að sjóða mysuna niður. í Roquefort er notað nokkuð af vélum við ostageymsluna, en ólík- legt er, að ostagerðin hér verði bráðlega rekin i svo slórum stíl, að slíkur útbúnaður svari kostnaði. Fyrir stríðlð myndi bygging eins og hér er lýst, undir llestum kring- umstæðum ekki hafa kostað mik- ið yfir 3000 krónur með öllum nauðsynlegum áhöldum til ostgerð- arinnar. En nú munu áhöldin ein saman kosla 16—1800 krónur. Eins og nú standa sakir, er því óráðlegt að koma upp verulegum byggingum. Til bráðabyrgða mætti notast við vanalega kjallara, og hafa þá ostagerðina ekki yfir geymslukjallaranum. Eu þá þyrfti að byrgja glugga og yfirleitt útbúa kjallarann svo, að þar yrðu sem allra minstar hitabreytingar. Mætti jafnvel nota ís til að draga úr sumarhitanum (Frh.). Endurminningar Tryggva Gunnarssonar, Þegar við höfðum lokið erind- unum í Reykjavík, snerum við heim á leið. Ferðin gekk vel og vorum við ekki nema 7 eða 8 daga á leiðinni og komum þó við á Patreksfirði, Arnarfirði og Ön- undarfirði. — Á Önundarfirði kom út á skip til okkar vasklegur mað- ur. Segir hann okkur að hún sé komin. Eg spyr hvað hann eigi við. Hann segir að það sé tamin reyður sem komi árlega þar á fjörðinn, með kálf 11—13 álna langan. Kálfinum sé veitt aðför og hann drepinn, með því að stung- ið sé lensu í hrygg honum. Sitji hún þar föst, og er hún taki að ryðga verði kálfurinn að lok- um svo stirður, að hann geti ekki færst í kaf. Sé þá farið á bátum og kálfurinn kvíaður frá móður- inni og rekinn á land. Fylgi móð- irin þá svo fast eftir að einum tveim sinnum hefði það komið fyrir, að hún hefði farið undir bát og ætlað að hvolfa honum. Inn á Aðalvík koraum við líka. Þar ætluðu þrenn brúðhjón að gifta sig og halda veizlu, en fátt var lil fanga. Vantaði bæði kaffi og sykur. Bættum við úr því og gáfum hvorttveggja. Þaðan sigldum við til Eyjafjarð- ar. Þai' þóttust menn okkur úr helju heimt liafa, kváðust varla hafa búist við að sjá okkur aftur. Eg sagði nú bændum, að það væri nú meira en það, að eg væri kom- inn með vörurnar, sem eg hefði átt að kaupa fyrir þá, eg væri í ofanálag kominn með ódýrar kram- vörur lianda konunum þeirra. Þegar þetta fréttist fyltist »jagtin« af madöinum og dætrum þeirra, en allar þær sem áttu ekki vörur í skipinu urðu að taka út í reikn- ing hinna. Eg reiknaði vörurnar með sama verði og Fiscker seldi þær i Reykjavík, en félagið fékk sína 25°/o. Konunum þóttu vör- urnar fallegar og ódýrar, svo þær flugu út. Eg skipaði nokkru af vörunum upp út með sjó, en hélt með hitt til Akureyrar. Þegar til Akureyrar kom var mér sagt að kaupmenn hetðu fast- ráðið að liöfða sakamál á móti mér út af traustatakinu á tunn- unum. En eg brá mér ekki mikið við það, og sagði að kaupmönn- um væri það velkomið, en eg hefði miða í vasanum er sýndi að svik- ið mál hefði verið á lunnunum og væri ekki mikið fyrir liaft að draga li,ann upp úr vasanum og sýna hann. Færu kaupmenn í saka- mál við mig, fengju þeir sakamál frá mér fyrir svikið mál. Þetta mun hafa borist kaup- mönnum lil eyrna, enda fór svo að aldrei hreyfðu þeir tunnumál- inu. Og eftir þetta bar minna á mismunandi stærð á tunnum þeim sem kaupmenn afhentu bændum, enda ætluðu bændur ekki að draga sakamál á hendur kaupmönnum, ef tunnumálið yrði enn mun stærra en lögákveðið var. Þá gripu kaupmenn til annara ráða. Þeir sendu menn út sem skildu reyna að fá keyptar hjá mér vörur og ætluðu, ef þetta tæk- ist, að festa hendur í hári mér fyrir ólöglega verzlun. En eg harð- neitaði að selja og sagði að það kæmi ekki til mála að eg færi að brjóta lögin. Bændur ættu vöruna og þeir yrðu að biðja þá um þá hluti sem þá langaði til að eignast. Það sem af gekk af vörunum seldi eg á uppboði og hljóp það nálægt 50 rikisdali. Þegar eg hafði losast við vör- urnar hélt eg heim og fór að gera upp reikningana. Kom þa í ljós að ágóðinn af þessari 6000 rd. verzlun var 1335 rd. Var eg nú hálofaður fyrir allar framkvæmd- irnar. Árið eftir kvæntist eg og fór að búa. Hafði eg þá í mörgu að snú- ast. Meðal annars smíðaði eg kirkju í Laufási og aðra á Hálsi. Af öllu þessu leiddi það, að eg gat ekki sint verzlun þá í bili. Hér hefi eg þá stuttlega skýrl frá upphafi verzlunarhreyfingar- innar meðal bænda við Eyjafjörð. Þeir liöfðu lært það að þeir voru ekki að öllu upp á kaupmenn komnir. Og betra verð fengu þeir hjá kaupmönnum næslu árin á eftir. [Næsti þáttur er um upphaf sall- fisksverkunar og gufubræðslu lifrar á Norðurlandi]. £eilréttar rangjærslnr. Einkennileg blaðagrein, er »Svar« til mín frá Sigurði Kristjánssyni í 39. tbl. Vestra. Einkennileg að því leyti að afarmikið af misskiln- ingi og rangfærslu hefir slæðst inn i greinina. S. Kr. getur ekki — samkvæmt því sem í greininni stendur — hugsað sér tvo aðila, nema sem andstæðinga í einhverju máli. En frá minu sjónarmiði er stjórnin eða fjárveitingarvaldið ann- ar aðili heldur en templarar eða hver sá, sem fjárveiting hlýtur. Og virðist það nokkuð takmarkað- ur skilningur, að finnast afhending og móttaka vera eitt og hið sama. S. Kr. finst það óeðlilegt og jafnvel hlægilegl að margfalda þurfi fjárveiting til bindindisstarfsemi á landi, sem ekkert áfengi á að finnasl í, og eru þetta hans aðal- rök fyrir því að stjórnin hafi ætl- að templurum rógfé. En samt sem áður eru engin rök fyrir staðhæfingum hans. Það eru fyrst og frernst engin lög til, sem ákveða að landið skuli vera áfeng- islaust. Og auk þess er hverjum manni ljóst, að meðan þjóðin er ekki þroskaðri og löghlýðnari en svo, að hætta er á innflutningi á- fengis, þá er um leið fuil þörf á bindindisstarfsemi. Og þó að full- komin löggæzla sé æskileg, er liún þó í rauninni ekki eins mikils virði fyrir þjóðfélagið og margfölduð bindindisstarfsemi. Og þó að þing- ið hafi felt þessa fjárveiting er það engin sönnun fyrir að hún hafi átt að vera rógfé. Það er líka auðséð að S. Kr. iðrast þessara orða sinna, og reyn- ir að draga úr merkingu þeirra. Hann segist kalla það róg að ljósta upp bannlagabrolum, sem er und- ir mörgum kringumstæðum beint lagaleg og siðferðisleg skylda hvers borgara. Um manngildi templara og þann samanburð, sem S. Kr. gerir á stóryrðum sínum um bannmenn- ina og mínum um ofdrykkjuna, er sennilega Sþýðingarlitið fyrir okkur að fjöryrða. Það heldur líklega hvor sinni skoðun í því hvort sé vítaverðara, því eins og máltækið segir þykir hverjum sinn fugl fagur. Það er bein rangfærsla hjá S. Iír. að eg haldi því fram, að neysla víns sé refsingarverð ef viðkomandi hefst ekkert ósæmilegt að undir áhrifum vínsins, en vítalaus ef hann drýgir glæp meðan hann er ölvaður. Eg hélt því einungis fram að hafa þurfi ölvaða menn í haldi tii þess að þeir ekki vinni sjálfum sér eða öðrum tilfinnanlegan skaða undir áhrifum vínsins. Enda er sú stefna, að koma í veg fyrir glæp- ina, langtum hollari og gagnlegri

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.