Tíminn - 02.02.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1918, Blaðsíða 3
TlMINN 23 fyrir þjóðfélagið, lieldur en þó glæpum sé stranglega refsað. S. Kr. vill sanna það, að smygl- un áfengis sé ekki glæpsamleg. Sem rök fyrir slíku segir hann á einum stað: »— enginn hlutur verður glæpsamlegur fyrir það eitt, að hann er bannaður með lögum. Hann verður að vera það í eðli sínu«. En hvað er það sem í eðli sínu er glæpsamlegt, annað en það sem eiuhverskonar lög hafa skapað lil- finninguna fyrir hinu svo kallaða glæpsamlega eðli? Pað hlýtur að dæmast samkvæmt siðalögmáli, sem til hefir verið frá því áður en lög voru tilbúin. Jafnvel lægstu þjóðflokkarnir hafa einhverjar t. d. trúbragðalegar lagasetningar að lifa eftir, en allir vita að siðmenning þeirra er á afarlágu stígi. Siðmenning vorra tíma hefir því skapast af þeim lögum sem sett liafa verið, af þjóðfélögum og trú- bragðafrömuðum (t. d. Móse), og um leið hefir skapast tilfinningin fyrir því glæpsamlega eðli hlut- anna sem S. Kr. ritar um. IJað eru því lögin sem gert liafa og gera verknaðina glæpsamlega. Al- menn tilfinning hefir ekki allaf komið samfara lagasetningunni, lieldur seinna meir, sem afleiðing hennar. Þau lög sem miða að því á ein- hvern hátt, að takmarka hið svo kallaða einstaklingsfrelsi — og það eru raunar flest lög — mæta vana- lega nokkurri mótstöðu í fyrstu, cn eftir því sem stundir líða þró- ast svo tilfinningin fyrir réttlæti þeirra að mótstaðan hverfur að lokum. Það eru lögin sem ákveða hvort verknaðirnir eru glæpsamlegir eða ekki. Enginn annar fástur mæli- kvaði er til, því andstygðartilfinn- ingin er svo óákveðin og misjöfn eftir þroska og menningu þjóð- anna, enda er tilfinning meiri hlút- ans vanalega samhljóða lögunum. Verkin geta því orðið glæpsam- leg fyrir það eitt að þau eru bönn- uð með lögum, þó engin þjóðartil- finning sé þeim samhljóma. Hinu persónulega hnútukasti S. "Kr. ætla eg ekki að svara. Finst það mér ósamboðið að svara slíku. Enda er það að eins nauðvörn þeirra manna, sem ætla sér að verja slæman málstað, og hafa mikla löngun til að knéselja mótstöðu- manninn. Hnúturnar eru því ávalt til að spilla fyrir höfundinum og málstað hans, en ekki þeim sem skeytunum er beint að. Jón Á. Guðmundsson. Mannalát: Guðm. Olsen kaup- maður í Reykjavík er nýlega lát- inn. Var hann í flokki hinna merk- ari borgara Reykjavíkur og vel látinn. Hann var um langt skeið slökkviliðsstjóri. — Ingjaldur Sig- urðsson bóndi á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, lengi lireppstjóri þeirra Seltirninga, andaðist síðast- liðinn sunnudag. Verkráöendur og vinnendur. Skal þá næst vikið því hverjar séu aðalorsakirnar tii þessa hátta- lags lijá hjúunum og verkafólki. Frá sjónarmiði þess er aðalástæð- an sú að vinnuráðendur geri sitt ýtrasta til að láta fólk vinna lijá sér sem allra mest fyrir sem minst kaup. Enda þólt þessi ástæða eigi nokkra stoð getur hún ekki við nána íhugun orðið aðalástæð- an. Það eru til þau dæmi og þau alls ekki svo fá, að hinir sann- gjörnustu og beztu húsbændur eru í mestu vandræðum með að láta fólk sitt vinna sæmilega. Fyrsta ástæðan til þessa er sú að hér hefir verið nú um skeið talsverður skortur á verkafólki eink- um til sveita síðan fjölga tók fólki í kaupstöðum og sjávarþorpum — mest fyrir aukinn sjávarútveg og verzlun. — Bændur og aðrir vinnu- veitendur hafa því oft orðið að ráða sér fólk með afar kostum og viðhafa eftirgangsmuni til þess að fá fólkið. Við það hefir það séð sér leik á borði og komist að með það að sýna verkráðendum ósvífni og bjóða þeim byrginn. Hjúið t. d. hugsað sem svo: Þú getur ekki búið húsbóndi góður ef þú hefir mig ekki, og fari eg, er ekki víst að þú fáir hjú í staðinn. Fjöldi húsbænda hefir látið hér undan siga, oft að vísu fyrir mein- leysi og deiglyndi og hörfað svo langt að þeir hafa t. d. heldur geng- ið í verslu verkin sjálfir en ætla hjúunum þau, eins og vikið er að hér að framan, og ekki þorað að vanda um við hjúin. Eg hefi á ferðum mínum oft átt tal um það við bændur, hvað kýr þeirra væru til vanvirðu og skaða óhreinar og illa hirtar, hey illa um gengin o. s. frv. Viðkvæðið hjá þeim hefir, oft verið það að hjúin eða þeir, sein ætlu um þetta að sjá, svöruðu ilfu til og sýndu óá- nægju ef að væri fundið. — Þetta og annað þess háttar er á stundum bændunum sjálfum að kenna. Þeir ekki nógu hirðusamir um störfin og stjórnsamir. En orsökin er sú, að sumstaðar eru börn alin upp í iðjuleysi og hirðuleysi gagnvart vinnunni. Það á sér stað hjá öllum stéttum. Ein orsökin og sú, sem á drjúg- an þátt i þessu er það, að fólk hefir — einkum nú upþ á síðkastið — fengið hátt kaup við sjósókn og aðra vinnu við sjávarsiðuna er ver- ið vinnulaust með köflum og þá vanist á það að láta sér líða vel í leti og iðjuleysi. Enn er ein ástæðan og það eru félög verkamanna sem risið hafa upp nú á síðustu áruin. Það bólar greinilega á því að áhrif þeirra eru ill, hvað viðkemur því hvernig verkamenn standa í stöðu sinni. Þetta er heldur ekki undravert þeg- ar leiðandi menn þessa félagsskap- ar halda hrókaræður um það yfir félagsmönnum að vinnuveitendur og þeir sem efnaðir teljast séu ó- þokkar, sem lifi og græði eingöngu á þeim sem vinna með höndum, en liggi sjálfir í leti og sællífi. í þessum ræðum tel eg víst að það gleýmist að geta þess, að fjöldi verkamanna er þannig úr garði gerður — við skulum segja frá hendi forsjónarinnar — að þeir eru til einskis annars færir en að vinna með höndum, læra aldrei að afla fjár eða gæta þess. Mega því vera þakklátir þeim sem veita þeim vinnu, fyrir daglegt brauð. Og allir mega verkamenn vera þakklátir fyrir að fá vinnu þegar þéir ekki sjá aðra útvegi til að lifa á, hvort sem þeir hafa af sjálfráðum eða ósjálfráðum orsökum lent inn á verkamanns brautina. í ræðum þessum mun það heldur ekki tek- ið fram að það kostar vinnuveit- endur margvísilegar áhyggjur og margfalt erfiði að geta veitt vinn- una og að þeir verða að bera gjöld- in til að sjá fyrir verkamönnum, er þeir geta ekki séð sjálfir fyrir sér og sínum. Það er eðlilegt að þessar ræður veki kur og þrælslund hjá lítt þrosk- uðum verkamönnum í garð vinnu- veitenda, og afleiðingarnar verða þær að verkafólkið verður verra fólk, vinna þess verður ófarsælli, vinnuveilendur verða »þyngri á bárunni« í garð verkafólks; öllum líður ver og hamingjan hjálpi þeim, sem bera ábjrrgð á þessum aíleið- ingum. — Nú sem stendur hafa hinir sömu sem olað hafa skallanum, orðið í auðmýkt að gefa sig á náðir lands- búsins og bæjarstjórnar Reykjavík- ur og biðja um vinnu og þeim veitt hún að eins þeirra vegna, jafnvel þólt vinna sú komi að litlu haldi og veitendur líði við þetta stórtjón. Kenna menn að vísu stríð- inu um þetta, og er það eltki ó- réttmætt að vísu, en atvinnuleysi hjá verkafólki á veturna hefir átt sér stað og það til voða nú til margra ára undanfarið og mun gera vart við sig þótt ófriðnum linni. Það er vandræðamál. Ekki vil eg að þessi ummæli mín um téðan félagskap verði skil- in á þann veg að eg telji félög þessi eigi ekki að vera til. Eg tel það sjálfsagt að verkamenn hafi félög með sér til að annast sinn hag. Vera á verði ef þeim er sýni- lega gert rangt til frá hendi vinnu- veitenda og koma á hjá sér sam- tökum til umbóta, atvinnutrygg- ingum o. fl. En félagsandinn verð- ur líka að vera bygður á sann- girni i garð vinnuveitenda og slciln- ingi á því að báðar stéttir eru nauðsynlegar hverju þjóðfélagi og síðast en ekki síst þarf félagsandinn að opna augu félagsmanna fyrir skyldum þeim, sem á þeim hvila gagnvart vinnunni og sem hluta af þjóðfélagsheild. Það ætti ekki að bóla á því í félagsandanum að þessir menn hefðu óbeit á sjálfum sér vegna verkamennskunnar, til þess er sannarlega engin ástæða, því að góð vinna er göfug. En á hinu mætti bóla í félagsandanum að verkamenn slanda of höllum fæli til þess að geta boðið öllum og öllu byrginn. Leiðendur þessara félaga halda því fram að verkamenn verði að halda uppi harðri baráttu gegn vinnuveilendum og vera ósvífnir, en það leiðir — auk þess sem áð- ur er tekið fram — til þess að vinnuveitendur verða einnig að hervæðast: mynda félög og hafa samtök með sér, viðvíkjandi kaupi verkafólks o. fl. En með þessum samtökum eða félagskap beggja megin, til þess uð togast á um upphæð vinnu- launa verður ekki því marki náð, að vinnendur leysi störf sín betur af hendi og um leið skyldur sínar við sjálfa sig og þjóðfélagið. Hér þarf þarf annað að koma til sög- unnar. — (Frh.) Jón H. Porbergsson. Landsreikningurinn 1914-15 og óreiðan þar. Svo virðist nú sem hafin sé önnur umræða um óreiðuna í landsreikningnum 1914—15, og þar eð eg var ritstjóri þessa blaðs meðan á fyrri umræðunni stóð, og einmitt þetta blað varð til þess að hefja þessa umræðu, þá er mér það enganveginn óskylt hvernig nú fer um málið? Mér er það satt að segja nokk- urt undrunarefni, að umræða um slíkt mál skyldi geta slitnað sundur fyr en koinist yrði að viðunanlegri niðurstöðu. Lýsir það ekki iskyggi- legri veilu í þjóðfélaginu í heild sinni áhugaleysið um að fá slík- um ágöllum og þeim sem lýst var liér í blaðinu í sumar kipt í lag og það ágöllum á sjálfri skilagrein landsstjórnarinnar fyrir fjárreiðum landsins. Ef vera kynni að menn væru farnir að gleyma því hverjir þessir ágallar voru sem Tíminn sagði frá og var að átelja, þá virtist rétt að rifja það upp að nokkru. Fyrst er reikningnum lýst að ytra útliti, er það enginn smáræð- ispési, heldur er það bók á fimta hundrað blaðsíður í sínu venju- lega stóra broti, en rúmur helm- ingur af öllu þessu máli eru at- hugasemdir yfirskoðunarmanna, svör við þeim og tillögur. Þá er farið að hnýsast inn í bókina. Fyrst sagt frá viðskiftum landssjóðs við landsverzlunina og verður naumast talið að þar sé nokkurn botn að finna. Muni víst flestir jafnfróðir eftir sem áður. Tölurnar sem upp séu gefnar um innieign landssjóðs í lok hvors árs- ins séu margar og aldrei hinar sömu. Kernur mönnum það svo fyrir, að þar sé helzt að henda reiður á skýrslu sem hr. Þórður Sveinsson hefir samið um þessi fjárskifti, en skýrslan segi lands- reikninginn telja þau kr. 20,386,40 of há í árslok 1915, en 644,524,27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.