Tíminn - 02.02.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1918, Blaðsíða 4
24 TÍMINN of há í árslok 1914. Tölur þær um þetta efni sem enn séu til- færðar komi hvergi heim, hvorki við skýrslu Þ. Sv. né fyrri tölur reikningsins sjálfs. Þá er sagl frá tilhneiging þeirri að láta ekki koma fram i lands- leikningnum ýmsar fjárhæðir sem þar eigi að standa, og sé þá held- ur ekki gerð grein fyrir þeim ann- arstaðar. Það komið fyrir að j'fir- skoðunarmenn hafi rekist á að einhver svo og svo mikil fjárfúlga hafi ekki verið lalin fram svo eða svo mörg ár, og megi í því sam- bandi benda á, Jað yfirskoðunar- menn 1912 hafi komist að því að aldrei kæmu fram i landsreikn- ingnum vextir af póstávísanafé og spyrjist þeir nú fyrir um hverju þetta gegni. Svarið kom: Lagðir í sparisjóðsbók, sem geymd er i stjórnarráðinu. En ekkert fekst að heldur að vita um það, hver þessi fjárhæð var. Árið 1914 spyrjist yfirskoðun- armenn aftur fyrir um hversu mikið sé í bókinni í árslok 1913. Þessu svarar stjórnin: í sparisjóðs- bókinni stóðu 1. jan. 1915 kr. 20,190.13. Það sé hulinn leyndar- dómur enn hvað í bókinni stóð 1912 og 1913, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að fá að vita það og enn þann dag í dag hafi eng- inn yfirskoðunarmaður séð þessa bók né getað borið um hvort hún nokkurntíma hafi verið til. Árið 1915 segi yfirskoðunarmenn að i pósttekjur vanti kr. 2.629.48 sem sé ágóði af gengismun. Engar tekjur komi fram fyrir húsnæði landsbankans í pósthúsinu og þó hefði bankinn goldið 500 kr. húsa- leigu mánaðarlega. Samkvæmt reikningi póststjórnarinnar dönsku eigum við þar inni árið 1915 kr. 2096.83, en þessi eign sé ekki tal- in með í landsreikningnum. Póst- sjóður sé ekki talinn af yfirskoð- unarmönnum, landssjóður ekki heldur. í yfirliti yfir hag landssjóðs 31. des. 1914 vanti eignamegin m. a. útistandandi skuldir kr. 991.211.01 og skuldamegin m. a. kr. 698.079.02. Árið 1915 séu þessar fjárhæðir orðnar þessar: Útistandandi skuldir kr. 1149.246 51 og innistandandi skuldir kr. 917.976.27, en á yfir- litið vanti þær sem fyr. Hinsvegar sé kr. 231.270.24 taldar sem pen- ingar í sjóði og »peningajorði<.( en þetta sé að eins reikningsupphæð, mismunur á inni- og útistandandi skuldum, þeim sömu sem tilfærð- ar eru hér á undan og eigi urðu fyrir þeirri náð aðvera teknar með á »yfirlitið yfir hag landssjóðs!« Þá var frá því sagt að það kæmi þráfaldlega fyrir og'ár eftir ár að stjórnin lofaði bót og betrun uin það sem aflaga fer og að er fund- ið og láti yfirskoðunarmenn og alþingi kj'rrast af og undanfelli því réttmætan úrskurð, en svo sitji alt í sama farinu og ekkert fært í lag. (Frh.) Guðbrandur Magnússon. Fréttir. Tíðin hefir verið altgóð í Reykja- vík þessa vilcu, frostlítið eða þýða flesta daga. Aftur á móti hafa ver- ið hörð frost og stormar á norð- ur- og vesturlandi. í fyrradag var t. d. 8 stiga frost í Borgaríirði en 5 stiga hiti í Reykjavík. Fyrst í gær var þýða um Borgarfjörð. Bæjarstjórnarkosningarnar. Þrír urðu listainir við kosninguna, því að á síðustu stundu kom fram C-listi og voru á honum þessir menn: Einar Helgason ráðunautur, Gísli Guðmundsson gerlafræðingur, Jóhannes Jósefsson trésmiður, Árni Thorsteinsson tónskáld, Jón Haf- liðason steinsmiður, Gunnl. Pét- ursson varðmaður og Jóhannes Nordal íshússtjóri. Listi þessi hlaut nálega ekkerl fylgi, bæði sakir þess hve hann kom seint fram og eins vegna hins að af hinu mesla kappi var unnið gegn honum af fylgismönnum hinna listanna. Atkvæði féllu á þá leið að B- listinu fékk flest atkvæði 1593, A- listinn 1193 og C-listinn 76. Ógildir seðlar voru 54 og 2 auðir. Alls hafa því kosið 2918 kjósendur, en um 6000 voru á kjörskrá. Kosning hlutu: Sveinn Björnsson (B) 1465 atkv. Þorv. Þorvarðsson (A) 1188 — Inga L. Lárusdóttir (B) 1291 — Ólafur Friðriksson (A) 965 — Guðm. Ásbjarnarson (B) 1098 — Jón Ólafsson (B) 940 — Jón Baldvinsson (A) 857 — Á síðustu stundu féll kjörstjórn frá skilningi sinum á kosningar- lögunum og tók inn á kjörsluá alla sem átti að útiloka vegna ó- greiddra bæjargjalda. Helði kosn- ingin orðið ónýtt að öðrum kosti, ef kæra hefði komið fram. Skipaferðir. G u 11 f o s s fór til Ameriku 31. þ m. með nokkra farþega. — B o t n í a fór sama dag áleiðis til Noregs með kjölið. Far- þegar voru milli 50 og 60 en skip- ið tók engan póst. — Fálkinn kom í nótt frá Danmörku. — Brezkt herskip kom um helgina með mjög mikinn póst frá útlöndum. Samdauna. Maður kom á grútarbræðslu og kvartaði sáran undan slerkjunni. Mönnunum sem unnu að bræðsl- unni fanst fátt til um. Þeir fundu ekki lyklina. Þeir voru orðnir henni samdauna. Heykaup. Tilboð óskast um sölu á 7500 kg. af grænhirtu sinulausu heyi, Menn snúi sér til Guðmundar JónssOKar á Skeljabrekku eða Einars Helgasonar garðyikju- minns í Rvík. óskast leigðir til plægingi í vor suður á Garð kaga, 3—4 vikua tíma í maímánuði- Guðmundur Jónsson. Skeljabrekku í Borgarfjrði. Andrammur maður stygði aðra menn frá sér. Hann skildi ekki orsökina. Hún lá öllum öðrum í augum uppi. Þjóðmálaskúmur lagði það í vana sinn að elta meðborgara sína með óbótaskömmum og stórjuðum. Menn komu sér saman um að virða hann ekki svars vegna þess- arar aðferðar hans. Hann stóð á því fastar en fótunum að liann notaði aldrei skammir og stóryrði. Hann var orðinn þeim svo vanur að hann kunni ekki lengur að dæina um slíkt. Hann var orðinn samdauna ósómanum. Athugull. Ritstjóri: Trygg’vi Þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg, Amaryllis. Miðdegisverðurinn var ekkert iburðarmikill, en einkar smekk- legur og prýðilega framreiddur. Alt um það naut eg þessa ekki, þvi það bar varla við að Ama- ryllis viki að mér orði; hún lét sér nægja að segja það eitt sem kurteisi matmóðurinnar gat eigi hjá komist. Alt um það get eg ekki neitað því, að eg hafði ágæta matarlyst, og hr. Anastasios gaf mér þar ekkert eftir, en dóttir hans snerti naumast matinn, svo að faðir hennar fór að gefa þessu gaum. »Hvernig er þér farið í lcvöld? Þú hefir glatað þinu góða skapi og hefir þar að auki ekki matar- lyst, þú sem annars altaf ert vön að vera hungruð«. »Það er ekkerf, að eins snert- ur af höfuðverk«, svaraði hún hálfraunalega. Hr. Anastasios tók um hönd hennar órólegur. »Góði pabhi, vertu ekkert ó- þolinmóður«, sagði hún og gerði sér upp lágan hlátur, »eg er ekki með hita. Þetta er minn venju- legi kvilli. Eg verð góð aftur á morgun«. Eg var þarna í vondri klípu. Átti eg að láta sem eg tryði því sem hún sagði um lasleika sinn. Það hefði verið hræsni gagnvart henni, ellegar þá til þess að afvegaleiða skilning hennar á mér. Eg reyndi að fá mætt augna- ráði hennar, til bess að hún skyldi í augum mínum geta lesið iðrun míná og sorg yfir því sem hent hafði, en hún varaðist gaumgæfi- lega að líta á mig. Máltiðin var naumast á enda þegar Amaryllis reis á fætur. »Eg bið yður afsökunar«, sagði hún, og röddin var ásakandi. Eg verð að fá mér hvíld, höfuðverk- urinn lætur ekki undan. Góða nótt 1« Hún rétti mér eins og fyrir siða sakir höndina og snerti við minni að eins með fingurgómun- um, meðan eg hvíslaði eg man ekki hvaða almennu orðatiltæki. Eg drakk nú tvö eða þrjú glös af víni með hr. Anastasios úti á veggsvölunum. Eftir skamma stund bað eg um að lagt yrði á hest minn, og sem betur fór reyndi elcki nágranni minn að halda neitt aftur af mér með að fara. Hann sagði að eins: »Hér um slóðir getur maður verið á ferð óvopnaður um skóg- ana jafnt á nótt sem degi, svo þér þurfið ekki að vera órólegur þess vegna. Alt um það ætla eg að láta skógarvörðinn fylgja yð- ur, til þess að þér eigið ekki á hættu að fara villur vegar«. »Fyrir alla muni verið óhrædd- ur. Eg finn veginn, og hvers vegna þá að vera ómaka manninn?« »0, þetta er nú hans iðja hvort sem er að vera á vakki á næt- urnar. Bíddu«, kallaði hann til litla þjónsins, »segðu Karanasos að hann eigi að fylgja gestinum«. »Eg er mjög glaður yfir að hafa kynst yður. Það er bágt að við skulum ekki geta fundist á morg- un. Það er laugardagur, og eg verð að fara inn til bæjarins. Eg á óselt korn frá því i fyrra og verð að rýma tíl í hlöðunum fyrir nýrri uppskeru. Eg hlýt að fá einhvern kaupanda. Á sunnu- dagsmorgun komið þér ef til vill til kirkju«. Og þegar hann sá á mér efa bætti hann við: »Verið ekki óánægður við mig fyrir það þótt eg bæði yður að koma svona tvívegis án þess í millitið að hafa endurgoldið jrð- ur heimsóknina. Hér hefir maður að engu slíkar siðvenjur. Eg býst við yður!« Eg reið greitt heim. Skógarvörð- urinn fylgdist með. Að skömm- um tima var eg aftur lokaður inni á mínu eigin herbergi.--- Hér voru þrjú blöð svo illa skriíuð að mér var ómögulegt að, komast fram úr þeim. »Ákvörðuninni verður ekkii breytt«, hélt bréfið áfram. »Á sunnudaginn fer eg til bæjarins, eftir að hafa heimsótt hr. Ana- stasios og sagt honum að eg hafi fengið skeyti frá frænda mínum með tilmælum um að eg ræki mikilsvert erindi fyrir hann þaiv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.