Tíminn - 09.03.1918, Qupperneq 1

Tíminn - 09.03.1918, Qupperneq 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar A kr. árgangurinn. AFGRETÐSLA i Reykjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. II. ár. Reykjavík, 9. raarz 1918. 10. blað. Lögreglustjórimi í Reykjavík. Alþingi síðasta skifli bæjarfógela- embæltinu í Reykjavík í tvent, dómara embælti og lögreglustjóra- embætti. Átti sú breyting að hefj- ast 1. apríl næstkomandi. Umsókn- arfrestur um embættin var til 1. þ. m. Það var þegar ljóst af því hverjir voru umsækjendur um lögreglu- stjóraembættið, að um tvo stóð höfuðorustan, hvor skyldi lireppa. Það voru þeir Jón Hermannsson skrifstofusljóri og Magnús Torfa- son bæjarfógeli á ísafirði. Og mikill meiri hluti þjóðarinn- ar, sem sé undantekningarlausl allir bannmenn, væntu fastlega að hiuurn síðarnefnda yrði veitt em- bættið. Það sem rak einna mest á eftir því að bæjarfógataembættinu væri skift og sérstakur lögregustjóri skip- aður, var eftirlitið með skipum, tollgæslan og bannlagagæslan. Þar eð þessu var þannig varið, lá það beint við að hið mesta til- lit væri tekið til þess um skipun í embættið, að umsækjandinn væri eindreginn bannmaður, maður sem kunnur væri að því að hafa geng- ið rikt eftir að bannlögin væru haldin. Því að reynslan hetir sann- að það, — því miður — að fram- kvæmd bannlaganna er mjög kom- in undir persónulegri afstöðu lög- reglustjórans til málsins. Það er ennfremur á allra vitorði, að hér í Reykjavík er hin mesta þörf lögreglustjóra sem ekki lætur sér alt fyrir brjóst brenna, sem þorir að eignast óvini, sem þorir að vera röggsamur og óvæginn við hvern sem við er að eiga, er stigið hefði á einhvern liált út af löglegri' braut. Var hér og mikið í húfl að umsækjandinn hefði þegar sýnt það, að hann væri slíkur maður. -í báðum þessum atriðum mátti vitna til reynslu bæjarfógetans, lög- reglustjórans sem verið hafði um langt skeið og hafði hann sýnt hvorttveggja, eindregið fylgi um bannlagagæslu og rögg og einbeitni í allri lögreglustjórn. Um hvorugt atriðið var hægt að vitna til reynslunnar um skrifslofu- stjórann. Það hafði alls ekki kom- ið til. Hann hafði ekkert tækifæri fengið til þess að sýna sig á hvor- ugu sviðinu. Gamlar reglur um það hvernig eigi að veita lögfræðingaembætti, áttu alls ekki við um þetta embætti. Það er stofnað með séstöku tillili til bannlagagæslu og almennrar löggæslu. Reynsla um dugnað í því hvortlveggja átti að vega meira en langur embættisrekstur á stjórn- arskrifslofu. Það varð ekki skilið öðruvísi en þingið ætlaðist til þess þegar það stofnaði embættið. Og ofan á bættist eindregin krafa hins mikla meirihluta þjóðarinnar, bann- manna, ekki sízt i þessum bæ. Og það var stjórnarráðinu vel kunnugt. Og loks virðist það og styrkja þennan málstað, í þessu sérstaka tilfelli, að bæjarfógetinn er eldri embættismaður, auk þess sem störf hans hafa nálega öll verið á þessu sérslaka sviði, en störf hins alls ekki. — Stjórnarráöið hefir nú engu að síður veitt skrifstofustjóranum em- bættið. Verður því að sjálfsögðu ekki raskað héðan af. En hitt get- ur Tíminn ekki látið ógert að lýsa sig með öllu ósamþykkan þeim ástæðum sem þessu hafa ráðið, út frá þeim rökum sem að framan greinir. Og í nafni mikils meiri hluta þjóðarinnar er þess krafist, að með nýjum tímum og nýjum kröfum, verði ekki lengur slíkri reglu fylgt, en nýjar tiðarandanum og þjóðarviljanum samkvæmar komi í staðinn. Um hinn nýja lögreglustjóra verð- ur ekkert sagt, hvorki lof né last, því að hann er óreyndur á þessu sviði. En einmitl þessvegna og hins, að liann hefir verið tekinn fram yfir hinn reynda mann, verður það að segjast skýrt og afdráttarlaust að þjóðin krefst mikils af honum. Hún krefst að hið nýja embætti verði rekið í fylsta samræmi við tilganginn sem lá á bak við skift- ing embæltisins. Hún krefst þess að engin veila verði á um laga- framkvæmd og eftirlit í hverri grein. Og bezti prófsteinninn er það hvernig baunlögunum verður fram- fyigt. Svo segir Snorri Sturluson um Óiaf konung helga, að það var upphaf uppreistar landsmanna gegn honum að þeir þoldu honum ekki réttindi. Lét Ólafur jafna refs- ing liafa ríkan og óríkan, en það þótti landsmönnum ofrausn, þótt sannar sakir væri. Tímarnir eru breyttir. Slíkrar of- rausnar er nú krafist af hálfu mik- ils meiri hluta þjóðarinnar. Að lög- in gangi undantekningarlaust jafnt yfir alla. Að þeim lögum sé fram- fylgt sem þjóðin setur sér. Að lagabrot í liverri mynd sem er, séu hlífðarlaust niður barin. Lögreglustjórinn i Reykjavík er sá maður sem þjóðin á mest und- ir í þessu efni. Augu þjóðarinnar munu hvíla á honum um fram- kvæmdir hans og um það hverja hann tekur sér til aðstoðar. Það er bein skylda þjóðarinnar að vera á verði. Og styrk og fylgi mun liann úr býtum bera eflir því sem til er unnið. og samvinnumenn. y>Menn munu hafa tekið eftir þvi að góð efni hjá bœndum göfga þá yfirleilt, og gera þeim mögu- legt að verða vitrari, þeir hafa ftestir ánœgju af þvi að verða sveita/élagi sinu að liði, og að taka á móti vegfarendum, greiða fyrir þeim á mannúðlegasla hátt. Og þeir hafa meiri tök á þvi að frœðast en fátækir menn. Peir hafa ánœgju af þvi yfir- leitt að láta gott af sér leiða. Pess vegna er það svo afar nauðsynlegt, að við eigum sem flesta slíka ,auðmenn'a. Hvar myndi þessi klausa standa? Hún stendur í »Landinu« sem út kom 1. þ. m. í sama blaðinu sem sagði það um samvinnumennina ís- Ienzku, að þeir hefðu vafsalað sér öllum réiti til frekara lánstraustsa. Hún stendur í blaðinu sem R. Kr. bankastjóri ritar í, sem ekki þorði eða ekki vildi gera þessi orð ómerk, þólt svo nærri stæði honum, þar eð þau stóðu í blaði hans, og jafn- vel leikur grunur á að hann hafi ritað þau, þar eð hann vill ekki lýsa. sig þeim ósamþyl^kan. Það er sami maðurinn sem skrif- aði þau óhæfuorð og hin sem prenluð eru hér að ofan. Hvað eru samvinnufélögin að gera á íslandi? Þau eru að fjölga efnalega sjálfstæðu bændunum, og um leið að »göfga þá«, gera þá »vitrari«, svo þeir geti iðkað allar góðar dygðir, sem prýða gilda bændur. •Lýsingin hér að ofan, er lýsing á samvinnumönnunum íslenzku. Beztu og nýtustu bændurnir ís- tenzku eru langflestir samvinnu- félagamenn. En sama blaðið sem lýsir þeim svona fjálglega, setur þá á bekk með ófullveðja unglingum. Þeir hafi »afsalað sér öllum rétli til frekara lánstrausts«. Og bankastjórinn sem skrifar S blaðið, vill ekki — eða hvað — að gefnu liinu fylsta tilefni, gera orðin ómerk. Hann fer í kringum spurninguna, hreytir ónotum og nolar ekki tækifærið til þess að lýsa sig ósamþykkan óhæfunni. Bjarnargreiði. Það er hverjum málstað hættu- legt að eiga rökvísa og einarða and- stæðinga. En það er þó miklu háskalegra málstaðnum ef þeir sem styðja hann gera það klaufalega og slælega. Sá málstaður er dauða- dæmdur sem svo er komið fyrir að það verður augljósast á því hvernig hann er varinn, að hann er óverjandi. — Nú er svona á komið um málstað andbanninga á íslandi. Án allrar gagnrýni lætur skrifslofa þeirra þýða og prenla ýmsar ræður eftir dauska andbann- inga. Verður það ekki skilið á aðra leið en þá, að ræðurnar séu born- ar á borð í raka stað, að skrifstofa andbauninga geri þær að sínum orðum, enda mun mest af þessu góðgæti vera sérprentað og gefið út um land. Það er ekki einu sinni gáð að því að í þessum ræðum koma fram nöprustu móðganir í garð íslendinga. Fyrst og fremst eru frásögurnar um bannið hér stórkosllega rangfærðar. í annan stað eru íslendingar alls ekki taldir með Norðurlandaþjóðunum. Sam- rýmist það vel þeirri röksemdinni sem borin er á borð nú fyrir ís- lendinga að bannhreyfingin sé vsjúkdómur, ósamþýðanlegur dönsku lundarfarh. Það vantar ekki sam- ræmið. Því aðeins á þessi röksemd við hér að við íslendingar séum ekki sjálfstæð þjóð í flokki Norð- urlandaþjóðanna — við séum Dan- ir og getum því vel tekið til okkar vísdómsorð andbanningsins. — Slikur málstaður er sjálfdauður. Þótt andslæðingarnir hefðust ekki að, mundu styðjendur hans koma lionum fyrir kaltarnef. Ein grýlan sem kveða þarfnið- ur af mörgum, sem hafa átt að sýna það að ahnenningur á íslandi til lands og sjáfar hafi grætt á stríðinu er sú,j að aukin inneign í sparisjóðum beri vott um almenn- ari velmegun. Þessi kenning getur ált við á venjulegum tímum en ekki nú. Er þess fyrst að gæta, að sá maður sem átti eitt þús. kr. í sparisjóði fyrir stríðið, væri í raun- inni fátækari nú ætti hann 2 þús. kr. Og í annan stað þýðir aukin inneign í sparisjóðum nú á þess- um tímum ekki annað en það, að peningarnir hafa flutst til og það á færri hendur. Almenningur á ís- landi er vafalaust fátækari nú en hann var fyrir stríðið, þrátt fyrir aukna inneign í sparisjóðum. Og verði nú ekki bætt um verð á ís- lenzkum afurðum er beinn voði fyrir dyrum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.