Tíminn - 21.03.1918, Page 1
TÍMINN
kemur íit einu sinni i
viku og kostar 4 kr.
árgangurinn.
AFGREIDSLA
i Regkjavík Laugaveg
18, sími 286, út um
land i Laufási, simi 91.
II. ár.
Reykjarík, 21. niarz 1918.
12. blað.
Horft til baka.
Ár er liðið síðan »Tíminn« hóf
göngu sína. Hefir blaðið á þeim
tíma lagt sinn skerf til umræðanna
urn flest hin þýðingarmeiri mál
sem verið hafa á dagskrá þjóðar-
innar. Skal nú litið yfir helztu
málin og ryfjuð upp afstaða
blaðsins.
Skipamálið. »Tíminn« hefir fylgt
fast fram þeirri stefnu, að landið
ætti að kaupa skip, því að annars
hlyti skipavöntun að hafa í för
með sér vöruskort og óbærilega
dýrtíð. Landið hefir á þessum tíma
eignast þrjú skip, og hafa tvö þeirra,
sem keypt voru með forsjá, reynst
mæta vel, en eitt laklega, »Borg«,
og vil’ðist sem fyrirsjáanlegt hefði
átt að vera, að svo myndi reyn-
ast. Öllum er það og kunnugt, hve
leigðu skipin hafa yfirleitt orðið
landssjóði miklu dýrari en keyptu
skipin.
Verzlunarmálið. Það er tvískift.
Samvinnuhregfingin viðurkend lífs-
nauðsyn til þess að keppa við
kaupmenn á öllum sviðum, til þess
að gera hina frjálsu samkepni heih*
brigða. Það er ævarandi framtíðar-
mál, en hefir ekki mikla verklega
þýðing meðan stríðið stendur.
Um þennan lið hafa orðið geysi-
miklar umræður, bæði í ræðu og
riti. Aðal-drættir málsins hafa
skýrst stórum. Og hreyfingin hefir
fest rætur svo að segja í hverri
bygð á landinu. Hefir »Tíminn«
nálega einn varið málsstað sam-
vinnumanna í þessum umræðum.
Landsverzlunin var síðara atriðið.
Hefir því verið lialdið fram, að
meðan stríðið stendur verði þjóðin
að reka öfiuga landsverzlun, með
heilbrigðu fyrirkomulagi. Hefir um
það verið háð hin mesta barátta.
En umbæturnar hafa og verið
flestar og þýðingarmestar á þessu
sviði. Heildarreikningar hafa verið
gerðir um hag verzlunarinnar, sem
ekki voru til áður. Vörutalning
hefir verið gerð tvisvar, sem ekki
var framkyæmd áður. Bókhaldið
hefir verið bætt, svo hægt er að fá
heildaryfirlit og er nú fullkomlega
í nútímasniði, sem mikið vantaði
á að væri áður. Landsverzlunin
hefir skift eins mikið við bæja- og
sveitafélög og unt hefir verið. Og
um vörur þær sem kaupmenn fá
eru nú settar fastar reglur um
álagning. Hækkunin að eins sann-
gjörn verkalaun. Að síðustu hefir
forstaða verzlunarinnar verið feng-
in í hendur sérstöku verzlunarráði
undir yfirstjórn landsverzlunar-
innar.
Um hvert af þessum skrefum
hefir staðið látlaus barátta við
hægrimannablöðin, sem sumpart
hafa viljað eyða landsverzluninni
með öllu, sumpart viljað halda
henni í því ófremdarstandi, sem
hún var í áður.
Er sérstaldega ánægjulegt að
minnast góðs gengis fyrir blaðið
í þessu efni og eins hins, að óvil-
hallir menn um land alt viður-
kenna nú að hin bætta landsverzl-
un sé þjóðarnauðsyn, og hafi
sparað almenningi fé sem skiftir
hundruðum þúsunda — á einu
ári.
Landsveikniugamálið hefir einna
mest vakið athygli manna. Það var
öllum ljóst, sem vildu sjá, að reikn-
ingarnir voru langt fyrir neðan það
að vera viðunandi. Það var á eink-
is manns færi að finna neinn boln
í þeim. Og það var um mjög stór-
ar upphæðif að ræða. Það var hið
órækasta spillingarmerki félli málið
þegjandi niður. Engu að síður
þögðu öll blöðin um málið, nema
»Tíminn«. Og þingið tók slælega í
málið með mildum aðfinslum. —
Vitaskuld hefði þingið átt að setja
sérstaka nefnd sem rannsakaði
málið, og hætti ekki fyr en lagað-
ar voru allar misfellur og reikn-
ingslega rétt gerði grein fyrir hverj-
um eyri, og svo hefði farið ef öll
hin blöðin, frá »Lögréttu« og niður
að »Norðurlandi«, hefðu ekki stein-
þagað um málið. Hitt getur þjóðin
þakkað »Tímanum«, og honum
einum, að væntanlega kemur slíkt
mál ekki oftar fyrir, enda komi
nýr og duglegur starfsmaður í það
sæti, sem landsreikningarnir heyra
einkurn undir.
En afstaða blaðanna í málinu
er nú skiljanleg. Þar eð það er nú
vitanlegt öllurn, að þau eru að
meira eða minna leyti bundin á
einn klafa hægrimannaflokksins.
Rank.amálið liefir verið eitt mesta
hitamálið á þessu ári. Fyrirkomu-
lagið sem þar hefir ríkt er alkunn-
ugt. Gamaldags-skipulag á öllu, af-
greiðslan þungfær, selstöðufor-
stjórabragur á stjórninni, mestir
peningarnir í veltu í Rejdcjavik og
grend, landbúnaður og samvinnu-
félög mjög afskift, verðbréfasalan
vanrækt, ófriðareldur í bankanum,
bankinn inn í stjórnmálamoldviðr-
inu og annar bankastjórinn á ráð-
herraveiðum og ekkert gert að
fjölgun útibúa. .
Móti öllu þessu lterfi hefir
»Tíminn« beitt sér eftir megni.
Bardaginn í þinginu stóð um það,
hvort gamla kerfið með sínum full-
trúum ætti að ráða framvegis i
bankanum. Af ræðum Magnúsar
Torfasonar, Magnúsar Kristjáns-
sonar og Einars Árnasonar, sem
»Tíminn flutti síðastliðið sumar,
er lesendum blaðsins kunnugt, hve
sammála mætir menn úr öllum
flokkum voru um að veita þyrfti
»dauða blóðinu« út úr bankanum.
Svo fór að ekki fékst nema fjórði
hluti þingmanna til þess að fylgja
gamla málstaðnum og fulltrúa
hans.
»Tíminn« hefir einn allra blaða
lagt lið þessum heilbrigðu við-
reisnaröldum í bankamálinu, og
verið svo heppinn að sjá málið
þokast í áttina, með aðstoð sam-
herja sinna. Og er þó enn mikið
óunnið á þessu sviði.
Fossamálið kom þannig inn á
þing, að full ástæða var til að
hinnar mestu varúðar væri gætt.
Sumir vildu knýja málið fram í
flughasti, aðrir vildu drepa það
umsvifalaust. »Tíminn« lagði til
að málið yrði sett í milliþinga-
nefnd, rannsakað gaumgæfilega og
þá fyrst tekin ákvörðun. Eins og
kunnugt er hallaðist þingið að
þeirri skoðun. Og því meir sem
málið er rætt, því belur kemur í
Ijós, að þessi leið var heppilegust.
Um erindrekann í Ameríku
hafa slaðið allmiklar deilur.
»Tíminn« studdi Árna Eggertsson
þegar, og það gerðu flest önnur
blöð í fyrstu. Reynslan hefir orðið
sú, að Á. E. hefir gegnt starfi sínu
afburðavel, og má það vafalaust
teljast að hann er hinn bezti
maður sem völ er á. Engu að síð-
ur hefir harðlega verið unnið gegn
honum, og sum hægrimannablöðin
stutt þær raddir. Ýms mistök liafa
verið gerð og óþarfur fjáraustur,
en gegn því hefir »Timinn« einn
barist og einn stutt Á. E. fram á
þennan dag. Á landið enn því láni
að fagna, að ekki hefir tekist að
bola Á. E. burt.
Bannmálið á hvergi öruggan
griðastað í hægrimannablöðunum.
»Tíminn« hefir stutt bannstefnuna
með festu og haldið fram fjdstu
kröfum um bannlagagæzlu. Hefir
þar orðið mikil framför á liðnu
ári í mörgum atriðum, og hefir
blaðið verið mjög við það riðið.
Er það ljóst, að bannmálið er
flokksmál vinstrimanna.
Áframhaldandi framför í þessu
efni er óhugsandi, ef bannstefnan
á ekki slíkt eindregið og óskift
fylgi einhvers landsmálablaðsins.
Um fánamálið hefir »Tíminn»
ekki rætt mikið. Meðan málið var
til meðferðar i sumar hvatti blaðið
til varfærni. Eftir að Danir höfðu
þvertekið fyrir málið, tók blaðið
þá stefnu sem bersýnilegt er að
allir góðir drengir í landinu muni
að lokum sameinast um: að undir-
búa málið í kyrþey, en fylgja þvi
fram í fullri alvöru þegar þjóðin
er viðbúin. Hin leiðin, að rasa
fyrir ráð fram, gera kröfur sem
ekki yrði staðið við, ætti að vera
oflágt ok fyrir íslendinga að ganga
undir. Hreinar línur í fánamálinu
hafa ekki komið fram i neinu öðru
blaði en í »Tímanum«.
Áfstaða til stjórnarinnar. Nú-
verandi stjórn hafði í byrjun fylgi
eða naut hlutleysis frá því nær
öllum þingmönnum og blöðunum,
nema ef telja skyldi »ísafold« og
»NorðurIand«. Svo varð það ljóst
af ýmsum endurbótum sem stjórn-
in beittist fyrir, t. d. á landsverzl-
uninni, að hún mat meira almenn-
ingsheill en eigin hagsmuni sumra
manna, einkum í kaupmannastétt,
og þá var friðurinn úti. Síðan hafa
öll hægrimannablöðin, meir og
minna opinskátt, beitt fylstu orku
til þess að ófrægja stjórnina og
koma henni frá.
»Tíminn« hefir líka haft sér-
stöðu í þessu efni gagnvart hinum
blöðunum. Hann hefir varið stjórn-
ina þar sem hún hefir bersýnilega
verið borin röngum sökum. En sú
vörn hefir verið vegna málefna en
ekki manna. »Tíminn« berst fyrir
stofnun öflugs vinstrimannaflokks
í landinu. Og um alla þrjá ráð-
herrana, sem nú sitja að völdum,
má segja, að eftir vanalegum út-
lendum mælikvarða standa þeir
mjög nærri vinstrimannastefnu,
þótt þeir virðist stundum taka
óþarflega mikið tillit til hægri
manna. Og þar eð það er bersýni-
legt, ef stjórnarskifti yrðu nú, án
nýrra kosninga, að hægri menn
meir og minna einlitir, tækju við
stjórninni, sem myndu hrinda um
koll öllum þeim breytingum sem
snúist hafa lil hægra vegs á liðnu
ári, énda samband þeirra orðið
svo sterkt, sem fæstum er kunn-
ugt, að þeir gætu vel notið afls-
munar — þá er það sjálfsögð
skylda óháðs vinstrimannablaðs að
sfyðja slika stjórn, meðan hún
stýrir í horfið, þótt á stundum
greini nokkuð á um leiðir í ein-
stökum atriðum.
Ný flokka8kipun. Að síðustu skal
minst á það málið sem »Tíman-
um« þykir einna mestu skifta.
Það eru þau hin miklu slraum-