Tíminn - 30.03.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN
kemur út einu sinni i
vilcu og kostar & kr.
árgangurinn.
AFGREIÐSLA
i Regkjavik Laugaveg
18, simi 286, út um
land í Laufási, simi 91.
II. ár.
Heykjavík, 30. marz 1918.
13. blað.
Stjarna í Austri.
Fram á síðustu ár hefir rússneskt
stjórnarfar verið að orðtaki haft.
Frjálslyndir menn um allan heim
hafa talið það blett á menning
nútímans. Fákur rússneska ein-
-valdsins var líkuf hesti Attila Húna-
konungs. Þar sem hann drap niður
fæti spratt ekki gras í hundrað ár.
Hönd Rússa var eins og draugs-
krumla, sem marði liold frá bein-
um á hverri þjóð sein var svo
ógæfusöm að eiga vist undir fána
þeirra. Og flesta sina beztu menn
flæmdu þeir í útlegð eða hneptu i
myrkvastofu. Það var nær því eins
og »júnkara«-flokkurinn rússneski
hefði náð alfullkomnun í því að
stjórna illa og halda þjóðinni í
ófremdar^standi.
Fyrir smáþjóðir heimsins voru
Rússar höfuðfjandinn. Finna kvöldu
þeir. Svíar og Norðmenn óttuðust
þá. Persa og Qölda þjóða í Aust-
urálfu höfðu þeir að miklu leyti
eða öllu brotið undir sig. Og hvar
sem áhrifa Rússa gætti í heims-
pólitíkinni lögðust þeir á þá sveif-
ina, sem síst skyldi. Aukið veldi
þeirra var frelsi smáþjóðanna sama
og hafþök af ís eru íslenzkum
.gróðri á vordegi.
En nú er skifl um. Hatþökin hafa
bráðnað. Leirfætur rússneska járn-
tröllsins eru brotnir í mola. Og
sjálfur jötuninn virðist nú ekki
ægilegri en afturgöngurnar í þjóð-
sögunum. — »Júnkara«-flokkurinn
rússneski virðist svo gersamlega
brotinn á bak aftur, að hans beyr-
ist að engu getið. Alþýðan rúss-
neska hefir sest í þeirra sæti: Að
vísu ekki komið á föstu skipulagi,
það getur tekið mörg ár. En hin
frjálslyndu öfl í Iandinu virðast
langsamlega vera orðin yfirsterkari
íhaldinu, svo að þar geti varla
orðið veruleg breyting á.
Og húsbóndamunurinn verður
mikill. Rússneska þjóðin er í raun
og veru jafn draumlynd, mild,
og mannúðleg eins og stjórnin
heíir verið grimm og harðýg. Að
líkindum er engin þjóð í Norður-
álfunni jafn friðelsk og mannúðleg
að eðlisfari eins og Rússar. En
einmitl vegna þeirra góðu eigin-
leika hafa þeir borið í undirgefni
hinn þunga kross sem kúgarar
landsins hafa lagt á herðar
þeim.
Byltingin í Rússlandi er líklega
£inna þýðingarmesti atburðurinn í
styrjöldinni enn sem komið er. Sá
sem helst glampar af fram á veg-
inn. Ein hin stærsta og bezta þjóð
heimsins er nú losnuð úr álögum
‘Og ófreskjuham. Getur á ókomnum
tímum lagt lið frelsi og drengskap,
í stað þess að vera skynlaust verk-
færi grimmlyndrar harðstjórnar.
Dýrtíðarmál iix.
i. *
D5Trtíðarmálin verða mestu
vandamálin sem aukaþingið fær
til meðferðar, þau sem krefjast
mestrar forsjár, víðsýni og gætni.
Tvennu verður í senn að sjá
fyrir:
að atvinnuskortur geri menn ekki
í hrönnum að öreigum og ó-
mögum, og
að landið reisi sér ekki hurðarás
um öxl í dýrtíðar og bjargráða-
ráðstöfunum.v
Hér í blaðinu hafa margir um
málið ritað, menn víðsvegar af
landinu. Hefir málið mjög skýrst
við þau skrif, því að þeir hafa
ritað um málið frá ýmsum hlið-
um. Er það bert af þeim skrifum
að öllum almenningi er ljóst að
dýrtíðarráðstöfununum þarfímörgu
að beina í nýja stefnu. Er og ekk-
ert eðlilegra en að reynslan sýni
að það frumsmíði þurfi vmissa
breytinga við.
Fjögur eru þau atriði sem ljóst
er að eru höfuðatriði málsins.
1. Það þarf að leggja hið mesta
kapp á að auka framleiðsluna inn-
anlands, leggja meiri rækt vin inn-
lend bjargráð.
2. Dýrtíðarvinna veitt af hálfu
hins opinbera — landsstjórnar,
bæja- eða sveitastjórna — verður
að vera unnin að þeim verkefnum
einum sem ekki þola bið, gefa
skjótlega tekjur af sér, eða auka
framleiðsluna.
3. Pað verður að finna nýjar
leiðir um veiting dýrtiðarlána eða
styrks.
4. Það getur komið til greina
að landssljórnin fái heimild til
þess að gera alveg sérstakar
ráðstafanir, sem grípi meir en
venjulega inn á atvinnufrelsi og
persónufrelsi einstaklinganna, til
þess að sjá fyrir aukinni fram-
leiðsu og nægri vinnu, án þess að
fyrirgera lánstrausti landsins. —
Aðrar þjóðir hafa fengið meiri
reynslu en við íslendingar um að
finna ráð til þess að sjá fram úr
vandræða ástandi dýrtíðarinnar.
Áhrifin utan úr heiminum berast
hingað síðar en til nágrannaland-
anna á þessu sviði sem öðrum.
Það leiðir af sjálfu sér að það á ab
hagnýta sér reynslu þeirra og sam-
rýma hana staðháttum hér.
Og það sem ríður mest á er
það, að búast við hinu versta, bú-
ast við áframhaldandi stríði og
aukinni dýrtið. Allur er varinn
góður og allar vonir og spár hafa
enn brugðist um að stríðið hætti.
f öðrum löndum hafa verið lögð
ótal höft á frelsi manna í mörgum
greinum.
Þjóðin islenzka verður að gera
sér það Ijóst, að þvi að eins er
von um að hún komist klakklaust
fram úr vandræðunum, að hún
sætti sig við að missa í mörgu
þæginda og frelsis.
Eigi að sameina það tvent á
>essum tímum, að enginn líði
skort, en fjárhag landsins verði
ekki misboðið, verður þjóðin að
vera svo þroskuð að skilja það,
að hún verður að leggja miklu
meira á sig en venjulega, vera
vinnusamari, sparneytnari og taka
>ví með þögn og hlýðni að á hana
verði lagðar kvaðir. Til þess að
forða heildinni verða einstaklingarn-
ir að beygja sig, hlýða þeim ráð-
stöfunum sem gerðar eru af hálfu
)ings og stjórnar, landinu til
bjargar.
Erfiðleikarnir eru prófsteinn á
einstaklinga og þjóðir. Það kemur
)á í Ijós hvort nokkurt lið er í
)eim sem fyrir verður. Þeir ein-
staklingar sem ekki standast erfið-
eikana deyja, eða verða »vængja-
rúnir valir« alla æfi. Þær þjóðir
sem geta ekki borið erfiðleikana
líða undir lok, eða verða annara
þjóða fótaskinn.
Sá kostur blasir nú við okkur
íslendingum ef við ekki skiljum
alvöruna og búum far okkar svo
sem hún krefst.
Hinn kosturinn er sá að kyn-
slóðin sem nú lifir skilji það að
meir er af henni krafist en þeirn
sem áður voru, en hún hefir um
leið tækifæri til þess að ná meiri
þroska, með þvi að taka á öllum
kröftum sínum og sjálfsafneitun,
með því að hver einstaklingur beri
fúslega það sem á hann er lagt,
heildinni til heilla.
t*að verður að vera undirstöðu-
atrið undir öllum dýrtíðarráðstöf-
ununum, að þjóðin skilji hvert er
verið að stefna og taki höndum
saman við stjórn og þing um
framkvæmdir.
Fulltrúarnir til Englnnds.
Breskt herskip kom og sótti þá
28. þ. m. Klemens Jónsson fyrv.
landritari er formaður nefndarinn-
ar, en þeir Eggert Briem frá Viðey
og Rich. Thors af hálfu landbún-
aðar og sjávarútvegs.
Oflátungar þjóðfélagsins
eftir Guðmund Friðjónsson.
(Niðurl.)
Ritdómarinn byrjar á því að-
finslur sínar, að kvæðið sé of
langt, að það muni ekki verða
lært, og þar með sé það sagt, að
það sé ekki vel samið. —
Gætum að því, hvað kvœðið er.
Það er skáldsaga, smásaga í ljóð-
um á einni örk.- Eg hefi lesið smá-
sögur eftir úrvalshöfunda í ýmsum
löndum og kemst enginn þeirra af
með öllu minna rúm, en það sem
örkin veitir. — Það er engin
sönnun fyrir fánýti kvæðis, að það
verður ekki, að líkindum lært ut-
anað. Sú tíð er nú liðin, að alþýð-
an læri sjálfkrafa það sem prentað
er. Því veldur sú mergð allskonar
ritkorna, sem nú falla í skaut
þjóðarinnar. Blöð og bækur og
kvæði koma svo mörg út, að at-
hyglin hefir ekki lyst eða rúm fyr-
ir lærdóminn. Fyrrum lærði fólkið
Jóhönnu raunir, Vísnabókarleir-
burð og Grallaragutl — jafn framt
Passíusálmum og öðru góðgæti.
Hungur þjóðarinnar eftir sálarfæðu
var svo mikið, að gleypt var við
öllu sem náðist í. Nú er öldin önn-
ur. Nú er margt lesið, en lesið illa.
Jafnvel ritdómarar lesa stundum
orðin að eins, eins og Jón rektor
sagði um sjálfan sig. En hann las
orðin til þess að ná ^eim í orða-
bók. En hinir lesa þau, til þess að
hanga á þeim — eins og leður-
blaka á uglu, með höfuðið niður.
Þá finnur ritdómarihn að endur-
tekningunum í kvæðinu.
Hver er rauði þráðurinn í kvæð-
inu? Hann er þessi: einstœðings-
háttur stúlkunnar. Hún er ein þeg-
ar vökudraumarnir koma yfir
meyna, á því tímabili, sem stúlka
verður að konu. Þá situr hún við
sæinn og þráir. Hún er ein í löng-
unardraumþrá sinni eftir mentun,
ein í sjúkdómi sínum, ein í bana-
legu og ein í dauðanum. Þessi
endurtekning er því svo sjálfsögð,
sem það væri sjálfsagt að nefna
Jón oftar en einu sinni, ef rituð
væri æfisaga hans.
Þetta eru höfuð aðfinslur Jóns
læknis. En þar á eftir kemur hann
með ýms orðatiltæki, sem honum
falla ekki og enn fremur leikur
hann sér að útúrsnúningum og
hártogunum — svo sem títt er og
tamt oflátungum í dómarasæti.
Eg ætla að grípa niður í þennan
reit, til þess að sýna vitsmuni og
þekking höfundarins.
Þetta er t. d. um útúrsnúninga
höf., eða þá skilningsskort: Hann
skilur ekki, að orrastormur geti
hrinið svo að ægilegur niður verði