Tíminn - 30.03.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1918, Blaðsíða 4
64 Tí MINN Atliugasemd. Leyíist mér að biðja »Tímann« fyrir þessa athugasemd við grein Cruðbr. Magnússonar í síðasta tölu- blaði. Ut af greinarstúf mínum í ísa- fold fjrrra laugardag um »reikn- ingsskilin í Tímanum« fer Guðbr. enn af stað — sem honum er ekki of gott, úr því að honum sjálfum fmst að hann ekki geti lagt árar í bát —, en um að eins eitt atriði, sem kemur fram í því skrifi hans, vildi eg hér með æskja skýringar hans, með því að það er nokkuð sérstaks eðlis. Pótt það virðist ekki koma mik- ið máli við, flytur hann þó inn í umræðurnar einhverjar dylgjur um eitthvað, sem eg hafi átt að halda fram einhverntíma um næsta fjar- skylt efni því, sem deilt hefir ver- ið um. Er klausa þessi orðrétt þannig: »Er ekki svo mikið sem hann grípi til þess úrræðis, að afsaka óreiðuna með skoðunum þeim um eignarréitinn, sem hann bar nýlega á borð fyrir okkur Magnús Kjaran«. Hver skilur nú? Hvernig geta lesendurnir áttað sig á þessu? Eg veit nú ekki til þess, að eg hafi talað við þá herra G. M. og M. Kj. um neitt, sem hér geti ver- ið átt við. Því að varla get eg ímyndað mér, að Guðbr. sé svo hlálegur að meina þetta til þess, er eg fyrir nokkru var viðstaddur sem lögfræðingur f. h. firma eins hér í bænum, samningaumleitanir við þessa menn út af leigumáli í húseign sem þeir hafa umráð yfir. Eins og gefur að skilja varð þar hvorki né gat verið nein umræða um »eignarréttinn« alment, hversu feginn sem eg annars hefði nú viljað gefa þeim einhverjar upp- lýsingar þar að lútandi! Og það, sem eg lét umrætt um það mál- efni, sem lá fyrir, var eðlilega ekk- ert annað en það, sem talið er nokkurnveginn viðurkent, bæði að að þvi er kom til »eignarréttar«- spurningar og annars. Eg vissi ekki betur en að þetta gengi alt friðsamlega, og samkomulag varð í »mesta bróðerni« milli aðilja. En nú verð eg að spyrja: Er það svo, að það sé frá þessum — algerlega »prívat« — samfundi, sem Guðbr. talar um skoðanir mínar urn »eignarréttinn« (og virð- ist helzt gefa i skyn, að þær séu þar með eitthvað mjög óleyfilegum hætti)? Og af því að eg hefi ekki hing- að til haft neitt samvizkubit út af því, sem þar fór fram — og mig minnir satt að segja, að neftfdir herrar fara þá fremur lof- samlegum orðum um framkomu mína þar, eins og þeirra var von og vísa —, spyr eg ennfremur herra Guðbrand: Hverjar voru þær »skoðanir« er eg bar á borð fyrir þá um »eignarréttinn« og nú sýn- ast hneyksla þennan rithöfund »Tím- ans«? Eg hefi spurt um þetta, og vænti greiðlegs svars, bæði til fróðleiks og eins af þeim sökum, að þetta er talsvert nýstárleg aðferð, sem menn hafa ekki átt að venjast og hafa gert sér í hugarlund, að ekki »heyrði til«, — að draga inn i landsmálaumrœður slik atriði sem þessi. Eg býst nú við, að þetta reiknist til þeirra »nýju siða«, sem þessir »nýju herrar«, Tímans menn, ætla að innleiða; og þar sem þeir, eins og margkunnugt er öllum, sem lesa blaðið, þykjast hafa að baki sér og tala í nafni ekki minna en »alls landslýðsins«, »allra lands- manna«, »allrar hinnar íslenzku þjóðar«, þá hefir það óneytanlega nokkra þýðingu að fá að vita deili á þessu. 23,—3.—’18. Virðingarfylst. G. Sv. Svarið. Það kemur sér bagalega fyrir G. Sv. að honum skuli ekki hafa tek- ist að ná sér í einkaleyfi til þess að ausa auri menn og málefni, mundi honum ekki veita af þvi, svo illa ber hann sig svari menn fyrir sig. Gísli má nú sjálfum sér um það kenna að hún er að verða fleyg sagan af kenning hans um eign- arréttinn eða skýring hans á eign- arhugtakinu á »prívatfundinum« sem hann talar um. Smeygði eg henni inn í grein mína á dögun- um sem einskonar bergmáli af upphrópunum Gísla i ísafold rétt áður um hvert mikilmenni hann væri, en ómenni eg í landsreikn- ingaviðureigninni frægu. En eg hélt, og held enn, að alt sé sami maðurinn G. Sv. lögfræðingur og G. Sv. sgi sem mest hefir úthúðað mér og öðrum sem eigi telja góð og gild reikningsskil E.-Arnórsson- ar-stjórnarinnar. En til þess að menn geti betur glöggvað sig á því hversvegna mér einmitt í þessu sambandi komu þessar kenningar Gísla til hugar, þá skal eg nú segja frá því í hverju þær voru fólgnar. Leigutaki hafði látið gera breyt- ingar á húsnæði sem við M. Kjaran Jböfðum umráð yfir. í leigusamn- ingnum stóð skýrt og ákveðið að yrði leigutímabilið framlengt um ákveðið tímabil með ákveðinni leigu, þá yrði þessi breyting eign húðeiganda. Þessa eignarheimild samningsins skýrði hr. G. Sv. svo, að eign í þessu sambandi táknaði að eins það að ekki mætti fara burt með breyt- ingarnar, en svo kæmi hitt til, hvað leigusali yrði að borga fyrir þessa eign sína (þ. e. breytinguna). Með öðrum orðum lögfræðingur- inn vildi að skjólstæðing sínum yrði tvígoldinn sami hluturinn. Manni sem svona er djarftækur á lögskýringar og málsvarnir hefði síður átt að verða slikt skotaskuld úr því að verja reikningsskil skjól- stæðinga sinna, sem raun varð á og það þá ekki hvað sízt eftir ac hafa hafist handa um það af slík- um móði sem Gísli hafði gert. En hitt er satt að málalokin urðu hin viðunanlegustu hvað »húsnæðis- málin« snerti, en það hygg eg að við Magnús getum fremur þakkað sjálfum okkur en Gísla, því þar mundi hafa komið, að við hefðum séð eftir því að gjalda fult verð fyrir »eignir« okkar þótt við í svip- inn hefðum ekki haft vit á öðru. Guðbr. Magnússon. Færeyj amálid. Kirkjubö 29. marz 1918. Zahle kunnger amtmanninum frasögn sina til dönsk blöð um föroysk mál hvar hann fráræður at uppösa Föroyingar með ósönn- um sögum möt sjálvstæðisfolkinum um danahat og skilnaðarhug. Ræður Dönum til at sýna För- oyskum frjalslyndi, góðvilja og ekki misskilja kærleik teirra til fostur- lands og mál. Ynskir föroya folka- tingsmann aftur kosnan sum er goður og álítandi representantur. Amtmaðurin, fúten og sorenskrif- arin frá sær sjálvum, krefja seg loystan fra embætinum, uppösa Danir og fylkisneyt i Tórshavn móti ríkisstjórninni. Halda loyndar fund á nótt. Frambera álitisprógv til embætismennirnar. Frjálslyntir Föroyingar um allar oyggjarnar mótmæla harðliga, niðurrakka em- bætismannanna framferð. Bardag- inn mikil. Leyneligar lignasög- ur embætismannaflokksins hleypa hræðslu á kvenfólkið. Sjálvstæðis- menn halda almennar fundir. Lög- tings og fólkatingsval um 3 vikur. Embætismennirnir eru enn ekki afsettir. Jóanes Patursson farin til Kaupmannahavnar sjálv- stæðismanna vegna. Föroyingar krevja amtmannin framleggja upp- gerð um landsvertzluna áður hann fer frá oyunum.' Sjálfstæðismenn prógva amtmaðurinn ósönn tiðindi til dannastjorn um sókn Föroy- inga til Bretastjórn. Vonandi slepp vit bráðum, frá hesum ófriðar- kroppum tá vera betri líkindi fyrir skipan í Föroyum og framburði föroyamálsins. Páll Patursson. Nýlega snéri ritstjóri »Timans« sér til foringja hinna þjóðræknu Færeyjinga, Jóhannesar bónda Paturssonar á Kirkjubæ og bað hann um að síma fregnir af ástand- inu á Færeyum. Skeytið hér að ofan er frá syni hans, þar eð Jó- hannes er á leið til Khafnar. Tómlæti höfum við íslendingar sýnt alt of mikið gagnvart frænd- um okkar í Færeyjum og eiga þeir þó undir sama högg að sækja og við höfum átt um þjóðlegan rétt. Mun það vera öllum íslending- um gleðiefni að sjá það af skeyt- inu, að danska stjórnin sem nú situr að völdum — frjálslyndir vinstri menn — ætlar ekki að feta í spor fyrri stjórna og styður ekki dönsku embættisklíkuna á Færeyj- 'RÉTTUR, timarit um félagsmál og mannréít- indi. 16 arkir á ári af Skírnisstærð. Verð 2,50 kr. árgangurinn. Ritstjói Þórólfnr Signrðsson. Afgreiðslu- maður: Finnur Jónsson, Pósthús- inu, Akureyri. um. En klíkan á öruggan bakjarl þar sem stór-Danir eru heima fyr- ir og er það ljósl af þvi, að lands- þingið danska hefir gefið stjórninni vantraustsyfirlýsing, vegna Fær- eyja-málsins. Og nú er hafinn lát- laus æsingja-undirróður gegn stjórn- inni um alla Danmörk, undir kosningarnar sem eru fyrir dyrum, fyrir hina frjálslyndu framkomu gagnvart Færeyium. Og íslendingar eru vitanlega gerðir að grýlu. Eitt með öðru sem amtmaður- inn danski á Færeyjum gerði sér til frægðar nýlega var að róa öll- um árum að því og án þess að vera vandur að meðölum, að spilla því að samvinna í einhverri mynd kæmist á milli Færeyinga og ís- lendinga um matvöruaðdrætti. Og er auðlesið í eyðurnar. Skipaferðir. í s 1 a n d fór til Ameríku 24. þ. m. — Skeyti hafa koinið um að G u 11 f o s s fær út- flutningsleyfi fyrir vörum. —. Botnía fór til Danmerkur 26. þ. m. Farþegar voru um 30. — Sterling fór af stað í hringferð 21. þ. m. Koma þingmenn vænt- anlega með skipinu. RadíumlækDÍngarnar. Gunnlaug- ur Claessen læknir hélt fyrirlestur um radíumlækningar siðastliðinn sunnudag í »Nýja Bío«. Var það einkarfróðlegt erindi og skýr grein gerð fyrir því, um hvílka mann- úðar og þjóðþrifa stofnum hér er að ræða. Voru sýndar myndir af hinum ágæta árangri lækninganna. Fyrirlesturipn var haldinn að til- hlutun Oddfellowfélagsins sem beit- ir sér fyrir málið. Innbrot hafa verið framinn æði mörg í Vestmannaeyjum í vetur. Hefir ekkert enn komist upp um það hver muni vera valdur að þeim. Rafurraagnsstöð er nú fullgerð á Geðveikrahælinu á Kleppi. Faxaflóabáturinn Ingólfur. Ný- lega bilaði vélin í skipinu og varð að draga það til Reykjavíkur úr Borgarnesi. Óvíst er að við verði bægt að gera bráðlega. Ritstjóri: Tryggvl ,1’órhallssou Laufási. Simi 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.