Tíminn - 27.04.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.04.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr. árgangurinn. AFGREWSLA i Hegkjavík Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. II. ár. Reykjavík, 27. apríl 1918. 17. biað. ðlafsvaliamálið. Ólafsvellir eru ein mesta fram- tíðarjörð í Árpessýslu. Liggur í miðri bygð, nærri Skeiðaveginum, landrými mikið, túnefni nálega óþrjótandi, og þegar áveita verður framkvæmd á Skeiðin, verða í landi þeirrar jarðar framt að 1000 teigar áveitulandsins. Menn hafa lengi haft augastað á jörðinni sern lýðháskólasetri fyrir Suðurlands- undirlendið. í annan stað væri jörðin einkar henlug fyrir smá- býlabúskap. Fyrri hluta árs 1916 gerði síra Brynjóifur Jónsson á Ólafsvöllum fyrirspurn til sýslunefndar um það, hvort jörðin teldist til þeirra jarða, sem um ræðir í 2. gr. kirkjujarða- sölulaganna, að eigi megi selja. Lýsti sýslunefnd því yfir, þá nálega einróma, að hún væri þeirrar skoð- unar, og jörðina mætti ekki selja. Nú í vetur kemur málið aftur fyrir sömu sýslunefndina. Og nú verður annað uppi á teningnum. Meiri hluti nefndarinnar, átta menn, er því nú ekki mótfallinn áð jörð- in sé seld, fimm greiða atkvæði á móti og tveir greiða ekki atkvæði. Ekkert heíir þó brej'st í málinu sem geri skiljanlega þessa breyt- ingu. Til þess að gera það sem unt væri til þess að hindra sölu jarð- arinnar, gerðist Ágúst bóndi Helga- son í Birtingaholti forystumaður þeirra sem sjá hve mikið tjón það væri, ef jörðin væri seld. Ritaði hann jiingmönnum Árnessýslu og skoraði á þá að leita aðstoðar þingsins til þess að hindra söluna. Rekur hann skýrt og ljóst rökin sem liggja gegn sölu jarðarinnar og getur enginn óvilhallur maður litið nema e'inn veg á málið. Þingmenn Árnesinga fluttu nú þingsályktunartillögu í neðri deild um að skora á stjórnina að nota ekki lagaheimildina um að selja jörðina. Landbúnaðarnefnd fékk tillöguna til meðferðar og lagði það til í einu hljóði að hún yrði sam- þykt. í gær var tillagan til umræðu í deildinni óg var samþykt með öll- um atkvæðum gegn tveimur. Bogi Brynjólfsson frá Ólafsvöll- um, settur sýslumaður í Árnessýslu ritar ianga grein í Morgunblaðið í gær og ræðst mjög ósæmilega á Á. H. fyrir afskifti hans. Verður þessi grein síst til þess að bæta mál- staðinn. Eftirlaun Björns Kristjánssonar. Frumvarp flytur Þorleifur Jóns- son o. fl. i neðri deild um það, að þegar B. Kr. bankasljóri láti af forstöðu bankans, fái liann árlega 4000 kr. í eftirlaun. Gat flutnings- maður þess er málið var til fyrstu umræðu, að það væri flutt sam- kvæmt bending frá B. Kr., enda hefði hann ráðið að láta mjög bráðlega af embætti. í greinargerð frumvarpsins er svo að orði komist: »hinsvegar mun ekki um það deilt að hann (B. Kr.) hafi staðið prýðilega í þeirri stöðu«. Það er mjög illa viðeigandi að segja þetta í greinargerð frumvarps, því að þetta er með öllu ósatt. Þeir eru til sem halda því fram að þella sé satt. En það er á allra vitorði að um það liefir einmitt verið mjög mikið deilt. Þá sögu er óþarfi að rekja. Er hún þingmönn- um sjálfum í fersku minni, sem höfðu bankamálið til meðferðar á síðasla þingi. Það hefði mátt segja það, að þrátt fyrir allar árásirnar á B. Iír. fyrir stjórn hans á bankanv^m, hefir honum ekki verið borin óráð- vendni á brýn. Um það hefir ekki verið deilt. En fjármálastefna hans og stjórn yfirleitt hefir verið þyrn- ir í augum mjög margra frain- gjarnra íslendinga. Þar sem málið liggur svo fyrir, að bæði þeir sem álita að B. Kr. hafi staðið vel í stöðu sinni og eins hinir sem eru á gagnstæðri skoðun, munu geta orðið sammála um áð veita honum eftirlaun, enda fari hann þá frá bankanum — þá er það mjög óheppilegt að blanda inn í þeim atriðum sem ekki þurfti um að tala. Það má telja víst að þetta eftir- launafrumvarp sigli hraðbyri gegn- um þingið. En það skal hér enn tekið fram opinberlega að fjöldi manns skoðar eftirlaunin ekki sem heiðurslaun, en finnur á hinn bóg- inn enga ástæðu til að leggjast á móti, af því að svo mikið er að vinna á hina hliðina, og enginn hugsar til neinna persónulegra hefnda við manninn. Og loks er það gert með því skilyrði að þeg- ar er eftirlaunin eru ákveðin verði sætið autt. Væri vel að málið færi í nefnd, en að öðrudeyti umræðulítið gegn um þingið. Til livers er þessi landsverzlun *? Hún er bara til ills eins, land- inu til skaða og skammar«, segja kaupmennirnir. Hún hækkar vöru- verðið í landinu og hleður skuld- um á landssjóðinn. Þjóðin á að trúa og treysta á kaupmenn eina í verzlun allri við önnur lönd. Landsverzlun og kaupfélög eru heimskuleg fyrirtæki og hættuleg fyrir þjógina. , Er okkur fáfróðu alþýðumönn- unum óhætt að trúa þessu? Við skulum hugsa okkur um tvisvar, og athuga ástæðurnar ofboð lítið áður en við svörum þessu. Lands- verzlunin fer fyrst að kaupa-vörur eftir að stríðið er byrjað. Þá eru vörur þegar orðnar í hærra yerði utanlands, og flutningsgjöldin hækka dag frá degi. Landsverzl- unin kaupir ekkert nema mat- vörur, og þær vörur sem lang- minstur verzlunarhagnaður er lagður á. Þegar stríðið byrjaði, áttu stórkaupmennirnir sumir vöru- birgðir allmiklar, og voru þá þeg- ar reiðubúnir að kaupa og flytja á undan landsverzluninni. Hún varð að stríða við skipaleysi, húsaleysi, áhaldaleysi, mannleysi, sambandaleysi, vanþekking og alla örðugleika frumb^lingsáranna. Þó gat landsverziunin þegar i stað selt vörur sínar ódýrari en kaup- menn seldu þá á sama tíma. Og kaupfélög þau, er stóðu líkt að vígi og kaupmenn, seldu þá — og selja enn — ýmsar vörutegundir mikið lægra verði. Kaupmenn aft- ur á móti hækkuðu verðið mikið fyr, og rökuðu saman fé. Nú leizt kaupmönnum ekki á blikuna. Þeir þóttust ekki nógu einráðir um gróða sinn og móðurlega matseld fyrir alla landsbúa. Þeir réðust á kaupfélögin, bæði opinberlega í blöðum og i kyrþey við þá, er fátt vita, en mörgu trúa. Þeir vildu drepa landsverzlunina og niddu hana á allar hliðar. Þegar það tókst samt ekki að eyðileggja landsverzlunina, álti hún hara að liggja með vöruforða — lála hann fúna og renna niður — landsbu- um til bjargar, þegar að því kynni að koma, að kaupmenn fengju ekki keyptar eða fluttar vörur sínar. Og landssjóður mátti kaupa skip þegar þau voru komin í tvöfalt eða þrefalt verð (meðan þau feng- ust með gjafverði, móti verði nú, þótli sumum ekki nærri því kom- andi). í fæstum orðum sagt: Landsverzlunin átti að vera horn- reka, varaskeija og /éþúfa kaup- inanna. Og því er ver, hún liefir verið þetta alt að nokkru lej'ti. Nú er hún þó komin yfir bernsku- árin og frumbýlings-örðugleikana, og þarf því ekki lengur að vera fótaskinn kaupmanna. Þegar landið hefir keypt skipin, bygt húsin, ráðið valda forstöðu- menn, tekið verzlunarlán og náð góðum samböndum, þá væri hraparleg grunnhygni að hætta, og demba undirbúningskostnaðinum á landssjóðinn. Þá væri ver farið en heima setið, því kostnaðurinn verður að vera mikill, og aðstað- an hefir verið ólík hjá landsverzl- uninni og kaupmönnum. Með dæmi má sýna dálítinn mismun: Kaupmaður sem á 100,000 kr. í peningum, kaupir fyrir þær sömu vörur og landsverzlunin. Hann selur vörurnar jafnóðum og þær koma, með I2V20/0 í hreinan ágóða. Þegar vel gengur, getur hann gert þetta fjórum sinnum á ári, og hefir þá á einu ári grætt 50°/°» eða 50,000 kr., á þessum einu 100,000 kr. sínum. Landsverzlunin byrjar hins vegar á því, að fá til láns 100,000 kr., verður þegar að greiða vexti, t. d. 6°/o, eða 6,000 kr., hefir þá ekki nema 94,000 kr. að kaupa fyrir. Svo eiga vörurnar að liggja óseldar 1 ár. Þá hefir bætst við hana svo mikill kostnaður í húsa- leigu, ábyrgðargjaldi, mannahaldi, við byltingarkostnað m. m., og varan kann að vera orðin svo skemd og rýrnuð eftir 1 árs geymslu, að þegar þetta alt kemur saman, verði hún þá ekki meira en 80,000 kr. virði. Þarf þá að færa fram verðið um 25°/o, eða 20,000 kr., til þess eins, að lands- verzlunin" geti greitt skuld sína. Þetta gæti nú verið þolanlegt, ef þá væru komin öll kurl til grafar. En svo er ekki, því þess er ógetið sem mestu munar. Út af neyð og fyrirsjáanlegum voða fyrir aðflutninga til landsins, varð landssjóður að kaupa rándýr skip og leigja sömuleiðis til að- drátta hvað sem það kostaði. Og ílutningsgjöldin urðu afskaplega há. Meðan þessu fór fram, réðu kaupinenn jTir skipum Eimskipa- félags íslands, og létu þau flytja sínar vörur með miklu, mildu lægra flutningsgjaldi. Þegar aðstaðan er nú svona ólik á marga vegu, er þá nokkur furða, þó eitthvað af ársforðanum kunni að hafa orðið dýrara en hjá kaupmönnum? Er ekki hitt enn þá meiri furða, að landsverzl- unin skuli þó hafa selt sumar vör- ur ódýrari? Og þrátt fyrir alt, hefir Qármálaráðherrann nú lýst því á alþingi, að landsverzlunin liafi grætt góða skildinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.