Tíminn - 30.05.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1918, Blaðsíða 1
/ 1 TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar i kr, árgangurinn. AFGREIDSLA i Hegkjavik Laugavcg 18, simi 286, út um land i Laufási, slmi 9Í. II. ár. Reykjavík, 30. maí 1918. 22. blað. Hvað tæki við? Leikurinn sem leikinn lieíir verið milli blaðanna í vetur hefir nú borist inn í þingið. Með fyrirspurn- um og rannsóknanefndum hafa hinir eiginlegu stjórnarandstæðingar, langsummenn, reynt að gera fleiri og fleiri tortrygna gagnvart lands- stjórninni og fá þá hálfa eða alla yfir í bandalag við sig. Hafa þeir einkum reynt að fá í lið með sér þingmenn úr heimástjórnarflokkn- um, þá sem nær stóðu Lögréttu- stefnunni en forsætisráðherranum. En Lögrétta liefir eins og kunnugt er snúist algerlega gegn landsstjórn- inni í stærsta málinu sem nú er uppi: landsverzlunarmálinu. Ófriðurinn geisar á alþingi ís- lendinga þegar þeir áttu að standa allir saman, gagnvart útlendu valdi og gagnvart utanaðkomandi og nærverandi hörmungaástandi. Um livaó er barist? Þeir sein ófriðnum valda fara ekki í neina launkofa með það. Ófriðurinn er liáður, til þess að fella landsstjórnina. Það er mikill ábyrgðarhluti að hefja ófrið í þeim tilgangi á þess- um tímum. Þarf enginn dæmi að nefna um það, þau eru mörg til, og eru öllum auðskiljanleg sem um hugsa. Eitthvert rnesta ábyrgðarleysi sem getur komið fyrir þingmann er það að vilja fella stjórn, án þess að eiga víst að skipa nýja og betri. Það er ekki óhugsandi að hægt verði að gera meiri lrluta þing- manna óánægðan með stjórnina sem nú er, með því að gera allar mýflugur að úlfalda. En hitt er nálega óhugsandi að fá hina óá- nægðu til þess að standa saman um að styðja nýja stjórn. Það mun enginn vera á landi hér sem ekki finnur að ýmsum einstökum atriðum í fari núverandi stjórnar. En þess er að vænta, að allir samviskusamir menn láti ekki aukaatriði verða að aðalatriðum og sjái sannleikann sem er sá, að þessi stjórn sem nú er, hefir í að- alatriðum stýrt landinu eftir hin- um réttu leiðum og verður æ fast- ari í rásinni í rétlri stefnu, eftir því sem reynslan verður meiri og það er því hinn mesti háski að leika þá glæfrapólitík að steypa henni og vita ekkert hvað við tekur. En — setjum svo að stjórnar- andstæðingarnir núverandi gætu fengið meiri hluta þingsins með sér, ekki einungis í því efni að lýsa vantrausti á stjórninni, heldur og í hinu að mynda stjórn. Hvað tæki þá við? ( Þeir hafa látið það skýlaust í ljósi stjórnandstæðingar að þeir vildu steypa stjórninni, en um hitt eru þeir ekki skýrmæltir hvað þeir ælti sér þá að gera. Þeir hafa ekkert gert annað en að rífa niður. Af blöðum þeirra og framkomu þingmanna innanþings virðist þó mega fara nærri um stefnu þeirra í einstöku stórmálum. Það er t. d. nokkurnveginn ljóst af Iangsunfblöðunum og Lögréttu, hvað yrði um landsverzlunina í höndum slíkrar »langsum-Lögréttu- stjórnar«. Þar yrði fullkomin stefnubreyt- ing. Ábyrgðinni yrði fyrst og fremst varpað upp á kaupmenn um að afla landinu nauðsynja. Lands- verzlunin 3'rði lítilfjörleg varaskeifa sem lægi ineð vörur, væntanlega þangað til að þær lækkuðu, til þess að kaupmenn þyrftu ekki að bera hallann af þvi. Líklega yrði það varast sem mest að leggja nokkrar hömlur á það hvernig kaupmenn ráðstöfuðu vörunum, til þess að þeir samfara ábyrgðinni fengju nægilegt vald og nægilega frjálsar hendur. Hámarksverð yrði líklega reynt að setja — og þó er verðlagsnefnd örðugur þyrnir i augum sumra langsumblaðanna — en eins og kunnugt er, er afar erfill að ákveða hámarksverð og ekkert hægara en að fara í kring um það, með því að liggja með vörur o. s. frv. í stnttu máli: Öllu hinu mikla verki sem niíverandi stjórn hefir komið á fastan rekspöl um tyrir- komulag laudsverzlunarinnar, sem beint felur í sér áframhaldandi þróun í sömu átt — því verður öllu fyrir borð kastað með þeim mönnum öllum sem að því standa, sjálfsagt undantekningarlaust. — Þarf ekki um þetta atriði að fara fleiri orðum. Það er svo alvarlegt og auðsæilegt hverjum manni. Annað er og ljóst að gert yrði, og heíir komið berlega fram í Tjör- nesnámumálinu. Landsstjórnin nýja mj'ndi kippa alveg að sér hend- inni um það, að afla innlends elds- neytis. Þar yrðu einstaklingarnir að sjá fyrir sér sjálfir. Því að það verður að ganga út frá því að sá gustur allur hafi ekki einungis verið gerður til þess að æsa menn gegn núverandi stjórn, heldur vegna þess, að það sé álitið hættu- legt eða ónauðsynlegt að lands- sjóður gangist sjálfur fyrir fram- kvæmdum um að bæta eldiviðar- skorlinn. Margt fieira verður ekki sagt um stefnu slíkrar nýrrar stjórnar, því að skýr stefna hefir engin verið mörkuð alment — og þess gerist ekki þörf að nefna fleiri al- riði. Mætti þó á eitt atriði drepa. Núverandi stjórn hefir verið hin fúsasta og öruggasta að styðja við- leitni bannmanna að framfylgja þeim lögum kröftuglega og full vissa um beztu aðstoð hennar i því efni áfram. Það er nálega víst að um það yrðu mikil umskifti, enda væri ísafold þá helzta stjórn- arblaðið. Skýrari línur verða ekki mark- aðar. En þær eru nægilega skýrar. Það er glæfraleg pólitík að stofna til stjórnarskifta á algerlega nei- legum gundvelli: sameining hinna óánægðu yfir einstökum atriðum. Það er ábyrgðarleysi á hæsta stigi að steypa landsstjórn, án þess að eiga víst að fá aðra betri í staðinn. Það er stórkostlega hættulegt fyrir þjóðina að þeir menn fái mest ítökin í nýrri stjórn, sem nú standa fremstir gegn þeirri sem er, því að stefna þeirra, að svo miklu leyti sem hún er Ijós, er að rífa niður stærstu bjargráðaráðstafan- irnar sem gerðar hafa verið með þjóðinni. Nýjar tilraunir, á nj'jum grundvelli myudu vafalítið riða þjóðinni að fullu eins og sakir standa. Eina bjargræðisvonin er að halda áfram, lengra inn á sömu brautina og núverandi stjórn stýrir landinu. Rannsókn'mómýra. Neðri deild alþingis hefir sam- þykt að rannsaka skuli mómýrar, en því verður ekki til vegar kom- ið nema efrideild leggi samþykki sitt á þetta líka. Maðúr skyldi nú ætla að elds- neytisþörfin annarsvegar og kola- verðið hinsvegar gerði það nokk- urnveginn örugt, að þetta inál næði fram að ganga, en raddir sem veita stjórninni ákúrur fyrir að hafa stuðlað að því að alla vitneskju um hvað líði mómálunum í ná- grannalöndunum þar sem þau eru komin lengst, setja hálfgerðan bej'g í rnenn. Löngu áður en ófriðurinn kom til sögunnar, höfðu Norðurlanda- búar, einkum Svíar, hafist handa um móiðnað, og nú er þeim mál- um svo komið, að alt bentir til að hvert það land sem á í sér fólgið mikinn og allgóðan mó muni ekki þurfa að kviða framtíðinni hvað eldsneytið snertir. Svíum heíir sem sé á tvennan hátt tekist að hagnýta sér mó, þannig að þeir vinna úr honum eldsneyti sein í alla staði getur kept við útlend kol bæði til gufu- framleiðslu og heimilis þarfa. Önn- ur aðferðin er hin svö nefnda mó- mjölgerð, en hin er votkolun á mó. Mómjölið nota Sviar eingöngu til verksmiðjureksturs og járnbrauta, og er það reynt árum saman með góðum árangri. Kolmórinn er yngri en þó fengin reynsla fyrir því að hann jafngildir góðum skozkum húsakolum og er jafn ódýr þeim á friðartímum. Nú í dýrtíðinní margfalt ódýrari, auk þess sem hann er heimaunnið eldsneyti. Eins og gefur að skilja hefir það kostað Svía margvíslegaí tilraunir og mikið fé að koma þessu máli svo í horf sem nú er orðið, og er það jafnan svo um þá sem brjóta ísinn. Er lítilli og fátækri þjóð það vansalaust þótt hún fari sjaldnast á undan á slikum sviðum, en hitt yrði henni fremur til ámælis ef hún hefði ekki manndáð í sér til þess að hagnýta sér reynsluna þar sem hún er fengin, og það ekki hvað sízt þegar svo stendur á að um er að ræða lífsnauðsjmjar sem almenningur rís eigi lengur undir að kaupa frá öðrum löndum, en sem alt bendir til að hægt sé að afla ineð ágætasta árangri í land- inu sjálfu. En fyrsta skrefið í þessu máli hlýtur að vera það, að komast eft- ir því hvort við eigum á hentug- um stað svo mikinn og góðan rnó, að tiltækilegt sé að koma hér á fót votkolunarVerksmiðju, en sú eldsnejdis öflun virðist best við okkar hæfi fyrir þá sök, að þar þarf ekkert að eiga undir veðri eða vindi. Rannsókn mómýra eins og hún nú liggur fyrir efri deild er einna glæsilegasla málið sem þetta þing hefir með höndum, mál sem ekki varðar neitt einstakt bygðar- lag heldur þjóðina i heild sinni, því það er skref sem ekki verður komist hjá að stíga, eigi þess að vera nokkur von að innlent elds- nejdi frelsi þjóðina undan því oki' sem eldsnejdisskortur og erlend kol eru orðin henni. Og meiri mannsbragur virðist að því að landssjóður legði frem- ur fé í framkvæmd móiðnaðar heldur en að stinga þvi undir pottinn þótt í mj'nd erlendra kola sé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.