Tíminn - 30.05.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1918, Blaðsíða 4
128 T í M I N N HeiDilisiIiaðarfélag íslaaðs heitir 100 króna verðlaunum fyrir þá ritgerð er be/t verður samin um heimilisiðnað, og þá sérstaklega um það, sem vinna má úr inn- lendum efnum. — Ritgerðin sé eigi yfir tvær arkir að lengd og sendist stjórn Heiinilisiðnaðarfélagsins i Rej'kjavik með nafni höfund- arins í lokuðu umslagi fyrir 1. janúar 1919. Reykjavík í apríl 1918. Inga L. Lárusdóitir Laufey Vilhjálmsdóttir (pt. formaður fél.). (pt. ritari). embætti var stofnað, enda er það starfsemi blaða þeirra bræðra að þakka, liversu Bretar bera af öðr- um í lofthernaði. Nú er skj'rt frá því í nýkomnum enskum blöðum, að ráðherra þessi hafi beiðst lausn- ar frá embætti sínu sakir heilsu- brests. Sá heitir Sir William Weir, er tekur við af honum. Pi*á alþiugi. Tillaga kom fram í Nd. um að skipa fimm manna nefnd til þess að athuga verzlunarframkvæmdir landsins út á við og inn á við og ráðstafanir allar sem gerðar hafa verið og hér að lúta. Urðu nokkrar umræður um lil- löguna, vildu sumir vísa málinu til bjargráðanefndar. Hitt varð ofan á, að kjósa sérstaka nefnd og hlutu kosning: Matt. Ól., Einar Árnason, Björn R. Stefánsson, Bjarni frá Vogi og Einar Arnórsson. Samhliða tillögunni um að selja ekki Olafsvelli, fluttu þingmenn Árn. samskonar tillögu um að seija ekki Gaulverjabæ. Var tillög- unni vísað til stjórnarinnar með ósk um að jörðin verði ekki seld fyrst um sinn. TiIIögu ílytja Þorl. J., G. Sv., og Jón Jónsson um úthlutun matvöru og sykurseðla. Hljóðar um það, að þau héruð, þar sem aðdrættir eru erfiðir, fái úlhlutað lil 9 mánaða. Var vísað til stjórnarinnar með rökstuddri dagskrá. Frumvarp um einkarétt til verzl- unar með sinjör og tólg flytur Sigurjón Friðjónsson. Eandsstjórn heimilaður einkaréttur til verzlun- ar með smjör og tólg meðan stríð- ið stendur. Bó er það smjör und- a*nþegið sem framleiðandi selur beint til neytanda. Uinsjónarmenn smjörverzlunar séu í sveitum og smjcrmatsmenn í bæjum. Hámarks- verð á smjöri í innkaupi kr. 4,50 og kr. 4,00, en landsverzlunarstjórn ákveður útsöluverð, enn fremur hámarksverð á tólg. Smjör sem selt er beint frá framleiðanda til neytanda er undanþegið hámarks- verði. Frumvarpið var felt. Frá- færnafrumv. stjórnarinnar var sömu- leiðis felt. Frumvarp um skipamiðlara flytur Magnús Kristjánsson. Skipamiðl- arar séu löggiltir með sérstökum skilyrðum. Þingmenn Árnesinga ílytja frum- varp unr heimild handa landsstjórn- inni til þess að verja fé úr lands- sjóði til viðhalds Ölfusárbrúnni. Jörundur Brynjólfsson flytur frumvarp um hafnsögu í Reykja- vík. — Mentamálanefnd kemurfram með nýjar breytingar á fræðslulög- unum og fara þær skemra en frum- varp stjórnarinnar. Sama nefnd flytur frumvarp um veðurathugana- stöð í Reykjavik. Stjórnin flylur tvö tekjuaukafrumvörp: Um stimp- il gjald og um hækkun á vöru- tolli. Fyrirspurnum hefir ringt niður til stjórnarinnar og mjög mikið af tírna þingsins verið varið í umræður um þær. Hina fyrstu flutti Halldór Steinssen í Ed. út af seðlareglu- gerðinni frá 23. jan. Notaði hann tækifærið um leið og hann rök- sluddi fyrirspurnina, til þess að ráðast á landsverzlunina og prent- aði Lögrétta þá ræðu, en lnín fer þvert fyrir stefnu stjórnarinnar og er töluð mjög út í hött. í Nd. flutti G. Sv. o. fl. fyrirspurn um framkvæmdir fossanefndarinnar. Er hennar áður getið og var vísað til stjórnarinnar. —' Bjarni Jóns- son ílutti fj'rirspurn um úthlutun kola og urðu um litlar umræður. Einar Arnórsson o. fl. íluttu fyrir- spurn um sykurhækkunina. Ber Einar af öðrum stjórnarandstæð- ingum um slillilega og kurteislega framkomu og er þess vert að geta honum til hróss og öðrum til á- mælis. Um fyrirspurnina urðu litl- ar umræður, enda er sykurmálið dautt mál og hlaut enginn tjón af hækkuninni. ÞingsSlyktunarlillögur liafa marg- ar verið á ferðinni: Um að tryggja að til séu sauðfjárbaðlyf og eftir- lil haft með böðunum. Um að sjá um að til sé útsæði um alt land og tryggilega geymt og gefin út leiðarvísir um það. Um rannsókn mómýra. Um kolanám í Gunnars- staðagróf við Steingrimsfjörð, að heimilað sé að styrkja kolanám þar með 10 kr. á smálest not- hæfra kola. Um aukinn styrk og lánsheimild til flóabáta. Um heim- ild til að greiða Gísla Guðmunds- syni meiri laun en heimilað er í fjárlögunum. Um biðlaun handa Metúsalem Slefánssyni skólastjóra á Eiðum. Frumvarp er komið fram frá stjórninni um dýrtíðar og gróða- skatt og nái einnig til ársins 1917. Má búasl við miklu þjarki um það a. m. k. hefir ísafold tekið því þunglega og sömuleiðis sumir þingmenn. Fjárveitinganefnd flytur lillögu um að heimila landsstjórninni að veita upphót á námsstyrk og húsa- leigustyrk stúdenta og minni hluti nefndarinnar flytur tillögu um harðærisuppbót lianda orðabókar- höfundum. Frumvarp var feit um það að hækka iæknataxtann um 100°/o. Annað er komið fram uin að hækka laun lækna um 1000 kr. Úr þessu má búast við endan- legum svörum Dana um sendimenn hingað, því að ríkisþingið mun hafa verið kvalt saman 28. þ. m. Fréttir. Tíðin er ávalt hin ákjósanleg- j asta hér syðra. Kartöflur farnar að koma upp í görðum. Á norður og vesturlandi er kvarlað um hita og þurka. Skipaferðir. S t e r 1 i n g fór vest- ur iim land í strandferð á annan í hvítasunnu með fjölda farþega og fullfermi af vörum. oFrances H y d e« kom daginn eftir með sement og 1000 steinolíutunuur. Hafði skipstjórinn andast í hafi 5 dögum áður en skipið kom hing- að. Hét hann Nelson, norskur að ætl, og var jarðsunginiy hér í Rvík. Botnía kom 21. með yfir 70 farþega, fór aflur 23. þ. m. með um 50. Sænskt seglskip kom hingað á dögunum með pappírs- efni sem flytja átti til Spánar, var það orðið vistalausl. Finskt segl- skip nýkomið til Hafnarfjarðar með kol til Aug. Flygenrings. — Lagarfoss kom hingað frá Dan- mörk 23. þ. m. B o r g komin til Noregs en þaðan á hún að fara til Englands eftir vörum sem flytj- ast eiga hingað. Skip er á leiðinni frá Ameríku með steinolíu. F.nskf, lierskip kom hingað 27. þ. m. og flutti enska ræðismann- inn Mr. Cable og einn af erendrek- unum til Englands, Eggert Briem frá Viðey. Hinir tveir munu hafa farið til Norðurlanda frá Englandi. Ennfremur komu með skipinu þrír Englendingar í verzlunarerindum fyrir stjórn sína. » Fisksala til Englands. Botn- vörpungurinn Njörður hefir farið þrjár ferðir til Englands með is- fisk og selt farmana afarverði, sið- asta fyrir 8500 pund sterl. En tveir Kveldúlfsbotnvörpungar hafa ný- lega selt fyrir 1400 og 700 pund. Er þetta mikill munur og siðari salan langt undir sannvirði. 70 ára afmæli átti præp. hon. Sigurður Gunnarsson frá Stykkis- hólmi síðastliðinn laugardag. Er hann enn hinn hraustasti og rösk- leggsti á velli og nýtur þar vænt- anlega íþróttaiðkana og glímu- fræknleika í æsku. Rómurinn einn er bilaður. Síra Sigurður á von- andi enn langt og gott starf fj'rir lröndum. Hann ær og hefir verið formaður bannvinafélagsins í Reykjavík og er sístarfandi að andlegum málum; t. d. birtist ný- lega þýðing eftir hann í Skírni á sögu Gunnars skálds bróðursonar hans, og var sú þýðing prýðilega af hendi leyst. Síra Lárus Halldórsson frá Breiðabólstað á Skógarströnd er nú alfluttur til Reykjavíkur. Er og hér hinn rétti staður fyrir hann, því að hann er hinn mesti lista- maður á skrift og ættu söfnin að njóta krafta hans óskiítra til þess að bæla galla á skjölum og bók- um. Skrautritari er hann og prýði- legur, tók við af Gröndal í gamla daga að skrautrila ávarp alþingis til konungs. Eítirlaun B. Kr. bankastjóra. Nefndin í Ed. sem fékk frumvarp- ið til meðferðar hefir haft tal af hr. B. Iír. um málið. Segir svo í nefndarálitinu. »Lýsti hann (B. Kr.) yfir því að frumvarp það sem hér liggur fyrir, væri borið fram eftir ósk sinni og að það væri ósk sín og vilji, að fara úr bankastjórninni sem fyrsl, lielzt 1. júlí næstk. Liggja alvik svo að, að heilsa hans er í veði, ef ha4n nej'ðist til að vera lengur við bankann.« — Nefndin telur eftirlaunin ekki of há, en, vill binda eftirlaunarétlinn við ákveðið tímatakmark sem sé 1. júlí næstk. Við þessi málalok myndu allir vel una. • Látinn er nýlega Bjarni bóndi IJórðarson frá Reykhólum. Var hann um langt skeið einhver sköru- legasti bóndi vestra. Af börnum hans má nefna séra Böðvar á Rafns- eyri og IJórð kaupmann í Reykja- vík. Eidíimálid. Út 'af grein um það mál hér í blaðinu ekki alls fyrir löngu, hefir hr. Jón Jónsson alþm. á Hvanná slokkið upp á nef sér og ritað grein í ísafold, sem er mjög ósæinileg á- rás á fyrverandi samflokksmenn hans Svein Ólafsson og Þorstein Jónsson. Sagði Jón sig úr Fram- sóknarflokknum — og þakkaði um leið fyrir góða samvinnu! — áður en greinin kom, út og er nú í frá- sögur færl að hann sé genginn í lið með langsum-mönnum. Má telja vist að grein Jóns og framkoma öll verði mjög til þess að spilla álili hans ej'stra. Botnvörpungurinn Rán er far- ! inn til Vesturheims og stundar þar veiðar. Ritstjóri: Tryg'gvi Þórlmllssoii Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.