Tíminn - 01.06.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.06.1918, Blaðsíða 2
130 TIMIN N og jafna á þann hátt í einu öll deilumál milli landanna, heldur en að taka svona eitt mál út úr hinum sameiginlegu málum, sem svo eru talin. t*að væri mjög svo þreytandi þessar deilur um einstök atriði, hvert eftir annað, og spilli góðri sambúð yfirleitt. — Eg hélt því fram, að almennar samnings- umleitanir ættu ekkert að koma fánamálinu við, það væri einungis íslenzkt raál og kæmi ekkert hin- um sameiginlegu málum við, og gæti eg því ekkert tekið í þessa uppástungu um almenna samninga í sambandi við fánamálið. Zahle kvaðst vel skilja þessa afstöðu mína, eftir því sem skoðun alþingis væri á málinu, en hann væri nú á annari skoðun. Að öðru leyti lét eg það þá í Ijósi, að eg hefði ekk- ert umboð til að taka undir uppá- stunguna um samninga-umleitanir, að eg gæti ekkert sagt um það, hvort Alþingi væri fúst til að taka þær upp, enda lét eg í ljósi, að eg væri ekki sérlega vongóður um, að hepnast mundi að ná samkomu- lagi í einu um alt. í*ví var þá og um leið skotið fram frá Dana hálfu, að hentugt mundi máske, að taka upp samninga-umleitanir á þann hátt, að maður eða menn kæmi hingað frá Danmörku í því skyni. Eg fór svo frá Kaupmannahöfn í vetur, að eg hafði alls enga afstöðu tekið til þessa samningaboðs, að eins lét eg það í Ijósi, að ef til þess kæmi, þá teldi eg líklegustu leiðina, að sendimaður eða menn kæmu hingað. Þegar eg kom heim, skýrði eg þeim þingmönnum, er náð varð saman hér, frá afdrifum fánamáls- ins, og lét þess um leið getið, að kostur væri á almennum samning- um. í fyrstu voru undirtektirnar undir það fremur daufar, en nokkru síðar hreyfði eg málinu aftur við allmarga þingmenn, og taldist þá mega gera ráð fyrir, — þar sem því hafði verið skotið fram frá Ðana hálfu, — að sendimenn kæmu hingað. Allir þeir þing- menn, sem eg þá talaði við, tóku vel i málið, og þóttist eg því geta skrifað það til Danmerkur, að útlit væri íyrir, að þingið mundi gera það, og frá þessu skýrði eg. Þegar Alþingi kom saman, hnigu allir ílokkar þingsins að því ráði, að hafna ekki tilboðinu um samninga-umleitanir, en jafnframt skýrði eg hinum aðiljanum frá því og lét skýra að eg hefði reift málið á þeim grundvelli, að mað- ur eða menn kæmi hingað. Það er því auðsætt, hve fjarri sanni það er, að vér höfum heimtað samninga í ákveðnu formi eða á- kveðnum stað. Vér höfum að eins tekið kurteisu boði. Þegar bréf mín um, að sennilegt væri, að Al- þingi tæki vel í málið, komu til Danmerkur, var komið nálægt kosningunum þar og fekk eg þá það svar, að danska stjórnin gæti ekkert frekara átt við málið fyr en eftir kosningarnar. Mér kom þetta á óvart, því að mér hafði verið sagt, að tilboðið um upptöku samninga, eins og reyndar alt sem kæmi frá Dana hálfu í íslands- málum, væri gert með ráði allra flokka þar. Þess vegna hafði eg ekki ástæðu til að ætla, að sending manna hingað stæði svo í sam- bandi við kosningarnar þar, að þeir gætu ekki komið hingað fyr, þótt eg gæti ímyndað mér, að samningum kynni ekki að verða lokið fyr en eftir að Ríkisþingið kæmi saman, að kosningunum loknum; en sendimenn hlutu að geta borið sig saman við Dana- stjórn í símskeytum. Að kosning- arnar í Danmörku stæðu þannig í sambandi við sendiför hingað, skildi eg ekki þá, því síður, sem það var eins vel búist við því, er um þessar samninga-umleitanir var talað í Kaupmannahöfn í vetur, að þingið kæmi saman enn fyr en varð. Drátturinn frá Dana hálfu verður reyndar nokkuð skiljanlegri nú, er vitneskja er fengin um, að brydd- ir á því að þetta mál sé orðið að deiluefni milli flokkanna í Dan- mörku. En þótt eg hefði vitað fyrir- fram, að þessi dráttur yrði, þá hefði eg samt ekki talið forsvaranlegt, að draga það lengur en gert var að kvéðja þingið til fundar. Áður en þingið kom saman og svar þess fengið um samningsboð Dana, gat danska ráðuneytið ekki geit frek- ara í málinu, og það mátti altaf búast við, að einhvern undirbún- ing þyrfti frá Dana hálfu, áður en sendimenn kæmist af stað, ef svar Alþi.ngis yrði játandi. Á hinn bóg- inn er það vitanlegt, að því meiri dráttur sem orðið hefði á því að Alþingi kæmi saman, því meiri dráttur hlaut að verða á öllum þessum málum, en mjög mikið tómlæti frá vorri hálfu í málun- um þótti mér lítt sæmandi. — Eg verð því að halda því frain, að einnig með mögulegar samingaum- leitanir fyrir augum hafi ekki verið fært að draga lengur en gert var, að kveðja þingið saman. En þessa dagana verður úr því skorið hvort af samingaumleitun verði. Eg gat um það, að raddir hafi heyrstum það, að þaðhafi verið órétt af þingi og stjórn að vera að taka þessi mál upp nú, fánamálið eilt eða sambandsmálið í heild. Er talið aðsévitanlegtaðDönumerþetta við- kvæmt mál, og verði heldur til að vekja gremju bjá þeim, og ef samn- inga verði leitað, en ekkert sam- komulag fengist, þá sé ver farið en heima setið, því að þá muni spilt vinfengi Dana, en Danir hafi verið oss mjög innan handar, og hjálpað og aðstoðað á margan hátt, meðan á ófriðinum hefir staðið og þessi hjálp sé oss nauðsynleg. Það sé fjarri mér að gera lítið úr þeirri greiðasemi, sem vér njótum hjá Dönum, án þess að vér látum nokkuð i móti. Mér liefir fallið það illa, er eg hefi séð þetta vanþakk- að og gert lítið úr í blöðum hér á landi, en sem betur fer hafa og heyrst raddir í blöðunum, sem við- urkenna greiðasemi Dana. Mér er það kunnugra en flestum öðrum, með hve mikilli greiðasemi og góð- um hug dönsk yfirvöld og stofn- anir hafa, greitt fyrir viðskiftum vorum. Og hefir þetta verið af at- riði meðal annars fyrir skipakaup vor, vörukaup og peningalán. Vér höfum fengið skip vor frá Dan- mörku, Lagarfoss, Willemoes og Borg. Þetta hefðum vér ekki feng- ið annarsstaðar á sama tíma, án nokkurs greiða móti, því að alstað- ar er þess gætt, svo sem verða má, að verzlunarílotinn minki ekki. Út- ílutningsbann er á skipum, og sala til annara landa eigi leyfð á þeim, nema einhver fríðindi komi á móti, önnur en kaupverðið. En Danir hafa viðstöðulaust veitt útflutnings- leyfi á skipum til íslands, og greitt fyrir leigu á þeim. Sterling fengum vér að vísu frá Svíþjóð, en aðeins fyrir milligöngu Dana, og gegn mikilsverðum- greiða frá þeim. — Yfirleitthefir jafnan verið útílutnings- leyfi á vörum hingað frá Danmörku og höfum vér fengið mikið þaðan af nauðsvnjavörum, skal eg aðeins nefna rúgmjöl og sykur. Rúgmjöl hefir numið nú síðasl 5000 tons um árið; sykur síðustu árin 1000 tons, og hefir þetta ekki verið gróðí fyrir Danmörku, því að þá hefði mátt fá hæði miklu meira verð fyrir þetta annarsstaðar en hér, og auk þess einhver hlunnindi á móti. Peningalán fengum vér allmikið | hjá 5 stærslu bönkunum í Kaup- mannahöfn í félagi við islenzku bankana, 7^2 miljón króna, þar af 1V8 miljón frá íslenzku bönkun- um, og hjá einum hinna nefndu 5 banka, Handelsbanken, sem jafn- an hefur sýnt íslandi velvild, þar að auki 2 miljón króna lán, auk dálítils hlaupareikningsláns. Vaxta- kjörin voru sanngjörn af hálfu dönsku bankanna, eftir því sem nú gerist, og þegar ræða er um lán til annars lands. Yfirleitt eru löndin nú lítið fyrir að veita er- lend lán, nema gegn miklum bein- um og óbeinum hagnaði. Við lán- töku þessa, sem um tíma átti örð- ugt uppdráttar, naul eg aðstoðar forsætisráðherra Zahle og fjármála- ráðherra dr. Edvard Brandes. Auk þess leyfði dr. Brandes að 272 miljónar skuld, sem ísland var komið í við rikissjóðinn danska, mætti standa vaxtalaust, og af- borgast eftir hentugleikum. Eg bauð að greiddir væru vextir af skuldinni, er hún væri orðin svona há, en dr. Brandes vildi ekki heyra það, og sagði að þessi viðskifti væri nú orðin yfir 40 ára gömul, og aldrei reiknaðir vextir. Síðar hefur fjármálaráðherra boðið vexti. Eg sagði, að stjórnarvöla dönsk hefðu sýnt oss velvild og greiðasemi. Þetta á ekki sizt við utanríkis- ráðherra Scavenius, sem jafnan hefir tekið í málaleitanir héðan með velvilja og fullum skilningi á aðstöðu vorri. Það má nefna það, að það var góðri milligöngu hans meðal annars að þakka, að vér fengum Sterling, og ekki sízt ber að láta þess getið, að hann hefir alls ekki blandað sér í þær ráð- stafanir, er ísland hefir gert á ó- friðarárunum í beinum viðskiftum við erlend riki, svo sem í samn- inga og sendifarir til London og Vesturheims. Þetta afskiftaleysi hans hefir ekki öllum líkað fyrir handan Pollinn, en eg heyrði haft eftir.honum, að hann hefði svarað einhverjum, sem að þessu var að finna, að sér virtist íslendingar hafa komið vel ár sinni fyrir borð og það væri ekki ástæða til ann- ars fyrir Dani en gleðjast af því. Þótt eg fúslega viðurkenni alt þetta og þy’-ki leitt, að það skuli ekki alment metið hér að verðleik- um, þá teldi eg það illa farið, efþað liefði nokkur áhrif á afstöðu vora í sjálfstæðismálunum, eða tefði nokkuð viðleitni vora við að fá viðurkendan fullan þjóðernisrétt vorn. Eg er þess fullviss, að þeir sem mestu hafa ráðið um allar þessar fyrirgreiðslur í Danmörku, hafa ekki látið sér detta í hug að með þessu væri keyptur nokkur afsláttur á sjálfstæðiskröfum vorum. En setjum svo, að þær raddir hefðu eitthvað til síns máls sem telja það rangt af þingi og stjórn, að fara nú af stað með fánamál og önnur mál, sem Danir kysu heldur að kyr lægi, þá hefði samt verið ástæða til að kalla þingið saman sem fyrst, því að þá væri stjórnin i alvarlegri sök, og bætti það ekki fyrir henni, að skjóta sér undir þingið, þvi að engin stjórn má taka að sér að ílytja mikils- verð mál, sem ekki er réttmætt bæði að efni og líma, og missýn- ist henni í þvi eða mistakist, þá á hún að fara frá, hvern þátt sem þingið svo hefir átt í því. Hvernig sem litið er á þessi mál, þá virðist mér einsætt og ómót- mælanlegt, að borið hafi, eftir rétt- um stjórnarfarsreglum, að kveðja þingið saman eigi síðar en gert var, og að það hafi alls ekki máJJ dragast lengur. Þá virtist mér þörf á því að kalla þingið saman vegna vandræða þeirra, sem af styrjöld- inni stafa. Það var talið sjálfsagt í þinginu í fyrra, að aukaþing yrði í ár, en ekkert um það sagt, á hverjum tíma. Nú lit eg svo á, að ástandið sé þannig, og sérstaklega sé að verða þannig, að í rauninni væri heppilegast að þingið væri stöðugt saman. — Það er altaf nóg um að hugsa og úr að ráða, ef menn að eins vilja skilja að nú eru aðrir límar en venjulega. Það^má heita, að vér íslending- ar höfum enn sem komið er, ekki orðið mikið varir óþæginda af ó- friðinum, í samanburði við flestar aðrar þjóðir. En nú erum vér að byrja að finna til þess fyrir al- vöru. Vér verðum að haga oss svo og búa oss svo út, sem stöðugt þrengi meir og meir að. Enginn veit hvenær ófriðnum linnir, en hitt veit hver maður, að nú muni fara hriðversnandi fyrir hlutlaus- ar þjóðir, og þá ekki siður fyrir oss. Ráðuneytið þóttist sjá fram á að tímar þeir, er nú fara i hönd mundu verða mjög örðugir fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.