Tíminn - 01.06.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1918, Blaðsíða 4
132 T í M IN N bæði innihald og dagsetningar skjala hafði nefndin úr málsskjölunum, eins og gefur að skilja. Ef ruglingur einhver hefir átt sér stað þar, get- ur hún enga ábyrgð borið á því. Og ef ritsjórinn heldur, að hann geti fengið menn til þess að gleyma Tjörnes hneyksli stjórnarinnar með þvi anuars vegar að þegja um að- alatriði málsins og hins vegar að fara rangt með aukaatriðin, þá skjöplast honum hraparlega. Tjörnes-hneykslið verður ekki ó- verulegasta moldarrekan á líkkistu stjórnarinnar, þegar hún verður jarðsungin. Og þá verður þorpar- anna við »Tímann« ef til vill minst um leið, þótt ekki væri nema af því, að þá missa þeir spón úr ask- inum sínum, samhliða því að sví- virðuáhrifum þeirra á stjórn lands- ins linnir. Rvík, 30. maí 1918. Gísli Sveinsson. Þingmaður á alþingi íslendinga bætir slíkri framkomu ofan á það að vera opinberlega slaðinn að þvi að gefa ranga skýrslu. Þegar hann fer af þinginu á hann að setjast í ábyrgðarmikið embætti í þjóðfélaginu. Skal nú dómurinn hiklaust fal- inn lesendum Tímans og þjóðinni í heild sinni. Alóþörf tillaga. Bjargráðanefnd neðri deildar á- lyktar að skora á landsstjórnina: Að koma á þeirri meginreglu í landsverzluninni, að kaupmenn og kaupfélög haíi á hendi af- hending og útsölu á vörum hennar. Tillaga þessi virðist óþörf ef nefndinni gengur það ekki lil að lögbjóða milliliði. Forsljórum lands- verzlunarinnar virðist bezt trúandi til þess að ráða hér fram úr i hverju einstöku tilfelli, en svo hag- ar viða til að hagkvæmast væri að sveitafélögin sjálf gætu slaðið í beinu og milliliðalausu viðskifta- sambandi við landsverzlunina, og mætti þingið síst framkvæma nokkra þá samþykt er útilokað gæti slíkt. Undir Eyjafjölluin 12. 5. 1918. Sumarið byrjar mjög vel hér eystra, og vonandi um land alt. Jörð er orðin mikið gróin, sóleyjar farnar að springa út og farið að leysa út kýr; er það fátítt um þetta leyti. Fénáðarhöld góð og heybyrgðir nægar, fyrningar hjá íleslum bænd- um. Veturinn byrjaði svo ofsalega, að menn þorðu ekki annað en taka mannlega á móti, — búast við illu; og það hefir orðið að happi. Hins vegar var heyfengur í góðu lagi í sumar er leið, og mjög margir áttu eitthvað af votheyi, en þeim mun minna af hrakningi. Hefir votheyið m. a. aukið mjög gagn af kúm. Þessi tvö síðustu rosasumur hafa orðið til þess, að fjöldi bænda hefir tekið upp vot- heysgerð og leggur hana vonandi ekki niður aftur. En Halldóri á Hvanneyri er það að þakka, hve fáum hefir mishepnast þessi ný- breytni, því leiðbeiningar hans voru svo Ijósar og glöggar, að menn sáu að hér var um engan galdur að tala; ekkert annað en reyna. Og nú er ísinn brotinn. Eg býst við því, að garðrækt verði enn aukin í vor? einkum vegna þess, hve vel vorar. Eg byrjaði að setja niður kartöflur í gær, en í fyrra 29. maí. Ætti að verða betri tími til vorverkanna nú en þá. En ef lil vill spillir það fyrir garð- yrkjunni nú, að kartöílur skemd- ust víða af frosti í vetur, og sum- staðar jafnvel af kartöflusýki, að sagt er. Dálitill fiskafli varð 'hér með ströndum í vetur. Var róið í fyrsta sinn á góuþrælinn (25. marz) og gengu 3 bátar liér í hreppi en 7 í Auslur-Landeyjum. Hæstur hlutur í Austur-Landeyjum mun hafa verið um 180, en hér rúmt 100. Var það góður búbætir, enda mun þess liafa verið full þörf, því nú eru öðrugir aðdrættir, bæði vegna verðlags og samgöngutækja. Heilsufar manna hefir verið all- gott í vetur, hér í austurhluta sýslunnar, en sagt er að héraðs- læknir okkar hafi nóg að starfa og oftast mun hvert rúm fult í sjúkrahúsinu á Stórólfshvoli. Má af því sjá, að næg þörf hafi verið á þeirri stofnun, enda nota fleiri hana en sýslubúar einir. Þykjast flestir hólpnir, sem komast undir hníf Guðmundar Guðfinnssonar og í hendur Ágústu Lárusdóttur, en svo heita læknirinn og hjúkrunarkon- an, og eru þau bæði mjög vel þokkuð og vinsæl af sjúklingum. Um mannalát í sýslunni í vetur mun hafa frést áður, svo sem frá- fall móður sýslumannsins á Efra- Hvoli, sem var öldruð kona og ágæt. En nú hafa þau hjón, Björg- vin sýslumaður Vigfússon og frú Ragnheiður Einarsdótlir mist Einar son sinn, góðan dreng og hvers manns hugljúfa. Hann var fæddur 13. ágúst 1900 og andaðist úr heilabólgu 27. f. m., eftir þriggja missira legu. Var hann jarðaður 8. þ. m„ að viðstöddu miklu fjöl- menni. — Eiga ungmennaféla^ar þar góðum bróður á bak að sjá, sem margar fagrar vonir voru tengdar við. Hinn 26. marz siðasll. andaðist merkur bóndi í Landeyjum, Jón Guðnason í Hallgeirsey. Hann var fæddur 30. apríl 1864; hét faðir hans Guðni Guðnason en móðir Elín ísleifsdóttir (smiðs Eyjólfs- sonar frá Kirkjulandi) og bjuggu þau í Hallgeirseyjarhjáleigu. Jón misli föður sinn ungur, en ólst upp með móður sinni og tók við búsforráðum hjá^Jhenni 18 ára gamall. Um sama leyti varð hann formaður fyrir fiskiskipi þar í Landeyjum og hélt því áfram meðan heilsan leyfði. Árið 1890 giftist hann Elínu Magnúsdóttur frá Strandarhöfða og bjuggu þau í Hallgeirseyjarhjáleigu til 1903, en fluttust þá að Hallgeirsey og bjuggu þar síðan góðu búi. Þau eignuðust 5 börn, fjóra syni og eina dóttur, sem öll eru mjög mannvænleg. Jón var atorkumaður mikill og hagsýnn í hvívetna; smiður góður, bæði á tré og járn, og lagði á flest gjörva hönd. Hann bætti mjög jarðir sínar, og hlaut tvívegis verð- laun úr Ræktunarsjóðnum fyrir jarðabætur. — Hann var hár vexti og grannur, skarpleitur og fölleyt- ur, gráeygður og lék oft bros í augunum og um andlitið alt, er hann talaði. Hygginn maður var hann og ráðhollur, glaðlyndur og skemtinn i viðræðum, hagorður og fyndinn, en fór vel með; jafn- lyndur og fylginn sér. Jón var heilsugóður alt til þess er hann tók banamein sitt fyrir liálfu þriðja ári síðan. Var það mænusjúkdómur, með máttleysi, er ágerðist smám saman, svo að hann mátti sig að lokum hvergi hræra; en meðan hann mátti mæla, átli hann æfinlega eilthvert gaman- yrði á takteinum við vini sína. S. V. Ritstjóri: Tryggvi Þórliallsson Laufási. Sími 91. Rrentsmiðjan Gutenberg. Amaryllis. Eitt kvöldið þegar við vorum á heimleið frá uppskerufólkinu, hafði eg orð á því hvers vegna liún syngi aldrei söng uppskeru- stúlkunnar, þar sem hún nú ein- mitt væri orðin uppskerustúlka. Hún skildi mig auðsjáanlega, þótt hún virtist ekkert vita hvað eg ætti vsð »Hvaða söng?« »Blás þú árgola, blás þú frjáls!« Hún leit fast á mig. Svo þér hafið þá náð í vísurn- ar frá mér. Það er langt siðan eg saknaði þeirra. Fáið þér mér þær aftur. Þetta er ekki fallega gert af yður«. Mér liálfgramdist við hana. »Eg bið afsökunar«, sagði eg »eg hefi ekki tekið neinar visur frá yður! Eg fann þær við Vrí- súlu, þar sem þér munuð hafa týnt þeim. Og auk þess hefi eg heyrt yður syngja þær---------« »Mig. Það getur ekki verið. Hvenær?« Jú, eg held nú það — daginn sem eg sá yður fyrsta sinni með kirsuberin i eyfunum og rósirnar í hárinu«. Hún blóðroðnaði. »Þér hafið víst orðið hrifnir af söngröddinni«, sagði hún lágt. »Verið þés ekkert að gera lítið úr yður hvað þetta snertir, að visu hafið þér ekki nein feykna hljóð, en þér syngið einkar við- kunnanlega. Þér syngið nú aftur fyrir mig þetta snotra kvæði. Eg bið yður um það«. »Eg er búin að gleyma því. Ef þér skilið mér því aftur þá skal eg gjarnan gei’a það«. »En mig langar til að éiga það«. »Þá skulið þér afrita það«. »Mig langar til að eiga það með yðar hendi«. »Þá — hún hugsaði sig um — getið þér gefið mér yðar afrit«. »Eg þakka yður — þessi til- laga er bezta lausnin«. Daginn eftir fékk eg henni vís- urnar eins vel skrifaðar og eg bezt gat gert það, en alt um það var hún ófáanleg lil að syngja þær fyrir mig. Fyrst nokkrum kvöldum síðar fekst hún þö til þess fyrir þrá- beiðni föður síns að syngja vísur sem hr. Anastasios, eftir þvi sem hann jáfaði siðar hefði snúið úr þýzku. Og skal eg nú lofa þér að heyra þýðinguna hvort sem þú vilt eða ekki. Döygin sagði, heldur lirej'kin hátt við lárið, frænda sinn: »L'ágl á jörð i ej'md og örbirgð erlu fætt á bleikri kinn. Vinur blómsins, blævar systir, barnið himnaranns eg er. Það er býsna ójafnl á með okkur komið, mér og pér!« Tárið sagöi: »Satt pú mælir: sorgar- innar barn eg er, — mæddur hugur geisla guðs i gliti mínu ljóma sér. Þú frá himin-lindum Ijósum lága moldu hnýgur á, en að himinheiðum öllum hef eg að- gaug jörnu frá!« Eru þær ekki vel gerðar og viðkvæmar? Og þú hefðir átt að heyra hana syngja þær! Annar merkur þáttur i samúð okkar og viðkynningu urðu bæk- urnar. Eg hélt því fram við hana eitt sinn að eg hefði rekist á lyndiseinkun konu í bók einni, sem væri nákvæmlega eins og hennar. »Lánið þér mér þá bók«, sagði hún með kvennlegri forvitni í svip og fasi. »Eg hefi á mörgum stöðmn hitt fyrir mannlýsingar, sem mað- ur gæti ætlað að væru alveg sér- staklega samdar með yður fyrir augum«. »Þér skulið auðkenna þessa staði, svo færið þér mér bókina á morgun«. Hr. Anastasios heyrði ekkert af þessum viðræðum okkar. Dag- inn eftir beið hún þess óþolinmóð að eg færði henni bókina. Auk eins og annars sem í raun og veru gat átt heima um Amarj'llis, auðkendi eg ýmsa slaði að eins til að stríða henni. Auk þess merkti eg við ýmsa falJega og skáldlega kafla lijá höfundinum sem gátu átt við um sambandið milli okkar Amaryllis og þá sér- staklega varpað Ijósi yfir tilfinn- ingar mínar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.