Tíminn - 01.06.1918, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.06.1918, Blaðsíða 3
TÍMINN 131 landið, framleiðsluskilyrðin fyrir vörur til að senda á erlendan markað versna, og máske verða þannig, að ekki væri unt yfir höfuð að framleiða, að örðugleikar á því að fá nauðsynjavörur að, verði æ meiri og meiri, og þær vörur sérstak- lega hækka í verði, svo að nauð- synlegt yrði að takmarka sem mest kaup á vörum frá útlöndum. Það er sem sé augljóst, að ef mikið af afardýrum neyzluvörum er keypt frá útlöndum, en vörur þær er vér höfum á móti að láta, eru fram- leiddar með skaða, eða þannig að það í rauninni hreint peningalega borgaði sig betur út af fyrir sig að framleiða þær ekki, þá sekkur landið fljólt í óbotnandi skuldir við útlönd. Ráðið við þessu er að reyna að láta landið sjálft framleiða sem mest af því, sem vér þurfum að nota, því að jafnvel þótt sú fram- leiðsla verði kostnaðarsöm, þá verður landið í heild ekki fátæk- ara fyrir hana. Nú er það vitan- lega aðallega sumartíminn, sem notaður er hér til framleiðslunnar, og ráðuneytið taldi að ekki væri of fljótt til tekið, þótt farið væri þegar á þessu sumri, að gera kröftugar og almennar ráðstafanir í þessa átt. Það hafði hugsað sér, að þingið mundi vilja taka hönd- um saman við stjórnina um þetta, og þá varð þingið að koma sam- an fyrir sumarið. Það yrðu engar slíkar ráðstafanir gerðar á sumrinu, ef þingið kæmi ekki saman fyr en í júlí. Nú heyri eg þingmenn segja, að stjórnin hafi ekki lagt svo mikið fyrir þingið í þessa átt. Það er að vísu að nokkru leyti rétt. Þó voru lögð fyrir það í byrjun tvö frum- vörp, bæði um dýrtíðarhjálp og fráfærur. Það er kunnugt, hvernig fór fyrir fráfærnafrumvarpinu, sem átti að vera nokkurskonar próf- steinn á því, hvort þingið vildi hallast að þeirri stefnu að reyna að framleiða sem mest af mat til neyzlu í landinu. Það er og kunn- ugt, hve erfitt dýrtíðarhjálpar-frv. stjórnarinnar hefir átt uppdráttar. Landstjórnin hefir látið vinna kol á Tjörnesi, það hefir orðið skaði fyrir landssjóð af námunni, en að minni hyggju ekki skaði fy’-rir þjóðina. Nú vilja þingmenn helst hætta við þessa framleiðslu. Stjórnin telur nauðsynlegt, að hafa heimild til að veitaatvinnulausufólki atvinnu. Það vill þingið elcki leyfa. Eg býst við, að þegar svona er ástatt, þá sé eðlilegt, að stjórn- in sé tregari lil að hafa frumkvæði að tilL til bjargráða. Annars hafði stjórnin hugsað sér, að samvinn- an milli þingsins og hennar yrði máske ekki nú fólgin svo mjög í tilbúningi fjölmargra lagafrum- varpa, heldur í því, að taka sam- an ráð sín um það, hvernig fá má þjóðina til að spara alt, sem sem sparast getur, setja t. a. m, niður kornvöruskamtinn sem vera má, uppörfa þjóðina til að afla sér innlendra ætigrasa, fjallagrasa o. s. frv., leiðbeina í notkun fæðunn- ar, máske gera ráðstafanir til að ungir vinnufærir menn og konur, sem ekki starfa annars að fram- leiðslu, gerðu það um tíma svo sem .í þegnskylduskyni. En eg verð að segja það, að hingað til virðist mér, sem háttvirtir þingmenn haíi ekki haft fullan skilning á nauð- syninni á sérstökum ráðslöfunum í þessa átt. Og ef ekkert breytist hugur þeirra að þessu leyti, þá verð jeg aðjáta, að þessara mála vegna gerir má- ske ekki svo mikið til hvortþing- ið kom saman fyr eða síðar. En jeg- vona, að augu háttvirtra þing- manna hafi þessa dagana lokist upp fyrir alvörunni, og að þeir skilji betur hvert stefnir, ef ekki er tekið til kröftugra ráða í tíma. Og þá er ekki ófyrirsynju þing- ið saman komið heldur ‘ fyr en síðar. Þá var það vitanlegt, að hag- ur landssjóðs var að verða mjög athugaverður og að einhver ráð þyrfti að finna til þess að útvega hon- um tekjur. Nú er óhætt að byggja á því, að að minsta kosti tvö tekju- frumvörp stjórnarinnar, sem lögð hafa verið fyrir þetta þing, verði að lögum 2—3 mánuðum fyr en orðið hefði, ef þingið hefði ekki kornið saman fyr en í júlí. Það sem græð- ist landssjóði við það, að lögin kornast þessum mun fyr í gildi, ætti að minsta kosti að verða nóg til að borga þingkostnaðinn. Jeg þykist með þvi, sem jeg heti tekið fram, hafa sýnt það og sannað, að það hafi ekki að eins verið forsvaranlegt að kveðja þing- ið saman þegar gert var eða ekki síðar, heldur hefði annað verið óverjandi. Alt á borðið. Opinberlega hefir stjórnmála- spillingin aldrei komið eins ber- lega fram eins og nú í síðustu framkomu hr. G. Sv. sem er ritari fjárhagsnefndar Nd. og sýslumað- ur í Skaftafellssýslu. Hann er stað- inn að því að gefa villandi skýrslu. Hann kannast alls ekki við það, en í stað þess fer hann út í alt annað. Og endar nú síðast með óbótaskömmum. Hin einstöku áberandi dæmi spill- ingarinnar eiga að verða til þess að opna augu manna. Til þess að leggja alt á borðið og lesendur Tímans geti séð öll gögn í málinu, skal nú prentað upp síðasta svar hr. G. Sv., sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, Á það að vera svar við greinum í tveim undanfarandi tbl. Tímans með yfirskriftinni Bar- dagaaðferð stjórnarandstæðinga. Tjörnesferð atvinnumálaráðherraus. í viðbót við j’firlýsingu mína 27. þ. m., út af ummælum ritstjóra »Tímans« um þetta atriði í skýrslu fjárhagsnefndar um Tjörnesnám- una, skal eg nú taka fram: Blaðið »Tíminn«, útkominn í dag, segist hafa sannfært sig um, að »gula skjalið« sem ekki fanst í alvinnumáladeild stjórnarráðsins, sé nú komið fram í Tjörnesplögg- unum bjá vegamáíastjóra. Þeir voru þar sannarlega heppnir, at- vinnumálaráðh. og klíkubræður »Tímans«, að skjalið fanst, því að ella hefðu böndin borist að þeim, að þeir hefðu blátt áfram hnuplað því! .Og tilgangurinn gat ekki verið annar en sá, að reyna að sverta andstæðinga sína, og kippa burtu um leið því sönnunargagni, er þeir gátu varið sig með. Nú hefir þá ritstjóri »Tímans« séð skjalið, og vitanlega var honum það kuunugt áður, og getur nú ekki lengur 'þrætt fyrir Tjörnesferðina, eins og hann ætlaði að reyna í laugardagsblaðinu. Hann hefir nú orðið að éta alt saman ofan í sig, er hann fyr sagði, sem engan skyldi heldur furða. Af því að ritstjóri »Tímans« þyk- ist svo fáfróður um það, hvar skjöl Tjörnesmálsins séu niðurkomin, skal honum skýrt frá því, að hann fer með ósannindi, trúlegast vís- vitandi, er hann segir skjölin vera (öll) hjá vegamálstjóra, en ekki hjá stjr. Þau eru einmitt öll í at- vinnumáladeildinni, nema reikning- ur og nokkur plögg önnur, sem vegamálastj. hefir fengið í hendur. Eg þarf ekki að endurtaka það, sem eg hefi áður um getið, að Nokkrar augnabliksmyndir frá Danmörku og Noregi eftir Bjarna Ásgeirsson. Ferð með Björginjarbrautinni. Samgöngubæturnar eru þærfram- farir Norðmanna sem ef til vill er einna mest um vert allra. Það hefir lengstaf verið svo í Noregi sem hér að »fjörður hefir skilið frændur, og vík vini«. Landinu er víða af nátt- úrunnar hendi svo greinilega sund- urskift, að hvert fylki hefir orðið að lifa út af fyrir sig næstum eins og sjálfstætt smáríki, en lítil mök haft við aðra hluta landsins. Þjóðin hefir því verið í reyndinni eins og meira og minna sjálfstæð smáfylki, eins og fyrir daga Haraldar hár- fagra, þó að hann sameinaði þau stjórnarfarslega, og aðrir hafi haldið því starfi áfram eftir hann. Má segja að þar hafi náttúra landsins verið »náminu ríkari«. Af þessu hefir að vísu sprottið sjálfstæð og sérstök menning í hverju fylki fyrir sig, þar sem hvert þeirra hefirhaft sína siðu, sinn búning og sitt mál. Þelta hefir að vísu auðg- að nokkuð þjóðarmenningunaíheild sinni. En það hefir einangrað fólkið og valdið miklurn ruglingi á ýras- um sviðum t. d. í málinu sem nú er að verða Norðmönnum vand- ræðamál. Þar skiftist þjóðin nú í tvo andstæða flokka, þar sem aðal- lega eru borgarbúar á aðra hlið með »rigsmaalet« en sveitabúar á hina með »landsmaalet«. Auk þess eru ótal afbrigði innan hvers aðal- máls, svo að örðugt er að átta sig á hvað fylgi hverju. Einnig þróað- ist torlrygni og einræningsháttur mætavel í þessum afskektu bygðum. Heyrði eg margar sögur um það, að þegar haldnar voru meiri háttar samkomur, sem meir en ein bj’gð tók þátt í sem stundum kom fyrir — þá hefði hver bygð ætíð haldið hópinn og lítið gefið sig að öðrum. Svo fóru menn smátt og smátt að gefa hver öðrum horn- auga, og síðan að reyna kraftana, og að lokum lentu allir karlmenn í einni slagsmálaþvögu, þar sem bygð var á móti bygð. Þetta sundurhlutaða land, eða þessi sérstöku smáriki, sem hvorki með báli, né brandi, né lagaboðum urðu sameinuð nema til hálfs, hafa nú samgöngurnar bundið saman traustum spöngum þvert og endi- langt í órjúfandi heild. Járnbraut og vegakerfi fram á hvert annes og inn á hvern afdal og sldpaferðir inná hvern fjörð, eru eins og æða- kerfi um alt landið, sem blóð menningarinnar fossar eftir fram og aftur í stórum straumum. MerkuSt járnbrautanna, og ein tilkomumesta brautin í Evrópu, er sú, sem liggur á milli Kristjaniu og Björginjar, og bindur saman aust- ur og vesturláglendi suður-Noregs. Því máli, að leggja þessa braut, var fyrst hreyft á stórþinginu norska 1870. Fyrsti hluti hennar, eða brautin frá Bergen til Voss, var þó ekki lagður fyr en 1883, og þó með smærra spori en nú er, og full- gerð var ekki brautin fyr en 1909. Þannig hefir það tekið 39 ár frá því að inálinu var fyrst hreyft á þinginu og þangað til að það var fullbúið, og má það heita vel að verið með slíkt grettistak. Öll lín- an er 492 kilómetrar, enda liggur hún í ótal hlykkjum, bæði til hlið- anna, og eins upp og ofan, því að leiðin sem liún liggur yfir er í fylsta máta ill yíirferðar, fjöll og fyrnindi, ár og vötn, og yfirleitt allar torfærur sem nöfnum tjáir að nefna. Hæst liggur brautin 1031 meter yfir sjávarmál, heitir staður sá Taugevand og liggur í Löngu- fjöllum, sem skera í sundur norð- ur og austurbygðma á því svæði. Allur kostnaður við brautina með vögnum og öðru var 67 miljónir króna. Eru þó vagnarnir eins full- komnir og það sem bezt gerist nú. Fylgja svefnvagnar næturlestinni og átvagnar daglestinni, þar sem hægt er að fá hin beztu mat- og drj’kkjarföng. Líka er hægl að fá keypl brauð mjólk kafi'i og öl á öllum brautarstöðvunum á leið- inni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.