Tíminn - 29.06.1918, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.06.1918, Blaðsíða 2
150 TIMIN N Terkleg landbúDaðarmeiinmg. Eftir Halldór Vilhjálmsson skólastjóra á Hvanncyri. Jarðhiti. Víða hér á landi er hiti í jörðu, og sumstaðar eru svo mikil brögð að því, að sjóðheitt vatnið rennur upp úr jörðinni í stríðum straum- um. Hvernig geta menn ósturlaðir horft á þessa feykna hitaorku fara til ónýtis ár eftir ár, án þess að reyna að hagnýta hann á einhvern hátt. Hvað kostar núna að sjóð- hita nokkra lítra af vatni? Petta heita hveravatn má leiða í pipum eða skurðum víðsvegar út frá uppsprettunni og verma stór garðstæði, jafnvel áveituengi. Eða fara að likt og Erlendur á Sturlu- Reykjum og synir hans, leiða guf- una heim í bæ, fá þar miðstöðv- arupphitun, sjóða allan mat og baka brauð. Mundu ekki fleiri geta farið að dæmi Erlendar? Ekki er nógsamlega hægt að hrósa þessum mönnum og þeirra líkum. Þeir eru aðalsmenn bænda- stéttarinnar, sem ganga á undan í því að temja og hagnýta hyggi- lega náttúruöflin. í þeim er kónga- blóðið gamla lítið þrælblandað? Með volgu vatni og tilbúnum áburði mætti stækka og frjófga laugalandið stórkostlega. Breyta því í vitazgjafa, islenzka paradís. Mundi það annars ekki vera ráð fyrir allan fjöldann, að hætta við alt garðræktarkák heima bjá sér. Mynda heldur félagsskap. Ráða duglegan mann, sem hefir lœrt garðrœkt, velja síðan bezta garð- stæðið sem völ er á, leggja fram næga peninga til verkfærakaupa, áburðar, útsæðis og uudirbúnings, girðinga o. fl. Þessi eini maður gæti svo með hestum og verkfær- Framíarir. Eftir I. Brierley: »The Secret of Living; XXII«. (Pýtt hefir síra Sigurður Gunnarsson) Hvað eru framfarir? Til eru þeir hugsanaskörungar, er ekki mundu leyfa slíkri spurningu að komast að. Slík spurning, mundu þeir segja, byggir á ofmiklu sem gefnu. Hún gerir ráð fyrir, að framfarir eigi sér stað, en þeirri staðhæfingu neita þeir. Tökum t. d. panþeisma Spirózu; hann hefir ekkert rúm fyrir hugtakið: framfarir. Þar er guð hugsaður sem alveran, hið óendanlega efni, er birtist í mynd- um útþenslu og hugsunar; guð sama og alheimurinn; en að fullkomn- un hans verður ekkert unnið, né úr henni dregið. Þessi skoðun tek- ur fyrir allar hugsanir um fram- farir (eða framþróun) í eiginlegum skilningi. Og hún hefir náð föstum tökum á mjög færum hugsanaskör- ungum, en í vorum augum er hún býsna lík röksemdaleiðslu Zenós um ómöguleik hreifingarinnar. í*að um hirt stærðarflæmi eftir listar- innar reglum, en ekki í hjáverkum, eins og oft vill verða, einkum þeg- ar slátlur er byrjaður. Þegar unt væri að starfa í garð- inum, sendum við garðræktarstjóra krakkana og unglingana. Geta þeir mikið hjálpað til við grisjun, hreinsun, gróðursetning og á haust- in gætu 6 ára krakkar og eldri mikið flýtt fyrir upptekningunni. Tínt kartöflurnar í ílát — fötu — þegar búið væri að plægja þær upp. Mest væri þó umvert kenslan sem unglingarnir fengju við þetta. Hún ætti að vekja hjá þeim áhuga, eftirtekt, nákvæmni og handlægni, gera þá með tímanum að góðum garðrætkarmönnum. í þessum hrepps eða sameignar gróðurreit gæti og ætti gróðrar- stjóri að rækta, auk allra venju- legra matjurta, ýmislegt annað, sem tilraunastöðvar landsins hefðu sýnt og sannað að gæti þrifist hér á landi, t. d. tré, runna, blóm, grasategundir ýmsar í hreinrækt og fleira. Þetta væru ekki einungis gróður og g'ródareitur hreppsins eða búnaðarfélagsins, heldur líka sýningarreitir íslenzkra tilrauna og framfara í jarðrækt. .Svona fyrirtæki ætti að styrkja ríflega af almannafé. Yrðu þau því að standa undir opinberu eftirliti, og gefa árlega skýrslu. En þarna væri líka skóli fyrir ungmennafé- laga og aðra áhugasama nýgræð- inga í jarð og garðrækt. Eimreiðin. Ársæll Árnason bók- sali hefir keypt Eimreiðina af Valtý Guðmundssyni og ætlar að gefa hana út hér. Ritstjóri verður Magnús Jónsson dósent. Á að koma út í fjórum heftum árlega, líkum og áður og mun von á fyrsta heftinu innan skams. Endurminningar Tryggva Gunnarssonar. Við þessa dvöl mína á landbún- aðarháskólanum á Ási* varð eg vel kunnugur skólastjóranum þar, og þegar eg fór þaðan gaf hann mér meðal annars meðmælabréf til venslamanns síns eins er bjó á eyju í Kristjaníufirði. Þar var vígi á eyjunni. Maður þessi tók mér vel og sýndi mér vígið og útbún- að þess. Þar var hamraveggur út á eyjarjarðinum, en lægra fyrir inn- an. Þar voru fallbyssurnar en skot- raufar gerðar gegnum bjargið, til þess að hleypa fallbyssuskotunum gegnum. Var vígi þetta hið ram- gerasta. Eg skemti mér þar vel um daginn, enda spilti það ekki gleðinni að þar voru sjö gjafvaxta dætur, kátar og alúðlegar. Þaðan fór eg til Krisljaníu til þess að heilsa upp á mína gömlu kunningja þar. Eg hitti þá aftur prófessor Petersen og spurði hann mig hvort eg mundi ekki hafa gaman af að keyra út á land kl. 5 næsta dag. Þáði eg það boð því að eg hélt að hann ætlaði að sýna mér bændagarða og búskap þar, því að hann vissi að þar var hugur minn og erindi til Noregs. Kom eg til hans á ákveðinni stundu og ókum við af stað. En þegar kom á ákvörðunarstað, lenti eg þar i gleðskap kjólklæddra rík- ismanna úr Kristjaníu. Og þegar Petersen sagði þeim að eg væri íslendingur, tóku þeir mér for- kunnar vel og héldu mér við át og drykkju langt fram eftir nótt- inni. Vildu allir drekka með ís- lendingnum og lá við sjálft að mér yrði nóg boðið. Fylgdu þeir félagar mér um nóttina til gisti- húss míns. Eg hafði keypt mér járnbraut- arseðil til Mjörs — en þangað varð fyrst lögð járnbraut í Noregi, frá Kristjaníu — og átti að leggja af stað í býtið um morguninn. Eg þorði ekki að hátta, bjó um vað- sekk minn og lagðist á gólíið. Vaknaði eg í tíma og náði i lest- ina kl. 6 um morguninn. Eg sat alla leiðina við gluggann á vagninum, til þess að skoða landslagið. Fj'rst voru skógi vaxn- ir ásar, síðan tók við slétta, svo var dalverpi og rann á um. Taldi eg þar á mílu vegar einar 32 brýr yfir ána. Mér þótti ferð þessi mjög skemtileg, enda var það í fyrsta sinn sem eg ferðaðist með járn- braut. Þegar til Mjörs kom var ein klukkustund þangað til gufuskip það átti að leggja af stað, sem eg ætlaði með yfir vatnið. Notaði eg þann tíma til þess að skoða brýrn- ar sem eg gat um áður. — Áin rann í kröppum bugðum, en járn- brautin fór beint, þessvegna voru svo margar brýr yfir ána. — Varð mér það að gagni síðar að skoða þessar brýr. Eg kom aftur að vatninu rétt í því að skipið var að leggja af staðj en komst þó upp í það. Þegar það varð kunnugt að Is- lendingur væri með skipinu var mér fagnað hið bezta og allir köll- uðu mig bróður. Meðal annara var þar roskinn uppgjafaliðsforingi. Hann var kominn yfir aldursmark- ið og hafði því fengið lausn frá herþjónustu. Nú bjó hann á stór- um búgarði við Mjörs. Við kynt- umst á leiðinni og bað hann mig að koma heim til sin er eg kæmi aftur ofan úr Guðbrandsdal, en þangað var ferðinni heitið og hafði eg meðmæli þangað frá Schúbeler, til vinar hans. Eg komst nú að Litlahamri, sem er dálítill bær við endann á Mjörs og var þar um nóttina. Þar fékk eg mér ökumann. Sá siður var þá þýðir það, að alt endi í eyðingu. Þorsti vor eftir guði, kappsmunir vorir í þá átt að göfga mannkynið og skapa andlegri trúarbrögð, þetta verður ekkert annað en fónýtir innskotsþættir í viðburðarás, er skilur oss eftir í tilveruleysi. Ur ljósvakanum komum vér, til ljós- vakans hverfum vér. Þessi heim- spekikenning hrósar sér af því, að vera bygð á staðreyndum hlutanna. En henni liefir sést yfir eina Iitla staðreynd, en hún er: mannlegt eðli. Og mannlegt eðli er, þegar öll kurl koma til grafar, lindin, sem öll heimspeki vor er ausin úr. Vér sjáum, að eðli vort er, þótt einkennilegt sé, bygt á hugmynd- inni um framfarir, svo sannarlega sem mannlegu eðli er þann veg háttað, að það þarfnast lofts, fæðu og hreifingar, svo vist er hitt, að því er fyrirkomið í samræmi við hugmyndina um sífeldar framfarir. (Frh.) er undraverð röksemdaleiðsla, en vér ósönnum hana með því að hreifast. Vér sönnum framfarirnar með því að oss fer fram. Um þetta mætti margt fleira ræða, en vér hverfum að annari sönnunar- aðferð, sem er þráleitnari og, á að líta, vísindalegri, og hefir hún læst sig hvað dýpst í huga nútíðar- manna. Það er sönnunaraðferð efnishyggjunnar, svo sem þeir Buchner, Max Nordau og aðrir og aðrir rithöfundar þess skóla nota hana, og byggist á því, er þeir nefna hinar sýnilegu staðreynd- ir lífins. Allar svo nefndar fram- farir, segja þeir, eru að eins hreif- ing frá engu til einskis. Vöxtur og útbreiðsla stefna jafnan að hrörn- un og eyðingu. Árin, sem í það ganga að þroska frækornið, þar til er það er orðið að tré, gera það smátt og smált að feysknum trjá- bol. Barnið vex upp og verðu tull- þroska maður, að eins til þess að sæta síðar ellihrumleik og dauða, Og þetta, sem hendir einstakling- ana, hendir veraldirnar. Saga plá- netu vorrar, með allri hennar óra framþróun, með öllum viðgangi listanna,. menningarinnar, truar- bragðanna, er þegar öllu er á botn- inn hvolt, saga um himinlíkam, er skundar frá byltingunni, sem bjó hana til, fram að annari byltingu, sem mun skapa henni aldurtila. í ritinu: »Grundvöllur trúarinnar« lýsir Balfour þvi af mikilli mælsku hver muni verða forlög vor eftir kenningu natúralistanna: »Að tima- bili loknu, er langt má virðast samanborið við einstaklingslífið, en mjög stutt borið saman við tímalengdir þær, er vér eigum kost á að rannsaka, munu kraftar sól- kerfis vors þrjóta, ljómi sólar myrkvast, og jörðin er þá stendur grafkyr, án llóðs og án fjöru, mun ekki þola lengur kynstofn þann, er um stund raskaði einveru henn- ar. . . Hin eirðarlausa sjálfsvitund, sem í þessum lítilfjörlega afkyma hafði stutta stund raskað hinni ánægjulegu þögn alheimsins, mun hvíld liljóta«. Eftir þessari kenningu er hug- myndin um framfarir að sjálfsögðu fráleitasta sjónhverfing. Því að hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.