Tíminn - 29.06.1918, Blaðsíða 3
TIMI N N
151
í Noregi, að á ákveðnum stöðum
búa menn sem skyldir eru að taka
á móti gestum og fylgja þeim.
Pessir menn voru lausir við her-
þjónustu, en urðu að eiga vagn og
6—10 hesta til þess að geta flutt
menn til næstu stöðvar.
Vegur var góður um Guðbrands-
dal. Eg tók eftir því að með vissu
millibili, voru steinstólpar við veg-
inn. Eg spurði af hverju þeir
væru þar og var sagt að sú kvöð
hvíldi á búgörðunum að halda við
vegunum og væru þetta merkja-
stólpar sem sýndu hvað hver ætti
að sjá um. Væri kapp milli ná-
granna um það, hver bezt gæti
haldið við sínum vegarspotta.
Vegur þessi var kallaður konungs-
vegur.
Þegar eg hafði farið nokkrar
milur kom eg að bæ sem Ás hét.
Bóndi var á engjum, en mér var
boðið lil stofu. Hún var í gömlum
norskum stýl, há og breið með
nokkrum útskurði og myndum.
Hafði eg aldrei séð neitt líkt þessu
í vöku, en eg hlýt að hafa séð það
í draumi, svo kunnuglega kom
mér alt fyrir í stofu þessari.
Loks kom bóndi heim, hann
hét Óli. Tók hann mér vel og léði
mér vagn og fylgdarmann daginn
eftir upp í sel. Hafa allir stór-
bændur í seli þar um slóðir.
Um þessar mundir vildu allir
íslendingar læra ostagerð og hafði
það verið sett upp við mig að
kynna mér hana og því fór eg að
vitja sels þessa. Þar voru yfir 50
kj'r og 100 geitur. Eg dvaldist þar
hálfan mánuð til þess að kynna
mér ostagerðina, en hvorki eg né
aðrir hafa haft gagn af þeim lær-
dómi. En eg var ekki einn urn
þetta, því að bæði Skafti Jóseps-
son og Gunnþórunn Halldórsdóttir
frá Hofi fóru i sömu erindagerðum.
friðurinn í pkarest.
í maímán. sátu sendimenn Mið-
veldanna í Búkarest, og sömdu
frið við Rúmeni. Að þeim friði
sömdum, hét það svo í orði kveðnu
að Miðveldin hefðu barist til úr-
slita og samið algjörðan frið við
nágranna sína að austan.
Þrátt fyrir ítrekaða skilmála og
samninga við Rússa og alskonar
opinber bliðuatlot og vinahjal, eru
sí og æ róstur á vígstöðvunum í
vesturhéruðum hins fyrirverandi
Rússaveldis.
Óhægt er að gera sér grein fyrir
hvernig því er varið, en geta má
sér þess til, að óstjórn eða stjórn-
leysi Rússlands sé aðal orsök þessa.
Stjórnin: Lenin, Trotzky o. s. frv.
var svo ný á nálinni, er friðurinn
var saminn, að þjóðir þær sem
þeir þóttust hafa yfir að ráða, gátu
ekki meir en svo tekið friðarsamn-
ingana gilda.
Eldheitt hatur hefir blossað upp
meðal Rússa gegn Þjóðverjum, út
af yfirgangi þeirra, og allri fram-
komu við sigraðar þjóðir Rúss-
lands — og því er barist, þvert
ofaní alla skilmála og samninga.
Eins og geta má nærri, stafar
þjóðverjum engin hætta af slíkuin
róstum, er þeir eiga við »höfuð-
lausan her«, þar sem óbreyttir
dátar eru alt í einu dubbaðir í
flíkur hershöfðingja en hershöfð-
ingjar hýddir og teknir af.
Öðru máli er að gegna með
Rúmeniu þar er sama stjórnarfar er
og var er ófriður hófst. Hafa Mið-
veldin þar vitanlega algerlega tögl
og hagldir.
Nú um langt skeið hefir mikið
verið talað um það í Miðveldum,
hvort það sé eða eigi að vera til-
gangur og ætlan þeirra Miðveldis-
manna að leggja undir sig lönd. —
Úrvinda úr þreytu og aðfram komn-
ar af sulti og hörmungum hafa
þjóðirnar hvað eftir annað krafist
þess af herkongum sínum, að þeir
skýrðu skýrt og skorinort frá því,
hver væri tilgangur þeirra með ó-
friðnum, hvað þeir ætluðu sér að
fá í aðra hönd, fyrir allar þær
hörmungar sem þjóðirnar hafa
orðið að þola.
Hermálagarpar Þjóðverja og
»stórþýzkir«, vilja óðir og uppvæg-
ir sölsa undir sig lönd. En svo er
þó komið, að þeir þora ekki að
láta þessar heitustu óskir sínar í
Ijós opinberlega, því svo mikinn
andbyr hafa þær meðal frjálslynd-
ari mikilsmegandi stjórnmálaflokka
í löndunum.
Frekast eru það Austurríkismenn
er telja það óliæfu eina, að ætla
sér að keppast til valda í ná-
grannalöndum sínum.
En um hvað er þá barist?
Reirri spurningu getur enginn
svarað enn í dag.
Ætla mætti að friðurinn í Búk-
arest gæti gefið vísbending um
hvernig Miðveldin hugsa sér að
semja frið.
Þeir Miðveldismenn láta svo, að
þeir ætli hvorki í Rúmeníu né
annarstaðar að leggja undir sig
lönd. Hafa þeir þó ekki geta stilt
sig um annað en »laga« takmörk-
in við Austurríki sér í hag, svo
hægara sé um hervarnir sín megin
— og öll ér sú »Iögun« ágangur
á Rúmeníu, og nemur það flatar-
mál á stærð við Þingeyjarsýslu
er Rúmenía missir.
Þótt það sé Austurríki er fær
þessa fjalldali Karpatafjallanna frá
Rúmenum, hafa það óefað verið
Prússar er mestu hafa ráðið í því
sem öðru við friðarsamningana.
Ber meira og meira á þvi, eftir
því sem lengra líður, hvernig
Austurríki er algerlega í vasa Þjóð-
verjans.
Búlgarar fengu álika skika á
stærð, suðurhlutann af héraðinu
Dobrudscha milli Dónár og Svarta-
hafs. En þeir gátu ekki komið sér
saman um á friðarfundinum hver
ætti að fá nyrðri hluta þessa hér-
aðs og verður hann því sameign
Miðveldanna fyrst um sinn.
Með Dobrudscha missa Rúmenar
aðgang að hafi. Er það augljóst
hvilíkt tjón það verður öllum við-
skiftum landsins. Friðarsamning-
arnir bera það og ótvíræðlega með
sér, að sú er tilætlun Miðveldanna,
að ná sér niðri á Rúmeníu, með
því að hnekkja viðskiftum og efna-
legri framþróun landsins sér í hag.
Pað er vísbending um það
hvernig Þjóðverjar hugsa sér nú
friðinn — að þeir fái fjárafla og
viðskifta hagræði í sigruðum lönd-
um álfunnar. Stóreflis kolanámur
eru í Qalladölum þeim í Karpat-
fjöllum er Austurríki fær frá Rúm-
enum. Stórfeldari auðsuppspretta
eru þó steinolíu námur landsins.
Pær fær þýzka stjórnin allar til
umráða í 90 næstkomandi ár. Fá
Pjóðverjar þar svo mikla olíu, að
þeir búast við að hafa nóg handa
sér.
Fleiri eru þar auðsuppspreltur
Rúmeníu er Pjóðverjar ætla sér.
Verður hugsunarhálturinn þýzki
helzt skiljanlegur á þá leið.
Fyrst við — drottins kjörna
valdaþjóð — vart gelum unnið
bug á andstæðingum okkar með
vopnum, verðum við að sjúga úr
þeim merginn efnalega.
Sjá samherjar þetta ljóslega.
Hervæðast nú báðir af kappi til
þess að heyja nýja baráttu að
blóðsúthellingunum Ioknum —
baráttuna um auðvald heimsins. —
Dauðans Eíj 3s!enDinga.
Kosti það íslenzku þjóðina yfir-
leitt fé sitt og fjör þegar minst
varir, að nú á þessum neyðarinnar
tímum sé haldið áfrani af kappi,
að berjast í landinu sjálfu, af
vinnuveitendum og vinnuþyggjend-
um, án þess þó, sjáanlega eða
sannanlega vinnist annað á, en
stór skaði á báða bóga, er dauð-
inn vís þjóðinni fyr en varir.
Haldi stríðið utanlands áfram
ári eða árum lengur, þá verða
landsmenn sundurflakandi í þeim
sárum sem lengi verða að gróa,
þau, sem ekkr eru nú þegar orðin
drepandi banvæn.
Verði vinnuveitendur undir í því
stríði, eg meina aðallega Jand-
bændur, þeim gert illmögulegt að
afla hej'ja og vinnuafls til annara
bráðnauðsynlegra verka vegna of
hárra kaupkrafa, þá orsakar það
landsmönnum öllum enn tilfinnan-
legri og sárari neyðar en hið út-
lenda stríð getur gert.
Er hægtevið þetta að ráða, eða
vill þjóðin við það ráða í tíma?
Eg veit að allir hugsandi, eldri og
yngri, fjölskyldumenn landsins,
vildu geta við þetta ráðið, en hver
út af fyrir sig getur það ekki, og
töluvert skiftar skoðanir um, hvern-
ig framúr væri hægt að ráða.
Þingið verður að lögfesta árs-
vislarband á meðan útlenda og
innlenda styrjöldin stendur, og sem
næst því, að höggva á báðar hend-
ur hið ótakmarkaða frelsi. Það
drepur engan. — -Takmarka óhóf-
lega liátt og of lágt kaupgjald
allra sem geta og eiga að vinna,
ekki 4—6 mánuði af árinu eftir
|
| geðþótta, heldur árið út, til þess
að geta fengið mat sinn, klæðnað,
húsaskjól og sanngjarnt kaup, sem
á að vera fremur lágt en hátt en
öruggt.
Að láta nú Iausafólkið og æsku-
lýðinn karla sem konur ráða kaup-
gjaldi, er miðast við 8—9 mánaða
iðju og kaupleysi, er sjáanlega eitt
hið allra bytrasta og skaðvænleg-
asta vopn sem nú er á lofti á
hagsæld hinnar íslenzku þjóðar.
Pingið verður að marlta skýrar
línur, milli sjávar og landbænda,
milli vinnuþvggjenda og vinnuveit-
enda þannig, að allir hlutaðeig-
endur hafi sinn vissa hlut af á-
kveðnum stað, annaðhvort af sjó
eða af landi yfir árið.
Ef lundina til að vinna vantar,
þá er aldrei unnið hið minsta
framyfir það sem brýnasta nauðsyn
krefur, í þann og þann svipinn.
Fólkið má ekki fá að lilaupa á milli
lands- og sjávarbænda með hið
venjulega bitra vopn segjandi: þetta
lcaup er mér nú boðið við sjóinn
í sumar, býður þú betur landbóndi?
Nei, hvorki getur eða þorir hann
það fyrirfram, vegna konu sinnar
og barna; hann stofnar sér í gjald-
þrot með sliku kaupi, ef ekki
sprettur vel, ef ill nýting verður,
ef lágt verð er á ull og sauðfé,
útlenda varan svona geypidýr og
getur farið hækkandi. Hann neyð-
ist til að minka við sig, og láta
alt lenda í kotungsskap, trassa-
mensku og óhirðu, sér og öðrum
til stór tjóns.
Að tala um G—8 mánaða kúgun
á meðan stríðið stendur í þessu
sambandi, er varla umtals vert,
hvað sem allir hlutaðeigendur segja.
Pað nægir að athuga lítið eitt, og
benda á í hernaðarlöndunum núua,
matarskamtafyrirkomulagið, hern-
aðarskylduna, eigna og vinamissir,
ofan á hina voðalegu takmarka-
lausu skuldabirði er dembt er á
afkomendur í marga liði. Nei, 6—8
mánaða þrœlkun (ef ekki er óguð-
legt að komast þannig að orði) er
sjálfsögð skyldufórn hvers einasta
ærlegs íslendings, þegar áreiðanlega
er um fé og fjör íslenzku þjóðar-
innar að ræða, nú þegar, eða í
nánuslu framtíð.
Við skulum aðallega athuga
lausafólkið og börn þau sem kom-
in eru af fermingaraldrinum er telja
sjálfsagt, að stökkva út úr hreiðr-
inu, til að njóta háa kaupsins, því
fólki á að skamta kaup og vinnu-
tíma eins og matinn nú á dögum
því á að útvega alvinnu ekki skem-
ur en alt árið, hjá lands og sjávar-
bændum, meðan heimilin geta
tekið á rnóli fólki með sæmilegum
skilmálum. Pað á ekki að líða því
að holgrafa undirstöðu þá, sem
land- og sjávarútgerð stendur á,
þó völt kunni að þykja. Dettur
nokkrum hugsandi manni það í
alvöru í hug, að lausafólkið með
sinni skammsýni, og eyðslusemi,
safni þeim eigum, þekkingu og
stöðuglyndi, er útheimtist til þess,
að byggja upp hin föllnu og eyði-
lögðu lands- og sjávarbú?
Eða eru þingmenn okkar (beztu