Tíminn - 29.06.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.06.1918, Blaðsíða 4
152 T í MI N N menn þjóðarinnar) ekki svo skygn- ir að þeir komi auga á, hvert stefnt hefir og hvert stefnir, ef þessari blóð og merglöku er haldið áfram. Ekkert myndi einkenna og auka eins heiður og metnað hinnar ís- lenzku þjóðar sem það, að lausa- fólk og æskulýðurinn rétti nú þegar upp til himins hendurnar, og heit- strengdi, að styðja og styrkja hinar höllu og hálfföllnu byrkihríslur, ásamt sínu ungviði, með sann- gjörnu kaupi og stöðugri ársvinnu. Hugsið ykkur eftirlaunin og endurminningarnar nú þegar það voruð ekki þið, sem láguð á liði ykkar þegar komið var að því, að enn yrði þjóðin máske að þola hungur og örbyrgð, án þess þó, að eldur is kæmi til greina í þetta sinn. Þessum fáu línum er kastað fram í hugsunarleysi, að eins til þess að skaprauna. Þær eru einungis hróp þess sem finnur og kennir til ábyrgðarinnar; hróp um bjargráð. Egill Sigurjónsson. otheysgerð. Reynsla og bendingar. V. Þegar gefið er úr gryfjum skiftir ekki litlu upp á flýti og erfiði, að rétt sé farið að, þannig að maður mgndi sér strax góða aðstöðu. Er með þessa, eins og flesta aðra vinnu, að hún getur orðið tvöföld, eða meira, að orkuníðslu og leið- indum, sé þjösnast við hana með óviðeigandi tækjum, fyrirhyggju- laust og i blindni. Af þessu leiðir svo að menn, sérstaklega ef um ný fyrirtæki er að ræða, fá ógeð á þeim, og íinst þeir sjá ókosti sem ekki þurfa að vera til. — Gott er, sé hægt að koma þvi við, að hafa vindu til að ná upp úr gryfjunum, einkum þegar fer að dýpka. Annars verður að hafa nógu langan og traustan stiga, því annars geta orðið slys þegar born- ar eru upp þungar byrðar, um stutta, veila og óstöðuga stiga. Betra er að láta heyið í poka en meisa, og sjálfsagt er að vigta það, eins og yfir höfuð alt hey eða að minsta kosti gera vigtartil- raunir á vissu rúmtaki heys. Reizluna er bezt að hafa í bandi sem gangi upp um mæniásinn eða annað, sem ekki bilar. Þarf reizlu- bandið að vera svo langt að það megi lengja að neðan eftir því sem lækkar í gryfjunni. Líka þarf að hafa annað band með lykkju á enda til að bregða reizluendanum i milli þess að vigtað er, svo að lóðið falli ekki niður við hverja vigt. Ekki ætti að krækja pokunum sjálfum á vogarkrókinn og óþarfi er líka að binda utan um þá. Bezt er að hafa lausan smeyg hjá sér úr ófúnu snæri t. d. spannar- langan (úr þriggja eða fjögra pd. línu) káppmella honum um poka- hornin, bregða lykkjunni upp á reizlukrókinn og láta herða sig sjálft. Ekki þarf að troða fast í tunnu- poka, svo að 100 pd. verði. En betra er að troða heyinu ekki fast í, því þá þarf aftur að greiða það í sundur þegar það er gefið þótt það hafi verið gert áður í gryfjunni. Minna erfiði er líka að hafa pokana fleiri og minna í hverjum, og nefna má líka af? þá endast þeir betur. > Margir rnunu greiða heyið sund- ur með höndunum, og er það seinlegt verk og vinst illa, sérstak- lega út við veggi ef heyið er mjög samrunriið. Önnur aðferð er betri: Maður tekur heykvísl, setur skaftið á utan og ofanvert vinstra hné þannig, að þar verður hvíli- punkturinn; svo urgar maður tindunum fram og aftur um heyið meðfram veggjum, og greiðist það þá vel í sundur. Vilji maður ekki láta fara sam- an við, það sem er rekjukent út við veggi er fljótlegast að skilja það frá með því móti að rista með þungt dengdum og hárbeittum undirristuspaða innan við rekju- hringinn. Er engu verra að hafa til þessa þannig til hafðan skera en heysög. Sama er, ef maður tekur á heyinu í stöllum, sem er verra en að taka ofan af öllu í senn en getur þó þurft með, til að ná í heytegund neðar. Þarf þó ekki að saka, sé þess gætt að særa stallana ekki of sjaldan. uma hefi eg heyrt kvarta um, að ekki væri hægt að búa til vot- hey þar sem heyskapur væri lang- sóttur, vegna þess að frágangssök væri að flytja heyið rennblault í votabandi langa leið. En væri ekki hægt, þar sem svo hagar til, að eiga til vara gryfju á staðnum þar sem aðalengið er og aka vothey- inu á hjarni að vetrinum með 1—2—3 daga millibili og ganga vel á það í harðindaskorpunum? Þá þyrfti ekkert votaband að binda, það þyrfti líka sem fyrst og mest að leggjast niður, því víðast er hægt að hafa ýmsar aðrar fljót- legri, létlari og betri aðferðir, svo sem vagna, sleða og Vöguakstur. Það er varla til svo argvítugur vegur, sérstaklega á grasjörð, að ekki megi drasla með vögur, og á þeim má á skömmum tíma %tja mjög mikið, séu tvennar eða fleiri í tak- inu, þótt alllangur vegur sé. (Frh.) Hákon Finnsson. _ Préttir. Tíðin hefir verið- fremur góð þessa viku, sólariítið að vísu en hlýindi. Mestu aflafréttir berast alstaðar að af landinu og gengur fiskur nú víða upp í Jandsteina. Skipaferðir. B o t n í a kom frá Danmörku 21. þ. m. og fór aftur 23. Með skipinu komu margir far- þegar, þar á meðal Hallgrímur Krislinsson framkvæmdasljóri og Sv. Paulsen rilstjóri danska blaðs- ins Berlinske Tidende, sem dvelst hér fyrir blað sitt meðan hinir væntanlegu samningaumleitanir við Dani standa yfir. — Borg kom frá Englandi 24. þ. m. og flutti kol. — G u 11 f o s s mun vera vænt- anlegur .næstu daga frá Vestur- heimi. — Lagarfoss er kominn til Halifax. — F á 1 k i n n kom um liádegi í dag jneð dönsku sendi- nefndina. Úr þjónustu landsins og að öðrum störfum arðvænlegri hverfa nú ýmsir hinna yngri manna. P. Smith símaverkfræðingur fer lil Noregs, enda býðst honum þar betri staða en hér. Ottó B. Arnar símritari héfir og sagt upp starfi sínu og gerist verzlunarmaður. Loks heíir Böðvar Kristjánsson, aðal enskukennarinn yið hinn al- menna mentaskóla sagt lausu kenn- arastarfi sínu og tekur við for- stöðu félagsins »Kol & Salt« hér í bænum, Prestastefna hófst hér í bænum 26. þ. m. Jón prófastur Sveinsson prédikaði við setninguna. Fund- irnir voru haldnir í husi K. F. U. M. og tveir fyrirlestrar fluttir í kirkj- unni af síra Magnúsi Jónssyni dósent og biskupi. Loftskeytastöðin á Skildinga- nesmelum var opnuð 17. þ. m. til viðskifta við skip. Er þar í stöðv- arhúsinu jafnframt skóli fyrir símanemendur. Blaðamönnum gafst kostur á að sjá stöðina og sagði landsímastjóri sögu stöðvarinnar og-sýndi. Próf. Embættisprófi í lögfræði hafa lokið Páll E. Ólafsson og Snæbjörn Jónsson, báðir með 1. eink. Fyrri hluta læknaprófs hafa lokið: Guðni Hjörleifsson með 1. eink. og Daníel Fjeldsted, Eggert Einarsson Briem, Jón Árnason og Karl Magnússon með 2. eink. — Prófum mun að mestu lokið við Mentaskólann. Nj'tt blað er farið að gefa út .meðal Vestur-íslendinga í Airieríku og heitir Voröld. Ritstjóri er Sig. Júl. Jóhannesson skáld sem áður var ritstjóri Lögbergs. Við síðustu kosningar í Canada klofnaði »li- beral« flokkurinn. Tók annar hluti flokksins höndum saman við »conservatíva« og myndaði stjórn með þeim og ræður sá sameinaði ílokkur yfir niiklum meiri hluta og fylgir Lögberg þeim að málum. Hinn hluti flokksins er andstæð- ingaflokkur stjórnarinnar og þessa bræðings og er Voröld stofnuð af þeirra manna hálfu. Voröld fer vel af stað, er það og kunnugt að Sig. Júl. Jóhannesson er einhver ritfærasti maður vestra og sá er einna bezt og einlægast hefir bar- ist fyrir viðhaldi islenzkt þjóðernis. Hann liefir og staðið fremst í flokki bindindis og bannmanna vestra. Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands var haldinn 22. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Gátu full- trúar Vestur-íslendinga ekki sótt fundinn, þar eð Gullfoss var ekki kominn. Gat því ekki farið fram kosning á manni í stjórnina af þeirra hálfu, og var samþykt að fela stjórninni að kjósa mann í það sæli í samráði við Árna Egg- ertsson er hann kæmi með Gull- fossi. Stjórnarmenn þeir er ganga átlu úr voru endurkosnir: Eggert Classen, Jón Þorláksson og Hall- dór Daníelsson. Guðmundur Friðjónsson skáld hefir haldið þrjá fyrirlestra í Reykja- vík og einn í Hafnarfirði og ávalt fyrir troðfullu húsi. Skáldabræður hans hér héldu honum samsæti 21. þ. m. og var þar mikið um ræður og kvæði. Nú er hann staddur austur við Þjórsárbrú á iþróttamóti Ungmennafélaga sem þar fer fram í dag, og var honum boðið þangað. Er það vel að för Guðmundar suður hingað verður hin bezta. f Frú Guðrún S. Ölafsdóttir á Bergsstöðum, kona séra Björns Stefánssonar, en dóttir Ólafs pró- fasts Ólafssonar í Hjarðarliolti er nýlátin eftir nýafstaðinn barnsburð. Er þar mikill harmur kveðinn að heimili og héraði, því að hún var vel látin kona með afbrigðum og húsmóðir hin bezta, — lætur hún eftir sig 4 börn í æsku. liitdeilur hafa staðið nokkrar milli Guðm. Guðmundssonar ritstj. Frétta og G. Eiríkss heildsala, út af því að Eiríkss hafði panlað og fengið nokkrar tunnur af spíri- tus, en hafði ekki sótt um leyfi til umsjónarmanns áfengiskaupa og lagði lögreglan hald á tunnurnar, sem vonlegt var. G. G. sagði frá þessu, en Eiríkss brást reiður við og hefir ritað tvær skammargreinar í Vísi, og eru einhverjar hinar ógeðslegustu og ómaklegusth sem lengi hafa sést á prenti. En svo fór sem oftar að sér grefur gröf þótt grafi. Málstaður Eiríkss versn- aði því fleiri skömmum sem hann ruddi úr sér. En hinn stóð lireinn sem hélt sér við málið, hafði farið algerlega með rétt mál og lét sem hann heyrði ekki óhljóðin. Iðnsýning stendur nú yfir á Akureyri og gengst Heimilisiðnað- arfélag Norðurlands fyrir henni. Vélbátur fórst nýlega á skeri undir Hvanndalabjörgum og var eign Lofts bónda Baldvinssonar á Bjöggversstöðum. Báturinn/ var sökkhlaðinn. Menn komust af. Ritstjóri: Trygrgvi JÞórliallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.