Tíminn - 13.07.1918, Síða 1
I
TÍMINN
lcemur út einu sinni i
viku og kostar 4 kr.
árgangurínn.
AFGREIÐSLA
i Hegkfavik Laugaveg
18, simi 286, út um
kutd i Laufási, simi 91.
II.
ár.
Rcykjayík, 13. júlí 1918.
29. blað.
,Hjarta heimsins‘.
Svo nefna Frakkar stundum höf-
uðborg sína. Og nú er hún sögð í
hættu. Herir Bandamanna láta
undan síga geisilegu ofurefli. Her-
stjórar Miðveldanna hafa að sögn
heitið að taka París. Og t’jóðverj-
ar gera sér vafalaust von um að
næðu þeir þeirri borg, bilaði kjark-
ur Frakka svo að þeir yrðu að
semja frið.
En þó svo yrði að París félli í
hendur Miðveldanna, þá eru síður
en svo líkur til að friður komist
á. Eftir væru af andstæðingum
Þjóðverja nánustu frændur þeirra
ulan Norðurlanda, Engilsaxar í öll-
um hlutum heims. Og sá kynþátt-
ur hefir, eins og Rómverjar, haft
þann sið, að heyja stríð hálfan
mannsaldur, tapa oft, láta undan
síga, þola hverskonar þjáningar, en
láta aldrei undan fyr en sigur var
unninn að lokum.
En hvernig færi um hjarta heims-
ins, ef barist væri á þeim slóðum
vikum og mánuðum saman? Yrði
París lögð í rústir eins Löwen eða
Reims? Sennilega. Stríðsguðinn
þyrmir nú engu sem verður á vegi
hans.
Samt væri það hörmulegt ef
glæsilegasta borg veraldarinnar yrði
lögð í rústir. Það væri alheims-
tjön. Veröldin öll á ekki nema eina
París, og hún hefir verið að skap-
ast og fullkomnast í þúsund ár.
Mestu listamenn listelskustu og
smekkvisustu þjóðar heimsins hafa
í allar þessar aldir verið að reisa
þetta dásamlega undur mannlegrar
snilli. Og svo á það ef til vill að
leysast sundur fyrir eldi og járn-
um eftir nokkra daga eða vikur.
Það væri þung fórn. En Frakk-
ar myndu færa hana. Og kæmist
franski þjóðbálkurinn lifandi úr
eldraun þeirri sem hann stendur í,
þá myndi París rísa upp aftur í
nýrri mynd. Pví að y>hjarta heims-
ins« hættir ekki að slá meðan
listaþjóðin mikla lifir. :i.
Slysfarir.
Látin er nýlega Valgerður Sæ-
.mundsdóttir húsfreyja á Járngerð-
arstöðum í Grindavík, systir Bjarna
Sæmundssonar adjunkts. Var hún
við þvott við laug skamt frá bæn-
um, féll í laugina og druknaði. —
Maður nokkur, Arnfinnur Jónsson,
frá Eyri í Gufudalssveit, druknaði
á Reykjavikurhöfn á miðvikudag-
inn var. Hafði hann farið einn á
bát út í mótorbát og mun hafa
fallið útbyrðis.
Breytingar á yerzlunmni.
Það er nú orðið öllum almenn-
ingi kunnugt að miklar breytingar
hafa orðið á verzlun landsins.
Hafa um það og ýmsar ráðstafanir
út af brezku samningunum verið
prentaðar roknastórar og dýrar
auglýsingar í mörgum blöðum,
einkum þeim sem bezt hafa geng-
ið fram í því að ófrægja lands-
stjórnina og verzlunarstefnu henn-
ar. Virðist stjórnin vera að launa
þeim með því að halda lífinu í
þeim á þennan hátt. Hefir áður
verið bent á það hér í blaðinu að
þetta er óforsvaranleg ej'ðsla og
þarfleysa.
En sem betur fer fer ekki sam-
an hve aðferðin er röng um að
birta breytingarnar og hitt hversu
þarfar þær eru sjálfar.
Skal nú nokkuð vikið að því í
hverju þessar breytingar eru fólgn-
ar. Pví að hvorttveggja ber til, að
auglýsingarnar gefa ekki ljósa hug-
mynd um það, og þær hafa verið
birtar í útbreiðsluminstu blöðunum.
Fellur efnið af sjálfu sér í þrjá
liðu, eftir þeim stjórnum eða nefnd-
um þrem sem um fjalla.
Landsverzunin hefir hingað til
starfað samhliða stórkaupinönnum
og kaupmönnum, um kaup og
sölu einkum á kornvörum, sykri,
koluin og steinolíu. Hefir sú orðið
reynslan að meir og meir hefir
verzlun með þessar vörur komist
undir landsverzlunina. Nú hefir
landsverzlunin algerlega einkasölu
á þessum vörum, með þeirri und-
antekning einni að botnvörpungar
sem flytja fisk til Englands kaupa
þar kol um leið og flytja til landsins.
Frá þessum tíma og þangað til
styrjöldin er búin, má því telja víst
að engar kornvörur, sykur, stein-
olía og kol — með undantekningunni
sem nefnd var — flytjist til landsins
fyrir milligöngu stórkaupmanna.
Landsverzlunin kaupir eftirleiðis
sjálf. Selur þvínæst til kaupmanna,
kaupfélaga og sveitafélaga, eða um
hendur sýslumanna, og ákveður
hversu mikið megi leggja á i ó-
makslaun.
Liggur það í augum uppi hversu
mikil trygging er í þessu fólgin að
landsmenn þurfi ekki að borga
meira en vera þarf fyrir nauðsynj-
ar sínar.
í annan stað hefir landsverzlun-
in nú tekið undir sig skip Eim-
skipafélagsins og sitja nú vörur
hennar fyrir rúmi í skipunum. Var
á það bent hér í blaðinu í vetur
hvílíkt dæmalaust ólag það væri
að láta kaupmenn flytja vörur sín-
ar langmest með þeim skipum
sem voru miklu ódýrari en lands-
sjóðsskipin. En hvergi sást munur
á vöruverðinu.
Er þetta því og stórt og merkt
spor í rétta átt. Og lendir nú ekki
lengur á fárra manna höndum
gróðinn af hinum lægri farmgjöld-
um Eimskipafélags skipanna.
Útflutningsnefndin tekur við starfi
kjötsölunefndar, en er nú miklu
rýmra, þar er allar útfluttar afurð-
ir fara nú um hennar hendur.
Verðið á útfluttu vörunum, tvenns-
konar á sumum, gerir það nauð-
synlegt að jafnaðarverð verði sett
á vörurnar. Nefndin á að gera það
og annast söluna í hendur um-
boðsmanna bandamanna. Ætti nú
með þessu móti að vera útilokað
að ólíkl verð sé á innlendum af-
urðum, þeim sem út flytjast, á
ýmsum stöðum á landinu. Fram-
leiðendum á að vera kunnugt um
verðið sem fæst. Ættu því ekki að
láta neina lokka sig til að selja
öðru verði.
Undanþeginn afskiftum útílutn-
ingsnefndar er sá fiskur sem botn-
vörpungar veiða í ís og fluttur er
beinl til Englands án þess að vera
fyrst fluttur á land hér. Hefir sú
veiði verið mikið stunduð nú
seinni part vetrar og í vor. Og
hafa botnvörpungarnir flult margar
miljónir króna inn í landið og
auk þess nokkuð af kolum.
Innflutningsnefndin er algerlega
ný stofnun. Hefir hún ráð yfir
því skipsrúmi í Eimskipafélags-
skipunum og landssjóðsskipunum
sem landsverzlunin notar ekki. —
Innflytjendur snúa sér til innflutn-
ingsnefndar um beiðnir um að
fá að flytja inn þær vörur sem
þeir vilja flytja inn. Er það verk
nefndarinnar að sjá um að hæfi-
lega mikið flytjist inn af hverri
vörutegund — væntanlega líka að
sjá uin að brýnni nauðsynjar sitji
fyrir — og verður sá dómur vit-
anlega að byggjast á því hversu
mikið rúm muni fást í skipunum,
Pað er ennfremur verkefni inn-
flutningsnefndar að sjá um að
innflytjendur beri frá borði hæfi-
lega mikinn rétt til að flytja inn,
væntanlega í hlutfalli við innflutn-
ing þeirra áður. Og loks að sjá
um að hæfilega mikið af hverri
vörutegund komi á hvern stað á
landinu.
Þetta eru stórfeldar breytingar.
En öll rás viðburðanna hefir mið-
að í þessa átt. Brezku samning-
arnir gerðu margt af þessu að
nauðsyn.
Landsstjórnin og forstjórar lands-
verzlunarinnar hafa ráðið þessar
breytingar, að sjálfsögðu i samráði
og í samvinnu við alþingi, eink-
um bjargráðanefndir. Er nú ekki
lengur neitt hik á öllum stjórnar-
völdum um þessa stefnu.
Tíminn má vel við una þessar
breytingar, því að eins og lesendum
blaðsins er kunnugt, er hér komið
á, beint framhald af þeirri stefnu
um landsverslunina sem blaðið
hefir talið hina einu réttu, um að
ráða bót á hinu erfiða styrjaldar-
ástandi.
Verzlunarstefna sú sem prédikuð
var í vetur í langsumblöðunum
og Lögréttu, er aftur á móti nú
með öllu kveðin niður. Það verð-
ur varla sagt að einn einasti mað-
ur af þeim sem ábyrgðina hafa,
vilji lengur halda henni fram. Svo
gersamlega fylgislaus er nú sú
stefna orðin.
Töðubrestur.
Þegar tíðin var sem bezt í vor,
gerðu margir sér vonir um að geta
byrjað að slá tún upp úr Jóns-
messu. Utlitið var þá svo afbragðs-
gott. — Vorverkatíminn er nú orð-
inn um sextán vikur og er það
óvanalegt.
Og svo verður sú raunin á, að
sláttur byrjar varla alment fyr en
eftir viku lil hálfan mánuð. Túnin
hafa nálega ekkert sprotlið síðustu
vikurnar. Og stráin eru svo fá
sem vaxa, því að kal er meira i
túnum og víða á útengi en elztu
menn muna. Nálega alt land hefir
brugðist annað en áveituland.
Þau eru mörg vorin þegar al-
ment er kvartað um grasbrest.
En oftar verður það, að úr rætist
þó seint verði og verður meðal-
grasvöxtur upp úr miðjum slætti.
Og eftirtekjan eftir því.
Við þá von er ekki hœgt að
hugga sig i þetta sinn.
Úr því ekki hefir sprottið þetta
langa vor, þá spretta túnin a. m.
k. ekki sæmilega á þessu sumri.
Og liið stórkostlega almenna kal
— beztu blettirnir og beztu túnin
verst farin — það batnar áreiðan-
lega elcki í sumar og vafasamt
hvort það batnar næsta sumar.
Það er mögulegt, ef sérstaklega
vel rætist úr, að heyskapur utan
túns verði bærilegur. En það er
fyrirsjáanlegur stórkosllegur töðu-
brestur um alt land.
— Hér skal ekki spurt um or-
sakirnar né liitt hvort benda megi
á ráð til þess að forðast kal í
túnum. Það er verkefni hinna bú-
fróðu manna að hugsa og ræða
\