Tíminn - 13.07.1918, Síða 4

Tíminn - 13.07.1918, Síða 4
160 Tf MINN Þjóðverjar tekið ógrynnin öll af hermönnum frá austurvígstöðvun- um. Og nú eru sendir 6000 menn á kílómeter í áhlauputn fyrir byssu- kjafta Samherja, 6 menn á meter mílur vegar, hvað eftir annað, eins oft og við þarf. Það geta vel verið ýkjulausar sagnir frá þeirri viður- eign, að sýki og skurðir fyllist stundum mannslíkömum, svo gang- brú myndist þeim er seinna koma. Ein ástæðan fyrir því að Þjóð- verjar keppa að því að berjast sem fj'rst til úrslita er sú, að Banda- ríkin hervæðast óðum. Þótt langt sé yfir Atlantshaf og erfitt verði að flytja alt er til þarf, er ekki annað fyrirsjáanlegt, en Samherjar fái þar öflugt fylgi er tímar liða. En geta þeir barist til úrslita nú á Frakklandi? Eða lofaði Hinden- burg upp í ermina sína? — Hér fyr meir í ófriðnum var barist um lönd. Sigrarnir voru í því fólgnir að herirnir næðu undir sig landsspildum, og fjandmenn- irnir hörfuðu til baka. Seinna meir var aðallega kepst urn mat. Nú er sultur fj’rir dyrum allra. Ef svo stæði elcki á á Frakk- landi að Þjóðverjar eiga ekki ýkja- langt eftir til sjálfrar Parisar, myndu menn kippa sér lítið upp við hvað þeir hafa komist áleiðis upp á síðkastið, enda hafa Þjóð- verjar sjálfir látið það berlega í Ijós, að nú berðust þeir ekki um lönd, en uin merg og blóð óvin- anna. Tilgangur þeirra væri sá, að berja dug úr Samherjum áður en Bandamenn komast yfir um. Miðveldismenn hafa mest allan heiminn á móti sér. Þótt þeir næðu París á sitt vald, Norður-Frakk- landi, eða jafn vel Frakklandi öllu, þá er það ekki nema lítill hluti af öllum þeim þjóðlöndum er þeir eiga í höggi við, og tvísýna á, hvert friður fæst meðan óvinirnir hafa herflokkum fram að ota. í vor er Þjóðverjar börðu mest á Brelum í Flandri, og haft var við orð, að þeir myndu ef til vill geta hrakið Breta yfir Ermasund, þá bar öllum Samherjum saman um, að bíði þeir ósigur á landi væri ekki annað fj’rir hendi en að berjast á sjó. — Og hvar yrði þá endir á? Nærri liggur að halda, að önnur sé ástæða til fyrir því, að Þjóð- verjar vilji úrslitin einmitt nú, önnur en ótti við Bandarikjaherinn að vestan. Hann er enn í Ameríku að mestu leiti — og þýzkir neðan- sjávarbátar í Atlantshafi. Ægilegri mun voðinn að austan — ólgandi hreyfing vinnulýðsins er heimtar friðinn, fyrir hvern mun — frið eða völd. Daglega eru mannfundir bann- aðir á Þýzkalandi, blöð gerð upp- tæk og róstur kæfðar. — Því skyldi fólkið ekki mega láta skoðanir sjnar í ljós, í landi þar sem al- mennur kosningaréttur er þó á döfinni. Járnhörð berstjórn vill hvorki heyra eða sjá vilja þjóðarinnar, því hún vinnur »til verndar menm ingar og friðar«. — En það er eins og almenningi komi ekki Iengur saman við hana um að- ferðina. Allir þeir sem unna friði mæna vonaraugum til þjóðarinnar þýzku. Hafa hörmungar ófriðarins inn- blásið henni nógu einbeittan vilja til að hrinda af sér grimdaroki herstjórnarinnar — eða er hún orðin sem viljalaust og varnarlaust lamb sem til slátrunar er Ieitt. Geysileg verður byltingin ef þýzka þjóðin nær sömu tökum á stjórninni og sú rússneska. En spáð hefir því verið, að sú sé eina leiðið út úr ógöngum ófrið- arins, að vinnulýður landanna taki fram fyrir hendur núverandi vald- hafa. Að valdamenn Norðurálfu semji ekki friðinn, en ófriðurinn snúist í innanlands illdeilur og róstur. Jafn vel í Skandínavíu hefir bólað á öflugum hreyfingum meðal vinnulýðs. í Svíþjóð hafa orðið róstur út úr flokkadráttum með og móti byltingamönnum Finnlands. Almælt er að stjórnin hafi ekki þorað að hjálpa »hvítum« á Finn- landi, því þá myndu fylgismenn »rauðra« í Svíþjóð hefja uppreisn. Margir nýir efnamenn Noregs flýja land og kaupa stóreignir i Danmörku, því þeir þora ekki að eiga auð í Noregi — óttast ger- ræði og stjórnleysi lýðsins, er fetar í fótspor »frelsishetjanna« rúss- nesku, er komu Rússaveldi fyrir kattarnef á noklcrum mánuðum — og lifa í »frelsi« og vellysting- um — á eignum annara. — »Bræður munu berjast«. En — heill þér ísland sem eng- an stéttaríg eiur. ^íldarmálid. Brezku samningarnir heimila útflutning á 50 þús. tunnum af síld til Svfþjóðar. Engin vissa er um að hægt verði að flytja út meiri sild en þetta. Þó er góð von um að flytja megi nokkuð til Vesturheims, þeir sein bjartsýnir eru gera jafn vel ráð fyrir að flytja megi þangað alt að 25 þús. tunnur og fá bærilegt verð fyrir. Er af þessu Ijóst að sildarút- flutningur verður stórkostlega miklu minni en áður. Er þar voði fyrir dyrum fj’rir útgerðarmenn. Einkan- lega þegar þess er gætt að svo vill til, vegna veiðibrests í tyrra, að nú eiga síldarútgerðarmenn meiri byrgðir af tunnum en nokkru sinni áður og er í þeim bundið afar- mikið fé. Vandinn er tvöfaldur. Hvernig á að forða því að þessi atvinnuveg- ur falli um koll? Og hvernig á að jafna niður útflutningi þessara 50 þús. tunna, sem fluttar fást til Svíþjóðar og sem nú er fengin góð von um að mjög gott verð fæst fyrir? F ulltrúar síldveiðaútgerðarmanna á Norður og Vesturlandi áttu fund með sér í Reykjavík undir lok síðastl. mánaðar og lögðu fyrir al- þingi tillögur sínar um hvernig úr þessu yrði bætt. Voru þessi aðalatriði: Landssjóður kaupir 150 þús. tunnur af sild, fyrstu 50 þús. tn. á 75 au. kg., næstu 50 þús. tn. á 50 au. kg. og þriðju 50 þús. tn. á 40 au. kg. Meðalverð yrði 55 au. kg. og kaupverðið alls 8Vi milj. króna. Áætluðu þeir að landssjóður gæti selt þannig: 50 þús. tn. til Sví- þjóðar fyrir- 5 milj. kr., 25 þús. tn. til Vesturheims fyrir lx/« milj. kr. og 75 þús. tn. innnanlands fyrir 2 milj. og 25 þús. kr. Samtals 8 milj. 275 þús. kr. Og ætti því landssjóður heldur að græða. Stjórnin borgi helming andvirð- is fyrir 1. okt. og hinn helming- inn fyrir 1. des. þ. á. Seljendur beri ábj’rgð á síldinni til 1. des., annist útskipun og greiði útflutn- ingstoll. Skifting söluréttar til lands- stjórnarinnar fari eftir tunnueign hvers um sig, eins og hún var 1. júní. Bjargráðanefndir alþingis tóku nú málið til yfirvegunar og báru fram frumvarp i E. d. Er þar haldið að miklu lej'ti i sömu stefnu og í álitsskjali útgerðar- manna og fyllilega viðurkend þörf- in að hlaupa eitthvað undir bagga. í einstökum atriðum eru þó gerðar breytingar. Tunnutalan sem landið kaupir er færð niður í 100 þús. Verðið á fyrri 50 þús. tn. 75 au. kg. og á síðari 50 þús. tn. 45 au. kg. Meðal- verð þannig 60 au. kg. Kaupverðið alls 6 milj. króna. Seljendur hafi ábj'rgð á síldinni til áramóta. Eftir þann tíma er hún á ábyrgð kaup- anda, en seljendur skyldir að hafa umsjón með henni gegn borgun eftir reikningi. Verðið greiðist hlut- fallslega eftir tunnutali því sem kaup eru gerð á, jafnótt og lands- stjórnin fær verð fyrir síld þá er hún selur. En sé ekki helmingur greiddur landsstjórninni fyrir lok oktober, skal hún eigi að síður greiða seljendum helming þá, og hinn helming um áramót. Að öðru leiti er fylgt tillögun- um í álitsskjalinu, að því viðbættu að verði hagnaður fái seljendur 8/4 hluta en landssjóður V4* Efri deild samþykti frv. með þeim breytingum að a. m. k. þriðj- ungur verðsins sé greiddur í lok oktober, þriðjungur um áramót og þriðjungur fyrir marzlok 1919. Og Og í annan stað að næsta alþingi ákveði hvernig hagnaði verði skift verði hann nokkur. — Tíminn er í meginatriðum samþykkur frumvarpi bjargráða- nefnda. Bæði vegna þess að nauð- sjrn ber til að styðja þennan at- vinnuveg og fá góðan grundvöll til þess að skifta réttlátlega niður því sem fæst flult út. En einkum ber á liitt að líta að það verði trygt að hinir mörgu smærri síldveiðamenn verði ekki alveg afskiftir. Hættan var sem sé mjög mikil, væri ekkert aðhafst af hálfu hins opinbera, að hinir smærri útgerðarmenn þyrðu ekki að gera út — og biðu mjög mik- inn hnekki — en allur ágóðinn af hinu góða verði á síldinni til Sví- þjóðar lenti á höndum hinna fáu stærstu útgerðarn^anna. Það er og eðlilegt að landið hafi beint hönd í bagga með sölu síld- arinnar til Sviþjóðar, og einhvern hluta af ágóðanum af því, þar eð það eru erindrekar landsins sem útvegað hafa útflutningslej'fið og samið um hið háa verð. Loks er það brýn nauðsyn að töluvert mikið meir verði aflað af síld en út verður flutt vegna hinn- ar miklu þarfar innanlands á síld, til manneldis og skepnufóðurs. Eítirmæli. Þann 28. apríl s. 1. andaðist af brunasárum ekkjan Aðalbjörg Einarsdóttir í Vestdalsgerði á Sej'ð- isfirði rúml. 72 ára, fædd 25. marz 1846. Aðalbjörg sál var hin mesta sóma- kona, sparsöm, hreinlát og lét sér aldrei verk úr hendi falla. Hún hafði um 28 ára skeið búið með syni sínum Einari Helgasj'ni. Stundaði hún heimilið framúrskar- andi vel og stóð gestum fyrir beina fram á síðustu stund. Fyrir nokkr- um árum varð Einar son hennar fyrir því slysi að missa annan handlegginn. Og eftir það lögðust heimilisannirnar enn þyngra á hana, sýndi hún þá líka enn betur fórnfýsi sýna og hve mikið gott var í hana spunnið. Það sem einkendi Aðalbjörgu sál. inest á síðustu árum, frá öðrum á hennar aldi, var hinn sífelda sann- leiks leit. Hún gat ekki gert sig ánægða með hálfgyldisfullyrðingar og rósamál í trúarefnum. Tók hún því feginshendi og með fögnuði móti hverjum sannleiksgeisla er féll í sál hennar. Og sá, sem þess- ar línur ritar minnist með ánægju þeirra mörgu stunda er hann átti tal við hana um eilifðarmálin og það er enginn efi á því, að alt það bezta og fegursta sem fram hefir verið sett þeim viðvíkjandi siðustu árin, hefir styrkt hana og tekið burt allan efa um annað betra líf. Dómgreindin var mikil. Hún var hjartagóð og mátti liún ekkert aumt sjá hvorki á mönnum né málleysingjum. P. Tíðin. Þurkar hafa verið undan- farið og hlýindi. Sömu fréttir al- staðar að af landinu um grasbrest. Kartöflusýki komin upp enn í Vestmannaeyjum. Aflafrétlir góðar. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.