Tíminn - 10.08.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemur út einu sinni i viku og kostar 4 kr, árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, út um land i Laufási, simi 91. II. ár. Reykjavík, 10. ágúst 1918. 33. blað. Menningarmunur. Á suðurlandaraærum Miðveld- anna kviknaði ófriðurinn. Æsing- ar og morð voru undanfarinn. — Serbar bjuggu beggja rnegin landa- mæranna og vildu ná saman. Allir nábúar Serba á Balkan- skaganum hafa dregist með inn í styrjöldina. 011 löndin þar eru illa farin, sum langverst farin allra ófriðarlandanna og er þá langt jafnað. Á norðurlandamærum Miðveld- anna var ástandið hið sama. Ein fimtíu ár síðan Þjóðverjar tóku mikið land af Dönum. Danir búa beggja megin landamæranna og vilja ná saman. Danir á Suður- Jótlandi hafa sætt svívirðilegri kúg- un af hálfu Þjóðverja og danska þjóðin öll fundið til með þeim. Nábúar Dana, Svíar og Norð- menn, höfðu ekki minni ástæðu til þess en nábúar Serba, aðstöðu vegna og kringumstæða, að lenda í ófriðnum. En sú heíir orðið raunin á að Norðurlönd hafa ekki lent í stríð- inu. Mikil von um að þau verði alveg utan við. Og engin lönd í Norðurálfunni búa nú við betri kost. Lítill vafi að hefðu Balkanþjóð- irnar bygt Norðurlönd og Norður- landa þjóðirnar Balkanskaga, þá hefði orðið hausavíxl á kjörum landanna. — Það er menningarmunurinn sem veldur hinum ólíku kjörum Norð- urlanda og Balkanþjóðanna nú. Norðurlandaþjóðirnar hafa fengið að lifa sínu lífi undanfarna ára- tugi afskiftalitið af hálfu stórveld- anna og hernaðarstefnu þeirrar sem þar heíir drotnað. Þær hafa því haft skilyrði til þess að taka þroska. Og þær hafa gert það. Norðurlandaþjóðirnar eru orðnar einna bezt mentaðar af heimsþjóð- unum. Þess vegna var ekki í Dan- mörku jarðvegurinn til fyrir æs- ingar og morðtilraunir. Menn sem gengið hafa á heilbrigða lýðhá- skóla, eru orðnir alment efnalega sjálfstæðir og hafa komið á hjá sér fyrirmyndar samvinnufélags- skap, vita það að það er betri og öruggari leið til önnur að ná marki sínu, en sú að koma stórveldun- um í hár saman. Og þeir hafa stilling til að standa utan við. Norðurlandaþjóðirnarhafa, vegna þess að þær eru svo vel mentað- ur, komið á hjá sér frjálslyndri stjórn, sem metur það meira að forða heildinni frá ógurlegu tjóni og blóðbaði, en að gefa fáum auð- kífingum tækifæri til að auka auð sinn í glundroða striðsins og auknu samkepni. Borgarastyrjöldin rússneska er aíleiðing einveldis og hermensku- stefnunnar. Örlög Balkanþjóðanna eru afleiðing af margra alda kúgun og hermenskupólitík stórveldanna. Hamingja Norðurlanda, að hafa enn a. m. k. verið utan við stríð- ið, er þvi að þakka að þau hafa að miklu leyti komist undan af- skiftum erlendra ofjarla, gert inn- lenda ofjarla áhrifalausa og stjórna sér á frjálslyndum grundvelli. Geymsla garðávaxta. Iíartöflur. I vetur fraus útsæði manna mjög víða. Vil eg því með fáum orðum skýra almenningi frá reynslu okkar hér á Hvanneyri. Hefir kartöflu- geymsla ávalt hepnast vel, bæði nú í vetur og endranær. Það er ekki óalgeng trú manna, að kartöflur vaxi á haustin, jafnvel þótt kartöflugrasið sé gjörfallið. En þetta er ekki rétt. Það eru að eins hinir grœnu hlutar blaða og leggs sem mynda nœringarefni kartöfl- unnar, og sé því grasið orðið al- veg svart, gjörfallið, er ekki eftir neinu að biða, en bezt að taka kartöílurnar upp sem fyrst, meðan veður er bærilegt og moldin þnr. Nú eiga menn að sá kartöflum í beinar raðir með álnar millibili, en hætta beðun, leggja kartöílurn- ar með gildum grænum þumlungs- spírum 2"—3" ofan í moldina. Mun- ar það miklu á vorin hvað hitinn er meiri í efstu þumlungum mold- arinnar en þegar komið er 4—6 þml. ofan í moldina. Reynið sjálfir með því að stinga hitamælir í moldina. Innlent útsæði þarf um 6—8 stiga hita til þess að geta spírað. Útlent útsæði þarf nokkru meira, eða í kring um 10 stig í moldinni. Það er því betra að leggja karLöfl- urnar grunt í fyrstu, en hreykja moldinni vel að grasinu, svo hún við aðra eða þriðju hreyking myndi hálfsívalning um kartöflu- röðina. En til þess nóg mold fáist upp úr götunni sem á að mynda annan hálfsívalning niður, þarf að vera minst ein alin milli raða. Þetta er gert á svipstundu með góðu hestgrefi (4 tíma að ein- hreykja dagsláttuna) og sé garður- urinn vel herfaður i sólskini með illgresisherfi meðan grasið er að koma upp, þarf ekki annað en litla handhreinsun á milli grasa í röð- inni1). Sumir halda fast við beðin, að garðurinn verði annars of blautur. Þá 'er betra að lokræsa garðinn, hann þornar og þiðuar fyr á vor- in. Aðrir halda að þeir fái meir upp úr flatareingunni hverri. Það er vafasamt. í röðinni má hafa sama millibil — 8"—12" eftir út- sæðisstærð — (7—8 kvint) götur hverfa, sem eru rúmfrekar og arfa- sæknar, og eitt haustið fengum við hér á Hvanneyri með þessari flat- rækt og gisnu röðum 75 tn. 200. punda upp úr 700 ferföðmum. Upptekning. Þegar kartöflur eru settar í bein- ar raðir eins og að framan er lýst, verður íljótlegast að plægja upp raðirnar. Velta þá grösin á hlið- ina, og mestur hluti kartaflanna kemur upp. Er þá fljótlegt að hrista þær úr grasinu ofan á moldina og tína þær upp'í ílát. Geta ungir krakk- ar flýtt þar fyrir. Það sem plógur- inn skilur eftir í moldinni verður að klóra upp með þar lil gerðum kartöflugrefum. Bezt er flokka kartöflurnar um leið og þær eru tíndar í þrjá staði: útsæði, stór-kartöflur og smælki, sem notað er fyrst, meðan hýðið er þurt, til matar og í brauð. Einnig má búa til hreyfanlega rimlahörpu þar sem stilla má milli- bilið milli rimlanna eftir vild. — Með þvi að moka eða hella kar- töflunum á rimlana, fellur smælkið í gegn, en útsæði og stærri kar- töflur, hafi þær ekki verið tíndar frá í byrjun, vella eftir rimlunum ofan í poka eða ílát, sem setja má undir hörpuna. Bezt er að taka upp meðan mold- in er þur í garðinum. Annars verð- ur að breiða kartöflurnar og þurka alla mold af þeim. Þó má ekki þurka þær um of, svo hýðið springi. Þurrablástur er betri en sterk sól. Enginn ætti að setja saman blaut- ar eða moldugar kartöflur. Þær geymast ver, og getur hitnað í þeim, súrnað og rotnað. Sömuleiðis er á- ríðandi að fara vel með kartöfl- urnar, særa hýðið sem minst með óþarfa kvoli, tína frá sprungnar, skornar og skemdar kartöflur, sem venjulega skemmast fyrst við geymsluna og geta þá sýkt frá séf heilbrigðar kartöflur. Enn fremur væri rétt að velja til útsæðis undan þroskamestu grösunum, þar sem kartöflurnar væru flestar, jafnastar, stærstar, fallegastar og augnaílestar. 1) í suniar handhreinsuöu Sstúlkur tveggja dagsláttu kartöflugarð á 6tímum. Geymslan. Þess ber að gæta að þólt kartafl- an sé slitin frá móðurplöntunni og tekinn úr moldinni, er húnlifandi. jafnt fyrir það, hún heldur áfram að anda og eyða næringarefnum sinum. Er það einkum sterkjan sem eyðist og breytist í sykur. — En sykurinn breytist aftur í ólíf- ræn efni, kolsýru og vatn, við önd- unina. En öndunin er þvi örari, þvi meiri sem geymsluhitinn er. Kartöflur rýrna því fljótt séu þær geymdar í hita (10°). Verða ramm- ar og vatnsbornar á bragðið. í kulda verða kartöflur súrar á bragðið. Öndunin er minni og syk- urinn, sem myndast hefir úr sterkj- unni, eyðist ekki allur. Þyki mönnum vondar sætar kar- töflur, þarf ekki annað en geyma þær nokkurn tíma í hita. Þá hverf- ur sykurinn. Óþroskaðar kartöflur geta líka verið sætar. En þá er sykurinn sem fyrst myndast í kartöflunni ekki orðinn að sterkju. Kartöflur byrja að frjósa við tæp- lega einnar gráðu frost, en eru gegnfrosnar við 3 stig. Frosnar kartóflur geymast vel og rýrna ekki meðan þær eru frosnar, frek- ar en annar frosinn matur, en strax og þær þiðna skemmast þær mjög og súrna. Frosnum kartöfl- um verður því að halda frystum, og þíða þær jafnóðum og þær eru notaðar. Samkvæmt þýzkri tilraun með 30 mismunandi kartöflutegundir léttust 29 þeirra við 5 mánaða geymslu (nóv.—marz) 8% að með- altali. Ein tegundin, sem hingað flyzt stundum, »Up to date« léttist um 31°/o á sama tíma. Önnur til- raun gerð í frostlausum, þurum kjallara með 46 tegundir sýndi 3,8% — 20,4°/° að meðaltali 8,i% þungarýrnun. Þjóðverjar telja kartöflur geym- ast vel, rýrni þær ekki meira en l,3°/o af þunga sínum á hverjum mánuði. Á vorin þegar kartöflur fara að spíra, léttast þær hröðum fetum, og eru þá orðnar 15—20% léttari en á haustin, þótt vel séu geymdar. Innlendar kartöflur geymast oft lakar en útlendar og er það senni- lega af því að þær innlendu eru ekki eins vel þroskaðar, og því vatnsmeiri en efnarýrari. Að það kunni að vera talsverð brögð að þessu er ekki ósennilegt eftir þýzkri rannsókn að dæma: Vatnið minkar, en sterkjan vex óðum við þroskunina. Það verður því bezl að geyma vel þroskaðar kartöflur á þnruiu, köldum stað, sem næst 0-gráðu að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.