Tíminn - 24.08.1918, Qupperneq 1

Tíminn - 24.08.1918, Qupperneq 1
TíMim kemur út einu sinni i &ikn og kostar 4 kr, árgangnrinn. AfGREIÐSLA i Regkjavik Laagaveg 18, timi 286, út nm land i Laufási, simi 91. II. ár. IteykjaYÍfe, 24. ágúst 1918. 35. blað. Fá bygðalög eru ver sett hvað hafnir snertir, en Skagafjörður. — Aðalhöfnin þar, Sauðárkrókur, ekki beisnari en svo, að illfært mun fyrir skip að athafna sig þar ef nokkuð er að veðri, enda títt mjög að ekki náist að koma í eða úr skipi miklum hluta af því sem þurfti í hvert sinn. Og við þetta á að búa ein af stærstu og blómleg- legustu framleiðslusveitum lands- ins. Ofan á bætist svo það, að þetta er ísahöfn sem lokast getur ger- samlega mikinn hluta árs. Nú mun því svo farið, að höfn- in á Sauðárkróki fari síversnandi fyrir landbrot af völdum brims og vaxandi grynninga. Telja kunnug- ir hina mestu vá fyrir dyrum ef ekkert sé að hafst. Eyri ein er skamt norður af Sauðárkróki. Er það talið eina hugsanlega bráðabirgðaúrræðið um hafnarbót á Sauðárkróki að gera brimbrjót íram af eyri þessari, og heíir þegar verið gerð tilraun um hversu slíkt mundi takast. Beittist verzlunarmannafélag Sauðárkróks fyrir þvi í fyrravetur að safna fé þar í þorpinu til þessa verks, og söfnuðust til þessa 1900 krónur. Fyrir þetta fé var hlaðinn 40 álna lang- ur grjótgarður fram af eyrinni og fram af honum settur 18 álna tré- búkki fyltur grjóti, og náði bygg- iug þessi öll því 58 álnir fram í sjó. Eru þarna útgrynni svo mikil að um 200 faðma frá landi nær dýpið ekki þrem metrum. Þegar garður þessi var fuilgerð- ur var helmingur trébúkkans, 9 álnir, í sjó um stórstraumsfjöru. En á 9 mánuðunum næstu hafði brim borið svo mikla möl að garð- inum að fremri endi búkkans stóð alveg á þuru landi um flóð. Hafði garðurinn ekki skemst hið minsta, og var trébúkkinn þá eng- anveginn rambyggilega gerður. í ráði var að framlengja garðinn með líkum hætti í sumar, og mun það hafa verið gert. Reynist það nú svo, að með þessu móti mætti bæta aðalhöfn þeirra Skagíirðinga, virtist fylsta ástæða til þess að því yrði gaumur geíinn, af þeim sem sérstaklega er það ætlað að ráða sem bezt fram úr samgönguörðugleikunum, þvi tæk- ist það á þessum stað, yrði það gert þar sem þeir eru einna til- finnanlegastir. Fossanefndin fór utan með »Botníu« 24. f. m. og kom hingað aftur með sama skipi 22. þ. m. Tíminn hefir haft tal af einurn nefndarmanna, Sveini Ólafssyni og spurt hann á víð og dreif um áraugur ferðarinnar og annað tíð- indavænlegt úr för þeirra nefndar- manna. Svör hans eru í aðalatrið- um þessi: Við kornum til Kbh. 30. júlí og fórum þaðan áleiðis til Svíþjóðar og Noregs að kveldi 31. s. m. — Vaínsorkuver eru engin teljandi í Danmörku, svo sem vitanlegt er í fjallalausu landi, og er því engra fvrirmynda þar að leita um vatns- íöggjöf íslands eða hagnýtingu vatnsafls. Slíkar fyrirmjmdir verð- ur að sækja til Svíþjóðar og Nor- egs eða þá enn fjarlægari landa, en vafalaust er Noregur bezla fyr- irmyndin, enda notkun vatnsafls þar orðin almennari og meiri en í nokkru öðru landi og landshættir allir þar líkari vorum ástæðum en ó nokkrum öðrum stað. Tími var mjög naumur til ferða og urðum vér að fylgja fasíákveð- inni ferðaáætlun og sírna lil þeirra staða, sem heimsækja átti, um að- stoð og farartæki, en miða alt við Rraðlestir og skipaferðir. Fórum vér náttfari og dagfari og nutum hvervetna bezta atbeina þeirra manna, sem vatnsvirkjunum stjórna, sem og stjórnarvalda þeirra í Nor- egi og Svíþjóð sem skipuð eru lil að stjórna vatnsmálum, en til þeirra varð að sækja allar hagfræðilegar skýrslur um vatnsaflsnotkun og vatnaiðnað. Fyrsti áfangi var til Trollháttan í Svíþjóð. Þar dvöldum við sólar- arhring og kyntum okkur aflstöðv- ar og verksmiðjur helztu, sem tengdar hafa verið við þær. Þar og annarsstaðar í Svíþjóð eru helztu aflstöðvar ríkiseign, en ■raforkan seld einstökum mönnum ■ og félögum til iðnaðar, lýsingar ieða annars sem henta þykir. A!ls hafa beizlitð verið þarna 166,000 Siestöfl, en smámsarnan er aukin ^ygging og vélum fjölgað, enda er eigi nærri fullnotað enn aflið í strengjum Gautelfar hjá Trollháttan. Frá Tróllháttan héldum vér til Kristjaníu. Þar skiftum vér verk- um. Fóru 3 til Nótodda og Rjúk- an, en tveir dvöldust í Kristjaníu og kyntu sér ljósstöðvar og vatns- virki þar og í grendinni. Að lokinni ferð til Nótodda og/ Rjúkan, skiftum vér enn liði. Fóru 2 norður til Þrándheims að skoða vatnsvirki þau, er Þrændir hafa gera látið við Niðá og sem að miklu leyti eru notuð til að birgja bæinn Þrándheim og nágrenni hans að raforku til heimilisþarfa, smáiðn- aðar og sporvagníjrekstur. 2 nefnd- armanna héldu þá suður Austfold og Svíþjóð áleiðis til Kaupmh., en formaður nefndarinnar skrapp til Stokkhólms á meðan. Mæltum vér oss svo mót í Kaupmh. 13. ágúst, en þar þurftum vér að safna að oss gögnum ýmsum og eiga tal við landa vora og fleiri, sem láta sig varða fossamál íslands og önnur nýmæli með þjóð vorri. Hafði Krabbe skrifstofustjóri fengið frest- að för Botníu frá 14. til 16. ágúst, en fyrir þá sök gafst timi til nauð- synjaerinda i Höfn. Vatnsvirki önnur en þau, sem nefnd hafa verið, og aunars lágu í leið vorri, gátum vér að eins séð í svip, svo sem aflstöðvarnar við Glaumelfi, hjá Sarpsborg og Frið- riksstað, og enginn lsostur var að vitja Vesturlandsfossanna. I Noregi er vatnsvirkjum nofek- uð á annan veg háttað en í Sví- þjóð. Hjá Norðmönnum eru flest orkuver eign hlutafélaga eða bæj- arfélaga og sveita, enda vatnsbygg- ingar þar miklu almennari en með Svíum. Ríkið hefir á síðari árum keypt marga fossa vegna væntan- legs reksturs járnbrauta með raf- magni, en hagnýting þeirra er enn þá skamt komið. Sumstaðar eru aflstöðvar og iðn- rekstur á höndum sömu manna, svo sem við Rjúkan og Nótodda, en annarsstaðar selja eigendur afl- stöðva raforkuna verksmiðjum og iðnrekendum til starfa. Flest lúta iðnstörfin að trjávinslu og papp- írsgerð, áburðarvinslu og málm- bræðslu, en hvervetna er meira eða minna af orkunni notað til heim- ilisþarfa í grend við aflstöðvarnar. Þessi notkun rafmagnsins hefir orðið að ómetanlegu liði siðan stríðið hófst og aðflutningur kola og olíu þvarr. Margir bæir og sveitir nota nær eingöngu raforku til lýsingar og matsuðu, enda er verðið mjög lágt nærri aflstöðv- unum, borið saman við kaup á kolum og ljósmeti, eins og þau gerast nú. Eitt kilowatt kostar ár- langt 120—160 krónur við aflstöðv- arnar eða nærri þeim, en við það bætist leiðslukostnaður fyrir þá, sem íjarri búa og eru leiðslunetin oft eign sveitafélaga, sem kaupa orkuna afhenta við aflstöð og út- hluta henni meðal neytanda. Er tal- að 1—1^/2 kw. nægi meðal heim- ili til lýsingar og matsuðu. Fremur óvíða er raforkan enn þá notuð til híbýlahitunar, enda er eldiviður víðast auðfenginn nærri skógunum | norsku. Hinsvcgar eru rafveitur til suðu, Ijósa og smáiðnaðar mjög víða og sumstaðar lagðar jafn vel um 200 rastir frá aílstöð og einnig jrfir vötn og sjó með sæþráðum, svo sem frá Svíþjóð yfir til Sjá- lands. Aðalatriðið er að geta byrgt sem flesta frá sömu stöðinni, því að litlar aílstöðvar og margar verða að jafnaði dýrari en ein stór með leiðsluneti, sem byrgir jafn- marga. Stærstu aílstöðvar í Noregi eru við Rjúkan, þar eru í tveimur afl- stöðvum beizluð um 300,000 hest- öfl og mestmegnis notuð við salt- péturs vinslu til áburðar. Við Odda í Harðangri, Nótodda á Þelamörk, við Þrándheim og víðar eru vatna- byggingar einnig mjög stórfeldar, þótt minni háttar séu en Rjúkan. Mjög fúslega voru allar upplýs- ingar og leiðbeiningar gefnar um vatnsvirkin og hagnýtingu þeirra af umráðamönnum og öðrum. En ekki var það einkaumræðuefnið. Vinir vorir og frændur handan hafsins veita talsverða eftirtekt högum vorum hér heima og ekki sízt nú eptir að kunnur varð sam- bandssamningurinn við Danmörku. Taka þeir honum flestir með fögn- uði og telja hann hinn ákjósan- legasta. Má þess og geta að með Dönum hefir honum engu síður verið vel tekið en hjá öðrum Norðurlandabúum, þótl einstöku hjáróma raddir sjáist þar í blöðum hægri manna, sem eigi geta felt sig við breytinguna. Ijafnleysi Skagfirðinga. Það árar því miður ekki til þess enn, að líkur séu til að ráðnir verði varanlegar framtíðarbælur á hafnleysi því sem Skagfirðingar eiga við að búa, eða að það mál verði tekið þeim tökum nú þegar sem takast þarf, til þess að verða borið fram til sigurs, en þó skal að því hér vikið. Síðan verzlun og viðskifti kom- ust á rekspöl hafa hafnleysur al- drei verið verri þröskuldur í götu en nú. Því veldur það, að um langt skeið hafa samgöpgur aldrei verið strjálli með ströndum fram en þær eru nú, all-langt siðan að skipin háfa verið jafnfá í förum. Er það því auðskilið hversu mik- ið hvert bvgðarlag á undir þvi að þessar fáu ferðir sem farnar eru hepnist sem bezt. Og það sem mestu veldur um það, eru hafn- irnar á hverjum stað. Sé höfnin örugg hamla ofviðri sjaldnast. Hallgrímur Hallgrímsson frá Reistará í Eyjafjarðarsýslu hefir lokið meistaraprófi í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Kom hann heim nú með Botníu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.